Þjóðviljinn - 25.03.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.03.1988, Blaðsíða 4
Egvarí samneyti heibgra - Þetta kom mér ekkert við Matthías Jochumsson: nóg af draugum en engin óefandi kraftaverk. orðrétt utanbókar. Eg var ekki sérlega duglegur í utanaðbókar- lærdómi og kveið mikið fyrir að binda mig yfir kverlærdómi.Ég hafði rótgróið ógeð á fermingunni sem Guðný amma mín kallaði konfirmasjón. Mér fannst hún heimskuleg og hræðilega væmin. En konfirma- sjónsandinn var svo sterkur og einhuga í Suðursveit, að ég hefði ekki komist upp með að neita að láta ferma mig. Það voru ljót orð í Suðursveit að komast ekki í kristinna manna tölu og vera alla sína ævi heiðingi. Heiðingi var eiginlega safnaðarmeðlimur sjálfs Djöfulsins. Það fannst mér nú samt ekki. Þetta sem nú stóð fram undan, kverlærdómurinn og konfirmasjónin, gerði svo mikið myrkur í huga mínum, að mér fannst lífi mínu að verða í raun og veru lokið. Það yrði aldrei skemmtilegt að lifa framar. Munurinn á Guði og méí Það munar ekki um það. í framhaldi af þessu segist Þórbergur ekki hafa getað fest áhuga við nokkra setningu sem í kverinu stóð og ekki trúað orði sem þar stóð um guð og annað líf. Þó hefur aðeins rofað til einn dag í spurningatíma, þegar séra Pétur á Káifafellsstað fer út í næsta erfiða sáima, þeas. sjálfa eiginleika guðs. Þórbergur segir: „En einn dag útlistaði presturinn fyrir okkur eiginleika Guðs með þessum orðum sem ég hefi munað síðan, af því að það var rím í þeim: „Hann eldist ekki. Hann þreytist ekki. Hann breytist ekki.“ Þetta er besta lýsing sem ég hefi heyrt á Guði. Hún var einföld og skiljanleg hverju barni. Og nú fann ég að það var mikill munur á mér og honum. Ég var stundum þreyttur þegar ég kom úr göngum og smalamennsku og eftir mestu skautalætin á Lóninu. Og ég breyttist. Einu sinni hafði ég gaman af eintrjáningum á tjörn, peningum úr lokasjóði og síðan úr leir. Nú hafði ég það ekki lengur. Og nú var ég orðinn miklu lengri en ég hafði verið fyrir tveimur árum. Þá treysti ég mér ekki til að stökkva fram af Bæjarburstinni. Nú gat ég það. Ég var alltaf að breytast“. Svindl í aitarísgöngu Ekki man Þórbergur til þess að hann hafi upplifað neitt sem orð er á hafandi á fermingardaginn. Hann segist barasta hafa „sloppið slysalaust". Nokkru fleiri orðum eyðir hánn á altarisgöngu í Kálfa- fellsstaðarkirkju viku eða hálfum mánuði seinna og hann lýsir sem skelfilegri raun: „Ég slapp ekki við að ganga til altaris. Mér leiddist. Mér bauð við að liggja á hnjánum frammi fyrir guði. Ég held enginn hafi skammast sín fyrir það nema ég. Ég var snemma skrýtinn í mér. Ég hafði ekki heldur nennt að iæra aitarisgöngubænimar í Kverinu. Ég lá samt ekki á hnjánum aðgerðalaus. Ég las Faðirvorið mitt í staðinn... og ég reyndi að lesa það svo hátt að altarisgöngufólkið heyrði eitthvað þrugl í mér. Ég varð að láta líta svo út, að ég kynni altar- isgönugbænirnar." Og finnst Þorbergi sem ekkert hafi í rauninni gerst nema hvað hann er ögn frjálsari maður en áður: „Ekki man ég til að það hefði nein áhrif á mig að vera kominn í kristinna manna tölu, önnur en þau, að það gladdi mig að vera íaus við kverið og vera búinn að ljúka af að liggja á hnjánum í altarisgöngunni og mega nú róa næsta vetur. Ég var algjörlega trúlaus eftir sem áður. Ég neitaði reyndar aldrei tilveru Guðs né lífi eftir dauðann. En ég skipti mér ekkert af því. Það kom mér ekkert við.“ Að hugsa um annað á meðan Það kom mér ekkert við segir Þórbergur. Má vera að í þeirri lýsingu á andlegri innréttingu sérviturs fermingarbarns nálægt síðustu aldamótum sé vísað á einn höfuðvanda þeirra sem vilja að fermingarbörn taki sitt sakramenti alvarlega: Þau eru blátt áfram á þeim aldri að spurningar eins og þær sem Þórbergur nefnir eru annaðhvort óviðráðanlega óskiljanlegar eða þá svo auðhraktar á brott vegna þess, að það er svo margt annað sem skiptir máli. Nú fæ ég að róa, hugsar Þórbergur. Gunnar Gunnarsson lætur Ugga sinn Greipsson í Fjallkirkjunni einnig verða fyrir þeirri reynslu, sem raunsæishöfundar hafa lengi kunnað að koma til skila: maðurinn er ekki allur í stundinni, einsþótt hátíðleg sé og sjaldgæf, hugurinn reikar víða. Á fermingardag sinn hefur Uggi mest hugann við tvennt - annarsvegar það, hve fínn hann er og vel greiddur, hinsvegar gröf móður sinnar í kirkjugarðinum fyrir utan. Hugurinn bregður á leik, honum verður ekki ORÐABÆKUR ISAFOLDAR ORÐABÓKASETT - AFBORGUN ARSKILMÁLAR Tilvaldar fermingargjafir - Sígild eign ISAFOLD

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.