Þjóðviljinn - 01.03.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.03.1988, Blaðsíða 3
___________________FRETTIR_______________ Söluskattur af bókum Skilar 220 miljónum íslenskar kvikmyndir skila 3,6 miljónum íár. Heilsu- rœkt 80-90 miljónum króna Áætlað er að söluskattstekjur af íslenskum bókum verði um 220 miljónir króna í ár. í fyrra námu þessar tekjur um 180 miljónum króna. Þetta kemur fram í skrif- legu svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Svavars Gestssonar, sem lagt var fram á Alþingi í gær. Jón Baldvin Hannibalsson svaraði á fimmtudag tveimur öðr- um fyrirspurnum frá Svavari sem varða söluskatt, annarsvegar af íslenskum kvikmyndum og hins- vegar af heilsurækt. I svari fjármálaráðherra kom í ljós að áætlað er að söluskattur af íslenskum kvikmyndum verði um 3,6 miljónir króna í ár, miðað við að tvær kvikmyndir verði frum- sýndar og að 40 þúsund manns sæki sýningar hvorrar myndar- innar fyrir sig. Svavar benti á að bæði Hrafn Gunnlaugsson og Þráinn Bertels- son hafi sagt að þeir muni sitja sjálfir í miðasölunni og selja að- gang að kvikmyndum sínum þar sem sala listamanna á eigin verk- um beint til neytenda er sölu- skattslaus samkvæmt öðrum ákvæðum í söluskattslögunum. Heilsuræktin á að skila ríkis- sjóði 80-90 miljónum í ár að sögn fjármálaráðherra. Svavar benti á að ef fólk væri nuddað og upplýst að læknisráði þyrfti ekki að greiða söluskatt auk þess sem íþróttafélög þyrftu ekki að greiða söluskatt af heilsurækt, enda hygðust einstaklingar nú stofna íþróttafélög um heilsurækt sína. Albert Guðmundsson sagði að tvímælalaust væri meira rugl í innheimtu söluskatts nú en nokk- urn tímann áður, en megin mark- mið laganna var að einfalda sölu- skattskerfið. -Sáf Vestmannaeyjar Samningamir felldir Verkfall hjá Snót á laug- ardag Á fundi í verkalýðsfélagi Vestmanneyja um sl. helgi voru nýgerðir kjarasamningar Verka- mannasambandsins felldir með 17 atkvæðum gegn 6. Jón Kjart- ansson formaður félagsins undir- ritaði ekki samningana í Garða- stræti i síðustu viku. Deilu verkakvennafélagsins Snótar og vinnuveitenda hefur verið vísað til ríkissáttasemjara, en boðað verkfall Snótar tekur gildi á laugardag. Vinnuveitend- ur hafa boðið Snótarkonum VMSÍ-samninginn en þær hafa hafnað honum óbreyttum. -•g- Fasteignir Heildaimatið tæpir 412 miljaiðar Þriggja herbergja íbúðirnar hœkkuðu langmest. Ein- býlishúsin halda engan veginn í við fjölbýlið. Kring- lan og Flugstöðin tœp 10% af heildaraukningunni í fyrra Samkvæmt útreikningum Fast- eignamats ríkisins hækkuðu þriggja herbergja íbúðir hlut- fallslega mest allra fasteigna á ný- liðnu ári. Áður hafði mest hækk- un orðið á fjögurra herbergja íbúðum en einbýlishús héldu eng- an veginn í við fjölbýlishúsin I þeirri hækkunarbylgju sem varð á fasteignum á sl. ári. Verðhækkanir á íbúðum á landsbyggðinni voru fyllilega sambærilegar við hækkunina á höfuðborgarsvæðinu. Á Akur- eyri var hækkunin langmest og þar var fasteignamat hækkað um 44% en 34% á fjölbýli á höfuð- borgarsvæðinu. Hækkunin var hins vegar nokkuð minni á Suðurnesjum eða 28%. Heildarmat allra fasteigna í landinu leggur sig nú á tæpa 412 miljarða. Matseiningar eru tæp- lega 200 þúsund talsins, þar af 87.151 íbúð. Hlutfallsiega var fasteigna- matshækkunin mest á íbúðum í Reykjavík 34,1% en heildarfast- eignamat í borginni er uppá rúma 192 miljarða. Næst kemur Reykjaneskjördæmi með tæpa 99 miljarða en minnst fasteignavirði er á Austfjörðum, metið á rúma 13,2 miljarða. Á sl. ári var stærðaraukning á húsnæði í landinu tæpir 3 miljónir rúmmetra. Aðeins tvær bygging- ar sem byggðar voru á árinu, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Kringlan eru uppá 271 þús. rúm- metra eða rúmlega 9% af heildar- aukningunni. -lg. Forráðamenn og flugmenn Kabo Air taka hér við Suðurfara úr höndum Björns Theódórssonar og Sigurðar Helgasonar í fimbulkulda á Keflavíkurflugvelli. Flugleiðir selja Suðurfara Kabo Air í Nígeríu kaupir elstu þotu Flugleiða. Uppstokkun á Evrópufluginu Afimmtudaginn í síðustu viku notuð sem varaflugvél í Evrópu- landafluginu og einnig aldursfor- var gengið frá kaupum á fluginu