Þjóðviljinn - 08.03.1988, Page 8

Þjóðviljinn - 08.03.1988, Page 8
Barist fyrir bættristöðu kvenna um allan heim 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og gögn sem safnað var á kvennaáratug Sameinuðu þjóðanna sýna að enn er langt í jafnréttið. Konur eru helmingur íbúa jarðarinnar, en þær vinna tvo þriðju af allri vinnu fyrir laun sem eru einn þriðji af þvísem karlmenn fá. ítilefni dagsins ræddi Þjóðvilj- inn við nokkrar konur og til að gæta jafnréttis einn karlmann, sem vinnur hefðbundið kvennastarf. Lára Ingvarsdóttir, Hólmfríður Ingvarsdóttir og Málhildur Sigurbjörnsdóttir verkakonur. Konur em að fyllast öryggi - Árangurinn af kvennaára- tugnum hér á íslandi kemur einna best fram í fylgisaukningu Kvennalistans. Konur eru að vakna til umhugsunar um sín kjör, segja Lára Ingvarsdóttir, Hólmfríður Ingvarsdóttir og Málhildur Sigurbjörnsdóttir en þær eru allar verkakonur hjá Granda hf. - Konur eru samt ekki nógu harðar. Þær vilja ekki beita sér af fullum krafti til að leiðrétta sín kjör. í þeim málum er mikið starf óunnið. Þeim Láru, Hólmfríði og Mál- hildi varð tíðrætt um muninn á hugsanagangi mismunandi kyn- slóða kvenna og sögðust jafnvel telja að um væri að ræða mikinn kynslóðamun. - Yngri konur eru öruggari um sinn hag því barátta eldri kvenna hefur skilað sér til þeirra. Þær ganga að því vísu að þær hafi fullkomlega jafnan rétt á við karlmenn. Eldri konur eru ekki svo vissar um að svo sé. - Okkur dauðlangar til Noregs í sumar en það er ekki víst að fjárhagurinn leyfi það, sögðu þær er til tals kom ráðstefna kvenna um allan heim sem ráðgert er að verði haldin í Noregi í fyrstu viku ágústmánaðar. - Það væri ómetanlegt að kynnast viðhorf- um kvenna í öðrum löndum heimsins, sögðu þær vinkonurnar að lokum. Víð eigum langt r i land! - Við erum að ala upp jafnréttissinna framtíðarinnar og því hljótum við að vilja að þeir fái ekki þá flugu í höfuðið að það sé eingöngu kvenna að sinna menntunarhlutverkinu, segir Hörður Svavarsson fóstra. Hann er einn sjö karla sem hafa útskrif- ast sem fóstrur. í flestum tilfellum hafa fóstrur tekið honum vel enda hafa þær lýst því yfir að nauðsyn- legt sé að fjölga körlum í stéttinni, barnanna vegna. - Þegar ég var í námi var þó- nokkuð algengt að hinir og þessir karlar í „ábyrgðarstöðum“ spyrðu mig hvernig í ósköpunum ég ætlaði að lifa af fóstrulaunum. Þeim þótti hinsvegar aldrei ástæða til að spyrja sambýliskon- una mína að hinu sama en hún var líka fóstra. Þetta dæmi mundi ég segja að væri talsvert lýsandi fyrir viðhorf karla tii hefðbund- inna kvennastarfa. Körlunum finnst ekkert sjálfsagðara en að konur hafi lægri laun. Það gengur ekki, sagði Hörður. Æ, þetta er svo öfugsnúinn heimur, ég er svo bjartsýnn að ímynda mér að geta breytt ein- hverju; hafa áhrif. Ég heid tryggð við gamla hippadrauminn sem flestir eru búnir að gleyma. Ég vona bara að fólki finnist jafnréttið ekki vera að nálgast að verða fullkomið, segir Hörður. Það vantar svo mikið upp á! Hörður Svavarsson fóstra: Lftill árangur enn sem komið er - Staða kvenna hefur almennt lítið breyst, segir Margrét Björnsdóttir en hún ætlar að ávarpa baráttufund kvenna 8. mars. Margrét segist líta svo á að þó svo að menntun kvenna verði meiri frá degi til dags þá sé ekki teljandi neinn algildur árangur af því. - Þó að konur komist í áh- rifastöður sem áður var óhugs- andi að þær gegndu hefur staða ómenntaðra kvenna á vinnu- markaðnum lítið batnað. Hún segist líta svo á að hugsunarhátt- urinn í þjóðfélaginu geri konum gífurlega erfitt fyrir. - Það væri mesta réttarbótin fyrir vinnandi konur ef eiginmenn þeirra