Þjóðviljinn - 12.03.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.03.1988, Blaðsíða 3
Bylgjan FRETTÍR Vopnaflutningar Án allra heimilda Fallbyssa íflugfarmi. Ákvörðunarstaður sagður Ekvador. Utanríkisráðuneytið berfram kvörtun við bandarísk stjórnvöld Nýr útvarpsstjóri Einar Sigurðsson útvarpsstjóri Bylgjunnar hefur látið af störfum og við starfi hans tekur Páll Þor- steinsson, sem gengt hefur starfi dagsskrárstjóra frá því Bylgjan tók til starfa fyrir tveimur árum. Að sögn Einars mun hann vinna áfram hjá íslenska út- varpsfélaginu, sem rekur Bylgj- una og Ljósvakann og taka að sér athugun og könnun á ákveðnum verkefnum fyrir fyrirtækið. Einar sagðist eiga í sarpinum fullt af ný- jum hugmyndum sem að gagni gætu komið í útvarpsrekstri og að þeim málum myndi hann vinna á næstunni, en hvað það væri nák- væmlega vildi hann ekki tjá sig um að svo stöddu. -grh Skákmót IBM Gífurlegur skákáhugi Um 500 skákmenn á aldrinum 6-16 ára taka um helgina þátt í fjölmennasta skákmóti sem hald- ið hefur verið hérlendis og kom- ast færri að en vildu. IBM stend- ur að mótinu í samstarfi við Taflfélag Reykjavíkur og Skáksamband íslands. Þáttakendum er skipt í þrjá aldursflokka og verða tefldar 9 umferðir eftir Monrad-kerfi, á þrem dögum. Þrír efstu keppend- ur í flokki 13-16 ára hljóta í verð- laun fararstyrk á mót erlendis en í yngri flokkunum hreppa efstu menn tafl og taflborð. -mj Yngstu keppendurnir, 6-9 ára, hófu mótið í Breiðagerðisskóla í gær. Af um 180 þáttakendum í þeim flokki voru aðeins 11 stúlkur. Hrund Þór- hallsdóttir, 12 ára, er ein af fáum stelpum á mótinu. Hún sagðist hafa lært að tefla 7 ára, af bróður sínum og síðan hefði hún oft tekið þátt í mótum. Mynd: Sig. UUtanríkisráðuneytið hefur borið upp formlega kvörtun við bandarísk stjórnvöld, vegna millilendingar bandarískrar flug- vélar á Keflavíkurflugvelli í janú- ar sl., sem reyndist hafa innan- borðs stríðstól. Samkvæmt loft- ferðalögum ber að tilkynna vopn- aflutninga og um þá gilda sérstak- ar reglur. Þorsteinn Ingólfsson, hjá „varnarmálaskrifstofunni" sagði í samtali við Þjóðviljann að kvörtuninni hefði verið komið á framfæri við bandaríska sendi- ráðið, en svar hefði ekki enn bor- ist frá bandarískum stjórnvöld- um. Tildrög þess að upp komst um strákinn Tuma, voru þau að vél- in, sem var á leið frá Shannon á írlandi til Gæsaflóa á Labrador í Kanada, millilenti á Keflavíkur- flugvelli og kom þá í ljós smá- vægileg bilun í hjólabúnaði. Reyndist ekki unnt að lappa uppá vélina nema að afferma hana. Reyndist þá fallbyssa á beltum vera í farminum. Þorsteinn Ingólfsson, sagði að íslensk stjórnvöld hefðu ekki við að styðjast neinar upplýsingar um ferðir vélarinnar, nema upp- lýsingar flugstjórans um ákvörð- unarstað. - Eftir samtölum sem höfð eru eftir einum áhafnarmeðlima var fallbyssan frá Júgóslavíu og átti að afhendast í Ekvador. Við höf- um ekki frekari staðfestingu á því, sagði Þorsteinn, er hann var inntur eftir ferðum drápstólsins. -rk Samningaviðræður Samræmdar viðræður Svæðasambönd ASÍrœða um samflot ísamningaviðrœðum. Jón Agnar Eggertsson Borgarnesi: Samstarfvið Sunnlendinga III REYKJKJÍKURBORG IHM ÞN +*> __ k* ^ r%A »«*« A *•* HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR ósk- ar eftir að ráða RÆSTINGAFÓLK til starfa. Um er að ræða bæði fast starf og sumarafleysingar. Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu fram- kvæmdastjóra heilsugæslustöðva, sími 22400. Umsóknir sendist Starfsmannahaldi Reykjavík- urborgar, Pósthússtræti 9, fyrir kl. 16.00 föstu- daginn 18. mars 1988 REYKJAVÍKURBORG RH s sssf a 'V Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í ryð- varnarmálningu fyrir Nesjavallaæð. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 13. apríl kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 IP Útboð Innkaupastofnun Reykajvíkurborgar fyrir hönd Byggingadeildar óskar eftir tilboðum í stálsmíði og uppsetningu á hringsviði framsviðslyftu í Borgarleikhúsið í Reykjavík. Heildarþungi á stáli er um 22000 kg. Útboðsgögn eru afhent á skrif- stofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000.- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 12. apríl. kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Idag halda formenn vcrka- lýðsfélaga á Suðurlandi, Borg- arnesi og Snæfellsnesi sem felldu samninga Verkamannasam- bandsins á dögunum, sameigin- legan fund á Selfossi, þar sem far- ið verður yfir stöðuna í samn- ingamálunum ogt rætt um sam- starf í komandi samningavið- ræðum. Á vegum Alþýðusam- bands Norðurlands var haldinn formanna fundur í gær, þar sem rætt var um sömu hluti. Alþýðu- samband Austurlands og at- vinnurekendur á Austurlandi ræddu í gær við ríkissáttasemja á Egilsstöðum og skýrðu honum frá þeirra meiningum í kjaramálum. Ríkissáttasemjari mun ræða við formenn félaganna á Norðurlandi í dag. - Eg á von á því að féiögin kosti kapps um að hafa sem rík- asta samvinnu í samningaviðræð- unum, sagði Jón Agnar Eggerts- son, formaður Verkalýðsfélags Borgarness í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Hann sagði að sín skoðun væri sú að æskilegast væri að félögin sameinuðust um eina kröfugerð. - Ég geri mér þó grein fyrir því að menn kann að greina á um vissa hluti eftir því hvort þeir eru í for- svari fyrir fiskverkafólk eða ann- að landverkafólk, sagði Jón.-rk Páskastopp Króka- og netaveiðar Ollum bátum sem eru undir 10 tonnum að stærð og sem stunda eingöngu línu-og færa- veiðar er óheimilt að stunda veiðar frá og með 26. mars til og með 4. apríl nk. Þá eru allar veiðar í þorskanet bannaðar frá kl. 20 þann 29. mars til kl. 10 árdegis þriðjudaginn 5. aprfl nk. samkvæmt reglugerð frá sjávar- út vegsráðuney tinu. Að sögn Jóns B. Jónassonar, skrifstofustjóra í ráðuneytinu, er smábátastoppið samkvæmt nýju fiskveiðilögunum til að takmarka sókn smábáta í fiskistofnana. Þorskveiðar í net er ákveðin friðunaraðgerð þorsksins vegna og til að koma í veg fyrir að menn komi með þorsk að landi á lög- skipuðum frídögum, þegar fólk á að eiga frí. _grh DAGVIST BARNA Ægisborg sérstuðningur Sérmenntaður starfsmaður óskast til stuðn- ings barni á Ægisborg. Um er að ræða heila eða hálfa stöðu. Upplýsingar veitir sálfræðingur á skrifstofu Dagvist barna í síma 27277. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.