Þjóðviljinn - 01.03.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 01.03.1988, Blaðsíða 13
Nokkrir félagar í Kiwanisklúbbnum Kötlu ásamt Stefáni Skaftasyni yfirlækni, Sigurði Stefánssyni lækni og Kristjáni Ingvarssyni verkfræðingi. Háls- nef- og eymatæki Nýlega afhenti Kiwanisklúbb- urinn Katla háls-, nef- og eyrna- deild Borgarspítalans veglegar gjafir. Var þar um að ræða tölvu og snúningsstól, sem notuð eru til j afnvægisrannsókna, tæki til að deyfa hljóðhimnu og tæki sem mælir virkni andlitstaugar. Háls-, nef- og eyrnadeild Borg- arspítalans er hin eina sinnar teg- undar hér á landi. Árlega eru lagðir 1100-1200 sjúklingar inn á deildina og á göngudeild háls-, nef og eyrnadeildar koma árlega 14-15.000 manns. Yfirlæknir háls-, nef- og eyrnadeildar er dr. med. Stefán Skaftason. Gjafir sem þessar eru Borgar- spítalanum mikils virði og eru t.d. flest lækningatæki á háls-, nef- og eyrnadeild gefin af ýms- um félögum og einstaklingum. Við afhendingu gjafanna lýsti starfsfólk háls-, nef- og eyrna- deildar notagildi tækjanna. Jafn- framt þakkaði yfirlæknir deildar- innar gefendum fyrir höfðing- legar gjafir. FRA LESENDUM Góðærið og gapið Eftir margra ára stanslaust góðæri þjóðarinnar hefur útkom- an orðið sú að misrétti milli fá- tækra og ríkra hefur aldrei verið meira í landinu. Árgæska til sjá- var og sveita, lækkandi olíuverð á heimsmörkuðum hefur fært sjáv- arútveginum morð fjár, allt hefur verið á fljúgandi fart í þjónustu- greinum og ótal fyrirtæki hafa sprottið upp eins og gorkúlur og þenslan með ólíkindum. Útsjónarsamir verslunarbrask- arar spila óspart þennan póker og æða áfram með stresstöskur á fund bankastjóranna til að fjár- magna nýtt fyrirtæki fyrir hitt er fór á hausinn. Skelfingin greip Steingrím Hermannsson á fund- inum á Hótel Sögu um daginn er hann lýsti því á dramatískan hátt að kviknað hefði í efnahagskerfi þjóðarinnar og verðbólgu- ófreskjan væri komin inn fyrir borgarhliðin. En hvert hefur þetta mikla góðæri undanfarinna ára farið? Ihaldið, Framsókn og kratar guma mikið af því hve vel hafi tekist með stjórnina, nóg að gera, ekkert atvinnuleysi, meira fútt, svona mala stjórnarsinnar í fjöl- miðlum og Guðmundur J. glottir í hringdansi með tóbaksílátið og bætir gjarnan við og brýnir raust- ina, það verður sko ekkert gefið eftir, þeir skulu fá að finna það að verkalýðurinn er ekkert lamb við að leika ef út í það er farið. Það er gaman og gagnlegt að rölta um miðborg Reykjavíkur á blíðum degi og heyra hvað klukk- an glymur í máíefnum líðandi stundar. Á Lækjartorgi hafði safnast saman smá hópur fólks er var að ræða um góðærið og skipt- ust í flokka með og á móti stjórn- inni. Einn sagði og var dálítið æstur: Stjórnmáiamenn eru skepnur, þeir svíkja allt sem þeir lofa, við Sigga erum á götunni, þeir sviku okkur um lánið... hvar er þetta helvítis góðæri mætti ég spyrja? Ætli það sé ekki mest í rassinum á þeim sjálfum, þeir hækka kaupið hjá sjálfum sér meðan almúginn berst í bökkum, svei þessum andskotum... Þarna tók til máls fjallmyndar- leg stúlka úr Breiðholtinu og var ekkert að skafa utanaf hlutunum. Ég veit hver hefur skapað þetta góðæri sem þið eruð að staglast á. Það er fólkið sem er að verða þrælar hins langa vinnudags, hef- ur varla tíma til að borða eða þrífa sig, lætur þessa djöfuls auðkalla stjórna sér eins og bú- peningi. Heyr fyrir stúlkunni og margir klöppuðu fyrir ræðunni. Ertu í Kvennó? kallaði