Þjóðviljinn - 25.03.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.03.1988, Blaðsíða 10
FERMDUR HJA AlfUM íþjóðsagnasafniJónsArnasonarasegirfráFljótapilti sem varfermdurhjáhuldufólki Á Móafelli í Fljótum bjó eitt sinn ekkja ein; ég ætla hún héti Anna. Hún átti dætur tvær og son einn sem Jón hét. Hann var fremur gáfutregur og at- gjörvislítill til sálar og líkama. Þegar þær stúlkur eru á 17. og 18. ári en Jón á 14. var það einn dag í þoku um haustið að þær Móafellssystur fóru til grasa fram á Móafellsdal. Voru þær þar um miðjan dag- inn á einum mó fyrir austan ána. Sáu þær þá hvar tvær stúlkur voru við grös á öðrum mó. Innan skamms bar fund- um þeirra saman og þekktu Móafellssystur ekki stúlkurn- ar. Spurðu þær þær hvar þær ættu heima og sögðust þær eiga heima ekki langt í burtu, en ekki vildu þær greinilega segja nafn sitt né heimili. Nú talast þær ýmislegt við; meðal annars spyrja aðkomustúlk- urnar Móafellssystur hvort þau séu ekki fleiri systkinin, og segjast þær þá eiga bróður á 14. ári. „Því fór hann ekki með ykkur til grasanna?44 „Æ, hann er þetta si sona ofur bjálfalegur,“ segja Móafells- systur og tjá nú hið ljósasta frá atgjörvisleysi hans til líkama og sálar. „Æi, lofiði honum nú með ykkur þegar þið farið næst til grasa; okkur þækti ósköp gaman að sjá hann,“ segja hinar. Nokkru eftir þetta fara Móa- fellssystur aftur til grasa og hafa nú Jón bróður sinn með sér. Fara þær nú hér um á sömu stöðvar; var þá sótþoka. Finna þær þar þá stúlkurnar ókunnugu. Biðja þær að lofa Jóni heim með sér, það skuli ekki verða að honum - „en ekki skulu þið undrast um hann þó hann komi ekki strax aftur.“ Þetta eftirlétu þær systur, enda var Jóni viljugt að fara. Nú líða tímar svo að Jón kemur ekki heim að Móafelli, en ekki var samt hvarf hans alkunnugt, allt þar til á sunnudagsmorguninn í föstuinngangi að drengur kemur sparibúinn að Móafelli og fer til kirkju að Hnappsstöðum; er messað þar um daginn. Þegar prestur fer að spyrja börn gengur drengur fram á kirkjugólfið og lætur spyrja sig. Furðar þá marga á hvað drengnum gengur vel að svara. Nú hverfur drengur aftur frá Móafelli og kemur ekki fyrri en á skírdagsmorgun, sparibúinn Fermingarskór Leðurskór frá PETER KAISER teg. Katy Kr. 4.600.00 litir: hvítt, blátt St. 21/2 - 7 Teg. Gitte Kr. 4.600.00 litir: hvítt St. 4 - 81/2 Eigum einnig mikil úrval af hvítum skóm í mismunandi hælahæðum Domus Medica Sími 18519 Stífla í Fljótum í Skagafirði. Myndin ertekin áður en uppistöðulónið við Skeiðsfossvirkjun færði hana í kaf. i Stíflu var kirkjustaðurinn Knappstaðir eða Hnappstaðir sem segir frá í þjóðsögunni um fermingu hjá álfum. Um Stíflu var þetta kveðið og þarf að gæta að framburði í þriðja vísuorði svo að innrímið kafni ekki: Yxu fíflar foldu á / fengju hníflar heyið. / Ó, hve líflegt yrði að sjá / o’ní Stíflugreyið. • og fer til kirkjunnar. Er hann nú spurður og gengur vel. Eftir messuna nefndi drengur við séra Ólaf að ferma sig, en séra Ólafur var fremur tregur til, þókti dreng- ur hafa sjaldan komið til kirkju, vildi vita