Þjóðviljinn - 12.03.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 12.03.1988, Blaðsíða 15
Eiríkur Sigurðsson gerði afdrifaríka þriggja stiga körfu í framlengingunni fyrir félaga sína þegar þeir unnu Blikana í gær. Karfa Þór vann í framlengingu Pað var ansi sveiflukenndur leikur þegar Þórsarar fengu Blik- ana í heimsókn í gærkveldi. Ak- ureyringar áttu síðustu sveifluna þegar þeir unnu í framlengingu 97-95. Leikurinn byrjaði með af- brigðum rólega í gær og eftir 5 mínútur var staðan 6-6. Liðin voru mjög jöfn framan af þar til staðan var 14-14 en þá gerðu Ak- ureyringarnir 7 stig í röð og kom- Akureyri 11. mars Úrvalsdeild KKl Þór-UBK 97-95 (43-44) (87-87) Stig Þórs: Guðmundur Björnsson 20, Björn Sveinsson 17, Eiríkur Sigurðsson 16, Bjarni Össurarson 12, Jón Már Héðins- son 9, Ágúst Guðmundsson 9, Konráð Óskarsson 6, Jóhann Sigurðsson 6, Einar Karlsson 2. Stig UBK: Kristján Rafnsson 21, Krist- björn Albertsson 19, Guðbrandur Stefáns- son 17, Sigurður Bjarnason 12, Hannes Nesley 11, Ólafur Adolfsson 10, Óskar Baldurson 5. Dómarar: Gunnar Valgeirsson og Sigurð- ur Valgeirsson voru sæmilegir. Maður leiksins: Guðmundur Björnsson Þór. -HK/ste ust yfir í 21-14. Reykvíkingarnir sigu þó hægt og hægt á forskotið þar til þeir jöfnuðu 29-29 og kom- ust síðan yfir rétt fyrir leikhlé 43- 44. Síðari hálfleikur var mjög sveiflukenndur, Blikar byrjuðu á að komast í 60-66 en þórsarar tóku þá við og komust í 71-70. Þegar 1 mínúta var til leiksloka var staðan 84-87 Breiðablik í vil en Þór náði að gera eina körfu og fengu kærkomið tækifæri á loka- sekúndunum til að vinna leikinn þegar þeir fengu 2 vítaskot en hittu bara úr öðru skotinu. Það var því jafnt í leikslok 87-87 og þurtfi framlengingu. í framlengingunni fór besti maður þórsara útaf með 5 villur en samt sem áður komust þeir í 92-89. Blikar náðu að jafna 93-93 en þá kom til Eiríkur þórsari með þriggja stiga körfu sem gerði út- slagið. Leiknum lauk sfðan með sigri Þórs 97-95. Þetta var ekki góður leikur, lítið af vörnum og hittni en nóg af mistökum og kæruleysi. IÞROTTIR Fótbolti Walsh opnaði maritareikninginn Paul Walsh skoraði sitt fyrsta mark fyrir Tottenham eftir að hann var seldur frá Liverpool þegar þeir unnu Everton 2-1 á miðvikudagskvöldið og gerðu nærri út um vonir þeirra til að ná 2. sæti í deildinni og Evrópusæti. Það var Chris Fairclough sem gerði fyrra mark Tottenham eftir að Clive Allen, er lék sinn 100. leik fyrir Tottenham, skallaði boltann beint fyrir fætur hans. Graeme Sharp jafnaði fyrir Everton um miðjan síðari hálf- leik af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Neil Pointon. Það var síðan eftir mistök hjá markverði Evert- on, Neville Southall, þegar hann hljóp út úr markinu til að slá knöttinn en hitti hann ekki að boltinn barst til Paul Walsh, sem sneri sér við á punktinum langt út í teig og skaut boltanum í autt markið. Pýskaland Bayern Miinchen úr leik Hamborgarar voru heppnir að sleppa með sigur af heimavelli sínum þegar Bæjarar sóttu þá heim á miðvikudagskvöldið. Það voru Manfred Kastl og Heinz Gruendel sem gerðu mörk Ham- burg á 6. og 44. mínútu leiksins en Jupp Koitka, sem stóð sig frábær- lega í marki Hamburg, hafði ekki möguleika á að verja þrumuskot frá Lothar Matthaeus um miðjan síðari hálfleik. Bæjarar sóttu síð- an látlaust út leikinn en höfðu ekki erindi sem erfíði því vörn Hamburg var mjög föst fyrir. Werder Bremen fór og heim- sótti Viktoria Aschaffenburg, sem er áhugamannalið. Þeir reyndust auðveld bráð Bremen manna og það voru Frank Neu- barth, Mirko Votava og Thomas Schaaf sem gerðu mörk Bremen Evrópubolti Aðrir leikir Evrópubikarinn: Ajax(Hollandi)-Young Boys(Sviss) Holland: Feyenoord-Venlo.............0-2 Fortuna Sittard-DS79........4-1 Den Haag-PSV Eindhoven......1-1 Den Bosch-Twente............2-1 Spánn: Cadiz-Celta.................1-2 Logrones-Real Betis.........2-0 Real Mallorca-Barcelona.....1-0 Sabadell-Real Murcia........0-0 Athletic Bilbao-Real Valladolid.... 