Þjóðviljinn - 12.03.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.03.1988, Blaðsíða 6
MINNING Sigurlaugur Egilsson fœddur 13. febrúar 1953 - dáinn 6. mars 1988 t dag, laugardaginn 12. mars, veröur jarðsunginn frá Ólafsvík- urkirkju vinur okkar og skipsfé- lagi Sigurlaugur Egilsson. Það var um hádegisbilið sl. sunnudag 6. mars að okkur bár- ust þau tíðindi að vinar okkar væri saknað. Hófum við stax leit að honum. Síðdegis þann dag fengum við þá hörmulegu fregn að Sigurlaugur hefði fundist látinn. Við viljum í fáum orðum hér minnast þessa vinar okkar, Lauga, eins og hann var oftast kallaður. Reyndar er varla hægt að skrifa í fáum orðum um svo góðan og fórnfúsan dreng sem svo skyndilega er rifinn frá okkur þegar allt lífið svo bjart blasti við honum og fjölskyldu hans í blóma lífsins. Því ætíð hafði hann svo mikið að gefa öðrum, rétti hverjum hjálparhönd sem var hjálparþurfi en þáði lítið í stað- inn. Laugi var fæddur í Kópavogi og ólst þar up með sex systkinum sínum. Foreldrar hans voru frá Seyðisfirði, þau Egill Þorgeirs- son, sem lést árið 1964 og Gabrí- ella Þorsteinsdóttir, en hún Iést á síðastliðnu sumri. Til Ólafsvíkur kom Laugi fyrst árið 1971. Upp frá því hófust okkar kynni. Arið 1974 gerðist hann svo skipsféiagi okkar þegar við bræðurnir keyptum bátinn Skálavík og ætíð síðan hefur hann verið okkur allt í senn, skipsfé- lagi, vinur og bróðir. Slík var vin- átta þessa drengs okkur og öðr- um í þessu byggðarlagi. Einu gilti hvaða verk þyrfti að vinna, hvort sem var á landi eða sjó, ailtaf bauð Laugi fram aðstoð sína. Það er til merkis um góðvild hans og dugnað í garð annarra, að þegar tengdafaðir annars okkar lenti í siysi og átti erfitt uppdráttar sl. sumar, þá kom Laugi strax á vett- vang og bauð aðstoð sína. Slíkt og hið sama bauð hann til ann- arra heimila. Á sjó og í landi hefur Laugi gegnt öllum störfum er tengjast útgerð fiskiskips nema skip- stjórn. Var hann einstök persóna í hverju starfi er hann tókst á hendur. Aldrei fór hann svo frá borði skips að hann hefði ekki gengið í skugga um að alit væri í stakasta lagi og þess vegna oftast síðastur okkar upp á bryggju eftir róður. Laugi gegndi störfum sín- um af stakri trúmennsku og áhuga. Hvort sem báturinn var á sjó eða í landi ellegar ekki væri hægt að sækja sjó vegna brælu eða annarra orsaka, þá var Laugi ætíð á sfnum stað, reiðubúinn til starfa hvenær sem þess gerðist þörf. Til að mynda gætti hann þess ávallt þegar landlega var að láta okkur vita ef hann þyrfti að skreppa frá heimili sínu til að hægt væri að ná í hann til starfa ef þörf krefði. Finnst okkur að við höfum aldrei nægilega getað þakkað honum fyrir fórnfúsa vinnu hans í okkar þágu, bæði á sjó og í landi, hvort sem var frí- dagur eða ekki. Laugi var sómi sinnar stéttar, ávallt reiðubúinn að aðstoða við hin margvíslegu störf sem sneru að félagsmálum sjómanna hér í Ólafsvík. Minnast margir Ólafs- víkingar starfa hans við undir- búning og framkvæmd hátíðar- haldanna á sjómannadaginn ár hvert, en hann hefur starfað í sjó- mannadagsráðinu hér í bæ um ár- abil sem fulltrúi sjómanna í verkalýðsfélaginu