Þjóðviljinn - 01.03.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.03.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI Kjarabarátta í blindgötu Fagnaöarlæti hafa látiö á sér standa eftir aö for- ystumenn Verkamannasambandsins skrifuðu undir nýja kjarasamninga við atvinnurekendur í lok síöustu viku. Það er helst að menn brosi í kampinn í herbúö- um atvinnurekenda og ríkisstjórnar. Samningurinn úr Garðastræti er mjög í stíl viö þann sem skrifað var undir á Vestfjöröum um dag- inn, af því tæi sem þeir í Sundahöfn kölluöu Vestur- götusamning með tilvísun til hagsmuna Alþýðu- flokksoddvita og til búreikninga sem saman eru settir við þá götu. Það er vissulega ávinningur í þessum samningi að búið er að koma fyrir kattarnef sérstökum eftirvinnu- töxtum, sem voru í andstöðu við grundvallarregluna um átta tíma dagvinnu, og að þeim breytingum er allnokkur kjarabót fyrir stóra hópa. Þá er desember- uppbótin jákvætt skref, - og auðvitað má nefna ýmsa fleiri þætti kjarabóta í löngum og viðamiklum samningi. Það er til dæmis vert að benda á bætur til ýmissa sérhópa, til dæmis innan Dagsbrúnar. Það sem helst sker í augu manna við niðurstöð- urnar úr Garðastrætinu er auðvitað að í þessari lotu hefur hvergi verið hnikað þeirri meginstefnu sem kjaramál undanfarinna ára hafa fylgt. Lægstu laun hækka ekki, og í heild er um kjaraskerðingu að ræða, hvort sem miðað er við samdrátt kaupmáttar síðustu mánuði eða þær verðbólguspár sem samn- ingsaðilar reikna sjálfir með á samningstímanum. Samningarnir breyta engu um láglaunastefnuna. Þeir hreyfa ekkert við gríðarlegum og óréttlátum launamun ísamfélaginu. Þeirgefaatvinnurekendum eftir sem áður kost á að deila og drottna á vinnu- markaði í krafi einstaklingsbundinna yfirborgana og launaskriðs til þóknanlegra launamannahóþa. Þá eru verðtryggingarákvæði samninganna af- skaplega veikluleg. Rauðu strikin eru nú orðin græn, sem virðist beinlínis veikja stöðu launamanna til að tryggja kaupmátt sinn að einhverju marki. Og raunar eru samningarnir ekki allir komnir fram, þótt verka- fólki sé gert að taka afstöðu til þeirra með stuttum fyrirvara, því að margt er enn á huldu um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar. Það vekur líka athygli við samninga Verkamanna- sambandsins að við gerð þeirra virðast kristallast j áður uþpkomnar andstæður innan sambandsins, sem best kemur fram í því að nokkrir helstu forystu- menn fiskvinnslufólks skrifuðu ekki undir, og aðrir með hangandi hendi. Litlir ávinningar fyrir fiskvinnsl- una úr samningunum er einkar einkennileg niður- staða þegar litið er á undanfara viðræðnanna og yfirlýsingar oddvita VMSÍ. Það er til dæmis ekki liðin vika síðan formaður sambandsins lýsti því yfir í Al- þýðublaðinu að ef ekki yrði gengið verulega í átt að kröfum fiskverkafólks „þá er endanlega búið að flokka þetta fólk sem algjört núll“. Líkur benda nú til að þetta „núllfólk" felli samninga formannsins víða á landsbyggðinni, og ein af fyrstu augljósu afleiðingum samninganna sýnist vera að upp tekst aftur umræða um að stofna sérstakt sam- band fiskvinnslufólks, utan VMSÍ. Niðurstöður samninganna eru langt frá þeim kröf- um sem ýmis félög höfðu sett fram, og það er engin furða að verkafólk sé vonsvikið eftir þessa samn- inga. Mönnum finnst ósköp einfaldlega að ekkert hafi gerst, að eftir tilþrifamikla jóðsótt fjallsins hafi fæðst ein lítil mús. Helstu samningamenn VMSÍ segja að ekki hafi verið komist lengra án harðvítugra átaka með ófyrir- sjánlegum afleiðingum. Vera kann. En höfðu ekki sömu menn lýst því yfirfrá því