1 -0 Valencia-Real Madrid........1-1 Espanol-Sporting............1-3 Sevilla-Real Zaragoza.......1-1 Las Palmas-Osuna............0-2 en Dieter Lindenau hélt andliti áhugamannana með því að skora mark tveimur mínútum fyrir lok leiksins. Þessu áhugamannaliði tókst þó að slá Köln út úr bikar- keppninni í fyrri umferðum. I undanúrslitunum mun Ham- borg leika við Bochum á sunnu- daginn en Werder Bremen taka á móti Eintracht Frankfurth á laugardaginn. Sjónvarp Leiðrétting Sá leiði misskilningur var í blaðinu í gær að leikur Manchest- er Unitcd og Liverpool yrði sýnd- ur beint á Stöð Tvö í dag, laugar- dag. Hann verður að sjálfsögðu sýndur beint á sunnudag. Karfa Frestað Leik Hauka og ÍR sem vera átti í Hafnarfirði í dag hefur verið frestað fram á fimmtudag. 0g þetta líka... Útrás verður með beina lýsingu á leik HK og Gróttu úr 2. deildinni í handbolta. Lýsingin hefst kl.14.00 á FM 88,6 og verður það hinn þrautreyndi útvarps- maður Ómar Stefánsson sem mun sjá um lýsinguna. Carlos Tapia landsliðamaður frá Argentínu hefur verið seldur til franska 1. deildarliðs- ins Brest. Hann lék með Boca Juniors í Argentínu, en Brest keypti hann fyrir rúmar 20 milljónir ísl.kr. Tapia var í liði Argentínu sem sigraði í Heimsmeist- arakeppninni 1986. Starf framkvæmdastjóra Starf framkvæmdastjóra Náttúruverndarráös er laust frá 1. júní nk. Laun eru skv. launakerfi opin- berra starfsmanna. Umsóknir meö ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast sendar formanni Náttúruverndarráös á skrifstofu ráösins, Hverfis- götu 26, 101 Reykjavík, fyrir 15. apríl nk. IMa 'I' Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Vistheimili barna v/Hraunberg vantar nú þegar starfsmann á næturvakt í 55% starf. Einnig vant- ar starfsfólk til sumarafleysinga. Vaktavinna. Upplýsingar gefur forstööukona í síma 75940. REYKJAVÍKURBORG Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því aö gjalddagi launaskatts fyrir mánuðina janúar og febrúar er 15. mars n.k. Launaskatt ber launagreiöanda að greiöa til inn- heimtumanns ríkissjóös, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þrítiti. Fjármálaráðuneytið Konur í ASÍ Kynningarfundur um kvennaþingið NORDISK FORUM sem haldiö verður í Osló 30. júlí til 7. ágúst n.k. verður í Sóknarsalnum, Skipholti 50a, Reykjavík, þriðjudaginn 15. mars n.k. kl. 20.30 Undirbúningsnefndin TÓHAKSVARNANEFNU ÁSKII.UR SÉR RÉTT Tll. AB NOTA Al.I.T PAB KFNl SEM HKRST 1 SAMKEFPNINA. „Láttu ganga ljóðaskrá um löstinn þann að reykja!“ Nú gefst þér færi á að leggja þitt af mörkum í baráttunni gegn tóbaksnotkun, með því að taka þátt í skemmtilegri samkeppni. Þú sendir inn frumort ljóð eða vísur um skaðscmi tóbaks og kannski verður þú svo heppinn að sjá þitt framlag notað á vindlingapakka eða í auglýsingar. Síðasti skiladagur er 25. mars nk. og stefnt er að því að birta úrslitin á reyklausa daginn, 7. apríl. Pátttakendur eru beðnir að mcrkja ekki kveðskap sinn með nafni heldur láta nafn og heimilisfang fylgja með í lokuðu umslagi. Dómnefnd skipa Árni Johnsen, Helgi Sæmundsson og Kristín Þorkelsdóttir. 1. verðlaun 50 þúsund kr. Góð verðlaun eru í boði: 2. verðlaun 30 þúsund kr. Utanáskriftin er: Vísnasamkeppni Tóbaksvamanefndar Skógarhlíd 8, 105 Reykjavík 3. verðlaun 20 þúsund kr. TOBAKSVARNANEFND

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.