síðustu mánuðina og er setinn í öllum flugflota félagsins. Suðurfara, þotu Flugleiða, til salan einungis einn liður í Það er því með trega sem við Kabo Air í Nígeríu. heildaruppstokkun Flugleiða á kveðjum þann trygga og trausta Suðurfari hafði verið í eigu vélakosti sínum á þessari leið. ferðafélaga sem Suðurfari sann- Flugleiða frá því í ársbyrjun 1986, „Hálf-áttan“ eins og Suðurfar- arlega var mörgum okkar er hann < en félagið hafði haft vélina á leigu inn var kallaður var elsta vélin heldur lúnum beinum í sólina og frá því 1982. Vélin hafði verið sem Flugleiðir notuðu í milli- hitann á suðurslóðum. _ tt Ríkisstjórnin Niðurskurður framkvæmda og lána Fríðindi tilfiskvinnslu og útgerðar. Húsnæðislán og vegaframkvœmdir undir niðurskurðarhnífinn Meginaðgerðir efnahagsráð- stafna þeirra sem ríkis- stjórnin boðaði í gær fela í sér úrlausnir fyrir útlutningsgrein- arnar. Þannig verður uppsafnað- ur söluskattur í fiskvinnslu og út- gerð greiddur að fullu til baka og þýðir það um 587 miljón króna aukaútgjöld fyrir ríkissjóð. Launaskattur í sjávarútvegi og samkeppnisgreinum iðnaðar er felldur niður og kostar það ríkis- sjóð 200 miljónir í tekjutapi. Lenging lána hjá Fiskveiðasjóði eiga að létta greiðslustöðu fyrir- tækja í sjávarútvegi um 370 milj- ónir á árinu og vaxtamunur sem bankarnir taka vegna gengis- bundinna afurðalána mun lækka um 0,25% Til að hamla gegn viðskipta- halla og erlendri skuldasöfnun verða ríkisútgjöld lækkuð um 300 miljónir á þessu ári, þar af út- gjöld til vegamála um 100 miljón- ir, framlög til byggingasjóðs ríkisins um 100 miljónir og og önnur útgjöld um 75 miljónir. Þá ætlar ríkið að spara sér 260 milj- ónir með því að fresta breyting- um á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Gjald á erlendar lántökur á að skila 290 miljónum í ríkissjóð en það á að standa einungis út þetta ár. Þá verða erlendar lántöku- heimildir fjárfestingalánasjóða og annarra aðila lækkaðar um 300 miljónir og opinberra aðila um 100 miljónir. Lántökur at- vinnuvegasjóða skornar niður um 175 miljónir og Herjólfur fær ekki að taka 25 miljónir í er- lendum lánum. Nafnvextir innlánsstofnana lækka frá og með deginum í dag um 2% að meðaltali og Seðla- bankinn lækkar vexti til innlánsstofnana um sama hlut- fall. Raunvextir á ríkisskulda- bréfum verða lækkaðir og drátt- ---------------------------------f- arvextir verða hér eftir reiknaðir sem dagvextir. Þá boðar ríkis- stjórnin frumvarp um skatt- skyldu frjárfestingarlánasjóða og veðdeilda banka. -Ig- Efnahagsráðstafanirnar Engin trygging fyrir lágri verðbólgu Ólafur Ragnar Grímsson: Kaupmáttur lœgstu launa lcekkar enn frekar. Vandamálin óleyst Þessar aðgerður fela það í sér að kaupmáttur láglaunafólks mun halda áfram að minnka og það er víðs fjarri að tekið sé á þeim grundvallarvandamálum sem snúa að viðskiptahalla og gengi. Það var reyndar athyglis- vert að formaður Framsóknar- flokksins viðurkennir að síðar á árinu gæti þurft að fella gengið á nýjan leik og ráðstafanirnar muni lítt megna að draga úr þeim 10 miljarða viðskiptahalla sem fyrirsjáanlegur er á árinu, segir Olafur Ragnar Grímsson for- maður Alþýðubandalagsins um efnahagsráðstafanir ríkisstjórn- armnar. - Efnahagsaðgerðirnar veita því launafólki ekki neinar trygg- ingar fyrir lágri verðbólgu nema síður sé og erlend skuldasöfnun mun halda áfram vegna vaxandi viðskiptahalla. Það er svo athygl- isvert að lánveitingar til húsnæð- ismála eru skertar og ríkið tekur í sinn hlut stórar upphæðir sem áður áttu að fara til sveitarfé- laganna, svo að fyrirheitunum sem gefin voru í húsnæðismálum og breytta verkaskiptingu sveitarfélögunum í hag er einnig kastað fyrir róða. Ólafur sagði það því táknrænt að Jóhanna Sigurðardóttir fél- agsmálaráðherra hafi gengið úr þingsalnum undir ræðu forsætis- ráðherra í gær. - Því miður er niðurstaðan sú að grundvallar- vandamálin í íslensku efnahags- lífi eru óleyst og láglaunafólkið í landinu mun búa við lélegri kjör en áður þrátt fyrir fyrirheitin um að kjarabætur til láglaunafólksins ættu að hafa forgang. -<g- Þriðjudagur 1. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.