á síðasta ári að til slíkra átaka kynni að koma? Hvað höfðu þeir gert til að undirbúa slíka stöðu, til að þjappa verkamönnum saman ef til kynni að koma? Svör þeirra við áróðurssókn atvinnurekenda voru ekki sannfærandi. Samið var í lokuðum sölum, og við fréttaleynd sem nálgaðist fjölmiðlaótta, - sam- bandið við vinnustaðina var í lágmarki og samning- arnir að lokum gerðir af nokkrum einstaklingum, sumum undir annarlegum flokkspólitískum þrýstingi. Þessir samningar um óbreytt ástand sýna að kjaramálin eru kpmin í blindgötu. í stað samfylkingar ríkir sérhyggja. í stað samtakamáttarins ríkja smá- kóngarnir. I stað framtíðarsýnar leiðréttingapex. í stað röksemda og hvatningar feluleikur og pukur. Sú slóð sem menn hafa fetað síðari árin hefur reynst öngstræti. „Kjaramálaráðuneytið" í Garða- strætinu dugar einfaldlega ekki til að ná pólitískum markmiðum um mannsæmandi kjör, um að brjóta niður óréttlátan launamun, um að skapa réttlátt þjóðfélag. Við þurfum nýjar leiðir. -m KLIPPT OG SKORID Menn mega standa á sínum andlegu þúfu- böröum. Ég kæri mig kollóttan um bað. , AÁÓb m N \ • ð landssli.^^ * ver* V ^^tfngunum - ,-ðor^lfí HV^ \G. Þórarinsson átt viö K^.t ö^Vf 'lokkar my\ AW^^XOVV V Vðnmgs v.ö .tt margra flok\ ^eð UPP . erfitt. Það h\ m áli .v-lsSV\ötn'“'aust fmnst ymsum stjórnir«. flokkarnii aW\?bn meiri hæti ^yiNýað þessi hugsun ráði. viðreisn skan Tfl0 rsendur um\ oo(\t óVÁsjs''áð þar sé ekki mikill munur „..syfir- rfkisstjórnar hafa „Margt býr í þokunni Menn eru oft að kvarta yfir því að það sé ekki auðvelt að vita hver er hvað og hver er ekkihvað í pólitík. Þar gildi enn minni mannanna munur en í þessum vísuparti hér um annað svið mannlegra samskipta: Sumir hafa sexappíl en sumir aka bara í bfl. Margt ber til þess að saklaus atkvæðin þykjast einatt ekki sjá handa sinna skil í hinni pólitísku þoku. Ekki er það barasta hin fræga þörf fyrir málamiðlun sem deyfir útlínur sérleikans hjá hverjum og einum flokki. Heldur kemur hér mjög við sögu það freka tilkall - sumr§ flokka að minnsta kosti - til að vera eins- konar samnefnari allrar þjóðar- innar, einskonar hryggjarstykki hennar og miðtaugakerfi. Og verða þá aðrir flokkar hálfóþarfir útlimir, gott ef ekki einskonar misskilningur frá öðru þróunar- stigi lífsins eins og t.a.m. botn- langinn. Flokkur hjartalagsins Verstir í þessu eru Borgara- flokkurinn og Sjálfstæðisflokkur- inn. í viðtali við Alþýðublaðið ekki alls fyrir löngu var Albert Guð- mundsson að lýsa sínum flokki, sem hann kvað lifa mundu meðan heimur stæði eins þótt þing- mönnum hans kynni að fækka eitthvað. Ástæðuna fyrir þessu tryggða eilífðarlífi taldi hann vera þá, að Borgaraflokkurinn væri eiginlega ekki flokkur heldur samsafn manna úr öllum flokkum sem vildu láta gott af sér leiða. Þetta var semsagt flokkur hins góða hjartalags. Albert sló eign sinni á hjartað í þjóðarskrokkn- um og má nærri geta að aðrir flokkar neyðast þá til að samein- ast um að halda flokki hans við með einhverjum ráðum, því eng- inn getur hjartalaus verið, því miður. Kjölföst miöjan Formaður Sjálfstæðisflokks- ins, Þorsteinn Pálsson forsætis- ráðherra, fer í viðtali við það sama Alþýðublað um síðustu helgi með svipaðan málflutning um sinn flokk. í hans máli verður Sjálfstæðisflokkurinn eiginlega ekki stjórnmálaflokkur, heldur er hann sú kjölfesta sem „sprettur upp úr miðri þjóðfé- lagsgerðinni", hann er sú kjöl- festa „sem vantar í þjóðfélagið“, hann er sú kjölfesta sem „fólkið í landinu sækist eftir“. Ef við höld- um okkur áfram við hina pólit- ísku líffærafræði þá má ef til vill segja