Þjóðviljinn - 20.02.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 20.02.1988, Blaðsíða 15
Og þetta lika... Wimbledon fékk ágætis liöstyrk fyrir skömmu. Þaö voru þeir Laurie Cunningham (31), sem lék áöur með West Bromwich Albion og nú síðast með belgíska liðinu Charleroi, og Peter Barnes (30), sem er fenginn að láni frá Manc- hester City. Þeir ættu að geta leikið í dag ef þeir hafa náð sér upp úr veikindum, en Cunning- ham hefur verið með flensu en Barnes á við hásinavandamál að stríða. Chelsea hefur fengið nýja þjálfara. Talið var að framkvæmdastjórinn John Hollins myndi hætta en þegar kom að fréttamannafundi þar sem átti að tilkynna það, mætti hann með nýjan þjálfara, Bobby Campbell. Hollins hafði vonað að vinur sinn Ernie Walley yrði ráð- inn en segir nú að hann sé sáttur við þessa ákvörðun. „Það er ekki venjuleg leið að stjórnin ráði þjálfara, en ég kvíði ekki sam- starfi við Hollins," sagði Camp- bell, sem áður þjálfaði Portsmo- uth og Fulham. Hroki hrjáir skoska landsliðið að sögn stjóra þess, Andy Roxburgh. „Við höfum ekki skilið að allur heimurinn, líka hin svokölluðu litlu lönd, kunna að spila fótbolta. Okkar vandamál er hroki og rembingur," sagði Andy eftir 2-2 jafntefli gegn Saudi-Arabíu fyrir skömmu. Hann er þó ekki svart- sýnn á gengi Skotlands í heimsbikarkeppninni 1990. „Við erum að skilja að bikarinn er okk- ar markmið og ég mun ekki dæma einstaka leiki, heldur leiktímabil." Brian Clough er endanlega hættur við að stjórna Velska landsliðinu. Lið hans Nottingham Forest hefur ekki viljað Ijá máls á því að hann fái að starfa í hálfu starfi hjá Wa- les, hvað þá heilu. „Þessar hug- myndir eru úr sögunni og það er endanlegt. Ég er orðinn dauðþreyttur á að svara spurn- ingum um þetta mál og aimenn- ingur hlýtur að vera virkilega hissa á öllu þessu umstangi. Það verður að skýra þetta út og koma þessu á hreint,“ sagði Clough. Forest hafði vonast til að Clough myndi skrifa undir 5 ára saming við þá í haust, þegar samningur hans við þá rennur út, en nú eru taldar líkur á því að það verði að- eins 1 árs samningur. Breskir hermenn staðsettir í Vestur-Þýskalandi fá líklega ekki að kaupa miða á leiki enska landsliðsins erlendis nema til komi strangari reglur um sölu miða til þeirra að sögn stjórnarmanns í enska knatt- spyrnusambandinu, Bert Milli- chip. Hann segir einnig að fram- koma þeirra á áhorfendapöllum veki einnig spurningar um hvort þeir eigi að fá miða yfirleitt. Breski flugherinn var fljótur til svara og sagði að Millichip vissi ekkert hvað hann væri að segja. „Það er staðreynd að i vináttuleik Englendinga og Þjóðverja í Dusseldorf nýverið var enginn hermaður handtekinn. Okkar menn eru ekki með litaö hár í leð- urjökkum og þeir vilja einfaldlega ekki vera tengdir við enska áhorf- endur,“ sagði talsmaður flug- hersins. Hermennirnirhafagetað keypt miða hvenær sem er og hvar sem er og hafa þar af leiðandi ekki þurft að láta smala sér með samlöndum sínum. Varnarmálaráðuneytið, utan- ríkisráöuneytið og knattsþyrnuyf- irvöld hafa þó fjallað um málið og líklega verður ofan á að her- mennirnir kaupi miða sína í gegn um Englendinga til að tryggja frið á áhorfendapöllum. ÍÞRÓTTIR Urvalsdeildin UBK-KR 43-92 (18-39) Það var Guðni Guðnason, sem var stigahæstur KR, skoraði 26 stig. KR-ingar skelltu Blikanum allrækilega. Þessum leik var flýtt til klukkan 18.30 og náðist því miður ekki að tilkynna það nægi- lega til allra fjölmiðla. Því urðu nokkrir áhorfendur frá að hverfa og misstu því af því af þessu rót- bursti. Þór-ÍR 68-121 (31-57) Það var Ijóst strax í leiknum að það átti að ganga frá Akueyring- unum. Á 11. mínútu var staðan orðinn 10-30 og héldu Reykvík- ingarnir því út hálfleikinn. f síðari hálfleik byrjaði ballið. Halldór Hreinsson, sem skoraði 18 stig í leiknum, gerði 16 í síðari hálfleik og hirti flestöll fráköst. Þeir juku síðan muninn jafnt og þétt alveg í lokin án þess að Þórs- arar næðu að svara á nokkurn hátt. Af ÍR-ingum gerði Vignir Hilmarsson 25 stig, Karl Guð- mundsson 20, Jóhannes Sveins- son 19 en Halldór eins og áður sagði 18 stig. Af Þórsurum var Guðmundur Björnsson stiga- hæstur með 19, Björn Sveinsson 11, Ágúst Guðmundsson 10 og Eiríkur Sigurðsson 10. Konráð Óskarsson, sem hefur verið mjög atkvæðamikill í Þórsliðinu, sást lítið í leiknum og fór útaf með fimm villur fljótlega í síðari hálf- leik. -hk/ste 1. deild karla UMFT-UMFS 136-83 (69-40) Gríðarlegur stigaleikur þar sem Eyjólfur Sverrisson gerði 50 stig. Einnig stóðu sig vel Björn Sig- tryggsson og Sverrir Sverrisson. Tindastóll var einfaldlega betri eins og tölurnar bera með sér. Skallagrímur gat þó haldið í við þá framaf fyrri hálfleik en í þeim síðari gengu Sauðkrækingarnir yfir þá. Það munaði mestu um að heimamenn nýttu hraðaupp- hlaup sín mjög vel ásamt því að skora fljótlega úr hverri sókn. Hjá Skallagrími bar enginn af. Reynir-HSK 65-67 (49-29) Reynir var 20 stig yfir lengi vel og leit úr fyrir sigur hjá þeim. En gestunum tókst að hala inn stig og komast yfir. Það virtist eins og Reynismenn gætu ekki haft þetta og hrikalegt að glutra þessu svona niður. -hs/ste England 1. deild kvenna UMFN-KR 39-41 (25-12) Njarðvíkingarnir voru yfir í fyrri hálfleik en það snerist heldur bet- ur við í þeim seinni. KR stúlkurn- ar tóku sig heldur betur á og þeg- ar 20 sekúndur voru til leiksloka voru þær yfir 39-41 og tókst að halda muninum til enda. Græti- legt fyrir Suðurnesjafljóðin að missa þetta niður eftir skínandi fyrri hálfleik. Guðni Guðnason var atkvæðamestur KR-inga í stórsigri þeirra yfir Blikunum. lan Russ með Leeds Leikur góðgerða- leik með Leeds í mars Þann 29. mars mun marka- skorarinn frægi Ian Russ, leika góðgerðaleik með Leeds gegn Everton. Það var John Charles sem fékk Russ til að koma, en John lék sjálfur með Juventus fyrr á árum. Leikurinn er einmitt haldinn fyrir John Charles og Bobby Collins en hann lék mest með Everton á sínum tíma. „Það er bara óskandi að ekkert komi fyrir áður en til leiksins kemur," sagði Charles við fréttamenn en hann er einnig að vinna að því að fá Mickael Laudrup til viðbótar en ekki talið líklegt að Juventus taki svo mikla áhættu. -JGH/ste ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Perutertur, bananariutertur, rjómas og rjómahringir. Góð varaágóöuverði. Þórsbakarí Borgarholtsbraut 19 og Hrísateigi 47 Úrslit í körfu Stórsigrar eða naum jafntefli

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.