Þjóðviljinn - 17.02.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.02.1988, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRETTIR Bangladesh Allt er þegar þrennt er Þrír höfuðleiðtogar stjórnarandstœðinga voru handteknir í gœrmorgun og verða lœstir inni uns þingkosningum lýkur Snemma í gærmorgun handtók lögrcglan í Dakka, höfuðborg Bangaladesh, þrjá áhrifamestu leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Að auki réðust verðir laga og rétt- ar inná skrifstofu fyrrum ráð- herra og brutu þar allt og bröml- uðu og gerðu einnig húsleit á heimilum nokkurra andófs- manna. Allt var þetta gert undir því yfirskini að verið væri að Gáfnafar Gáfnaheili leiðir vel Heilar gáfumenna þurfa á minni orku að halda við störf sín en heilar vitleysingja. Skýringin er sú að allar lagnir og leiðslur góða heilans eru vandaðri og bera betur hverskyns boð. Doktor Richard Haier greindi frá því á sunnudaginn á fundi Þróunarstofnunar vísinda í Bandaríkjunum að heilar ein- staklinga sem sköruðu framúr á svonefndu gáfnaprófi brúkuðu minna magn af blóðsykri, merki- legum orkugjafa, en hinir. „Þótt ætla mætti í fljótu bragði að heili gáfumennisins „væri at- orkusamari" en heili hins, þá sýna rannsóknir vorar að hið gagnstæða er nær sanni.“ Niðurstöður sínar kvað doktor Haier ekki vera endanlegar en þó virtust þær taka af öll tvímæli um það að heili gáfumanna leiði bet- ur en heili þeirra ógæfumanna sem ekki hafa nógu hressar taugafrumur. Haier er aðstoð- arprófessor í taugalíffræði og mannlegu hátterni við Kalí- forníuháskólann í Irvine, USA. Reuter/-ks. Kenýa Höfðatala skiptir sköpum í Kenýu starfar aðeins einn stjórnmálaflokkur, og deilir hann og drottnar yfir landsmönnum. I gær völdu leiðtogar hans 790 frambjóðendur sem bítast eiga á um þingsæti 188 kjördæma í fyrrihluta þingkjörs næstkomandi mánudag. Afrísk þjóðareining Kenýu (KANU) vildi þó ekki að félagar lentu í hár saman út af ellefu sæt- um og voru þau tekin frá fyrir ýmsa brodda, þar á meðal Daníel Arap Moi forseta og fjóra af ráð- herrum hans. Aðeins félagar KANU hafa at- kvæðisrétt í þingkjörinu en þeir eru 4,3 miljónir talsins. í fyrri umferð kosninganna munu þeir raða sér upp frammi fyrir mynd af frambjóðenda sem þeir hafa vel- þóknun á. Þvínæst eru höfuðin talin og hreppi einhver frambjóð- anda 70 af hundraði höfða eða fleiri telst hann réttkjörinn þing- maður. Nái enginn svo háu hlut- falli toppstykkja verður kosið á milli þriggja efstu þann 21da mars næstkomandi. Reuter/-ks. koma í veg fyrir mótmæli í þing- kosningum sem fram fara í næsta mánuði. Allur þessi hamagangur á rót að rekja til orða sem Hossain Mohammad Ershad forseti lét falla í fyrradag. Þá sagðist hann ætla að notfæra sér hermenn sína til þess að tryggja að ekki syði uppúr í kosningabaráttunni né í þingkjörinu sjálfu. Stjórnmála- flokkar andstæðinga Ershads hafa hótað honum því að virða ekki kosningarnar viðlits. í yfirlýsingu lögregluyfirvalda frá því í gær kemur fram að hin handteknu eru Sajeda Chou- dhury, aðalritari Awamibanda- lagsins, og tveir höfuðsmenn á eftirlaunum, þeir Akbar Hossain og Oali Ahmed. Báðir eru þeir mikilsháttar menn í Þjóðernis- flokknum. „Allt í einu birtust lögreglu- Ershad: Vill sínar þingkosningar og ekkert múður. þjónar í massavís og fyrr en varði höfðu þeir manninn minn á brott með sér,“ sagði eiginkona Ahmeds í