Jökli. Fyrir mörg og þýðingarmikil störf á þeim vettvangi færum við honum og konu hans, sem oftast starfaði við hlið hans við þau verk, okkar bestu þakkir og bæjarbúa allra. Laugi giftist eftirlifandi konu sinni, Guðnýju Gísladóttur, og stofnuðu þau myndarlegt og hlý- Iegt heimili hér í Ólafsvík sem ætíð var öllum opið. Eignuðust þau þrjú myndarleg börn, Þuríði Magneu, 16 ára, Hafdísi Öldu, 10 ára og Gísla Anton, 5 ára. Mörg önnur orð mætti hafa um mannkosti hins góða drengs því margar eru minningarnar góðu sem sækja á við vinarmissinn en við kjósum að hafa lokaorð í kveðju okkar þessi: Æ, velkominn oss vertu þá, er vorar syndir tókst þig á. Oss, Jesús, kenn að þakka þér, að þínir brœður urðum vér. Stef. Thor. Við vottum eiginkonu hans, Guðnýju Gísladóttur, börnum, systkinum og ástvinum, okkar dýpstu samúð. Megi góður guð blessa ykkur öll. Þorgrímur, Kristín, Rúnar og Ragnhildur ... Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munnt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín... Spámaðurinn Kahlil Gibran Vinur okkar Laugi er látinn. Ég þekkti Lauga úr Kópavog- inum, við áttum þar heima sem börn. Það var síðan, vorið 1977, á 1. maí skemmtun í gamla félags- heimilinu í Ólafsvík að snaggara- legur strákur vindur sér að mér og segir: „þú hér“ og slær svo á lærið á sér og skellihlær, svo var hann þotinn. Seinna fluttum við að Brautarholti 10, þá átti hann heima á sjöunni og þar varð ég heimagangur hjá Guðnýju og Lauga, og allir mínir. Ekki man ég hvernig, en það bara varð. Það voru ófáar ferðirnar sem Laugi kom með í soðið handa okkur, og veit ég að fleiri hafa sömu sögu að segja. Hann átti betra með að gefa en þiggja. Væri einhver að Rennismiður |f Óskum að ráða rennismið hið fyrsta til starfa á verkstæðinu í Borgartúni 5. UpplýsingarveitirMagnús Nikulásson verkstæðisformaður. Vegagerð ríkisins Borgartúni 5 105 Reykjavík mála, smíða, byggja eða bara vantaði eitthvað, þá var hann mættur og kominn að hjálpa eða bara til að halda „húmornum" í lagi. Svo vorum við alltaf að flytja og fjölga og þroskast, og nú síðast átti hann heima á tíunni og við flutt upp á holt. Síðasta sinn er við sáum hann, var Laugi að biðja mig að taka pakka suður. Það var á sunnudegi. f dyrunum í þvottahúsinu hjá okkur stóð hann þennan sunnudag lengi og kvaddi okkur glaður og hress. Þannig viljum við muna hann. Viku síðar var hann dáinn. Tím- inn er svo fljótur að líða. Um leið og við þökkum honum allar góðu samverustundirnar, biðjum við algóðan Guð að hjálpa og styrkja þig elsku Guðný, Þurý, Hafdís og Gísli. Aðstandendum öllum sendum við okkur samúðar- kveðjur. ... Ég hræðist ekki hafsins gný, né hvíta brim á flæðargrynni. En ég er klökkur, kvíði - því nú kveð ég þig í hinsta sinni. Sigurður Einarsson Kolbrún Þ. Björnsdóttir og fjölskylda Hversu erfitt sem það nú er, þá verður ekki hjá því komist í þessu lífi að sætta sig við hin ýmsu áföll. Vitaskuld finnst manni áfallið stærra og meira eftir því sem það snertir mann sjálfan meira. Gleggst skynjar maður þessa staðreynd er ástvinir falla frá, þegar sorgin og söknuðurinn sest að í brjóstum okkar. Við