Þjóðviljinn - 20.02.1988, Side 7

Þjóðviljinn - 20.02.1988, Side 7
Umsjón: Lilja Gunnarsdóttir Herranótt Góða sálin í Sesúan Hvernig fer fyrir þeim sem vilja vera góðar sálir og hjálpsamar í okkar vesölu veröld? Annað kvöld frumsýnir Herra- nótt Góðu sálina í Sesúan eftir Bertolt Brecht. Leikritið er skrifað að hluta til í Danmörku og að hlutatil í Svíþjóð á árun- um 1938-40. Um það skrifaði Brecht meðal annars að þorp- ið Sesúan væri dæmigert fyrir alla þá staði þar sem fólk níddist á og misnotaði náungann. í stuttu máli fjallar leikritið um það hvort það sé yfirleitt hægt að vera góður, lifa samkvæmt boð- orðunum og láta gott af sér leiða. Eða, hvernig fer fyrir manneskju sem á sér enga ósk æðri þeirri að vilja hjálpa náunganum og láta engan synjandi frá sér fara? Guðunum hefur borist til eyrna að mennirnir séu vægast sagt óánægðir með skipan mála í heiminum, og að því sé haldið fram í fúlustu alvöru að það sé ógjörningur að lifa samkvæmt boðorðunum. Heimurinn geti ekki haldið áfram að vera slíkur sem hann er, því enginn geti verið góður á þessari jörð. Þrír útsend- arar guðdómsins, þrír guðir, leggja land undir fót með það fyrir augum að finna þó ekki sé nema eina góða sál, sem lifi lífi mönnum samboðið, og virði boð guðanna. Takist þeim það verður Þegar Shen Té fær ekki lengur rönd við reist, kemur „frændi" hennar Shui Ta fram á sjónarsviðið og bjargar málunum. heimurinn áfram óbreyttur, ef ekki neyðist almættið til að gera eitthvað í málinu. Það eru þreyttir og mæddir guðir sem koma til þorpsins Sesú- an, orðnir nærri úrkula vonar um að finna þessa góðu sál sem á að réttlæta skipan heimsins. En þá detta þeir í lukkupottinn, þeir finna Shen Té sem vinnur fyrir sér sem gleðikona, en á sér enga ósk heitari en að lifa góðu og grandvöru lífi. Til að hjálpa henni í þeim góða ásetningi, stinga þeir að henni fjárupphæð, og hverfa síðan á braut, með góða samvisku. Shen Té kaupir sér tóbaksbúð og byrjar nýtt líf, en fljótlega kemur í Ijós að það er ekki auðvelt að vera góð mann- eskja í þorpinu Sesúan. Hún neyðist til að finna upp frænda, Shui Ta, það er að segja að í hvert skipti sem góðsemi hennar og heiðarleiki hefur komið henni í ógöngur, dulbýr hún sig og bjarg- ar málunum sem Shui Ta, og hann er hvorki góð sál né göfug. Hvernig fer fyrir Shen Té / Shui Ta, og öllu þessu fólki sem hún vill hjálpa án þess að láta draga sig niður í sömu súpuna og þau eru í, kemur svo í ljós. En niður- staða Brechts er að vegur dyggð- arinnar sé vandrataður, ef ekki ófær mönnunum eins og heimur- inn lítur út í dag. Og guðirnir..., ætli það sé ekki óhætt að segja að þeir lifi í eigin heimi? Sýningar á Góðu sálinni frá Sesúan verða í Tjarnarbíó, og frumsýning er á sunnudagskvöld- ið kl. 20:30. Alls taka 35 manns þátt í sýningunni. Af stærri hlut- verkunum má nefna Góðu sálina, Shen Té, sem Marta Nordal leikur, atvinnulausa flugmanninn Yang Sun leikinn af Hilmi S. Guðnasyni, Edda Jónsdóttir leikur ekkjuna Shin og Daníel Haraldsson, Wang vatnskaup- mann. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. LG Leikhús Svört sólskin í kvöld kl. 20:30 frumsýnir Leikfélag Kópavogs leikritiö SvörtSólskineftir Jón Hjartar- son í nýuppgerðum sam- komusal félagsheimilis Kópa- vogs. Sýningin er í tengslum við Kópavogsvöku 1988, en þá gefst Kópavogsbúum færi á að endurvígja félagsheimili sitt sem hefur verið í endur- byggingusíðan1982. Jón samdi Svört sólskin fyrir Leikfélag Kópavogs fyrir tveimur árum, og var það þá flutt á Nor- rænni leiklistarhátíð áhugaleikfé- laga. - Síðan hefur alltaf staðið til að setja það upp aftur, segir Jón, en ekki orðið að því fyrr en nú, vegna húsnæðisleysis. Um hvað fjallar leikritið? - Aðalpersónurnar eru ungt par sem kemur inn á autt svið og fer að sviðsetja söguna afturábak og áfram. Og sú saga er bæði þeirra saga og saga okkar. Hún tengist óttatilfinningu ungs fólks í dag, þessari hræðslu við að fram- tíðin verði ekkert óskaplega björt og fögur, því ýmsir vágestir guða á glugga. Eru þau þá að setja á svið af- leiðingar kjarnorkustríðs, eða eitthvað í þá áttina? - Þau eru ekki eingöngu að hugsa um framtíðina, það er ým- islegt í sögunni sem minnir á þær dekkstu framtíðarspár sem við þekkjum í dag. Nafnið er sótt í Völuspá, lýsinguna á Ragnarök- um, og parið er að ímynda sér hina og þessa möguleika, hvort sem það er að við úðum burt ós- onlaginu eða hvort okkur tekst að eyða lífi á jörðinni með kjarn- orkusprengju, svo eitthvað sé nefnt. Þau taka fyrir hluti sem eyðileggja framtíðarvonir fólks, kalla fram bæði fortíð og framtíð, sækja sér efni í söguna, og í þjóðsögurnar, og smám saman verður á reiki hvað er fortíð og hvað er framtíð. Hugsarðu mikið um heims- endi? - Það er að minnsta kosti full ástæða til að velta þessu fyrir sér. Mér finnst vera nokkuð einkenn- andi fyrir okkur íslendinga hvað við erum óforbetranlega kæru- laus í þessum efnum. Við hugsum mun minna um þessa stóru hættu en til dæmis fólk í nágrannalönd- unum. Og miklu minna en ástæða er til. Leikstjóri Svartra sólskina er Ragnheiður Tryggvadóttir. Tón- list er eftir Gunnar Reyni Sveins- son, höfundur leikmyndar er Gylfi Gíslason, hönnuðir ljósa eru Lárus Björnsson og Egill Árnason. Aðalhlutverkin leika þau Jóhanna Pálsdóttir og Fjalar Sigurðsson, en önnur hlutverk eru 13. LG Kópavogsvaka 1988 Dýrðardagar í Kópavogi Fjölbreytt dagskrá í Kópavogsvaka verður haldin í þriðja sinn dagana 21 .-27. fe- brúar, ífélagsheimili Kópa- vogs.Vakan er hugsuð sem menningarviðburður fyrir Kópavogsbúa og verður mikið um dýrðir í félagsheimil- inu þá daga sem hún stendur. Á opnuninni, á morgun kl. 20:30, verður meðal efnis, ávarp formanns Lista- og menningar- ráðs, frumflutningur hátíðarstefs eftir Misti Þorkelsdóttur, ein- söngur, ljóðalestur og upplestur. félagsheimili Kópavogs dagana 21.-27. febrúar Á mánudag verður tónlistar- skemmtun fyrir forskólabörn, og um kvöldið popptónleikar þar sem þekktar og óþekktar ung- lingahljómsveitir koma fram. Á þriðjudagskvöldið verður önnur sýning Leikfélags Kópavogs á Svörtum sólskinum eftir Jón Hjartarson. Á miðvikudaginn verður bókmennta- og tónlistar- dagskrá, jasskvöld á fimmtudaginn, leiksýning ung- lingaleikhússins og unglinga- dansleikur á föstudaginn, og á laugardaginn leiksýning ungling- aleikhússins, almennur dans- leikur og kvöldskemmtun. í and- dyri samkomusalarins verður ljósmyndasýning Björgvins Páls- sonar bæjalistarmanns Kópa- vogs. Okeypis aðgangur er að dag- skrám sunnudag, mánudag, mið- vikudag og fimmtudag. Lista- og menningarráð Kópavogs skipu- leggur menningarvökuna, en framkvæmdastjóri hennar er Þorgeir Ólafsson. LG Fjalar Sigurðsson og Jóhanna Pálsdóttir á ferðalagi um fortíð, - eða kannski framtíð? Laugardagur 20. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.