Þjóðviljinn - 12.03.1988, Blaðsíða 4
LiBÐARK
Húsnæðislánin: Nú árið er liðið
Tólfta mars í fyrra var virkisbrúin dregin upp hjá
Húsnæðisstofnun; ákveðið að hætta að gefa út láns-
loforð til óákveðins tíma.
( dag er tólfti mars, og í heilt ár hefur ekki verið
lánað til eins einasta manns sem ekki var áður
sloppinn innfyrir dyrnar.
Umsóknir um lán hafa á þessum tíma hrannast
upp. Um átta þúsund umsækjendur bíða nú eftir
loforði um lán frá stofnuninni, og reiknað er með að
um áramót verði umsóknirnar orðnar um tólf þús-
und.
Að sögn á loksins að byrja að senda umsækjend-
um hin eftirsóttu pappírsloforð í næstu viku, fyrst
þeim sem teljast vera í forgangshóp og hafa beðið
lengst, það er að segja í heilt ár. Bjartsýnustu menn
reikna hinsvegar ekki með að peningar komist í
hendurnar á fyrstu umsækjendum fyrren eftir næstu
áramót, og raunhæft mat er að þeir sem þegar hafa
beðið í eitt ár eftir loforðinu þurfi að bíða eitt ár enn
eftir efndunum.
Þetta er auðvitað dæmalaust og verðskuldar sér-
stakan kafla í þeim sögubókum sem seinna verða
skrifaðar um samtíð okkar. Drög að þeim kafla hafa
raunar þegar verið skrifuð í ævisögur hvers og eins
af umsækjendunum átta þúsund.
Ástæðurnar fyrir þessu klúðri í einu allra brýnasta
hagsmunamáli hverrar fjölskyldu í landinu eru marg-
víslegar. Meðal annars hvílir ábyrgðin á tveimur
ríkisstjórnum sem hvorug hefur vitað hvað til bragðs
skyldi taka og báðar verið innbyrðis sundurþykkar
þrátt fyrir loforð mörg og ströng.
Það er þannig þessara ríkisstjórna að svara fyrir
fjármagnsskort í húsnæðiskerfinu, en einsog skýrt er
frá í Þjóðviljanum í dag er talið að um 1,6 milljarð hafi
vantað á framlög ríkisins til að efnt væri það sam-
komulag þess og samtaka launamanna sem er
undirstaða núverandi húsnæðiskerfis.
Hvað sem líður ávirðingum einstakra stjórnmála-
manna, fjármagnssvelti, hávaxtastefnu, misgengi
og öðrum beinum orsökum þeirra þrenginga sem
íslendingar hafa búið við undanfarið í húsnæðismál-
um virðast augu manna smám saman vera að opn-
ast fyrir þeim ágalla sem helstur er í húsnæðismál-
um okkar þegar á heildina er litið.
Hann felst í blindri dýrkun séreignarinnar, þeirri
trúarsetningu ættaðri frá Bjarti í Sumarhúsum að til
að vera sjálfstætt fólk skuli hver og einn veskú af
stað sjálfur. Þessi kenning hefur leitt af sér óskap-
legan vanda, sem nú um stundir bitnar ekki síst á
þeim sem með aðstoð Húsnæðisstofnunar bæði
geta komið sér upp eigin þaki yfir höfuðið og vilja.
Vegna þess að félagslegar íbúðabyggingar hafa
verið vanræktar er þrýstingurinn á almenna kerfið
svo mikill að jafnvel þótt ríkisvaldið hefði staðið við
sitt útí æsar væri varla staða til annars en að leysa
vanda lítils hóps umsækjenda.
Vegna þess að félagslegar íbúðabyggingar hafa
verið vanræktar standa húsnæðismálin jákvæðri
byggðaþróun fyrir þrifum, með þeim afleiðingum að
landsbyggðin missir fleiri en skyldi til höfuðborgar-
svæðisins, þar sem þrýstingur vex enn á almenna
kerfið.
Skeytingarleysi um félagslegar íbúðabyggingar á
líka mikinn þátt í því að hérlendis er ekki til neinn
eiginlegur almennur leigumarkaður, og leiga er kost-
ur sem varla kemur til greina nema sem neyðarúr-
ræði eða til bráðabirgða. Sem enn eykur þrýstinginn
á almenna kerfið.
Skortur á félagslegum lausnum í húsnæðismálum
gerir það einnig að verkum að ýmsir hópar sem eiga
við sérstakan vanda að glíma finna sér ekki hús-
næði, með þeim afleiðingum að sumir þeirra sem
síst skyldi eru á hrakhólum, aðrir reyna að leita
lausnar í almenna kerfinu og auka þar á þrýstinginn,
enn aðrir sitja meðan sætt er í óheppilegu húsnæði,
oft of stóru, sem hamlareðlilegum húsnæðisskiptum
milli fjölskyldna og kynslóða.
Þannig má með margvíslegum hætti leiða rök að
því að sá vandi sem nú er uppi í húsnæðismálum
verði ekki leystur nema menn sameinist um öflugt
félagslegt átak jafnhliða almenna kerfinu. Vegvísir-
inn er þegar fyrir hendi með frumkvæði samtakanna
átta sem lagt hafa fyrir ráðamenn og almenning vel
unnar tillögur að nýsköpun í formi lagafrumvarps um
félagsíbúðasjóð.
Það er augljós dagskipan íslenskra félagshyggju-
manna og jafnaðarmanna að koma sér að slíku
verki.
Og þeim mun ógæfulegra er um að litast á hinu
hraklega ársafmæli: skeytingarlaus hægristjórn
lætur opinber framlög fuðra upp, - og Jóhanna
stendur ein í brennunni.
-m
LJOSOPIÐ
Mynd: Siguröur Mar
þlÓOVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufólag Pjóðviljans.
Ritstjórar: Ámi Bergmann, Mörður Árnason, Óttar Proppé.
Fróttastjórl: Lúðvík Geirsson.
Blaöamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Ingibjörg Hinriksdóttir
(íþr.), Hjörleifur Sveinbjömsson, Kristófer Svavarsson, Magnfriður
Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, LiljaGunnarsdóttir, ÓlafurGíslason,
Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.),
SævarGuðbjörnsson, TómasTómasson.
Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlitsteiknarar: Garðar Sigvaldason, Margrét Magnúsdóttir.
Framkvæmdastjórl: Hallur Páll Jónsson.
Skrifstofustjórl: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guövarðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Auglýslngastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Á-
gústsdóttir.
Simavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Bflstjóri: Jóna Sigu rdórsdótti r.
Útbrelðslu- og afgreiöslustjóri: Björn Ingi Rafnsson.
Afgrelðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjömsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Siðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð (lausasölu: 60 kr.
Helgarblöð:70 kr.
Áskrlftarverð á mánuði: 700 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. mars 1988