símaviðtali við frétta- mann Reuters í gær. Innanríkisráðherra landsins, Abdul Matin, greindi frá því að þríeykið yrði geymt á bak við lás og slá í mánuð en það mætti sam- kvæmt nýrri reglugerð forsetans. Þannig væri tryggt að þau efndu ekki til óláta á kjördag, þann 3. mars næstkomandi. Reuter/-ks. Zimbabwe Flett ofan af hryðjuverkahópi Stjórnin í Harare segir suðurafrísk stjórnvöld bera ábyrgð á skemmdarverkum og morðtilrœðum í Zimbabwe Ríkisstjórn Zimbabwe lýsti því yfir í fyrradag að hún hefði flett ofan af suðurafrískum sam- særishópi í landinu sem hefði um sjö ára skeið unnið skemmdar- verk og ráðið fólki banaráð. Á blaðamannafundi bar utan- ríkisráðherrann Nathan Shamuy- arira suðurafrískum ráða- mönnum á brýn í fyrsta sinni að hafa staðið á bak við sprengingu í sunnanborginni Bulawayo. At- burðurinn átti sér stað þann 12. janúar síðastliðinn og varð spren- gingin einum manni að bana. f meira en mánuð hefur stjórn- skipuð rannsóknarnefnd farið of- aní saumana á málinu og hefur hún yfirheyrt nokkra hvíta Zimb- abwebúa sem taldir eru viðriðnir málið. Sprengjan sprakk fyrir utan og eyðilagði hús í eigu Áfr- íska þjóðarráðsins (ANC), helstu baráttusamtaka blakkra íbúa Suður-Afríku, svo ekki ætti það að vekja furðu þótt nefndin hafi uppgötvað fingraför Pretóríuag- enta. Sex einstaklingar, fimm hvítir og einn blakkur, voru úrskurðað- ir ( varðahald á föstudag vegna aðildar að tilræðinu. Sakir hafa verið bornar á þá og verða þeir að verjast ákærum um morð og skemmdarverk, í Bulawayo og víðar. Ráðamenn í Pretóríu sáu um helgina að við svo búið mátti ekki standa í áróðursstríðinu. Því báru þeir þær sakir á stjórnvöld í Har- are að-þau hefðu látið skjóta eld- flaugum á búgarð rétt sunnan landamæra ríkjanna. Shamuyarira sagði ásakanirnar gersamlega útí hött og til þess eins lagðar fram af suðurafrísk- um valdhöfum að þyrla upp moldviðri og draga athygli frá umræðu um eigin myrkraverk í nágrannanríkinu í norðri. Utanríkisráðherrann greindi frá því að landráðin í Bulawayo væru ekki einsdæmi. Nýverið hefði komist upp um umsvifa- mikinn hóp njósnara og skemmd- arverkamanna sem voru á mála hjá Pretóríustjórn. „Hitann og þungann af iílvirkjum hópsins báru gamlir Ródesíusinnar úr röðum bænda á Bulawayo og Fort Rixon svæðinu." Að lokum varaði utanríkis- ráðherann suðurafríska valda- menn við því að reyna að leysa innanríkisvanda sinn með hern- aðaraðgerðum gegn Zimbabwe. Hann skoraði á ríki heims að halda vöku sinni og stuðla að því að friður héldist í Afríku sunnan- verðri. Vinveittar þjóðir bað hann að ljá stjórn sinni stuðning, hernaðarlegan og fjárhagslegan, sem þörf yrði fyrir ef ske kynni að hvíta Suður-Afríkumenn færi að langa í herför. Reuter/-ks. Sri Lanka Víg á víg ofan Sprengjur granda tylftmanna og vígamenn skjóta þekktan stjórnmálamann til bana Tólf manns að minnsta kosti létu lífið í gær þegar tvær sprengjur sprungu í Búddamust- eri í höfuðborginni Kólombó. Þegar vítisvélarnar sprungu stóð trúarhátíð sem hæst og var must- erið því fullt út úr dyrum. Vígamenn skutu í gær þekktan stjórnmálamann og fyrrum kvik- myndaleikara til bana í höfuð- borginni, tveim dögum eftir að hann lýsti því yfir að hann væri reiðubúinn til þess að fórna lífi sínu í þágu friðar í milli stríðandi fylkinga tamíla og sinhalesa á eyríkinu. Lögregluyfirvöld í Kólombó kváðu Vijaya Kumaranatunga hafa