Þjóðviljinn - 12.03.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.03.1988, Blaðsíða 5
Af kjarasamningum og tæknibrellum Lýðræði byggist á almennri þátttöku þegar teknar eru af- drifaríkar ákvarðanir, hvort heidur þjóð er að kjósa sér forseta eða verkalýðsfélag að afgreiða kjarasamninga með atkvæða- greiðslu. Til að menn geti haft grundaða skoðun á einhverju máli, þurfa þeir að hafa aðgang að upplýsingum. Því minna sem menn vita, því meiri líkur eru til að skoðanir þeirra byggist á til- finningum. Og viti menn ekki neitt, nenna þeir tæpast að hafa nokkra skoðun. í hraða nútímaþjóðfélagsins felst sú hætta að fjallað sé um öll mál á yfirborðskenndan máta. í fjölmiðlum er reynt að spanna sem víðast svið og þar gefst vart tími til langra útskýringa því að stöðugt er eitthvað nýtt að gerast. f baráttunni um athygli er á þeim bæ stundum brugðið á það ráð að staldra einna lengst við það af- káralega og skrýtna. Þetta getur leitt til þess að skoðanir manna grundvallist í síauknum mæli á til- finningum í stað þekkingar. Stjórnmálamenn í framboðsslag gera sér æ betur grein fyrir þessu. Mislukkað „meiköpp“ í sjón- varpsþætti er talið geta kostað frambjóðanda fleiri atkvæði en skoðanaleysi sem falið er í orða- vaðli. Málin flækt Stundum er engu líkara en valdhafar stefni markvisst að því að gera sem flesta hluti það flókna að almenningur gefist fyrirfram upp á því að kafa þar til botns og láti sér lynda að „sér- fræðingar“ véli einir um málin. Ef um er að ræða málefni, sem snerta alla þjóðfélagsþegna, eins og t.d. skattamál eða trygginga- mál, þá er illt í efni því að einmitt í þeim málum, er snerta almanna- heill, þarf almenningur að fylgj- ast vel með eigi lýðræðið að rísa undir nafni. Sú skoðun hefur heyrst að kjarasamningar séu orðnir það tyrfnir að sumt launafólk telji það ekki svara kostnaði að reyna að skilja þá. Auðvitað er ljóst að fé- lagslegur veruleiki er flóknari nú en hjá þeim verkamönnum í vín- garðinum forðum tíð þar sem hinir síðustu urðu fyrstir og hinir fyrstu síðastir. Þar var dagkaupið einn denar og hvorki minnst á or- lof né álagsgreiðslur, bónus né barneignarfrí, svo að ekki sé nú talað um stéttarfélagsgjöld. En þar komust lög og skriflegar regl- ur samfélagsins líka fyrir í einni bók. Þótt meiri fjölbreytni sé í okkar þjóðfélagi, má vissulega spyrja hvort ekki megi einfalda kjarasamninga. Það er býsna margt sem getur gert kjarasamning flókinn. Sumt af því blasir strax við annað leynir á sér. „Sérfræðingarnir" túlka líka samninga á mismunandi hátt, allt eftir því við hvern þeir eru að tala. Einhvern tíma fréttist af kjarasamningi sem gaf 8% kauphækkun í frásögn fyrir fréttamenn en var í reynd álitinn gefa 16% hækkun og þannig var hann kynntur viðkomandi launþegum. Sumum dettur í hug að „sérfræðingarnir“ séu vísvit- andi í feluleik. En slíkur felu- leikur getur orkað tvímælis. Sú skoðun hefur verið sett fram að félagar í Verkamannasamband- inu, sem felldu nýgerða kjara- samninga, hafi gert það vegna þess að þeir hafi ekki áttað sig á raunverulegu innihaldi þeirra. Er örugglega enginn skilinn eftir? Það verður sífellt algengara að launhækkanir samkvæmt samn- ingum felist ekki nema að litlu leyti í beinum hækkunum á taxta- kaupi, enda er taxtakaupið oftast nær það það lágt að menn svitna þegar þeir hugleiða hvernig sé að lifa af því. Megnið af launahækk- unum hefur gjarnan falist í margs konar álagsgreiðslum sem ganga undir ýmsum nöfnum. Það er engu líkara en komið sé við kviku á atvinnurekendum ef nefnt er að nú þurfi að hækka taxtakaupið almennilega, jafnvel þótt ekki sé talað um að hækka það nema upp í þau laun sem margir þeirra greiða. Oft eru þeir ögn viðræðubetri ef rætt er um breytingar á öðrum sviðum og eru til í að ræða um ýmiss konar álagsgreiðslur. Þess vegna geta samningaviðræður oft snúist um atriði sem venjulegt fólk telur í fljótu bragði ekki nein höfuð- atriði í kjarabaráttu. Menn halda kannski að samningsaðilar séu að skiptast á tillögum að nýjum launatöflum og sitji jafnt nótt sem dag á rökstólum um breytingar á taxtakaupi, en þeir eru þá að ræða um uppstigningar- dag og sumardaginn fyrsta. Við þetta verða kjarasamning- ar enn flóknari. Launmenn gera sér þá stundum enga grein fyrir því hvort um einhverjar kjara- bætur er að ræða fyrr en farið er að borga út eftir nýjum samning- um. Við slíkar aðstæður reynir mjög á fortöluhæfileika þeirra sem mæla fyrir samningunum. Viti menn ekki hvernig nýir samningar virka þegar kemur að því að greiða um þá atkvæði, finnast ekki mörg haldreipi önnur en að hlusta á „sérfræðing- ana“. En langalvarlegust