Þjóðviljinn - 17.02.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 17.02.1988, Blaðsíða 15
Og þetta líka... Benfica tók sig til um helgina og vann Setubal 2-0. Það var Svíinn Mats Magnusson í liði Benfica sem lagði upp bæði mörkin með stórkostlegum sending- um en Rui Aguas og Alvaro sem ráku endarembihnúta á þær sendingar. Porto náðu sér upp úr slappleika undanfarinna leikja og unnu sannfærandi 3-1 gegn Guim- araes. Gamla stórveldið Sporting Lissabon gerði markalaustjafntefligegn Esp- inho, sem ku vera mjög neð- arlega í portúgölsku deildinni. Sporting hefur átt lélegu gengi að fagna undanfarið, þeir náðu þó að vinna síðasta leik sinn og var álitið að þeir væru að komast á skrið en svo fór sem fór, jafntefli gegn Espinho. Hugo Sanchez fékk að sjá rauða spjaldið í leik Real Madrid og Osuna og ekki nóg með það heldur töþuðu þeir leiknum 2-1. Os- una gerðu fyrsta markið en Sanchezjafnaði úrvítaspyrnu en var rekinn af velli skömmu síðar. Það tók andstæðing- ana ekki nema tvær mínútur að nýta sér fækkunina í liði Real og það gerði fyrirliði þeirra Francisco Ripodas með skalla. PSV Eindhoven náði aðeins að gera marka- laust jafntefli við FC Utrecht, en í fyrra unnu þeir þá með markahrúgu 9-0. Þrátt fyrir að PSV hafi verið betra liðið allan tímann og sótt látlaust á mark Utrecht náðu þeir ekki að komast í gegnum grófa vörn þeirra. Bayern Munchen náðu að komast í 8 liða úrslit þýsku bikarkeppninnar þegar þeir unnu Nuremberg 3-1. Það voru Norbert Nachweih, Mark Hughes, sem er í láni frá Barcelona, og Lothar Mattha- eus sem gerðu mörk Bayern en Norðmaðurinn Joern Andersen mark Nuremberg. í 8 liða úrslit eru nú þegar kom- in Bayern Munchen, Hamb- urg SV og áhugamannaliðið Viktoria Aschaffenburg en þeir unnu annað áhugamann- alið Hessen Kassel á laugar- daginn. Sannkallaður happa- dráttur hjá leikmönnum Vikt- oria. Féll ekki í freistni Þjálfari belgíska knattspyrnul- iðsins Mechelen, Aad De Mos, stóðst þá freistingu að hætta hjá liði sínu og ganga til liðs við stórliðið Ajax, sem hafði boðið honum gull, græna skóga og mikla pen- inga ef hann kæmi yfir. Ekki er vitað hvað olli þessari ákvörð- un en Mos mun klára samning sinn við Mechelen, sem lýkur 1990. Mættu ekki Belgíska knattspyrnuliðið Brugges neitaði að ganga inná völlinn þegar þeir áttu að leika vináttuleik við áhugam- annaliðið Sluiskil. Það er vegna deilna um sigurbónus leikmanna, sem þeir áttu að fá eftir sigur á gríska liðinu Pan- athinaikos Athens ( Evrópu- bikarnum. En áhorfendurnir 1000, sem voru mættir á stað- inn voru ekki ánægðir. „Þeir voru ekki bara hissa, þeir voru öskuillir," sagði talsmaður fél- agsins, sem var einnig búið að greiða fyrir auglýsingar á leiknum. Hilmar Sigurgíslason baráttujaxl fer innaf línu í gærkveldi. Handbolti í kvöld: Handbolti Hlíðarendi kl.18.00: 1. deild kvenna Valur-Fram. Hafnarfjörður kl. 20.00: 1. deild kvenna FH-Víkingur. Digranes kl. 21.15: 1. deild kvenna Stjarnan-Haukar. Knattspyrna Bæjakeppni í dag kl. 10.00 fer fram bæjar- keppni í knattspyrnu milli Garða- bæjar og Selfoss. Keppt verður í fþróttahúsinu Ásgarði og eru keppendur úr 2., 3., 4., 5. og 6. flokki drengja og stúlkna eða samtals um 300 krakkar. Reiknað er með að leikið verði alveg til 19.30 en þá fer fram verðlaunaafhending. Þetta mun vera í þriðja sinn sem þessi keppni fer fram og eru sigurlaunin farandbikar en það bæjarfélag sem vinnur hann þrisvar fær hann