tækju meiri þátt í barnauppeldi og heimilishaldi. Það myndi gjör- breyta afstöðu til þeirra starfa sem hafa verið og eru enn lítils- virtustu störfin í þjóðfélaginu. Eða hver er veikinda- og lífeyris- réttur húsmæðra? Kjaramunurinn milli karla og kvenna segir Margrét að sé til kominn vegna lítilsvirðingar þjóðfélagsins á konum. Vinnu- konuhugmyndin ráðandi. - Fyrir stríð var varla til það heldri- mannaheimili sem ekki hafði vinnukonu upp á lítið meira en fæði og húsaskjól. Því fannst kon- unum það himnasending er þær fengu laun fyrir sína vinnu. Það var ekki fyrr en seinna að þær vöknuðu til vitundar um að þær höfðu lægstu launin. Síðan hefur baráttan staðið meðan launam- unurinn eykst meir og meir. Þjóðfélagsgerðin er of mikið í þá átt að lægstu laun eru viðmiðun á flesta hluti og því er þeim ríghald- ið niðri. Þetta er hræðilegt, sagði Margrét. Margrét Björnsdóttir verkakona. Karlar geta einbeítt sér að í leit að myndefni um konur og tækni var litið inn í verklegan tíma hjá nemendum í efnafræði- skor Háskóla íslands. Elín R. Jónsdóttir og Helga Jóhanna Bjarnadóttir voru að gera allt klárt til að mæla varmarýmdar- hlutfall lofttegunda, en gáfu sér þó tíma til að ræða almennt um stöðu kvenna og framtíðarhorfur í jafnréttismálum. Konur voru greinilega í mikl- um minnihluta í skólastofunni, enda lítið um að þær fari í efna- fræði og efnaverkfræði í Háskól- anum eins og Elín og Helga hafa gert. Afhverju skyldi það vera? „Konur virðast ekki hafa eins mikinn áhuga á raungreinum og karlar. Vantreysta sér kannski. Strax í menntaskóla sýna þær minni áhuga á grunnfögum eins og eðlis- og stærðfræði,“ svaraði Helga, sem taldi að orsakanna væri frekar að leita í uppeldinu en skólakerfinu. Elín sagði að oft væri stelpum síður treyst fyrir tækjum, t.d. dráttarvélum í sveitinni, og það ýtti undir van- traust í sambandi við vélar og tæki og gæti haft áhrif á námsval. Sem dæmi um að hlutirnir væru að færast í rétta átt nefndu þær að nú væri kona aðstoðarmaður iðn- aðarráðherra. Konur þurfa meira sjálfstraust Elín og Helga höfðu ekki mikla trú á jöfnum möguleika kynjanna á vinnumarkaði. „Þó að við menntum okkur jafn mikið og karlar, þurfa konur að leggja meira á sig til að ná jafn langt í starfi. Konur þurfa að tvískipta sér milli atvinnu og heimilis og barna, á meðan karlar geta sinnt sínum starfsframa. Ef konur vilja hálfsdagsstörf fá þær ekki ábyrgðarstöður, þar sem þeim fylgir oft mikil vinna og jafnvel að taka verkefni heim með sér. Best væri ef hjón gætu bæði unnið hlutastarf.“ Helga taldi að konur yrðu frekar að sýna getu sína að fyrra bragði til að fá starf, þar sem margir karlar hefðu rótgróið vantraust á konum. „Jafnréttisbaráttan á ekki að vera þannig að konur séu sífellt að skammast út í aðra, þær þurfa sjálfar að taka einhverja ábyrgð á sig,“ sagði Helga. Henni fannst að konur þyrftu að hafa meira stjálfstraust og þá treystu aðrir þeim. Þeim fannst báðum að mikil viðhorfsbreyting hefði orð- ið á síðustu 20 árum og miðuðu þá við kynslóð mæðra sinna. Helga sagðist hafa tekið eftir því að margar eldri konur væru hissa á að hún hefði valið að fara í efna- verkfræði og virtust hafa litla trú á það gæti verið skemmtilegt nám. Elín taldi mikilvægt fyrir konur að geta unnið fyrir sér sjálfar og þurfa ekki að vera upp 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 8. mars 1988 Á gömlum skólaspjöldum á veggjum Iðnskólans í Reykjavík eru eintómir karlar og enn eru þeir í yfirgnæfandi meirihluta í skólanum. Arna og Sigrún töldu að enn skorti margt á til að karlar og konur stæðu jafnfætis, sérstaklega ætti það við á vinnumarkaðinum. Mynd E.