Þjóðviljinn - 16.02.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.02.1988, Blaðsíða 10
ERLENDAR FRETTIR Erkifjendurnir George Bush, til vinstri, og Róbert Dole ræða við fréttamenn. Þeir hafa borið hvor öðrum það helst á brýn að geta ekki gegnt forsetaembætti fyrir sakir leiðinda, heimsku, fúllyndis og ríkidæmis. Bandaríkin Dole og Dukakis fremstir meðal jafningja Bandarískir fréttaskýrendur telja Bush varaforseta ekki eiga sér viðreisnar von tapi hann í dag. Simon og Gephardt keppa um annað sæti demókrata Leiðtogi minnihluta Repúblik- anaflokksins í Öldungadeiid Bandaríkjaþings, Róbert Dole, þykir standa með pálmann í höndunum fyrir prófkjör flokks síns í New Hampshire fylki í dag. Flestar spár og skoðanakannanir benda til þess að hann skjóti helsta keppinauti sínum, George Bush varaforseta, ref fyrir rass og taki örugga forystu í kapphlaup- inu um útnefningu flokksins. Bush hefur lagt nótt við dag að undanförnu í örvæntingarfullum tilraunum sínum til þess að endurheimta traust kjósenda. Fyrir nokkrum vikum bentu skoðanakannanir til þess að hann ynni glæsilegan sigur í New Hampshire og hreppti hvorki meira né minna en 20 af hundraði umfram fjanda sinn hann Dole. En síðan hafa lowa búar gengið að kjörborði og þar í fylki dembdu menn Bush í þriðja sætið en Dole í fyrsta. Mönnum virðist varaforsetinn þegar vera kominn með „loosers“-glampa í augun. Framkoma og fé Tvennt er það sem höfuðmáli skiptir frambjóðendur er ná vilja árangri í forkosningaslag forset- akjörs í Bandaríkjunum. Þeir verða að höfða til almennings og þeir verða að hafa gnægð fjár í handraðanum. Bandarískir kjósendur hafa aldrei verið sérlega málefnaleg hjörð. Höfuðmáli virðist skipta að frambjóðandi sé vel snyrtur fjölskyldumaður sem ekki megi þlÓOVILIINH 45 68 13 33 Tímiim 45 68 18 66 45 68 63 00 Bíabburbur er \í 11mn og borgar sig, BLAÐBERAR ÓSKAST Víðs vegar um borgina Hafðu samband við okkur þlÓÐVILIINN Síðumúla 6 0 6813 33 vamm sitt vita í siðferði einkalífs- ins, kunni að brosa vel og komast hnyttilega að orði í sjónvarpi og gæti þess að troða engum um tær sem borið getur hönd fyrir höfuð sér. Til marks um málefnalega af- stöðu kjósenda vestra er saga um nær þrítugan atburð. Úrslit forsetakosninganna árið 1960 eru sögð hafa ráðist í sjón- varpi. Skoðanakannanir sem gerðar voru skömmu fyrir lok- asprett kosningakapphlaups Ric- hards Nixons úr Repúblikana- flokki og demókratans Johns F. Kennedys bentu til þess að loka- kappræður þeirra í beinni útsend- ingu allra voldugustu sjónvarps- stöðvanna myndu skipta sköpum um úrslit. Kennedy bar sigur úr býtum í sjónvarpseinvíginu og varð for- seti. Það var ekki málflutningur- inn sem fleytti honum inní Hvíta húsið. Einvíginu var bæði sjón- varpað og útvarpað. í skoðana- könnun meðal útvarpshlustenda, sem, nota bene, voru miklu færri en imbaáhorfendur, kom fram að þeirn þótti Nixon hafa verið til muna málefnalegri og sögðu hann trekk í trekk hafa rekið andstæðing sinn á gat. En sjónvarpsáhorfendur voru á öndverðum meiði, Kennedy var í þeirra augum ótvíræður sig- urvegari. Nixon hafði nefnilega alltaf átt erfitt uppdráttar í sjón- varpi. Vegna hitans frá ljósköst- urunum tók hann að svitna ósk- aplega þegar minnst varði og