til eignar. -ste Þvæluleikur Víkingur vann Fram örugglega íafar slöppum leik Það voru ekki margir áhorf- endur í Höllinni í gærkveldi að sjá þegar Frammarar misstu móðinn í síðari hálflcik og töpuðu niður leiknum eftir að hafa staðið sig sæmilega í þeim fyrri Leikurinn byrjaði hægt og virt- ust Frammarar ætla að ná að minnsta kosti jafntefli. Þó gekk lítið hjá báðum liðunum og á 21. mínútu var staðan 8-8. Þó tóku Víkingar sig verulega á og gerðu 6 mörk í röð á meðan Fram gerði 1. Þó komu inní þetta þvæluka- flar þar sem ekkert gekk hjá hvorugu liðinu og staðan í leikhléi var því 14-9. í síðari hálfleik var það sama upp á teningnum. Bæði liðin áttu sæmilega kafla í upphafi leiksins og skiptust á að skora. Birgir í Fram átti fallegt mark af línu, Atli gaf á hann boltann, Birgir Laugardalshöll 16. janúar Víkingur-Fram 27-17 (14-9) Mörk Víklngs: Bjarki Sigurðsson 7, Sigurður Gunnarsson 5, Siggeir Magnússon 5, Guðmundur Guð- mundsson 4, Hilmar Sigurgíslason 3, Karl Þráinsson 2, og Árni Friðleifsson 1. Varin skot: Kristján Sigmundsson 11 og Sigurður Jensson 3. Útaf: Hilmar Sigurgíslason 4 mín. Spjöld: Hilmar Sigurgíslason gult. Mörk Fram: Birgir Sigurðsson 8. Atli Hilmarsson 4, Hannes Leifsson 3 (2v), Egill Jóhannesson 1 og Júlíus Gunnarsson 1. Varin skot: Jens G. Einarsson 9 og Guðmundur Arnarsson 3 (1v). Útaf: Hannes Leifsson 4 mín, Birgir Sigurðsson 2 mín og Ólafur Vilhjálms- son 2 mín. Spjöld: Birgir Sigurðsson, Egill Jó- hannesson og Hannes Leifsson gult. Dómarar: Egill Már Markússon og Árni Sverrisson voru mjög góðir. Með bestu dómurum í deildinni. Maður leiksins: Bjarki Sigurösson Víking, góður í vörn og sókn. England Knattspyrnumolar frá helginni Afföll Bobby Robson missir stöðugt fleiri leikmenn úr 20 manna landsliðshópnum. Terry Bucher er fótbrotinn og um helgina hættu við Tony Adams frá Arsenal og Viv Anderson frá Manchester United. Áður höfðu þeir Peter Reid og Trevor Steven úr Evert- on ásamt Gary Lineker og Cyrille Regis. Robson hefur bætt við þeim Mick Harford og Terry Fenwick við hópinn sem mun leika vináttuleik við ísrael í kvöld. 1.000.000 pund Hinn kaupglaði Graeme Soun- ess opnaði buddunna enn einu sinni þegar hann keypti skotann Ian Ferguson frá St. Mirren. Kaupverðið var ekki gefið upp þá en mjög sterkar líkur benda til þess að það hafi verið 850.000 pund auk 150.000 sem borgast eftir vinnuframlagi Fergusons. Souness hefur nú eytt 6,7 miljón- um punda í þá 20 leikmenn sem hann hefur keypt í viðleitni sinni til að gera Glasgow Rangers að stærsta félagi Evrópu. Ferguson, sem er „alin upp“ hjá St. Mirren var himinlifandi með að komast í hóp stjarnanna hjá Rangers. greip hann með annarri hendi vel innfyrir línuna, stökk inn oggerði mark. Einnig skoraði Sigurður Gunnarsson Víkingur þegar hann fékk línusendingu frá Sig- geiri. Enál7. mínútuþegar stað- an var 19-14 Víking í vil, byrjaði það sama og í fyrri hálfleik, Vík- ingur tók sig aðeins á, gerði 7 mörk á meðan Fram gerði aðeins 1 enda var staðan á 27. mínútu 26-15. Á þessu tímabili komu fer- legir kaflar þegar ekkert gekk upp hjá liðunum á vellinum og þeir þvældust hver fyrir öðrum. Það var í lokin að Birgir í Fram tók uppá sitt einsdæmi að gera 2 mörk og Siggeir í Víking þrumaði boltanu einu sinni í markið. Leikslok urðu því 27-17. Víkingar verða að taka sig á ef þeir ætla að vinna ZSKA Moskva á sunnudaginn, svona spil kæmi þeim aldrei langt. Þó átti Siggeir þrumuskot sem gáfu 5 mörk og Bjarki var frábær í horninu. 