Þjóðviljinn - 22.03.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 22.03.1988, Blaðsíða 13
r ERLENDAR FRETTIR 7 Nicaragua Úrslitin í Baden-Wurttemberg eru áfall fyrir Kohl kanslara, en talin styrkja möguleika Spáths forsætisráðherra til að taka síðar að sér forystuhlutverk Kohls meðal kristilegra demókrata. Spáth gagnrýndi Bonn-stjórnina óvægilega í kosninga- baráttu sinni í fylkinu. Vestur-Þýskaland Fáir ánægðir Kristilegir hélduþingmeirihluta sínum í Baden-Wiirttemberg en töpuðufylgi. Hœgri-öfgamennfengu óánœgjuatkvæðifrá ríkisstjórnarflokkunum Kristilegir héldu meirihluta sín- um á fylkisþinginu í Stuttgart í kosningunum á sunnudag þar- sem allir þingflokkarnir töpuðu fylgi. Einu fagnaðarlætin koma frá samtökum lengst til hægri sem unnu talsvert fylgi frá flokkunum sem mynda meirihlutann í Bonn. CDU hélt þingmeirihlutanum í Baden-Wiirttemberg, því „landi“ sem tekur yfir suðvesturhluta Þýska sambandslýðveldisins, þrátt fyrir 3 prósenta tap miðað við síðustu fylkiskosningar og minnihlutastuðning meðal kjós- enda, 49,1% atkvæða. Úrslitin eru túlkuð sem áfall fyrir leiðtoga flokksins á landsvísu, Kohl kansl- ara í Bonn, en sem sigur fyrir for- sætisráðherrann í Stuttgart, Lot- har Spáth, sem gagnrýndi Kohl óvægilega í kosningabaráttunni. Spáth er talinn einn af líklegustu eftirmönnum Kohls, sem flokks- menn kenna nú um sífellt hnign- andi gengi Kristilegra í fylkis- kosningum og landstjórn. Þráttfyrir fylgistap stjórnar- flokksins eru aðrir flokksleiðtog- ar í Stuttgart lítt hressir. Frjálsir demókratar (FDP) töpuðu fylgi (5,9% nú-7,2fyrir fjórum árum) og högnuðust ekki á hnignun CDU einsog í öðrum undanförn- um fylkiskosningum, jafnaðar- menn töpuðu einnig lítillega (32%, áður 32,4) og græningjar. stóðu svo að segja í stað með tæp átta prósent. Fasískum og hálffasískum sam- tökum yst til hægri jókst hinsveg- ar verulega fylgi, fengu samtals 5,1% en aðeins um hálft prósent síðast, náðu þó ekki manni á þingið. Ljóst er að hér eru á ferð fyrri stuðningsmenn kristilegra og frjálslyndra, helst smábændur óánægðir með landbúnaðar- stefnu Bonn-stjórnarinnar. Óháð könnunarstofa segir flesta þessa kjósendur karlmenn yfir sextugu, og þarmeð uppalda á myrkum tímum í þýskri sögu. Spáth forsætisráðherra sagði eftir kosningarnar að ekki væri ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af þessum óvænta styrk aflanna yst til hægri, en Vogel, leiðtogi SPD, taldi hinsvegar rétt að Þjóðverjar stöldruðu við til umhugsunar og aðgerða. Norður-írland Ensk-írskur neyðarfundur Ofbeldisaldan rís hœrra í Norður-Irlandi, stjórnirnar í London og Dublin boða samráðsfund Ríkisstjórnirnar í London og Dublin hafa tilkynnt að í vikunni verði haldinn samráðsfundur með fulltrúum stjórnanna og á þar að ræða síðustu ofbeldisat- burði í Norður-írlandi. Fundurinn er haldinn í sam- ræmi við samkomulag stjórnanna frá ‘85 þarsem írska stjórnin fékk hlutdeildarrétt um málefni Norður-írlands. í gær var lögreglumaður skotinn til bana í bæjarhverfi kaþólikka í Londonderry og er það níunda mannfallið síðan um síðustu helgi, - og á laugardag voru tveir breskir hermenn drepnir eftir að þeir óku að jarð- arför IRA-manns, sem drepinn var í skotárás í enn annarri jarð- arför í síðustu viku. írski lýðveld- isherinn segist hafa drepið bresku hermennina, sem voru vopnaðir en óeinkennisklæddir í ómerkt- um bfl þegar þeir óku að jarð- arförinni. ftilkynningu IRA segir að hinir myrtu hafi verið í vík- ingasveit breska hersins, SAS, sem mjög hefur verið beitt gegn IRA, nú síðast í Gíbraltar- drápunum. Bresk hernaðaryfir- völd segja mennina hafa verið venjulega hermenn, en hafa ekki upplýst um erindi þeirra í hverfi kaþólikka. Á árinu hefur 21 fallið í átök- unum á Norður-fralandi auk IRA-mannanna þriggja sem skotnir voru í Gíbraltar. Á tveimur áratugum eru um 2650 taldir hafa fallið í borgarastyrj- öldinni. Hollywood Leikarar í aug- iysingaverkfalli FAO Danir skrúfafyrir Tilkynnt var í Höfn í gær að Danir væru hættir að leggja fram fé til nýrra verkefna Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Samein- uðu þjóðanna (FAO) í Róm. Danska stjórnin telur FAO illa rekið skrifræðisveldi undir stjórn núverandi framkvæmdastjóra, Líbanans Saouma, og hefur stöðvað framlög sín til að knýja á um úrbætur. Talsmaður dönsku þróunarstofnunarinnar