þurfti því ætíð að vera að bera klút að höfði sér. Það orkaði á almenning sem taugaveiklun manns með slæma samvisku. Kennedy var hinsvegar öryggið holdi klætt. Það sem hann skorti í málflutningi vann hann fyllilega upp með glæsileika í útliti og lim- aburði. Forsetaframbjóðendur verða að eiga aðgang að digrum sjóðum því forkosningabarátta í Banda- ríkjunum fer að miklu leyti fram í gegnum fjölmiðla, einkum í sjón- varpsauglýsingum, og hver mín- úta af meðaltíma þeirra kostar drjúgan skilding. Oft hefur það komið fyrir að fjársterkir aðilar hafa bókstaflega fest kaup á frambjóðendum og það liggur í augum uppi að auðkýfingar á borð við Kennedybræður standa miklu betur að vígi en Pétur og Páll. Af núverandi áhuga- mönnum um forsetatign eru þeir flokksbræður Pierre du Pont og George Bush stöndugastir. Það má einu gilda fyrir fjármálastjóra þeirra þótt eftirtekjan verði rýr í sumar. Gary Hart er ekki jafnvel settur, hann skuldar enn 1,1 milj- ón dala frá því í prófkjörsbarátt- unni árið 1984. „Gefum friðnum séns“ En víkjum aftur að Dole og Bush. Varaforsetinn er að vonum ekki ýkja glaður yfir þróun mála að undanförnu. í andríkri ræðu á miklum kosningafundi í fyrradag skoraði hann á atkvæðisbæra menn í New Hampshire „að kjósa mig með kostum mínum og göllum. Eg gæfi ekki kost á mér í þetta starf ef ég væri ekki fullviss um að ég er manna hæfastur í þetta starf. Eftir ellefu mánuði mun ég sverja embættiseið og þá mun ég segja fjögur orð... takk fyrir New Hampshire.“ En,semfyrr segir, þaðernæsta óvíst að Bush hafi neitt að þakka íbúum New Hampshire fyrir að ellefu mánuðum liðnum. Auk þess að vera litlaus og leiðinlegur er Bush mjög seinheppinn náungi. Honum varð það á fyrir skemmstu að vitna í þau orð bít- ilsins Johns Lennons að vert væri að „gefa friðnum séns“. Einn meðframbjóðanda hans, Jack einhver Kemp, brást ókvæða við. „Það er óviðurkvæmilegt að rep- úblikani tali um að gefa friðinum séns,“ kvað Kemp hafa sagt og hamrað síðan á því að sá þjóð- flokkur léti „lýðræði og frelsi“ ætíð sitja í fyrirrúmi. Samkvæmt óbirtri Gallup-könnun mun Dole vinna sætan sigur í prófkjöri Rep- úblikanaflokksins í dag, hreppa 36 af hundraði atkvæða á móti 28 prósentum varaforsetans. Einn semur eigin rœður! í herbúðum demókrata er Mikhael nokkur Dukakis, fylkis- stjóri í Massachusetts, bæði víg- reifur og sigurviss. Naumur sigur Richards Gephardts í Iowa virð- ist ekki ætla að hnika þeirri fullvissu New Hampshirebúa að Dukakis sé skásti fulltrúi Dem- ókrataflokksins. Eftir öllum sól- armerkjum að dæma verður Gephardt því að gera sér að góðu að keppa við öldungadeildar- þingmanninn Paul Simon um annað sæti. Þeir sem gerst þekkja til kveða Simon þenna úr leik í forseta- slagnum lendi hann í þriðja sæti eða neðar. Hann hefur sjálfur sagst vera „Roosevelt-Demó- krati“ og situr á þingi fyrir Illi- nois. Þótt það sé líkast því að leita að nál í heystakki að ætla sér að finna ágreining frambjóðenda um einhver þau mál er einhverju skipta þá verðskuldar Simon prik fyrir eitt sem hann hefur umfram keppinauta sína. Hann semur ræður sínar sjálfur! Reuter/-ks. 14 Sl'ÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 16. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.