1 Fram eru góðir einstaklingar og synd að þeir skuli ekki ná betur saman. Það nægir að nefna Birgi og Atla og Jens er góður í mark- inu. -ste Getraunir Tvöfaldur pottur Aðeins 1 meðll rétta ísíðustu viku Menn voru óvenjuslappir í tippinu í síðustu viku. Aðeins 1 fékk 11 rétta og enginn með 12. Það hefur kannske haft sitt að segja að táknin 1, x og 2 skiptu ákaflega bróðurlega á milli sín leikjunum og komu 4 rammar í hlut hvers. Sá með 11 rétta fékk 283.443,00 og er það hæsti 2. vinningurinn á þessu tímabili en það kom á gulan 16 raða seðil úr Reykjavík. Það verða því 661.368,00 sem bætast við pott- inn í þessari viku og má búast við ennþá meiri sölu af þessum sökum. Nú er bara að drífa sig í að fá sér seðil. Paul Walsh Nýverið seldi Liverpool Paul Walsh til Tottenham fyrir 500.000 pund. Walsh sem hefur ekki fengið að spreyta sig að ráði með Liverpool, aðeins leikið 7 leiki, var keyptur frá Luton fyrir um fjórum árum átti að koma í stað Kenny Daglish en féll ekki í kramið á Ánfield. Terry Venab- les framkvæmdastjóri Totten- ham sagði að Paul væri mjög góð- ur og myndi sanna sig fljótlega þegar hann var gagnrýndur fyrir kaupin. Clouch fer ekki Nottingham Forest neitar enn að sleppa Brian Clouch til welska knattspyrnusambandsins. Forest hefur ritað sambandinu bréf þar sem þeir segja að stjórn félagsins vilji ekki sleppa honum og að það sé lokaákvörðun þeirra. Tvö stórfyrirtæki hafa staðið í leyni- legum samningum við Walesbú- ana um að hjálpa þeim fjárhags- lega til að ráða Cloucfi í fulla stöðu en upprunalega stóð til að ráða hann í hálft starf. Það verður þó að ráðast fljótlega því það líð- ur að heimsbikarkeppninni. -ste 1X2... 1X2... 1X2... 1X2... 1X2... 25. leikvika ? s ^ ,s i Arsenal-Man.Utd’i...........................2 x 1 1 x 1 x 1 1 Birmingham-Nott.Forest'1................... 22222x21 2 Newcastle-Wimbledon’1.......................x 1 1 x 1 1 1 1 x Port Vale-Watford’1........................ 2 2 1 x 2 2 1 2 2 Q.P.R.-Luton'1............................. 112 111111 Charlton-Sheffield Wed'2....................x 2x2x2212 Oxford-Derby'2.............................. 2x1111111 Blackburn-Aston Villa'3.....................2 x 1 2 x x 1 2 x Millwall-Oldham'3........................... 1 1 1 1 1 1 1 ól 1 Sheffield Utd-Barnsley'3....................x 1 2 x x x 1 1 1 Shrewsbury-Swindon'3........................ 12x12x1 12 Stoke-Leeds'3..............................2 2 1 2 1J2 1 1 1 '1 eru bikarleikir og verður ekki framlengt þótt það verði jafnteflieftir venjulegan leiktíma. '2 er 1. deild. '3 er 2. deild. Stoke-Leeds á tening Þar sem Port Vale sló Totten- ham langt útúr bikarkeppninni í síðustu viku, eiga þeir að leika á heimavelli gegn Watford en svo vill til að Stoke og Port Vale eiga bæði heimavöll í borginni Stoke on Trent. Lögregluyfirvöld þar treysta sér ekki til að sjá um ör- yggi á leikjunum ef þeir verða leiknir á sama tíma og því var leik Stoke og Leeds frestað fram á hriíSinHaoinn OA fehrnar. Þar sem getraunaseðlar 25. leikviku voru löngu farnir í dreif- ingu og sölu þegar tilkynningin um frestunina kom, verður ten- ingnum varpað á laugardaginn af eftirlitsmanni íslenskra getr- auna. Staða efstu hópa í hópleiknum breyttist ekkert í síðustu viku og er BIS því enn efst. -ste Miðvikudagur 17. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.