Þjóðviljinn - 22.03.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.03.1988, Blaðsíða 2
1 í Forsetakosningar 25. júní Framboðsfrestur vegna forsetakjörs í sumar rennur út 21. maí n.k. en forsætisráðuneytið hefur ákveðið að forsetakosningar verði haldnar 25. júní. Væntanlegt forsetaefni þarf að hafa meðmæli minnst 1500 og mest 3000 kosningabærra manna. 1090 til 2180 þurfa að vera búsettir í Sunnlendingafjórðungi, 110 til 220 í Vestfirðingafjórðungi, 210 til 420 í Norðlendingafjórðungi og minnst 90 og mest 180 í Austfirðingafjórð- ungi. Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands hefur þegar tilkynnt að hún verði í kjöri til forseta í sumar. Hún hefur gegnt embætti forseta tvö kjörtímabil. Lánskjaravísitalan upp um 1.07% Lánskjaravísitalan í apríl er 1989 stig og hefur hún hækkað um 1.07% frá fyrra mánuði. Umreiknað til árshækkunar samsvarar þessi hækkun á vísitölunni 13,6% hækkun í síðasta mánuði og 16,9% hækk- un á síðustu þremur mánuðum. Dagbók verkakonu 1915-23 nýfundin Nýkomin er fram í dagsljósið dagbók verkakonu úr Reykjavík frá árunum 1915 til 1923. Úr dagbókinni verður lesið á aðalfundi félags áhugafólks um verkalýðssögu sem verður haldinn í húsnæði FÍP, Hverfisgötu 21, annað kvöld kl. 20.30. Þá verður einnig lesið upp úr greinum Bríetar Bjarnhéðinsdóttur um verkfall fiskverkunarkvenna í Hafnarfirði árið 1912. Hagnaður hjá Tollvörugeymslunni Hagnaður af rekstri Tollvörugeymslunnar í Reykjavík á sl. ári var rúmar 7,5 miljónir. Rekstrartekjur voru nær 81 miljón, sem eru þær næsthæstu í sögu fyrirtækisins. Eigið fé Tollvörugeymslunnar í lok sl. ár var rúmar 105 miljónir. Boy George á leiðinni Hinn heimskunni breski popp- söngvari Boy George kemur til landsins í næsta mánuði og heldur eina tónleika í Laugardalshöll- inni, laugardagskvöldið 9. apríl. Miðaverð á tónleikana verður 2000 kr. Þá er frágengið að hljómsveitirnar The Blow Monk- eys og The Christians muni leika hér á Listahátíð 16.-18. júní í sumar. Alvopnaðir hermenn í Keflavík Lögreglan í Keflavík stöðvaði á dögunum bifreið á vegum banda- ríska hersins sem ók um götur bæjarins en í bílnum voru fjórir hermenn undir alvæpni. Blaðið Víkurfréttir í Keflavík segir að hermennirnir hafi borið því við að þeir hafi villst á leið frá Rockville-stöðinni á Miðnesheiði. Þeim var þegar vísað af götum bæjarins og inn á hersvæð- ið aftur. Dagvistarþörfin verði könnuð Borgarfulltrúar stjórnarandstöðunnar í Reykjavík hafa lagt til að Félagsvísindastofnun Háskólans verði falið að kanna hvar reykvísk börn undir skólaskyldualdri dvelja á daginn og einnig hverjar óskir foreldra eru um dagvist. Er gert ráð fyrir að könnunin nái til þeirra foreldra sem eiga börn á biðlistum og annarra foreldra sem eiga börn á forskólaaldri. Kynntu nýja björgunarþyrlu Icecraft hf., sem er umboðsaðili Bell Heiicopter Textron hér á landi, kynnti í gær forsvarsmönnum björgunarmála í landinu nýja björgunar- þyrlu sem getur rúmað allt að 20 manns. Nefnd á vegum norska utanríkisráðuneytisins hefur mælt sérstaklega með þyrlu til notkunar við strendur landsins. 1 FRÉTTIR Undirskriftalistar r Uthýst úr laugum s Iprótta-og tómstundaráð: Umsókn samtakana Tjörnin lififelld. Astœða: Raskar ró sundgesta. Margrét Porsteinsdóttir: Pólitískt gerrœði Okkur er úthýst úr sundstöðv- um borgarinnar með undir- skriftalistana vegna þess að þeim er stefnt gegn skoðunum meiri- hluta sjálfstæðismanna í borgar- stjórn. Það þola þeir ekki og beita okkur pólitísku gerræði, sem mér finnst nú ansi lélegt af sjálfstæðis- mönnum og sannar bara hvað málstaður þeirra stendur höllum fæti meðal borgarbúa, sagði Margrét Þorsteinsdóttir, starfs- maður samtakana Tjörnin lifi við Þjóðviljann. Á fundi íþrótta-og tómstunda- ráðs Reykjavíkur í gær var sam- tökunum Tjörnin lifi synjað um heimild til að láta undirskrifta- lista liggja frammi á sundstöðum borgarinnar, þar sem borgarbúar gætu látið í ljós mótmæli sín gegn fyrirhugaðri ráðhússbyggingu í Tjörninni. Þegar umsókn Tjarnarsamtak- anna kom til afgreiðslu í ráðinu lagði formaður þess, Júlíus Haf- stein borgarfulltrúi fram frávís- unartillögu