hver hefði kennt honum og fleira, og lauk svo að drengur fékk ekkert loforð um ferming- una. Fer nú drengur enn á stað og kemur ekki við á Móafelli. A laugardaginn fyrir páska er barið að dyrum á Móafelli. Kemur þar út önnur systirin. Er þá önnur ó- kunnuga stúlkan komin og biður þær systur að koma snemma í fyrramálið fram á móinn þann í haust á dalnum og vera þá spari- búnar. Á páskadagsmorguninn snemma búa þær systur sig í beztu fötin sín og ganga fram á móinn, en hann var rétt á móti klettum sem kallaðir eru Valshamar. Kemur þá sama stúlkan til þeirra og biður þær að koma með sér yfrum ána. Fara þær nú yfrum ána og koma þar að stórum og glæsilegum kirkjustað. Er þeim þar boðið inn og tekið mjög ást- úðlega. Segjast nú stúlkurnar vera dætur prestsins hérna og eigi nú að ferma Jón litla í dag. Nú fara þær Móafellssystur í kirkju; er þar haldin guðsþjónusta og börn fermd um daginn. Er Jón bróðir þeirra innstur af ferming- arbörnunum; var margt fólk í kirkjunni. Ekki skildu þær systur það sem yfir var haft í kirkjunni, því það var þeim ókunnugt tung- umál, en það sáu þær á öllu að það voru kristnir siðir enda heyrðu þær oft Jesús nefndan. Eftir messuna sagði Jón þeim systrum sínum að sín væri ekki von heim að Móafelli aftur. Og liðu nú nokkur ár; þá kom Jón eitt sinn að Móafelli og bauð þeim systrum og móður sinni í brúðkaup sitt; kvaðst hann nú Fermingargjafirnar í ár Hárblásari System 1-2-3 Vasarakvélin Skeggsnyrtir Áður 1.980 Aður 8.980 Aður 2.200 Aður 5.480 l\iú 1.140 HNú 4.980 HNú 1.280 HlMú 3.680 LOKSINS! Lægraverðen áöðrum Norðurlöndum og Hollandi, svo dæmi sé tekið PFAFF Kringlunni og Borgartúni 20 Áður 1.240 Nú 720 ætla að eiga aðra prestdótturina. Fóru þær nú mæðgur í brúð- kaupið. Gekk það allt af með unun og viðhöfn. Eftir þetta kom Jón aldrei meir til mannabyggð- ar, og lýkur svo þessari sögu. Annars er almenh trú að mikið huldufólk sé bæði á Móafellsdal og Tungudal sem eru óbyggðir dalir í Stíflu. Guðlaug Valdimarsdóttir Ekki mikið umsfáng Guðlaug Valdimarsdóttir, nemandi í 7. bekk L í Álftamýrar- skóla, sagði við Þjóðviljann að það hefði aldrei hvarflað að sér annað en að láta ferma sig og staðfesta þar með barnaskírnina og komast í kristinna manna tölu. Hún sagði að umstangið í kringum ferminguna hjá sinni fjölskyldu ekki vera neitt sérstak- lega mikið. Efst á óskalistanum hjá sér yfir tilvonandi ferming- argjafir sagði hún vera hljóm- flutningstæki, peningar og utan- landsferð. Hvort hún fengi allt þetta vildi hún engu spá um, en þó væri víst að eitthvað af þessu myndi skila sér nk. sunnudag. Guðlaug verður ekki ein um að fermast í fjölskyldunni að þessu sinni því tveir nákomnir ættingjar myndu einnig fermast sama dag. Það yrði því um sameiginlega veislu sem hún hlakkar mikið til, enda væru slíkar veislur oft á tíð- um mannfleiri en þegar aðeins einn fermist og meira um að vera. Hún sagðist hafa haft mjög gaman af fermingarundirbúning- inum og hafa fræðst geysimikið um kristna trú sem hún sagðist 10 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.