Þjóðviljinn - 16.02.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.02.1988, Blaðsíða 7
Stóran hluta af stríðstólum I hafinu umhverfis landið má rekja til síðustu heimsstyrjaldar en hernaðarbröltið á þessum slóðum undanfarna áratugi hefur einnig skilið eftir sig ótrúlegustu hluti sem geta verið stórhættulegir sjófarendum. Stríðstól Sprengjur á sjó og landi Ógrynni af hættulegum stríðstólum íhafinu umhverfis landið eða á fjörum í nýútkominni handbók sem sprengjueyðingardeild Landhelg- isgæslunnar hefur tekið saman er greint frá þeim sprengjum og öðr- um hættulegum hlutum sem hafa komið í veiðarfæri skipa á Is- landsmiðum á undanförnum árum, sést á reki við landið eða rekið á fjörur. Það sem sjálfsagt kemur flestum á óvart sem fletta þessari handbók, er hve ótrúlega mikið af hinum fjölbreytilegustu stríðstólum og öðrum hættu- legum hlutum er og hefur verið á reki umhverfis landið eða land- fast á fjörum. Meðal þeirra stríðstóla sem áberandi hafa verið við landið og oftsinnis komið upp með veiðar- færum skipa eða rekið á land eru tundurdufl bæði bresk og þýsk, djúpsprengjur, margskonar hættulegur búnaður tengdur kafbátum og hlustunardufl sem mörg hver innihalda sprengiefni og því hættuleg. Að auki má nefna eldfim og hættuleg merkjablys, hand- sprengjur, flugvélasprengjur og bandarískar eldflaugar af ýmsum gerðum. Eitt er víst að lesandann rekur í rogastans við lestur þess- arar ítarlegu handbókar sem fyrst og fremst er gefin út til upplýsing- ar fyrir skipsstjórnarmenn um þær hættur sem geta stafað að- skotahlutum og hvernig haga beri fyrstu aðgerðum. Ekki snerta á neinu Bókin gefur hins vegar ekki upplýsingar um hvernig gera á þessi vígatól óvirk enda er öllum viðkomandi ráðlagt að reyna það alls ekki, heldur tilkynna fund torkennilegra hluta til Landhelg- isgæslunnar sem hefur á að skipa sérþjálfuðum mönnum er sjá um sltk verk. Landhelgisgæslan leggur a- herslu á að skip sem fá óþekkta og hættulega hluti í veiðarfæri, hreyfi helst ekki við þeim ef hjá því verði komist. Þegar sé haft samband við stjórnstöð gæslunn- ar og tekin staðarákvörðun þar sem hluturinn kom í veiðarfæri eða um borð. Tundurdufl Stríðstólunum er skipt í fjóra meginflokka, tundurdufl, djúp- sprengjur, hlustunardufl og reyk- og ljósdufl. Öll þessi tól geta ver- ið hættuleg. Tundurduflum er ýmist lagt við akkeri eða þau liggja á botninum. f síðari heimsstyrjöldinni var miklu magni tundurdufla lagt í sjó milli íslands og Skotlands og einnig eru tundurduflabelti útaf Vestfjörðum, í Faxaflóa, Hval- firði, Eyjafirði og í Seyðisfirði. Öllum þessum duflum var lagt við akkeri. Þrátt fyrir öryggis- búnað sem á að gera duflin óvirk slitni þau upp, er aldrei hægt að treysta slíkum búnaði. Tundur- dufl geta verið virk áratugum saman og fjölda þeirra hefur rek- ið á land hér eða komið í veiðar- færi skipa, valdið slysum og jafnvel sökkt skipum. Djúpsprengjur Djúpsprengjum er ætlað að granda kafbátum og ýmist kastað frá flugvélum eða skipum. Þær eru búnar mismunandi kveikju- búnaði og afar áríðandi ef skip fær slíka sprengju í veiðarfæri að kasta henni alls ekki fyrir borð aftur því þá getur hún sprungið. Slíkar sprengjur er mjög við- kvæmar fyrir höggi og eru því ein hættulegustu stríðstól sem hægt er að fá í veiðarfæri en talsvert af djúpsprengjum hefur fundist hér við land. Hlustunardufl Hlustunardufl eru notaður til að fylgjast með ferðum kafbáta en allar gerðir slíkra dufla eiga það sameiginlegt að í þeim geta verið litlar sprengihleðslur sem eiga að sökkva þeim þegar þau hafa þjónað tilgangi sínum. Mikill þrýstingur getur einnig myndast í þessum duflum og því varasamt að fikta í þeim. Reyk- og Ijósdufl Fjöldinn allur af slíkum duflum er notuð á hafsvæðinu umhverfis landið árlega við björgunarað- gerðir og æfingar. Duflin sem slík eru ekki hættuleg en í þeim er fosfór sem tendrast sjálfkrafa við snertingu við súrefni. Það er því hættulegt að taka slík dufl og geyma, því ef brennsluefnið þornar við geymslu getur kviknað í því aftur Nokkur dæmi um stríðstól sem birtar eru myndir at I handbók gæslunnar. Efst: bandarisk flugvélasprengja, rússneskt kafbátaloftnet og bresk djúpsprengja. auk þess sem reykurinn frá dufl- unurn er eitraður. Mjög mikið af þessum duflum finnst rekið á fjörur hérlendis á ári hverju. Það er því brýn ástæða til að vara fólk við að snerta á öllum torkenni- legum hlutum sem það hugsan- lega rekst á í fjöruferðum. -•g- Þriðjudagur 16. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.