sem skipum ritnefnd Birt- ingar í Grundarfirði fórum ekki varhluta af þeirri tilfinningu er okkur var tilkynnt um skyndilegt og ótímabært andlát Sigurlaugs Egilssonar. Nokkur okkar vorum að búa okkur til leitar er fregnin kom. Auðvitað spyr maður: Af hverju? Við því er ekkert svar annað en: Almættið ræður. Samt finnst manni svarið ekki vera neitt svar, en það verður að duga því önnur svör eru ekki til. Birting er málgagn Alþýðu- bandalagsfélags Grundarfjarðar og á að baki átta ára sögu. Saga þess í gegnum þessi átta ár er sú að útgáfan hefur aldrei misst úr tölublað, svo sem títt er um sambærilegar útgáfur. En hvers vegna og hvers vegna er þetta nefnt hér? Jú, vegna þess að til þess að svo farsællega farnist í fé- lagslegri starfsemi má enginn undan líta, allir verða að vera sér meðvitaðir um nauðsyn þess að það hlutverk sem hverjum er ætl- að verður ekki unnið af öðrum. Hópur með þessa vitneskju og vilja til að láta sitt af mörkum getur vissulega gert góða hluti. í upphafi varð það ljóst að þessi blaðaútgáfa gæti aldrei staðið sig á svo litlum markaði sem Grundarfjörður er og það er þar sem Sigurlaugur kemur inn í myndina. Hann tók að sér að annast sölu blaðsins í Ólafsvík, það hlutverk rækti hann af alveg sérstakri eljusemi og trú- mennsku. Sjómaður sem er tilbú- inn til að hlaupa í blaðsölu að kvöldi dags eftir róður, án tillits til veðurs, færðar eða yfirleitt nokkurra þeirra aðstæðna sem trafala slíkt hlýtur að búa yfir sjaldgæfum mannkostum. Vinnuféiaga sína og vini rækti hann af sömu alúð og trú- mennsku. Fyrir það að hafa feng- ið tækifæri til að kynnast þvílík- um manni er skylt og ljúft að þakka á þessari stundu. Okkur er ljóst að við höfum lært margt af þessum kynnum. við eigum okkur þá von að ein- hvern tímann getum við fetað í spor þessa einstaka félaga. Eiginkonu, börnum og systkinum sem og öllum öðrum ástvinum sendum við einlægar samúðarkveðjur og biðjum góð- an guð að styrkja þau í sorg sinni. Eftir lifir minning um góðan og glaðværan dreng sem við erum þakklát fyrir að hafa fengið tæki- færi til að kynnast. Við biðjum einnig að vikið sé frá dyrum íbúa Ólafsvíkur þeirri hræðilegu slysaöldu sem þar hef- ur gengið yfir undanfarnar vikur. Við biðjum ykkur allrar Guðs blessunar. Ritnefnd Birtingar Ragnar Konráðsson fœddur 10. nóvember 1899 - dáinn 29. febrúar 1988 í dag verður til moldar borinn Ragnar Konráðsson, sjómaður og verkamaður frá Hellissandi. Hann verður lagður til hinstu hvfldar í kirkjugarðinn að Ingj- aldshóli, við hiið konu sinnar Hólmfríðar Ásbjörnsdóttur. Ragnar var fæddur í Stykkis- hólmi 10. nóvember 1899 og var því á átttugasta og níunda aldur- sári þegar hann lést. Ragnar ólst upp í mikilli efna- legri fátækt, en í miklu ástríki móður sinnar Kristínar, en hún varð ein að sjá um uppeldi og umönnun drengsins. Þegar hann var 16 ára að aldri þá skildust með þeim leiðir. Hún fór í atvinnuleit til ísafjarðar en hann í sömu erindagjgrðum að Hellissandi. Þeirra ieiðir lágu ekki saman oftar því stuttu síðar frétti hann lát hennar, og þótt hann hraðaði för sem mest hann mátti, þá hafði útför hennar þeg- ar verið