Þjóðviljinn - 08.03.1988, Page 15

Þjóðviljinn - 08.03.1988, Page 15
_______________SKÁK_______ Jón L. siguivegari Margeir í 3. -6. sœti Jón L. Árnason tryggði sér sigur á 13. Reykjavíkurskákmót- inu með þvi að gera jafntefli við sovéska stórmeistarann M. Gur- evich í síðustu umferðinni. Með sigri sínum er Jón L. um 360.000 krónum ríkari. Það var að vonum mikil spenna í loftinu þegar síðastu umferðin hófst á sunnudag. Jón L. hafði hálfan vinning í forskot á Grikkj- ann V. Kotronias. Kotronias tefl- di við G. Dizdar og sömdu þeir um jafntefli eftir aðeins 10 leiki. Með jafnteflinu tryggði Kotroni- as sér áfanga að stórmeistaratitli. Þar með var ljóst að Jóni nægði jafntefli til að verða einn í efsta sæti. Jón, sem hafði hvítt, bauð því Gurevich jafntefli, eftir að úr- slitin voru kunn í skákinni hjá Kotronias. Gurevich hafnaði hinsvegar jafnteflinu enda var möguleiki fyrir hann að verða efstur ásamt Jóni og Kotronias ef hann ynni. í framhaldinu fékk Jón L. mun betra tafl og virtist mönnum ljóst að Gurevich myndi ekki vinna skákina nema að eitthvert slys kæmi fyrir. Eftir 24 leiki bauð síðan Gurevich Jóni L. jafntefli sem sá síðarnefndi tók með þökkum, þó svo að hann væri með betri stöðu. Eins og áður sagði tryggði jafnteflið Jóni efsta sætið. S. Dolmatov og A. Adorjan tefldu aðeins 12 leiki áður en þeir sömdu um skiptan hlut. Adorjan gerði samtals átta jafntefli í mót- inu. Margeir Pétursson var ekki á þeim buxunum að semja stutt jafntefli þó svo að hann stýrði svörtu mönnunum gegn E. Gausel. Skák þeirra var mjög flókin og á krítísku augnabliki missti Norðmaðurinn þráðinn og Margeir náði yfirhöndinni. Smám saman jók Margeir svo yfirburði sína og Gausel gafst upp þegar ljóst var að hann myndi tapa manni. Með þessum sigri náði Margeir 3.-6. sæti. Helgi tefldi við Polugaevsky og hafði svart. Polugaevsky beitti drottningarbragði en komst ekk- ert áleiðis og kapparnir sömdu um jafntefli eftir mikil uppskipti. Hannes Hlífar Stefánsson fékk 5 1/2 vinning í mótinu sem nægði honum til að öðlast sinn annan áfanga að alþjóðlegum meistara- titli. Þess verður vonandi ekki langt að bíða þangað til sá þriðji og jafnframt sá síðasti er kominn í höfn. Það kom hins vegar mun meira á óvart að Bolvíkingurinn Hall- dór G. Einarsson skyldi tryggja sér sinn fyrsta áfanga að alþjóð- legum meistaratitli. Halldór G. vann J. Barle í síðustu umferð- inni. Árangur Polgar-systra var mjög glæsilegur. Zsuzsa Polgar, sem er elst, náði sjö vinningum oglentií 7.