Þjóðviljinn - 12.03.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.03.1988, Blaðsíða 10
T ónlistarskólinn DAGVIST BARIN'A. BREIÐHOLT Fálkaborg — Fálkabakka 9 Dagheimilið/leikskólinn Fálkaborg óskar eft- ir starfsmanni eftir hádegi nú þegar. Upplýsingar gefiir forstöðumaður í síma 78230. VESTURBÆR Hagaborg — Fornhaga 8 Starfsfóik óskast í eldhús. Um er að ræða 6 klukkustundir á hverjum degi. Myndlist Ranka sýnir í Gallerí Svart á hvítu í dag kl. 14:00 opnar Ranka, Ragnheiöur Hrafnkelsdóttir, sýningu í Gallerí Svart á hvítu. Ranka er fædd 1953. Hún stundaði nám í frjálsum textíl við Skolen for Brugskunst í Kaup- mannahöfn, og í málun og skúlp- túr við Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam. Þetta er þriðja sýn- ing hennar hér á landi, hún sýndi í Nýlistasafninu 1983 ásamt Píu Rakel Sverrisdóttur, og hélt síð- an einkasýningu þar árið 1987. Einnig hefur Ranka tekið þátt í samsýningum erlendis. Á sýningunni í Gallerí Svart á hvítu eru verk unnin með bland- aðri tækni á pappír, málverk og skúlptúr. Sýningin er opin kl. 12:00-18:00 alla daga nema mánudaga og stendur til 27. mars. LG Nemendatónleikar á Kjarvalsstöðum Hinir árlegu nemendatón- leikar Tónlistarskólans í Reykja- vík verða að Kjarvalsstöðum þriðjudaginn 15. mars kl. 21.00. Fjöldi nemenda kemur fram á tónleikunum og efnisskráin er fjölbreytt að venju. Flutt verður Tríó í Es-dúr eftir Beethoven, Keisarakvartettinn eftir Haydn, sönglög eftir Schubert og Strauss og einleiksverk fyrir píanó, flautu, fiðlu og lágfiðlu. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis. Sembal og flauta Á sunnudaginn kl. 16.00 held- ur Kammersveit Háteigskirkju tónleika í Háteigskirkju. Á efn- isskránni eru verk frá baroktím- anum, Kanon og Gigue eftir J. Pachelbel og Konsert fyrir hljóm- sveit og sembal í f-moll og einnig svíta fyrir hljómsveit og einleiks- flautu í h-moll, hvort tveggja eftir J.S. Bach. Einleikari á flautu er Martial Nardeau, kons- ertmeistari er Sean Bradley, sembal og stjórn: Orthulf Prunn- er. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 10268. Hagakot — Fornhaga 8 Fóstra eða fólk með uppeldislega menntun óskast til starfa í Hagakoti. Upplýsingar gefitr forstöðumaður í síma 29270. Ægisborg — Ægissíðu 104 Fóstrur og annað starfsfóik óskast til starfa í Ægisborg. Um er að ræða heila og hálfa stöðu. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 14810. HÁSKÓLAKÓRINN Einu sinni þegar gagnrýnandi Þjóðviljans var að gagnrýna baki brotnu á Alþýðublaðinu undir yf- irstjórn Jóns Baldvins, var blað- snepli smeygt inn um bréfa- lúguna á Bergstaðastræti, hvar hann bjó og krítiseraði í sæmd sinni. Þá var hann hættur að drekka áfengi og skömmu síðar hætti hann að reykja tóbak. Síðar hætti hann alveg að drekka kaffi. Og gáfu þá margir skít í hann út af öilum þessum hættum. Nú er hann að hætta að eta kjöt. Næst hefur gagnrýnandinn í hyggju að hætta að gagnrýna, þó hann eigi á hættu að fjölmargir aðdáendur hans í öllum flokkum og öllum stéttum snúi þá við honum breiðu baki. Þar næst stefnir gagnrýnandinn mjög ákveðið að því að hætta að skrifa yfirleitt. Loks er það æðsta takmark hans, sem á að verða kórónan á hættu- legum ferli hans, að steinhætta að tala þó hann viti að eigi sé það hættulaust uppátæki í þessu mál- glaða samfélagi þar sem enginn er talinn málsmetandi aðili nema hann geti rætt málin aftur og bak og áfram málefnalega. Litlu börnin tala jafnvel tvö mál, ís- lenskt mál og enskt mál, en það mál er miklu æðra en íslenskt mál. Og er mál til komið að gera eitthvað í því máli að skipta um mál í landinu. Málið er einfald- lega það að fólk skilur ekki mál- ið. Er það vissulega mjög alvar- legt mál. Þess vegna stefni ég hik- laust að því að hætta þessu mál- æði, þó það verði máski lagt út á þann vonda veg, að ég hafi misst málið út af skaða í heilanum eða tráma í sálinni, en ég er einn ör- fárra íslendinga sem enn hafa sál, og verði drifinn beint á Klepp á þöglu deildina og gert að standa fyrir máli minna flóknu og duldu komplexa. En það áðurnefnda blað sem inn um mína bréfalúgu var smeygt, var útgefið af chorus universitatis islandiae og skrifaði snjalla grein þar í einhver Hjálm- ar H. Ragnarsson. En sá virtist vita lengra en nef hans nær og fullyrti si sona að krítikerinn í þjónustu hans hátignar Jóns Baldvins væri andskotan ekkert að skrifa um músík heldur bara Qpið hús í Háskóla Islands 13. mars Háskóli íslands býður landsmenn alla vei- komna til kynningar á starfsemi