gerð þegar hann kom til ísafjarðar. Á Hellissandi bjó Ragnar allan sinn starfsaldur. Lengst af stundaði hann fisk- veiðar á nær öllum tegundum af veiðiskipum, allt frá árabátum til togara. Þegar hann hætti á sjónum, þá á þeim aldri, sem flestir setjast í helgan stein að loknum löngum vinnudegi, þá hóf hann störf hjá frystihúsinu og vann þar fullan vinnudag með þeirri yfirvinnu, sem þeim störfum tilheyra. Ragnar var á 78. aldursári þeg- ar hann hætti störfum og þá fluttu þau hjón til Reykjavíkur. Konu sína Hólmfríði missti hann árið 1983 og stuttu síðar gerðist hann vistmaður á Hrafn- istu þar sem hann lést að morgni 29. febrúar sl. eftir þunga og erf- iða sjúkdómslegu. Ragnar og Hólmfríður eignuð- ust sjö börn: Hinrik, Hólmfríði, Kristin, Guðrúnu Rögnu, Ás- björgu, Fanný og Konráð. Öll fylgja þau föður sínum til grafar nema Kristinn en hann fórst með bát frá Keflavík árið 1946. Barnabömin eru 17 og ég hef ekki tölu á barnabamabörnunum en áður en Ragnar lést hafði hann handleikið tvo einstaklinga af fimmta lið. Ragnar Konráðsson var ein- staklega jákvæður maður og glaðsinna. Raunar held ég að það sé ekki ofsagt þótt hann væri kall- aður grallari. Margar sögur hef ég heyrt af glettni hans og gamansemi og flestir sem eitthvað hafa dvalið á utanverðu Snæfellsnesi kannast við slíkar sögur. Það hefur vissulega hent að menn áttuðu sig ekki strax á Ragnari Konráðssyni en væri hann nefndur Raggi Koddi þá brást ekki að allir höfðu eitthvað um hann heyrt og aldrei neitt illt. Við Ragnar kynntumst fyrst fyrir liðlega aldarfjórðungi þegar ég kvæntist nöfnu hans og elsta barnabami. Þau kynni voru frá fýrstu tíð ánægjuleg og gefandi fyrir mig. Allmargar urðu þær ferðirnar vestur á Sand og ætíð vom mót- tökur þeirra hjóna hlýjar og inni- legar. Þótt húsið væri lítið var þar aldrei þröngt. Lengi verða mér minnisstæðar ferðirnar um nesið þegar Ragnar var leiðsögumaður og fór með okkur á þær slóðir sem hann var • kunnugastur. í Dritvík leiddi hann okur frá einu fiskbyrginu til annars og sagði frá þeirri lífsbar- áttu og þeim lífsháttum, sem nú heyra sem betur fer sögunni til. Frá Dritvík reri hann löngum oftast einn á bát, með nesti að heiman til jafnvel margra vikna útilegu. Við ieiðarlok hrannast að minningar. Allt er það um góðar stundir og ljúfa samferð. Gangur iífsins er óstöðvandi og ekkert er eðlilegra en að háaldr- aður maður kveðji. En þó að þau séu horfin af vettvangi Ragnar og Fríða, þá hverfa þau okkur aldrei, sem þekktum þau. Minn- ingin lifir. Afi og amma á Sandi eru kom- in heim aftur. Saman eru þau á ný eins og alltaf áður, undir jöklin- um, sem svo tignarlega gnæfir yfir byggð og búendum. Ingjaldshóli er smár við hlið jökulsins en samt geymir hann þann sjóð, sem merkastur er, sjóð minninganna, gengnar kyn- slóðir alþýðufólks og fyrirmanna, jarðneskar leifar þeirra, sem byggðu þetta land og breyttu því í það menningarsamfélag, sem við eigum í dag. Ragnar Konráðsson og Hólmfríður Ásbjörnsdóttir eiga óskiptan hlut að því verki. Því er hólnum sæmd af veru þeirra. Sigurjón Pétursson 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.