Þjóðviljinn - 20.02.1988, Síða 9
Myndlist
Mónóþrykk,
skúlptúrar
og
teikningar
Gallerí Svart á hvítu opnar í nýjum húsakynn-
um með sýningu á verkum Olafs Lárussonar
í gær opnaöi Gallerí Svart á
hvítu I nýju og stærra hús-
næði, við Laufásveg 17. Nýja
húsnæðið er á tveimur hæð-
um, á jarðhæð er rúmgóður
sýningarsalur og á efri hæð
verður umboðssala gallerís-
ins, en ætlunin er að leggja
meiri áherslu á þátt umboðs-
sölunnar í starfsemi gallerís-
insframvegis.
Opnunarsýning er sýning á
verkum Ólafs Lárussonar, mónó-
þrykk, skúlptúrar og teikningar
unnar með blandaðri tækni.
Ólafur er einn af stofnendum Ný-
listasafnsins og sat í stjórn þess til
1981. Hann hélt sína fyrstu einka-
sýningu 1974, í Gallerí SÚM í
Reykjavík og hefur síðan haldið
fjölda einkasýninga og tekið þátt
í samsýningum. Þau verk sem
hann sýnir að þessu sinni eru öll
unnin síðastliðin tvö ár.
Gallerí Svart á hvítu er opið
alla daga nema mánudaga kl.
12:00-18:00, sýning Ólafs stendur
til sunnudagsins 6. mars.
LG
Ný ljóðabók
Hlustir,
eftir Bjöm
Garðarsson
Út er komin Ijóðabókin Hlustir,
eftir Björn Garðarsson. Höf-
undur er 32 ára og fæddur í
Vestmannaeyjum. Hann hef-
ur stundað ýmis störf, auk
skáldskapar, en hefurnokkur
síðustu ár dvalið við nám í
Stokkhólmi og lauk prófi í al-
mennri fjölmiðlun frá Dramat-
iska Institutet síðastliðið vor.
Gunnar Karlsson, myndlistar-
maður hannaði kápu bókarinnar.
Stefán Karlsson, ljósmyndari tók
ljósmynd af höfundi á baksíðu.
Svansprent annaðist setningu og
Stensill hf. sá um ofsettfjölritun.
Bókin er til sölu hjá Bóksölu
stúdenta, Bókaverslun Sigfúsar
Eymundssonar, Bókabúð Máls
og menningar, Fornbókabúðinni
Hverfisgötu 16 og hjá höfundi,
Reynigrund 13 Kópavogi (s. 91-
44646). Bókin er gefin út á kostn-
að höfundar. Þetta er fyrsta bók
hans.
Ólafur Lárusson með eitt af verkum sínum. Jón Þórisson forstöðumaður gallerísins stendur í dyrunum. Mynd - Sig.
Tónleikar
Weber, Debussy, Gade
Tveir frakkar leika á píanó og klarinettu í Norræna húsinu
Tónleikar
Þrír Ijóðaflokkar
eftir Schubert
Andreas Schmidt og Thomasi Palm í íslensku
Óperunnimánudags-, þriðjudags-og
fimmtudagskvöld
í næstu viku munu þýski barít-
ónsöngvarinn Andreas
Schmidtog píanóleikarinn
Thomasi Palm, flytja þrjá
Ijóðaflokka eftir Schubert í ís-
lenskuóperunni.
Andreas Schmidt þykir vera
meðal athyglisverðustu flytjenda
þýskra ljóða, auk þess sem hann
hefur getið sér gott orð sem óper-
usöngvari. Hann er nú fastráðinn
við óperuna í Berlín.,
Á mánudagskvöldið flytja þeir
Schmidt og Palm Malarastúlkuna
fögru, (Die schöne Múllerin), á
þriðjudagskvöldið Vetrarferð-
ina, (Winterreise) og á
fimmtudagskvöldið Svanasöng
(Schwanengesang) og úrval
ljóða.
Allir tónleikarnir hefjast kl.
20:30, miðar fást í íslensku Óper-
unni og ístóni.
Tveirfranskirhljóðfæraleikar-
ar halda tónleika í Norræna
húsinu í kvöid og mánudags-
kvöldkl. 20:30.
Claude Faucomprez, klarin-
ettuleikari er fæddur í Lens, N-
Frakklandi og stundaði tónlistar-
nám í Lille og París. Síðan 1978
hefur hann verið einleikari á klar-
inett hjá Sinfóníuhljómsveitinni í
Lille. Álain Raes, píanóleikari er
frá Roubaix í N-Frakklandi,
hann stundaði píanónám í París.
Þeir Faucomprez og Raes hafa
samhæft tónlistarhæfileika sína
síðan 1977, svo og sameiginlegan
áhuga fyrir stanslausum tilraun-
um til að fullkomna túlkun sína á
hinum fjölbreytilegustu og oft á
tíðum lítt þekktu tónverkum.
Á efnisskrá tónleikanna verða
Duo op,15 eftir Norbert Burg-
múller, Grand duo op.48 eftir
Carl Maria von Weber, Premiére
Rhapsodie eftir Claude Debussy,
Fantasía eftir Niels Wilhelm
Gade og Sónata eftir Francis Po-
ulence.
LG
Claude Faucomprez og Alain Raez.
Laugardagur 20. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9