er sú hætta að einhverjir verði skildir eftir á berstrípuðu taxtakaupinu. Ef það er ekki 100% öruggt að hver og einn einasti launamaður fái einhvers konar aukagreiðslur sem hækki laun hans umtalsvert, þá er slíkt óþolandi ranglæti á ferðinni að við það verður ekki unað. Grindvíkingar mega ekki hækka taxtakaupið - Treysta menn sér til að full- yrða að ekki sé einhvers staðar verið að greiða fólki 31.500 til 34.020 krónur á mánuði án nokk- urra viðbótargreiðslna fyrir fulla dagvinnu? Þetta er taxtakaupið samkvæmt þeim samningum sem nokkur félög í Verkamannasam- bandinu eru búin að samþykkja. Eru samningarnir ekki sjálfkrafa óviðunandi ef einhver dæmi finn- ast um þetta? Nýjustu atburðir í Grindavík eru gott dæmi um tregðu atvinnu- rekenda á að hækka taxtakaupið. Þar eru gerðir samningar sem eru í mörgum atriðum heldur betri en nýju Garðastrætissamningarnir og í einu atriði skara þeir langt fram úr. Ofan á heldur lágar hækkanir á taxtakaupi eru grind- vískir atvinnurekendur reiðu- búnir að greiða 6 þúsund krónur á þriggja mánaða fresti, þ.e. að hækka mánaðarkaupið um 2 þús- und. Við þetta yrði lægsta taxta- kaup um 34 til 37 þúsund á mán- uði, að vísu ekkert forstjórakaup en umtalsvert hærra en sam- kvæmt Garðastrætissamningun- um. Skömmu eftir að fréttist af nýjum Grindarvíkursamningum var búið að kalla atvinnurekend- ur í Grindavík inn á teppið í Garðastræti, höfuðstöðvum at- vinnurekenda á íslandi. Grindvíkingar höfðu gert það sem aldrei má gera að mati for- svarsmanna íslenskra atvinnu- rekenda, þ.e.a.s. að hækka taxta- kaupið svo að um munar. Nú eru þeir búnir að læra sína lexíu. Þeir keppast við að fullvissa verkafólk í Grindavík um að auðvitað fái það umsamda hækkun, hún geti bara því miður ekki verið fólgin í svona mikilli hækkun taxta- kaupsins. Þá er ekkert eftir ann- að en að grafa eina ferðina enn upp þær tæknibrellur sem svo mikið hafa verið notaðar í launa- málum á síðustu misserum: nú er kominn tími til að greiða grind- vísku verkafólki meira í bónus en áður. Verkakonur í Vestmannaeyj- um vilja ekki taka þátt í þessum skollaleik. Ein meginkrafa Verkakvennafélagsins Snótar er að taxtakaupið hækki um 10 þús- und krónur á mánuði. Gengi það eftir yrði lægsta dagvinnukaup 39.975 krónur á mánuði og þeir eru tæpast margir sem telja sig ofsæla af slíkum launum. Þetta er ugglaust það atriði í kröfugerð Snótar sem mest fer fyrir brjóstið á atvinnurekendum. Samstaðan rofin En hvað veldur því að atvinnu- rekendur ljá fyrst og fremst máls á hækkunum á aukagreiðslum og vilja helst alls ekki ræða hækkun á taxtakaupi nema þá helst að um sé að ræða tiltölulega fámenna hópa? Telja þeir það vera at- vinnufyrirtækjunum í hag að launafólk fái sem stærstan hluta af launum sínum sem einhvers konar uppbót ofan á taxta- kaupið? Nærtækasta skýringin er að einhverjir vilji eiga þess kost að greiða ekki meir en svívirðilega lágt taxtakaupið. Þar er enn kom- ið að því atriði sem margir vilja umfram allt gleyma: það er til launafólk sem fær minna en 40 þúsund á mánuði fyrir fulla vinnu, sumir mun minna. Þeir at- vinnurekendur eru vissulega margir sem aldrei dytti í hug að greiða svo lág laun. Hvers vegna er þeim þá svona fast í hendi að halda almennum taxtalaunum niðri? Ljóst er að kerfi, sem byggir á því að taxtakaup sé ekki nema hluti launa, hefur sundrandi áhrif á verkalýðshreyfinguna. Getur verið að atvinnurekendur telji baráttu sína fyrir lágum grunn- launum tryggja að ekki náist sú samstaða í verkalýðshreyfing- unni sem geti orðið þeim skeinu- hætt í launadeilum? Það er ákaflega auðvelt að sundra launþegum með því að etja þeim út í innbyrðis saman- burð sem aldrei tekur enda af því að oft er verið að bera saman óskylda hluti. „Þið hafið nú bónusinn," segja gangastúlkurn- ar á spítölunum við fiskverka- konurnar. Svarið lætur ekki á sér standa:„Já, en hvað með vakta- álagið hjá ykkur?“ Stundum er því haldið fram að séu almenn taxtalaun verka- manna hækkuð sómasamlega leiði það innan tíðar til meiri verðbólgu. Það sé betra að bæta kjör þeirra á þann veg að þess sjái ekki um of stað í kauptöxtunum. Þurfi endilega að hækka kaup sé ágætt að gera það í samningum sem ná bara til hluta verkamanna í viðkomandi stéttarfélagi. Nú, svo má alltaf reyna maður-á-mann-aðferðina en samkvæmt henni semur verka- maðurinn beint við sinn atvinnu- rekanda. Þessar hugmyndir grundvallast á því að kjarabætur verkafólks þurfi umfram allt að fela. En það má ekki fela kjarabæt- urnar það vel að verkamennirnir sjálfir komi ekki auga á þær. ÓP Laugardagur 12. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.