ÓI. Samræma þarf móður- hlutverk og atvinnu Á kaflistofu Iðnskólans í Reykjavfk náði Þjóðviljinn tali af tveimur námsmeyjum, sem voru fúsar til að lýsa viðhorfum sínum til jafnréttismála og hvað þær úldu vænlegast að gera til að ná auknu jafnrétti. Þær heita Arna Emelía Viggósdóttir og Sigrún Kristjánsdóttir og eru báðar að Ijúka námi á nýrri tölvubraut Iðnskólans. Nám á tölvubraut telst varla leið í hefðbundin í kvennastörf og eru aðeins 4 stelpur á móti 20 strákum í fyrsta hópnum, sem út- skrifast nú í vor. Þær stöllur sögðu að jöfn áhersla væri á hug- og vélbúnað tölva í náminu og vonandi gæfi það góða möguleika á að fá vinnu. Hægt er að fara í framhaldsnám í Tækniskólanum og sögðust þær jafnvel vera að spá í það. Haldið þið að konur og karlar hafi jafna möguleika á vinnu- markaði að námi loknu? „Nei, konur hafa alls ekki jafna möguleika t.d. á viðgerðar- störfum og við uppsetningu og við fengjum örugglega ekki sömu Iaun. Við hefðum kannski svip- aða möguleika sem forritarar. Éf skólabróðir okkar væri ráðinn í sama fyrirtækið fengi hann bæði hærri laun og meiri ábyrgðar- stöðu. Annars fer þetta líka eftir því hvað við verðum duglegar að ota okkar tota.“ Arna taldi það mikilvægt að ganga ekki í sérstakt kvennastéttarfélag. Slík félög hefðu átt sinn þátt í að halda launum kvenna niðri. Ástæðuna fyrir því að konur væru síður ráðnar til starfa, töldu þær liggja í því að vinnuveitendur væru hræddir um að þær yrðu óléttar og þyrftu að hætta þess vegna. „Best væri í framtíðinni að starfsframa á mennina komnar fjárhagslega. En hvað með karlmennina, hafa viðhorf þeirra breyst? „Um 20% karla eru ennþá karlrembur, hinir eru komnir meira á okkar plan,“ svaraði Helga og Elin skaut því inní að annars næðu þeir sér ekki í kven- mann nú á dögum. Þeir gætu þó átt einhverja von, því til væru konur sem væru fullkomlega ánægðar með hefðbundið hlut- verk. Helga ítrekaði að konurnar þyrftu sjálfar að líta á sinn þátt í Helga og Elín voru á því að konur sæktu minna í tækninám vegna þess að þeim væri síður treyst fyrir vélum og tækjum í uppeldinu. Það hefði í för með sér að margar konur hefðu ekki nóg sjálfstraust til að takast á við tæknina. E.ÓI. því að ekki væri lengra komið í jafnréttismálum. „Kvenfólkið elur upp strákana í þessari trú. Þær hlífa þeim t.d. frekar við heimilisstörfunum en stelpum." Þær héldu að stelpur öðluðust fljótt meiri ábyrgðarkennd en strákar og hún fylgdi þeim þegar þær stofnuðu heimili. Þó að þeim gengi vel í skóla þá væri það oft þannig að þær hættu þegar börn kæmu til sögunnar en maðurinn héldi áfram í framhaldsnám. Sama skýringin gæti líka átt við um minni þátttöku kvenna í fé- lagsstörfum. „Þeir geta hellt sér út í þau og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að hugsa líka um heimilið," sagði Elín. Hún var á því að þrátt fyrir allt þá hefðu konur það umfram karla að hafa ákveðinn tilgang í lífinu. Þeirra biði að eignast börn, en þeir reyndu frekar að fylla upp í sitt líf með því að komast langt í vinn- unni. mj geta fengið hálfsdagsstarf og geta orðið móðir og sinnt heimili," sagði Ama. Sigrún taldi starf forritara að því leytinu henta vel fyrir konur, því það boði upp á að vinna sjálfstætt. Hvað þarfhelst að breytast svo karlar og konur hafi jafna mögu- leika á vinnumarkaði? „Það þarf að samræma móður- hlutverkið, nám og atvinnu. Gera konum auðveldara að kom- ast út á vinnumarkaðinn," sagði Arna. „Jafnrétti á heimilinu er líka nauðsynlegt. Mennirnir þurfa að taka meiri þátt í störfun- um þar og vera jafnt heima ef börnin veikjast,“ bætti Sigrún við. Þær