sem svo, að meðan Albert helgar sér hjartað, þá tekur Þor- steinn að sér miðjuna á þjóðar- búknum, þar sem maginn er, sem er voldugur aðili að pólitíkinni eins og hver maður veit: í maga vorum býr mestur dugur mannvit í görnum líka segir skáldið. Og við miðjuna, við þyngdarpunktinn eftirsókn- arverða, er líka sitjandinn, sá lík- amspartur sem helst tryggir festu og öryggi og það hreyfingarleysi sem kemur í veg fyrir breytingar og annað vesin. Og víðsýnið af mér skín En hvort sem við höldum lengur eða skemur áfram á þess- um brautum: þeir Albert og Þor- steinn fylgja báðir dyggilega eftir þeirri hefð sem virðist vera gild- astur uppeldisþáttur í Sjálfstæðis- flokknum og segir: VIÐ erum ekki flokkur, við erum þjóðin sjálf, samnefnari þess sem máli skiptir. Og þar með eru aðrir flokkar eins og hverjir aðrir óþarfir lausaleiksgemlingar í góðri fjölskyldu. Það er athyglis- vert að í feiknalöngu samtali við Þorstein Pálsson, sem áðan var vitnað til, er ekki minnst á stjórn- arandstöðuflokkana (nema Al- bert, ekki varð hjá því komist), og samstarfsflokkarnir í stjórn- inni eru helst til með því móti að Framsókn, og þá Steingrímur Hermannsson fyrst og femst, fær á sig skeyti mörg fyrir pólitfskt hugleysi (það er freistandi í erfið- leikum að „standa svolítið til hlés meðan stormurinn gengur yfir“ segir Þorsteinn). Og óneitanlega ber allt þetta svip af þeim hvim- leiða hroka sem löngum fylgir oddvitum Sjálfstæðisflokksins í borg og ríki. Þeir standa hátt á sínum stalli og blása á pöpulinn. f viðtalinu er Þorsteinn nokkuð drjúgur yfir þvf að hann standi sjálfur „þar sem víðsýnin er mest“, enda er hann ekki eins og aðrir menn: „Menn mega standa á sínum andlegu þúfubörðum. Ég kæri mig kollóttan um það.“ Ekki er von á góðu Við töluðum áðan um „lausa- leikskrakka" í þjóðarfjölskyld- unni, og sú líking var ekki út í hött: Þorsteinn er einmitt að halda því að mönnum í marg- nefndu viðtali að sömu lögmál gildi í stjórnmálaheiminum og í samskiptum vinnufélaga og í fjöl- skyldum. Blaðamaður hendir þetta á lofti og spyr: „En er það ekki afdrifaríkara fyrir þjóðfélagið ef hér situr bit- laus ríicisstjórn í lok kjörtímabils en þó að hjónakorn sitji með hendur í skauti?“ Þessu svarar Þorsteinn með þeim grafalvarlega ábyrgðar- þunga kjölfestunnar sem vekur drjúgan hroll með þegnunum, sem hafa svo oft orðið fyrir því að stjórnir vilji „bíta“, telji betra illt að gera en ekki neitt: „Að sjálf- sögðu er það áhrifaríkara“. ÁB þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Óttar Proppó. Fróttaatjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Ingibjörg Hinriksdóttir (íþr.), HjörfeifurSveinbjömsson, Kristófer Svavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir.MagnúsH.Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson(íþr.), SævarGuðbjörnsson, TómasTómasson. Handrita- og prófarkale&tur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: EinarÓlason, SigurðurMarHalldórsson. LJtlit8teiknarar: Garðar Sigvaldason, Margrót Magnúsdóttir. Framkvæmda8tjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglý8inga8tjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, UnnurÁ- gústsdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bíistjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbreiðslu-ogafgrelð8lu8tjórl: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Ipnheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 60 kr. Helgarblöð: 70 kr. Áskriftorverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 1. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.