sein frá þessu skýrði sagði Norðmenn, Svía og Finna mundu fylgja í kjölfar Dana gagnvart FAO. Fram kom að Danir hyggjast eng- anveginn hætta aðild að FAO. Bandarískir leikarar hófu í gær verkfall og neita að leika í auglýs- ingum í sjónvarpi og útvarpi. í stéttarfélögunum tveimur sem boðuðu verkfallið eru um 100 þúsund manns, en talsmcnn auglýsenda segjast munu halda áfram framleiðsiu með verkfalls- brjótum utan félaganna. Félögin hafa krafist dýrtíðar- bóta og endursýningargjalds af auglýsingum í sífellt viðameira kapalsjónvarpi. Verkfallið tekur til allra auglýsinga, einnig þeirra auglýsinga forsetaframbjóðenda sem öllu skipta í forkosningabar- áttunni. í bandarískum sjónvarps- og útvarpsiðnaði er auk verkfalls auglýsingaleikaranna í gangi kjaradeila milli atvinnurekenda og handritsgerðarmanna sem valdið hefur seinkun nýrra fram- haldsþátta og endursýningum á endursýningar ofan á skjám Bandaríkjamanna. Rætt við kontraliða Stjórnarherinn hœttur átökum meðanfyrstu eiginlegu viðræður standa yfir við kontraliða Igærkvöldi hófust i landamæra- bænum Sapoa í suðri viðræður stjórnarinnar í Managua við nokkra af leiðtogum kontraliða sem herja í landinu með banda- rískum stuðningi. Viðræðurnar fara nú fram í fyrsta sinn innan landamæra Nic- aragua og í fyrsta sinn eru í við- ræðunefndunum háttsettir menn frá hvorumtveggja. Stjórnarher Nicaragua hefur verið boðið að forðast átök við kontrasveitir meðan á viðræðun- um stendur, en þær fara fram í skugga þeirra atburða í síðustu viku þegar Bandaríkjaforseti sendi 3200 manna herlið til Hondúras sem svar við meintum árásum Nicaragua-hers yfir landamærin. Varautanríkisráðherra Man- agua-stjórnar sagði áður en við- ræðurnar hófust að Bandaríkja- stjórn gerði það sem hún gæti til að spilla fyrir samkomulagi, og væru þar á bæ ennþá bundnar vonir við að setja stjórn sandín- ista í Nicaragua af með afli hern- aðar. Ekki er búist við miklum ár- angri íviðræðunum í Sapoa. Full- trúar stjórnarinnar vilja einungis ræða við kontramenn um fram- kvæmd vopnahlés, en kontra- megin eru bornar fram miklar kröfur um stjómarfarsbreytingar í landinu, þar á meðal er þess krafist að 75 þúsund manna her Managua-stjórnar verði lagður niður. Enginn eiginlegur milligöngu- maður stjórnar viðræðunum, en biskupinn Miguel Obando y Bra- vo, sem áður gegndi því hlut- verki, og Joao Baena Soaraes, hinn brasilíski framkvæmdastjóri Bandalags Ameríkuríkja (OAU), eru viðstaddir fundina. Mitterrand Af eðaá í vikunni Mitterrand Frakklandsforseti tilkynnti á sunnudag að hann mundi segja af eða á um það í þessari viku hvort hann sækist eftir öðru kjörtímabili. Tæpar fimm vikur eru nú til fyrri umferðar kosninganna, og eru lysthafendur orðnir lang- þreyttir á þögn forseta, þótt fullvíst sé talið að hann fari í slaginn. Charles Pasqua ráðherra og hægri hönd frambjóðandans Chiracs spáði því í gær að Mitter- rand tilkynnti um framboð sitt með einhverju pólitísku sirkus- bragði, og datt helst í hug að for- setinn segði af sér til að fá frjálsar hendur sem frambjóðandi. Gerði hann það tæki forseti öldunga- deildarinnar, Alain Poher, við til bráðabirgða. Hafnarfjörður Víðivellir Þroskaþjálfi óskast nú þegar á sérdeild Víðivalla. Ráðning er til óákveðins tíma. Upplýsingar gefur deildarþroskaþjálfi sérdeildar í síma 54835. Norðurberg Fóstra óskast til starfa á leikskólann Norðurberg. Vinnutími er eftir hádegi. Upplýsingar gefur for- stöðumaður í síma 53484. Smáralundur Fóstra/starfsmaður óskast til starfa á leikskólann Smáralund. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 54493. Nýtt dagvistarheimili Fóstrur og annað uppeldismenntað starfsfólk óskast til starfa á nýtt dagvistarheimili í Hafnar- firði. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 652495 og dagvistarfulltrúi í síma 53444. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði Laus staða Staða bókara er laus til umsóknar hjá Siglu- fjarðarkaupstað. Krafist er góðrar bókhaldskunn- áttu og reynslu í notkun tölvu við bókhald. Laun samkvæmt kjarasamningi Siglufjarðarkaupstað- ar við SMS. Umsóknarfrestur er til 28. mars n.k. Viðkomandi þarf að geta hafið sförf sem allra fyrst. Umsóknum sé skilað á bæjarskrifstofuna, Gránugötu 24, Siglufirði. Bæjarstjórinn á Siglufirði. Þriöjudagur 22. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.