-10. sæti. Þessir árang- ur hennar sætir kannski ekki tíð- indum, því hún er nú þegar orðin heimsfræg, en systur hennar tvær slógu heldur betur í gegn. Þær Zsofia Polgar (14 ára) og Judit Polgar (11 ára) fengu báðar 6 1/2 vinning á mótinu og lentu fyrir ofan margan sterkan skákmann- inn af hinu kyninu. Þær systur byrjuðu frekar rólega á mótinu en í seinni hlutanum unnu þær hverja skákina af fætur annarri. Við skulum líta á hvernig yngsta systirin fer með alþjóðlega meistarann Jonathan Tisdall í síðustu umferðinni: Hvítt : Jonathan Tisdall Svart : Judit Polgar Sikileyjarvörn. 1. Rf3 c5 2. e4 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. g4 (Keres-árásin. Hún er mjög vandtefld, bæði fyrir svartan og hvítan.) 6. - h6 7. g5 (Annar möguleiki er 7. h4 Rc6 8. Hgl h5) 7. - hxg5 8. Bxg5 Rc6 9. h4 (Algengar er 9. Dd2 Db610. Rb3 a6 11. 0-0-0 Dc7 12. f4 Bd7 en þannig tefldu Illescas og Anders- son í Bilbao 1987.) 9. - a6 10. Dd2 Db6 11. Rb3 Bd7 12. 0-0-0 0-0-0 13. f4 Kb8 14. Be2 (Hér kom 14. Bg2 sterklega til greina með hugmyndinni 15. Hhel ásamt 16. e5.) 14. - Hc8 15. Kbl Rh5 (Svartur hótar nú einfaldlega að vinna mann með 16. - f6.) 16. f5 Rg3 (Ekki 16. - exf5? 17. Rd5 Da7 18. Be3) 17. fxe6 Bxe6 18. Hgl?! (Betra var 17. Hhel eins og síðar kemur í ljós.) 18. - Rxe2 19. Dxe2 Re5 20. Rd5 Bxd5 21. exd5 (Ef hvíti hrókurinn á gl stæði á el hefði hvítur getað drepið á d5 með hrók með fínni stöðu.) 21. - Dc7 (Hótar 22. - f6 ásamt 23. - Hxh4.) 22. Hd4 Be7 23. Hb4 (Eftir 23. Bxe7 Dxe7 24. Hxg7 Hxh4 25. Hxh4 Dxh4 stendur svartur aðeins betur.) 23. - Bxg5 24. hxg5 Ka8 25. a4?! (Framrás a-peðsins þjónar eng- um tilgangi. Betra var 25. a3.) 25. - Hh3 26. He4 Hch8 27. a5 Hh2 28. Hg2 Hhl + 29. Ka2 Dd7! 30. Rd2 H8h4 31. Rf3?? ENGIN ÁHÆTTA TEKIN Tíunda og næstsíðasta umferð Reykjavíkurskákmótsins var tefld á laugardag. Á tveimur ef- stu borðunum voru skákmenn- irnir mjög friðsamir og slíðruðu sverðin eftir stutta taflmennsku. Jón L. Árnason taldi skynsam- legt að hvíla sig fyrir lokaumferð- ina og samdi jafntefli við Sergey Dolmatov eftir aðeins 13 leiki. Fyrir síðustu umferð var Jón L. því einn í efsta sæti með 8 vinn- inga en á hæla honum kom Grikkinn Vailios Kotronias með 7 1/2 vinning. V. Kotronias og Andreas Adorjan tóku heldur enga áhættu og sömdu jafntefli eftir rúmlega klukkustundar taflmennsku. Það kom mörgum á óvart því Adorj- an stóð að því að virtist mun bet- ur. Áhorfendur hafa orðið fyrir Lokastaðan . Efstu menn urðu: Jón L. Árnason 81/2 V. Kotronias 8 M. Gurevich 71/2 S. Dolmatov 71/2 Margeir Pétursson 71 /2 G. Dizdar 71/2 A. Adorjan 7 W. Browne 7 Helgi Ólafsson 7 Zsuzsa Polgar 7 L. Polugaevksy 61/2 Karl Þorsteins 61/2 E. Gausel 61/2 Þröstur Þórhallsson 61/2 Halldór G. Einarsson 61/2 Zsofia Polgar 61/2 Judit Polgar 61/2 L. Christiansen 6 Sævar Bjarnason 6 C. Höi 6 R. Akeson 6 Hannes Hlífar Stefánsson 6 B. Östenstad 6 Jóhannes Ágústsson 6 vonbrigðum með taflmennsku Adorjan. Hann hefur gert 