verið skotinn í tvígang í and- litið fyrir utan heimili sitt í höfuð- borginni og væru þau fullviss um að morðingjarnir hefðu verið á vegum Frelsisfylkingar alþýð- unnar (JVP). Kumaranatunga var formaður Alþýðuflokksins og studdi með ráðum og dáð áætlun valdsmanna á Indlandi og Sri Lanka um frið á eyríkinu. Fé- lagar JVP hafa hinsvegar tekið annan pól í hæðina, barist hat- rammlega gegn samkomulaginu og fylgt sannfæringu sinni eftir með miklum vígaferlum. Blátt bann var lagt við starf- semi Fylkingarinnar árið 1983 vegna hryðjuverka féiaga gegn tamílum. Lögreglumenn stað- hæfa að samtökin hafi myrt ara- grúa stjórnmálamanna, jafnt stjórnarliða sem andstæðinga, uppá síðkastið og hafi fórnar- lömbin átt það eitt sammerkt að hafa mælt friðaráætluninni bót. í ágústmánuði síðastliðnum var sjálfum höfuðpaur „Indlands- vina“, Juníusi Jayewardene fors- eta, sýnt banatilræði á þingi og blandaðist fáum hugur um að þar hafi JVP liðar verið að verki. Á sunnudaginn fordæmdi Kumaranatunga Fylkinguna fyrir morð á starfsmanni Kommún- istaflokks Sri Lanka og hvatti landsmenn eindregið til þess að slíðra sverðin og lifa saman í sátt og samlyndi. „Nú höfum við öðl- ast nægan styrk til þess að fylgja hugsjónum okkar eftir jafnvel þótt það verði ökkur að fjör- tjóni.“ Kumaranatunga var kvæntur Chandriku, yngri dóttur tveggja umdeildra fyrrum forsætisráð- herra Sri Lanka, hjónakornanna Sólómons og Sirimu Bandarana- ike. Tengdasynininum sinnaðist við Sirimu fyrir fjórum árum og sagði þá skilið við Frelsisflokk hennar. Þá varð Alþýðuflokkur- inn til. Reuter/-ks. Miðvikudagur 17. febrúar 1988|ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 ísrael Kviksettu Palestmumenn Rabín varnarmálaráðherra hyggst „refsa hinum seku harðlega“ Varnarmálaráðherra ísraels, Yitzhak Rabín, hét því á þingi í gær að refsa harðlega dátum er reyndu að myrða íjóra Palcstínu- menn á vesturbakka Jórdanár með því að grafa þá lifandi í jörð niður. Vinstrisinnar á ísraelsþingi sóttu hart að Rabín í gær vegna þessa og annarra hryðjuverka ís- raelskra dáta á herteknu svæðun- um. Ráðherrann komst í hann krappan og sagði það „yfirgengi- legt að annað einsog þetta skuli hafa átt sér stað í ísraelsku varn- arsveitunum." Palestínumennirnir fjórir eru búsettir í þorpinu Kafr Salem. Þeirgreindu fréttamanni Reuters frá því að ísraelskir hermenn hefðu tekið sig höndum, leitt sig afsíðis og skipað sér að leggjast á jörðina. Þvínæst hefði jarðýta verið sett í gang og hún mokað yfir þá mold og sandi. ísraelsdát- arnir fóru af vettvangi skömmu síðar í fullvissu þess að Palestínu- mennirnir væru dauðir en ná- grannar þeirra grófu þá upp með- vitundarlausa og tókst að blása lífsanda í hold þeirra. En tæpara mátti ekki standa. Rabín ítrekaði að atburðir sem þessir heyrðu til undantekninga þótt hann yrði að viðurkenna að nokkur brögð væru að því að dát- ar sínir skryppu út fyrir „ákvæði herreglugerða"! Varaforseti ísraelska herráðs- ins, Ehud Barak að nafni, gekkst við því í gær á blaðamannafundi að uppreisnin á herteknu svæð- unum nyti stuðnings alls þorra palestínskra íbúa þeirra. Fram að þessu hafa ráðmenn í Jerúsalem ekki viljað horfast í augu við veruleikann og haldið fast við þá meinloku að „einangraðir hópar óaldarseggja" bæru ábyrgð á mótmælum Palestínumanna. Reuter/-ks.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.