þess efnis að undir- skriftalistarnir röskuðu ró sund- laugargesta og bæri þvf að hafna henni á þeirri forsendu að sund- stöðvar borgarinnar væru griða- staður þar sem fólk ætti að fá að vera í friði! Frávísunartillagan var samþykkt með þremur at- kvæðum gegn tveimur. Fulltrúar minnihlutans í íþrótta- og tómstundaráðinu, þau Tryggvi Þór Aðalsteinsson og Kristín Blöndal, létu þá bóka að þau teldu að undirskriftalistar væru ein af leiðum borgarbúa til að láta í ljós skoðanir sínar og þeir ættu fullan rétt á að rita nöfn sín á blað í opinberum stofnun- um, enda sé þess að sjálfsögðu gætt að það hafi sem minnsta truflun í för með sér. -grh Félagar í VR voru ekki lengi að kaupa upp alla þá miða sem þeim voru ætlaðir. Mynd Sig. Lion Air Salan gengur misvel VR og BSRB hafa selt í öll sín sæti. Hin félögin eiga enn langt í land VR og BSRB eru búin að fylla sinn kvóta. A sunnudaginn seldist í öll sætin sem bæði þessi félög höfðu tekið frá fyrir sína fé- lagsmenn. Hin starfsmannafé- lögin sem höfðu pantað í ferðirn- ar með Lion Air eiga enn talsvert af ónýttum miðum. Kennarar Úrslit í kvöld Hvort kennarar í KÍ fara í verkfall kemur í Ijós í kvöld. Niðurstöðu í atkvæðagreiðslu HÍK er að vœnta eftir helgi Auk VR og BSRB höfðu Félag járniðnaðarmanna, Félag blikk- smiða, Félag bifvélavirkja, Verkakvennafélagið Framsókn og Starfsmannafélagið Sókn ætl- að sínum félagsmönnum sæti í or- lofsferðunum sem fyrirhugað er að fara með Lion Air. Salan hjá þeim gekk ekki eins vel en ástæð- una fyrir því sögðu forráðamenn þeirra ekki vera ljósa. Þó fannst þeim að misskilnings hefði gætt innan félaganna því margir af þeirra félögum hefðu haldið að BSRB væri eitt með söluna en í fyrra tókst ekki betur til en svo að fólk beið frá miðnætti í biðröð. Gunnhildur Lýðsdóttir, fram- kvæmdastjóri Verkakvennafé- lagsins Framsóknar, sagði er Þjóðviljinn innti hana eftir því hvers vegna ekki væri meiri sala hjá þeim, að hugsanlega hefðu ferðirnar ekki verið nógu vel kynntar. Hún sagðist einnegin halda að sú hefð að BSRB seldi í ferðirnar hefði ráðið einhverju. „Ég held að það sé ekki rétt að þetta sé spurning um einhvern launamismun, konurnar eru bara að taka við sér,“ sagði Gunnhild- ur. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, for- maður Sóknar, tók í svipaðan streng og Gunnhildur og sagði að margir sem hefðu talað við sig væru enn órólegir vegna BSRB biðarinnar í fyrra. En hvort fé- lagar hennar í Sókn væru eitthvað óákveðnari en aðrir vildi hún ekki meina, því „maður situr nú yfir því í nokkurn tíma áður en maður fer að hoppa á einhverja ferð, þótt hún sé ódýr.“ Síðustu daga hefur verið bið- staða hjá kennurum en í kvöld skýrast línurnar eitthvað því þá liggur fyrir niðurstaða atkvæða- greiðslu KI um heimild til verk- fallsboðunar. Ólöf Arngrímsdóttir kjörstjóri hjá KÍ sagði að sér sýndist kjör- sókn hafa verið ágæt en auðvitað væri ekki hægt að sjá það fyrr en að lokinni talningu. Það verður byrjað að telja klukkan 15:30 og sagðist Ólöf búast við að talningu yrði lokið um áttaleytið ef allt gengi að óskum. Fundur verður haldinn í húsnæði ríkissáttasemj- ara í dag og hefst hann klukkan 16:00. -tt Borgaraflokkurinn Bann við fóstureyðingum Guðmundur Agústsson og Kol- brún Jónsdóttir, þingmenn Borgaraflokksins, hafa lagt fram á Alþingi boðað fóstureyðingafr- umvarp flokksins. Markmið laganna er að varð- veita líf sem kviknað hefur í móð- urkviði einsog segir í fyrstu máls- grein frumvarpsins. í þriðja kafla laganna, sem ber yfirskriftina Fóstureyðing, stend- ur: „Líf sem kviknað hefur í móðurlífi er friðheilagt.“ Einu ástæðurnar sem heimila fóstur- eyðingu samkvæmt frumvarpinu eru ef ætla má að líf eða heilsu konu sé hætta búin af meðgöng- unni og ef sterkar líkur eru á að barn fæðist vanskapað eða haldið alvarlegum sjúkdómi. Einnig ef stúlka yngri en 16 ára er þunguð og ætla má að þungun eða til- koma barns verði henni of erfið vegna óviðráðanlegra félagslegra orsaka og að lokum ef kona verð- ur þunguð vegna nauðgunar eða sem afleiðing af öðru refsiverðu athæfi. -Sáf 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.