7 jafn- tefli, flest þeirra eftir mjög stutta taflmennsku. Adorjan hefur að vísu afsakað sig með lasleika. Þröstur Þórhallsson fékk það erfiða hlutskipti að tefla með svörtu mönnunum gegn stiga- hæsta manni mótsins, Mihail Gurevich. Þröstur jafnaði taflið án fyrirhafnar en á krítísku augnabliki lagði hann of mikið á stöðuna fyrir sóknarfæri. Gure- vich varðist vel og til þess að halda sókninni áfram varð Þröstur að fórna tveimur léttum mönnum fyrir hrók og síðan aftur manni. Þá var Þröstur hins vegar orðinn of fáliðaður, sókn hans rann út í sandinn og stuttu eftir að tímahrakinu lauk gafst hann upp. Helgi Ólafsson komst aftur í baráttuna um efstu sætin eftir sigur á W. Schön frá V- Þýskalandi. Helgi hafði hvítt og náði frumkvæðinu út úr byrjun- inni. Schön komst út í endatafl með mislitum biskupum en allt kom fyrir ekki; frípeð Helga gerðu út um skákina. Margeir Pétursson vann Jonat- han Tisdall í fallegri skák. Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Jonathan Tisdall Grunfelds-vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 (Upphafsleikur Grunfeldsvarn- ar. Þessi byrjun kom margoft upp í síðasta heimsmeistareinvígi þeirra félaga Kasparovs og Karp- ovs.) 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7. Bc4 (Skarpasti leikurinn. Annar möguleiki er 7. Rf3.) '7. - 0-0 8. Re2 Rc6 (Þessi leikur er mjög sjaldgæfur. Flestir leika umhugsunarlaust 8. - c5. Markmið þessarar varnar er nefnilega það að ráðast gegn mið- borðspeðum hvíts.) 9. Bg5 Dd7 10. Dd2 Ra5 11. Bd3 b6 12. Bh6 (Með þessum leik nær hvítur uppskiptum á helsta varnar- manni svarts á kóngsvæng.) 12. - c5 13. h4! cxd4 14. Bxg7 Kxg7 15. cxd4 f6 (Þvingaður leikur. Svartur verð- ur að geta svarað h5 með g5.) 16. Hcl Bb7 17. h5 (Eftir skákina taldi Margeir að sterkara hefði verið að leika 17. 0-0 t.d. 17. - Hac8 18. d5 Hxcl 19. Hxcl Hc8 20. Rd4 Hxcl 21. Dxcl Dc8 22. Re6+ Kh8 23. Dh6 Dg8 og hvítur stendur betur.) 17. - g5 18. h6+ Kh8 19. 0-0 Had8 20. f4 exf4 21. Hxf4 Hg8?! (Þarna gegnir hrókurinn engu hlutverki, því svartur á ekki sóknarmöguleika eftir g-línunni. Margeir mælti með 21. - Rc6 22. Bb5 e5 og staðan óljós.) 22. Hf2! (Nú hótar hvítur einfaldlega 23. d5 ásamt 24. Rd4.) 22. - Rc6 23. Bc4 Hg4 24. Bd5 e6? (Slæmur afleikur eins og fram- haldið leiðir í ljós. Skást var 24. - Ra5 25. Rf4 Bxd5 26. exd5 og hvítur stendur betur.) 25. Bxc6 Bxc6 26. d5! Bb5 (Auðvitað ekki 26. - exd5? 27. Dc3! og vinnur.) 27. Rf4 exd5 28. RxdS (Það má segja að svarta staðan sé nú þegar töpuð. Riddarinn á d5 er mjög sterkur og svarta f6 peðið er dæmt til að falla. T.d. gengur ekki nú 28. - Hxe4 vegna 29. Dc3.) 28. - De6 29. Db2 Hxe4 30. Rxf6! (Ekki 30. Hxf6 De5. Ef nú 30. - De5 þá 31. Dxe5 Hxe5 32. Hc7 Bd3 33. Hd2! og vinnur.) 