Þjóðviljinn - 12.03.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.03.1988, Blaðsíða 7
Umsjón: Lilja Gunnarsdóttir Brúðuleikhús Það er engin neyð að leika fyrir böm Hallveig Thorlacius: Leikbrúður hafa sérstakan tjáningarmáta Nú um helgina byrja sýningar ferðabrúðuleikhússins Sögu- svuntunnaráSmjörbitasögu, í kjallaranum á Fríkirkjuvegi 11. Brúðuleikhúsið Sögu- svuntan er Hallveig Thorlaci- us og brúðurnar hennar, en Hallveig erein höfundur handrits og leikmyndar, auk þess sem hún hefur gert brúð- urnar og stjórnar þeim. í Smjörbitasögu kynnast áhorfendur drengnum Smjör- bita, Gullintanna hundinum hans, ömmu Smjörbita, tröllkon- unni sem vill ná í Smjörbita til að hafa hann í soðið, álfakóngnum í Snæfellsjökli og erkióvini hans hverapúkanum. Leikstjóri Smjörbitasögu er Brynja Bene- diktsdóttir. Hallveig hefur verið á ferðalagi með sýninguna í um það bil ár, og sýnt hana börnum í leikskólum, á dagheimilum og í skólum, en nú gefst almenningi kostur að sjá sýninguna á Fríkirkjuveginum, og verður fyrsta sýningin á sunn- udaginn kl. 15:00. Hallveig, hvernig stóÖ á því að þú fórst aöfást viÖ brúðuleikhús? - Ég hafði alltaf haft gaman af brúðuleikhúsi, en áhuginn kvikn- aði fyrir alvöru þegar ég var við nám í Moskvu, en þar var ég í þrjú ár. í Rússlandi er mjög gott brúðuleikhús og ég var stöðugur gestur í brúðuleikhúsunum í Moskvu. Eftir að ég kom heim fór ég að kenna, en ég var komin með brúðudelluna, og notaði meðal annars brúðurnar við kennsluna. En það liðu samt tíu ár frá því að ég kom heim og þangað til ég byrjaði með brúðu- leikhús. Eg byrjaði með Leikbrúðulandi 1972, svo stofn- aði ég Sögusvuntuna fyrir fjórum árum, og þetta er í annað skipti sem ég er ein með sýningu. En ég starfa reyndar líka með Leikbrúðulandi. Og þú ert ennþá með brúðu- dellu? - Já hún er alltaf að aukast. Annaðhvort finnst manni brúðu- leikhús vera það skemmtilegasta sem hægt er að gera, eða maður gefst fljótlega upp vegna þess Hallveig með álfakónginn og hverapúkann. Mynd - Sig. hvað þetta er mikil vinna. Það eru ótrúlega mörg smáhandtök fyrir hverja sýningu. En hvernig er að vera ein meö heila sýningu? - Eins manns sýningin hefur gefið mér mikið frelsi. Þetta er lítil og létt sýning og ég get sett hana afturí bflinn minn og farið með hana hvert sem er. Og ég fer ekki bara á stóru staðina, heldur líka á minni staði, þar sem koma venjulega ekki sýningar. - Nú er þessi sýning orðin um ársgömul og ég hef verið á stöð- ugu ferðalagi með hana, en nú ætla ég að gefa foreldrum kost á að sjá sýninguna líka. Þar að auki hefur ekki verið sett neitt upp fyrir börnin í borginni í vetur, svo það er líka ástæða fyrir því að ég sýni hérna núna. - En þessar einsmannssýning- ar hafa haft það í för með sér að mér fór að finnast að ég þyrfti að geta skipt mér svolítið í tvennt, svo ég fékk áhuga á búktali. Núna er ég nýkomin frá Spáni þar sem ég var að læra búktal. Og œtlarðu aÖ nota það í sýning- unum? - Ég ætla ekkert að gerast arf- taki Baldurs og Konna, en mér finnst skemmtilegt að geta gripið til þess. Geturðu sagt mér eitthvað um leikritið? - Það byggist mjög lauslega á Smjörbitasögu, en það er saga sem amma mín sagði mér einu sinni. Ég nota eiginlega bara nöfnin, og þetta er ein saga, en inni í sjálfri sögunni eru margar fléttur. Ég reyni að skrifa sýning- una fyrir brúðurnar, þær hafa al- vegsérstakan tjáningarmáta. Það er allt öðruvísi að skrifa fyrir leikbrúður en fyrir leikara, þær öðlast sitt eigið líf þegar ég bý þær til og stundum verð ég að breyta brúðunni fyrir textann, eða text- anum fyrir brúðuna. Hvernig finnst þér að leika fyrir yngstu kynslóðina? - Það er engin neyð að leika fyrir börn. En maður verður að leggja mikla vinnu í barnasýning- ar, börnin eru ákaflega hrein og bein, ekkert að leyna því hvort þeim finnst gaman eða leiðinlegt. Ég verð að leggja mikla vinnu í sýningar fyrir þau til að geta hald- ið athygli þeirra óskertri, það þýðir ekkert að vera að fúska með neitt. - Brúður virðast eiga greiðan aðgang að hjarta barnsins. Þau laðast að þeim, kannski vegna þess að þau finna til samkenndar með þeim. Brúðurnar eru ekki yfirboðarar þeirra, þær eru minni og veikbyggðari en þau og um leið geta þær leyft sér að segja meira en manneskjan getur leyft sér. Þær þurfa ekki að vera með neina yfirborðskurteisi, heldur geta komið sér beint að efninu. LG Myndlist Tvær sýningar á Kjarvalsstöðum 7 risamálverk og norræn textilsýning Síðasta hönd lögð á undirbúning textilsýningarinnar. Myndir - Sig. í dag opna tvær sýningar á Kjarvalsstöðum, málverka- sýning kl. 15:00, og samsýn- ing 10 norrænnatextillista- kvennakl. 14:00. í Vestursalnum sýnir Sigurður Örlygsson 7 risastór verk unnin með akrýl og olíulitum veturinn 1987-1988. Sigurður er fæddur 1946. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands, Det Kongelige Danske Kunstakademi og Art Students League of New York. Hann er einn af stofnendum og eigendum Gallerf Sólon íslandus 1976- 1978, og Gallerí Gangskör 1986. Hann hefur verið kennari við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands frá 1980. í Austursalnum er sýningin Sa- arilla, en það er finnska og þýðir Á eyjunum. Eins og nafnið bend- ir til er tema sýningarinnar eyjan, og eru verkin unnin út frá hug- leiðingum um eyjar. Af því tilefni hafa listakonurnar tekið saman sýningarskrá með teikningum og myndum af verkum sínum auk ljóða sem eru byggð á eyjahug- leiðingum, þar á meðal eitt eftir Þorstein frá Hamri. Sýningin er farandsýning og fer héðan til Færeyja, og þaðan til Borgundarhólms og Álandseyja. Þær sem sýna eru Margrethe Ag- ger og Nanna Hertoft frá Dan- mörku, Gun Dalhquist og Kajsa af Petersens frá Svíþjóð, Marith Ann Hope og Sidsel C. Karlsen frá Noregi, Anna-Liisa Troberg og Agneta Hobin frá Finnlandi, Anna Þóra Karlsdóttir og Sigur- laug Jóhannesdóttir (Silla) frá ís- landi. Sýningamar eru báðar opnar daglega kl. 14:00-22:00, og standa til 28. mars. LG Sigurður örlygsson. Laugardagur 12. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.