voru sammála um að bæta þyrfti gæslumálin og koma á sveigjanlegri vinnutíma. „í dag er fólki refsað fyrir að vera í sam- búð, því það fær ekki pláss fyrir börnin sín á dagheimili. Ef fólk á tvö börn þurfa launin að vera verulega há til að það borgi sig að bæði vinni úti,“ sagði Sigrún. Þær töldu að margar konur færu út á vinnumarkaðinn af félagslegum ástæðum, til að einangrast ekki á heimilunum. Laun kvenna þyrftu almennt að hækka svo þar sæktu frekar í vinnu vegna þeirra. Til að raunverulegur árangur næðist í jafnréttisbaráttunni fannst þeim þörf á hugarfarsbreytingu í landinu og þar skipti miklu að breyta uppeldi drengja, Arna sagðist ekki vera hlynnt því að taka upp aðgerðir eins og prósentuskiptingu við ráðningar í störf, til að auka hlut kvenna. Spurningin ætti að snúast um hvort einstaklingurinn væri góð- ur eða ekki, óháð kyni. Þær töldu viðhorf yngri manna vera að breytast til hins betra og Sigrún var ekki frá því að það ætti frekar við ef menn hefðu ein- hverja menntun. Arna sagði sinn mann styðja hana í því sem hún væri að gera, en það gæti verið að einhver togstreita kæmi upp þeg- ar börn kæmu til sögunnar. „Þá hjálpar umhverfið honum Iíklega frekar en mér, því hefðirnar eru svo sterkar." mj Konur sækjast eftirmenntun Sífellt fleiri konur leggja út á menntaveginn og síðast liðinn vetur voru konur í fyrsta skipti í meirihluta i Háskóla íslands. Nú á vorðnn eru þær 52% skráðra nemenda og á meðfylgjandi töflu sést að þær sækja í auknu mæli í námsbrautir sem karlar einok- uðu áður. Hlutfall kvenna í verkfræði- deild er enn mjög lágt, en hlutur þeirra í Iæknis-, lög- og viðskipta- fræði er orðinn hár og ekki má gleyma guðfræðinni. Fyrsta íslenska konan tók stúd- entspróf rétt fyrir síðustu alda- mót, en það var ekki fyrr en á síðari hluta 8. áratugarins sem þær skutu strákunum aftur fyrir sig. Kynskiptingin í tækninámi er enn í dag mjög einsleit og hafa skapast þar ákveðnar kvenna- greinar, eins og meinatækni og matvælafræði. Sókn kvenna í hefðbundnar iðngreinar hefur ekki verið mikil, ef frá eru taldar hárgreiðsla og fataiðn. Á töflu yfir kynskiptingu í Iðnskólanum í Reykjavík vekur þó athygli hvað margar konur leggja nú fyrir sig greinar tengdar bókagerð og prentiðn. Það er einnig tímanna tákn um aukna fjölbreytni f starfsnámi kvenna, að fyrsta konan sem nemur pípu- lagnir hóf nám á þessum vetri. mj Námsval eftir kyni í Háskóla íslands (1988) Deild Konur % Karlar % Skráðir nemar 2244 52% 2062 48% Heimspekideiid. 543 65% 288 35% Erlend mál 224 71 íslenska 131 42 Sagnfræöi 64 73 Alm. bókm.fr 36 32 Alm. málvísindi 12 7 Heimspeki 21 31 ísl.f. erl.stúd 55 32 Læknadeild 502 70% 214 30% Hjúkrunarfræði 266 9 Læknisfræði 122 162 Sjúkraþjálfun 58 10 Lyfjafræði 56 33 Félagsvísindad. 401 70% 169 30% Sálarfræði 93 37 Bókasafnsfræði 67 6 Félagsfræði 48 15 Stjórnmálafræði 43 48 Uppeldisfræði 43 8 Mannfræði 27 6 Kennsluréttindi 66 44 Annað 14 5 Viðskiptadeild. 340 41% 491 59% Lagadeild 213 46% 247 54% Raunvísindad. 160 31% 362 69% Líffræði 50 70 Tölvunarfræði 43 166 Landafræði 25 20 Matvælafræði 20 9 Efnafræði 11 25 Jarðfræði 7 24 Eðlisfr.skor 0 26 Annað 4 22 Verkfræðideild 33 14% 215 86% Tanniæknadeiid. 24 39% 38 61% Guðfræðideild 24 39% 37 61% Námsval eftir kyni í Iðnskólanum (vor 1988) Braut Konur Karlar Háriðn 63 14 Bókagerð 51 73 Tækniteiknun 48 10 Fataiðn 37 0 Tölvutækni 14 71 Kjötiðn 3 21 G. málmiðna 3 63 Tréiðnir 2 126 Rafiðnir 2 318 Bakaraiðn 1 37 Gullsmíði 1 2 Tæknifr.braut 1 1 Pípulagnir 1 15 For-og alm.nám 27 39 Annað 3 189 257 979 Þriðjudagur 8. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.