30. - He2 31. Hxe2 Dxe2 32. Dc3 (Svartur er algjörlega varnarlaus á skálínunni al-h8.) 32. - Hdl + 33. Hxdl Dxdl + 34. Kh2 Dd6+ 35. g3 Dc6 36. Db2! Wí w. i§ Wk '' Wí' ! m m'k m «» ÍS!Á.;t A® ■ ll 1 * .SL Og svartur gafst upp. Eftir 36. - Dc7 37. Rd7+ er svartur mát í næsta leik. Fyrir síðustu umferð var staða efstu manna þessi: Jón L. 8, Kotronias 7 1/2, Gurevich, Dol- matov og Dizdar 7, Adorjan, Helgi, Margeir og Gausel 6 1/2. HL Jón L. Árnason hætti við að stinga af, en sat eigi að síður einn að efsta sæt- inu. I lokaumferðinni tefldi hann við stigahæsta mann mótsins, Gúrevítsj, en hélt jöfnu án nokkurra erfiðleika. (Hvítur skynjar ekki hættuna en staðan er erfið. T.d 31. b3 Dc7.) 31. - Rxf3 32. Dxf3 32. - Hlh3! 33. De2 Da4+!! Glæsilegur leikur! Eftir 34. Hxa4 Hxa4+ 35. Kbl Hhl+ verður hvítur mát. Tisdall gafst því upp eldrauður í framan! HL Urslit 10. umferð: Jón L. - S. Dolmatov : 1/2-1/2 A. Adorjan - V. Kotronias : 1/2-1/2 M. Gurevich - Þröstur Þ. : 1-0 G. Dizdar - C. Höi : 1-0 Margeir P. - J. Tisdall : 1-0 W. Browne - Zsuzsa Polgar: 1/2-1/2 Helgi Ól. - W. Schön : 1-0 E. Gausel - Hannes Hlífar : 1-0 L. Polugaevsky - Jón G. : 1-0 B. Östenstad - Christiansen: 1-0 Zsofia Polgar - R. Akeson : 1-0 Karl Þorsteins - Sævar Bj. : 1 -0 Judit Polgar - J. Barle : 1/2-1/2 Ásgeir Þ. - Jóhannes Ág. : 0-1 Halldór G. - J. Lautier : 1-0 Sig. Daði - T. Sörensen : 1/2-1/2 Þráinn V. - Guðmundur G. : 1 /2-1/2 Davið Ól. - Tómas Bj. : 0-1 Dan Hanson - Snorri B. : 0-1 Bjarni Hj. - Áskell Örn : 1/2-1/2 Arnar Þ. - Lárus Jóh. : 1-0 Bragi Halld. - Tómas H. : 1 /2-1/2 Árni Á. - Þorsteinn Þ. : 1-0 Þröstur Á. - Bpgi Páls. : 1-0 Benedikt J. - Ögmundur: 1 -0 Stefán Briem - A. Luitjen : 0-1 11. umferð: Jón L. - M. Gurevich : 1/2-1/2 V. Kotronias - G. Dizdar : 1/2-1/2 S. Dolmatov - A. Adorjan : 1/2-1/2 E. Gausel - Margeir P. : 0-1 L. Polugaevsky - Helgi : 1/2-1/2 C. Höi - W. Browne : 0-1 Zsuzsa Polgar - Östenstad : 1-0 Þröstur Þ. - Karl Þorsteins : 1/2-1/2 W. Schön - Zsofia Polgar : 1/2-1/2 J. Tisdall - Judit Polgar: 0-1 J. Barle - Halldór G. : 0-1 Hannes Hlífar - Jóhannes : 1/2-1/2 Christiansen - Tómas Bj. : 1-0 Jón G. - R. Akeson : 0-1 Sævar Bj. - Snorri B. : 1-0 T. Sörensen - Bjarni Hj. : 1 -0 Áskell Örn - Ásgeir Þ. : 0-1 Guðmundur G. - Arnar Þ. : 1-0 J. Lautier - Sig. Daði : 1-0 Róbert H. - Þráinn V. : 1-0 Davíð Ól. - Þröstur Á. : 1-0 Tómas H. - Dan Hanson : 1-0 Magnús Sól. - Árni Á. : 1-0 A. Luitjen - Benedikt J. : 0-1 Lárus Jóh. - Bragi Halld. : 0-1 Þorsteinn Þ. - Ögmundur : 1-0 Bogi Páls. - Stefán B. : 0-1 Biðskákir úr 9. umferð: G.Dizdar - W. Browne : 1-0 Sævar Bj. - J. Barle : 1/2-1/2 Þriðjudagur 8. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.