Þjóðviljinn - 13.02.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 13.02.1988, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þJÓÐVIUINM Lauflardagur 13. febrúar 1988 35. tölublað 53. örgangur Yfirdráttur á téKKareiKninea launafólKs SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF Iðnverkafólk Viðræður hafnar Guðmundur Þ. Jónsson, Landssambandi iðn- verkafólks: Kaupmáttur verði ekki lakari en á síð- astaári. Ofsnemmtað spáfyrir um gang samn- ingaviðrœðna Samninganefnd Landssam- bands iðnverkafólks ræddi í gær- morgun í annað sinn við atvinnu- rekendur um gerð nýrra kjara- samninga. Að sögn Guðmundar Þ. Jónssonar, formanns Lands- sambands iðnverkafólks, gerir sambandið kröfu um að kaupmáttur launa verði að lág- marki ekki lakari en á síðasta ári. - Við höfum kynnt atvinnu- rekendum hugmyndir okkar um næstu samninga og nýr fundur er fyrirhugaður á þriðju- dagsmorgun, sagði Guðmundur. Meðal þeirra atriða sem Landssamband iðnverkafólks leggur áherslu á í samningavið- ræðunum er að fólk njóti fullra réttinda þegar það flytur sig um set innan sömu atvinnugreinar, lífaldur verði tengdur starfsald- urshækkunum og laun verði verðtryggð. - Við höfum ekki fengið nein viðbrögð enn og því er ekki kom- ið að þeim tímapunkti í viðræð- unum að maður geti verið bjart- sýnn eða svartsýnn á áframhald- ið. Guðmundur sagði að Landssamband iðnverkafólks legði fyrst um sinn kapp á að lok- ið yrði við fastlaunasamninga, sem kveðið var á um í síðustu samningum. -rk A uglýs ingalöggjöf Lög um auglýsingar Fulltrúar neytenda, almanna hagsmuna, aug- lýsenda, auglýsingafram- leiðenda ogfjölmiðla munu skipa nefndina Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, mun á næstunni skipa nefnd til að vinna að löggjöf um auglýsingar og munu fulltrúar neytcnda, almanna hagsmuna, auglýsenda, auglýsingaframl- eiðcnda og fjölmiðla eiga sæti í nefndinni. Þetta kom fram í svari við- skiptaráðherra við fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar um hvað liöi framkvæmd þingsáiykt- unartillögu Steingríms um að nefnd yrði skipuð til að undirbúa frumvarp um auglýsingar, sem samþykkt var 18. mars í fyrra. Steingrímur sagðist hafa kosið snaggaralegri vinnubrögð af ráðherra því hér væri um mjög brýnt mál. Hann spurði hvort ekki væri ástæða til að fulltrúar uppeldisstétta ættu fulltrúa í nefndinni, þar sem nauðsynlegt er að vernda börn og unglinga fyrir innrætandi auglýsingum. Jón taldi ekki rétt að hafa nefndina of fjölmenna en sagði að leytað yrði álits uppeldisstétta varðandi lagasetninguna. -Sáf jð vorum að gera sumaráætlun og getum glatt þig með þeim fréttum að þetta sumar verður lagkvæmt til ferðalaga. Verðhækkanir milli ára eru verulega undir almennum hækkunum og svo jetur Ferðavelta Polaris og Iðnaðarbankans allt að þrefaldað ráðstöfunarféð til ferðarinnar. POLARIS tryggir þér hagkvæma, trausta og umfram allt skemmtilega ferð. Við bjóðum upp á fjöldann allan af hóp- og einstaklingsferðum út um allan heim auk ferða á þekkta sumarleyfisstaði. Vikulegt flug til Alcudia á Mallorca Ef þú vilt skemmta þér áhyggjutaus með fjölskyldunni (frábæru veðri og fallegu umhverfi þá er Alcudia ströndin á Mallorca rétti staðurinn. Pjakkaklúbburinn slvinsæli verður að sjálfsögðu starfræktur áfram í sumar og við bendum sérstak- lega á Heiðurspjakkaferðirnar. Ibiza - allir aldurshópar Til Ibiza verður flogið á 3ja vikna fresti i sumar. Pessi fallega eyja býður upp á fjölskrúðugt mannlíf, merk mannvirki svo ekki sé minnst á einstakt skemmtanalíf. Ævintýraheimur í sumar verðum við með sérstakar ævintýra- ferðir á óvenjulega staði. Við förum (siglingar á Karíbahafi, förum til Brasilíu, Mexico og Thailands svo eitthvað sé nefnt. Ertu með? Ef þú vilt fara í gott frí, fá þjónustu og ferða- áætlun sem má treysta, hafðu þá POLARIS með (ráðum og þú getur látið drauminn rætast. Sunnudaginn 14. febrúar verður kynning á sumaráætlun POLARIS í Átthagasal á Hótel Sögu. FERÐASKR/FSTOFAN POtAFUS Kirkjutorgi4 Sími622 011 UMBOBSMENH UMIAND Aai: Alls, Hafnarliröi, slmi 652266; Ratvls, tertaskrilstota, Kópavogi. slmi 641522; Ásgeir R. Guómundsson, Akranesi, sími 93-12800; Þóra Björgvinsdóttir, Borgamesi, slmi 93-71485; Hrafnkell Alexandersson, Stykkishólmi, sími 93-81333; Dóra Haraldsdðottir, Gmndarfiröi, sími 93-86655; Auóur Alexandersdóttir, Hellissandi, slmi 93-66661 og 66644; Margrét Kristjánsdóttir, Bolungarvlk, slmi 94-7158; Katrtn Gurmarsdóttir, Þingeyri, slmi 94-8117 og 8317; Ferðaskritst. Vestfjarða, ísafiröi, sími 94-3557 og 3457; Ingibjörg Kristinsdóttir, Skagaströnd; Birgir Steindórsson, Siglufirði, sfmi 96-71301; Sólveig Antonsdóttir, Dalvlk, slmi 96-61300; Bókaversl. Edda, Akureyri, slmi 96-24334; Á.G. Guðmundsson, Húsavlk, sími 98-41580; Ferðamiðstöð Austurlands, Egilsstöðum, slmi 97-11499; ÁIfheiður Hjaltadóttir, Reyðarfirði. sími 97-41309 og 41221; Sigfús Guðmundsson, Neskaupstað, slmi 97-71119; Homagarður hf, Höfn, slmi 97-81001; Ingveldur Gisladóttir, Vestmannaeyjum; Suðurgarður h.t, Selfossi, sími 99-1666; Nesgarður h.t, Keflavík, slmi 92-13677; Flakkarirm, Grindavík, sími 92-68060.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.