sinni sunnu daginn 13. mars næstkomandi. Framhalds- skólanemar og aðstandendur þeirra eru sér- staklega hvattir til að koma. Eftirfarandi deildir bjóða upp á opið hús frá kl. 10-18 þar sem kennarar og nemendur eru til viðtals og veita gestum upplýs- ingar um sínar fræðigreinar í töluðu og prentuðu máli: Guðfræðideild, lagadeild, viðskiptadeild og félagsvísindadeild. Skrifstofur og stofnanir verða opnar sem hér segir: Aðalskrifstofa Aðalbyggingu 1. hæð frá kl. 10-18. Háskólabókasafn Aðalbyggingu 1. og 2. hæð frá kl. 10-12 og 13- 18. Skrifstofa námsráðgjafar Aðalbyggingu, suðurkjallara frá kl. 10- 12 og 13-18. Árnastofnun Árnagarði frá kl. 13-18. Deildir og námsbrautir sem ekki hafa opið hús í ár verða með upplýsingaborð sem hér segir: Læknadeild: læknisfræði, námsbraut í hjúkrunarfræði, námsbraut ísjúkraþjálfun og lyfjafræði. 2 hæð í Aðalbyggingu stofu VII frá kl. 10-12 og 14-16. Verkfræðideild 2. hæð í Aðalbyggingu stofu IX frá kl. 10-12 og 14- 16. Raunvísindadeild 2. hæð í Aðalbyggingu stofu IX frá kl. 10-12 og 14-16. Heimspekideild. I Árnagarði stofu 201 og stofu 301 frá kl. 13-18. Tannlæknadeild. 2. hæö í Aðalbyggingu stofu IX frá kl. 10-12 og 14-16. Eftirtaldir aðilar verða einnig til viðtals: Endurmenntun, (námskeið tengd símenntun). í aðalskrifstofu, 1. hæð í Aðalbyggingu frá kl. 13-17. Félagsstofnun stúdenta (húsnæðismál stúdenta, bókasafn, ferð- amál o.fl). 2. hæð í Aðalbyggingu stofu VI frá kl. 13-18. Fullbrightstofnunin (Upplýsingar um nám og styrki í Bandaríkjun- um). 2. hæð í Aðalbyggingu stofu X frá kl. 14-17. Kennslumálanefnd (setið fyrir svörum vegna bæklings um undir- búning náms við Háskóla íslands). 2. hæð í Aðalbyggingu stofu X frákl. 13-16. Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) (lög og reglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna) 2. hæð í Aðalbyggingu stofu X frá kl. 10-12. Sambandíslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) (upplýsingar um nám erlendis). 2. hæð í Aðalbyggingu stofu X frá kl. 13-18. Stúdentaráð (hagsmunamál stúdenta, Stúdentablaðið o.fl.). 2. hæð í Aðalbyggingu stofu VI frá kl. 10-12 og 13-18. Myndbandasýning Myndbandl (Saga Háskóla íslands) verður sýnt í Aðalbyggingu 2. hæð, stofu XI frá kl. 14.30 og í Lögbergi stofu 102 frá kl. 16.00. Myndband II (Starfemi Háskóla íslands) verður sýnt í Aðalbygg- ingu 2. hæð, stofu XI frá kl. 16.00 og í Lögbergi stofu 102 frá kl. 14.30. Kaffiveitingar verða í boði Félagsstofnunar stúdenta eigin komplexa. Og gekk krítik- erinn nú þess ekki dulinn að hann væri versti krítiker í heimi. En krítikerinn bar sína þungu byrði með æðruleysi og ótrúlegri reisn. Jós hann lofi á allt og alla næstu vikur. En samhengi þessarar sorgarsögu við pistil dagsins fer líklega að verða nokkuð kom- plex. Og er þá best að snúa sér að efninu. Háskólakórinn kom á sínum tíma illilega upp um gagnrýnandann, hélt tónleika í Langholtskirkju sunnudags- kvöldið 6. mars. Og ég lét mig ekki vanta og sat á fremsta bekk ásamt lífverði mínum. Áræddi ekki nokkur maður að koma ná- lægt okkur. Áheyrendur voru reyndar fáir og er það mín kenn- ing að ástæðan sé fyrst og fremst tónleikastaðurinn. Það er eigin- lega síðasta sort að halda glað- væra stúdentatónleika í kirkju. Fólk setur þær ósjálfrátt í sam- band við dauða og djöful. Stjórnandi Háskólakórsins er Árni Harðarson. Tónleikarnir hófust á þremur stúdentalögum, Gaudeamus igitur, Integer vitae og Valete studia. Var það sak- laust gaman. Þá voru þrír franskir madrigalar. Og galaði kórinn þá kurteislega. En púðrið í tón- leikunum var íslenska efnisskrá- in. Það voru þrjúlögeftirKjartan Ólafsson við mögnuð kvæði Hannesar Péturssonar úr „Rödd- um á daghvörfum". Og lögin eru ágæt. Þá söng kórinn tvö smálög án orða eftir Karólínu Eiríksdótt- ur. Ekki fannt mér mikið til þeirra koma. Næst voru fjögur lög úr Disneyrímum eftir Þórar- inn Eldjárn. Þau eru skemmtileg ogfalla mjögvel að rímunum. Og lífvörður minn vill meina að tón- list Árna Harðarsonar sé á hærra plani en rímlist Þórarins. Loks var flutt lagið Waka við þrjú jap- önsk ljóð eftir Jónas Tómasson. Það er góð músík. En hvað gengur tónskáldinu til? Kann það japönsku? Það var einhver lífsgleði, ein- lægni og ferskleiki yfir þessum tónleikum. Kórinn er bara of fá- mennur. En hann söng mjög fal- lega og blátt áfram og náði beint til hjartans. Og er það ekki hinn eini sanni söngur þegar allt kem- ur til alls? Sigurður Þór Guðjónsson 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.