einhver. Nei, ekki aldeilis. Þessar dömur hafa ekkert jarðsamband við atvinnulífið, sagði fraukan. Þær sitja inni á þingi eins og dúfur og kroppa sig, rjúka svo upp með smellum og setjast svo aftur og fara að prjóna, og sú fjallmyndar- lega úr Breiðholtinu hélt áfram: Nú eru eins og sakir standa þrír herir í landinu. Já, komdu með það helvítis komminn þinn... Haltu þér saman nasistafífl, eða viltu fá á kjammann? Svona eng- in læti hér, sagði sallarólegur maður. Það verður að kalla á lögregluna ef allt ætlar að fara í bál. Áfram með fundinn. Hverjir eru þessir herir? var kallað og fra- ukan svaraði úr ræðustól. Þar skal fyrstan nefna þann ameríska á Vellinum, svo er það hulduherinn sem hann Nonni frændi stjórnar, og það nýjasta í hermálum eru hersveitir Jóns Baldvins er eiga að taka kaup- mennina í bakaríið ef þeir eru að hringla með verð og vörumerk- ingar í búðum sínum. Sagt er að herinn sé í fullri þjálfun allan sól- arhringinn... Heyr fyrir Nonna, kallaði gamall krati og settist á bekk. Heyrið hvernig komma- pjakkurinn hagar sér. Er ekki kominn tími til að reka stelpuna úr ræðustólnum? sagði sá sem kallaður hafði verið nasisti og var kominn aftur á stúfana, en nú sást til lögreglunnar og hópurinn dreifðist. En er þá góðærið svona slæmt að það sé að ganga frá fólki og féfletta það svo að það eigi varla fyrir salti í grautinn? Það getur komið að því að stór hluti þjóðar- innar verði á hungurmörkum, ef býlífisfólkið fær að valsa áfram eins og það hefur gert f langan tíma: Verkalýðssamtökunum í landinu ætti ekki að verða það neitt ofverk að hindra að það lenti ekki alfarið í klóm þeirra er raunverulega hafa ekkert með góðærið að gera. Góðærið er sköpunarmáttur vinnustéttanna í landinu og því hefur verið stolið frá fólkinu vegna vanmáttar verkalýðsforingjanna er hafa krýnt sig til að stjórna þessum málum. Með baráttukveðju Páll Hildiþórs KALU OG KOBBI jVirtu farartækið vandlega fyrir I þér, þetta er sjálfsmorðs Vsleðinn. Hönnunin er einstök: Við minnstu ójöfnu kaffærir hann alla viðstadda svo þeir sjá ekki glóru. Svo er enginn stýrisútbúnaður. Já, svo sannar A lega er þetta j lífshættulegt , 0 -? v apparat. .....J\ ^ F ' tctíJ]' GARPURINN s/ArhJS- FOLDA P Bjáni! Veistu^ fOg þetta er reglu QD APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúða vik- una 26. febr.-3. mars er í Ingólfs Apóteki og Laugarnesapó- teki. Fyrrnef nda apótekið er opíð um helgarog annast nætur- vörslu alla daga 22-9 (til 10 fridaga). Síðarnefnda apó- tekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- netnda. stig:opinalladaga 15-16og 18.30- 19 30. Landakots- spftali: alla daga 15-16 og 18.30- 19.00 Barnadeild Landakotsspitala: 16.00- 17.00. St. Jósefsspítall Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30 Kleppsspital- inn: alla daga 18.30-19 og 18.30- 19 Sjúkrahusið Ak- ureyri: alla daga 15-16 og 19- 19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: alladaga 15-16 og 19-19.30. Sjúkra- hús Akraness: alla daga 15.30- 16 og 19-19.30. SjúkrahusiðHúsavfk: 15-16 og 19.30-20. Hafnarf jörður: Heilsugæsla. Upplýsingar um dagvakt lækna s. 53722. Næturvakt læknas.51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066. upplýs- ingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamiðstöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Keflavfk: Dagvakt. Upplýs- ingar s. 3360. Vestmanna- eyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. ingu (alnæmi) í síma 622280, milliliðalaust samband við lækni. Frá samtökum um kvenna- athvarf, simi 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir kon- ur sem beittar hafa verið of- beldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökln '78 Svarað er i upplýsinga- og ráðgjafarsíma Sarrttakanna '78 fólags lesbia og homma á Islandi á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21 - 23. Símsvariáöðrumtímum. Síminner 91-28539. Fólageldri borgara: Skrif- stofan Nóatúni 17, s. 28812. Félagsmiðstöðin Goðheimar Sigtúni3,s. 24822. LOGGAN Reykjavík...sími 1 11 66 Kópavogur...sími4 12 00 Seltj.nes...sími61 11 66 Hafnarfj....sími 5 11 66 Garðabær.....sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabilar: Reykjavik...sími 1 11 00 Kópavogur...sími 1 11 00 Seltj.nes....sími 1 11 00 Hafnarfj.....sími 5 11 00 Garðabær.....simi 5 11 00 E LÆKNAR Læknavakt fy rir Reykja- vik, Seltjarnarnes og Kópavog er í Heilsuvernd- arstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólar- hringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upp- lýsingar um lækna og lyfja- þjónustu eru gefnar í sím- svara 18885. Borgarspítallnn: Vakt virka daga kl. 8-17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Slysadeild Borgarspítalans opin allan sólarhringinn sími 696600 Dagvakt. Upplýsingar um da- gvakt lækna s. 51100. Næt- urvakt lækna s. 51100. YMISLEGT Bilananavakt rafmagns- og hltaveitu: s. 27311. Raf- magnsveita bilanavakt s. 686230. Hjálparstöð RKI, neyðarat- hvarf fyrir unglinga Tjarnar- götu 35. Simi: 622266 opiö allansólarhringinn. Sálfræðistöðin Ráðgjöf í sálfræðilegum efn- umSimi 687075. MS-fólaglð Álandi 13. Opið virka daga frá kl. 10-14. Simi 688800. Kvennaráðgjöfln Hlaðvarp- anum Vesturgötu 3. Opin briðiudaga kl.20-22, simi 21500, simsvari. Sjálfshjálp- arhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýslngar um ónæmlstærlngu Upplýsingarum ónæmistær- SJUKRAHUS Heimsóknartímar: Landspft- allnn:alladaga 15-16,19-20. Borgarspitalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftirsamkomuiagi. Fæðing- ardeild Landspítalans: 15- 16. Feðratími 19.30-20.30. Öldrunarlækningadeild Landspítalans Hátúni 10 B: Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala:virkadaga 16- 19.30 helgar 14-19.30 Heilsu- vemdarstöðln við Baróns- GENGIÐ 29. febrúar 1988 kl. 15:00 Sala Bandarikjadollar 39,520 Sterlingspund 69,970 Kanadadollar 31,294 Dönsk króna 6,1259 Norsk króna 6,2192 Sænsk króna 6,5999 , Finnsktmark 9,6898 Franskurfranki.... 6,9128 Belgískurfranki... 1,1180 Svissn.franki 28,4184 Holl.gyllini 20.8477 V.-þýskt mark 23,4075 (tölsk lira 0,03176 Austurr. sch 3,3308 Portúg. escudo... 0,2857 Sþánskur þeseti 0,3470 Jaþanskt yen 0,30792 Irsktþund 62,388 SDR 53,7832 ECU-evr.mynt... 48,3507 Belgískurfr.fin 1,1175 KROSSGATAN Þriðjudagur 1. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 bd 3 “1" “ _Z1~ z_zizé!:_z zUdzuzzUz I Lárótt: 1 lof4bráðum6gutl 7hvetji 9vaða 12duglegur 14 kjaftur 15 tré 16 nauman 19 frjáls 20 ánægja 21 álasi Lóðrétt:2pfpur3endir4 ' kippkorn 5 stórfljót 7 krókur 8 skortur 10 ránni 11 útlim- inn 13 neðan 17 espi 18 eðja Lausn á siðustu krossgátu Lárétt: 1 loks4tæki6tía: safi 9 fólk 12 Egla 14 fag 1 éta 16 naumt 19 stal 20 at 21 rissa Lóðrétt: 2 oka 3 stigb 4 ta 5 kul 7 sefast 8 fegnar 10 ólóttaH kramir13iðu17: 18mas

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.