Þjóðviljinn - 25.03.1988, Blaðsíða 8
Magnús S. Kristinsson:
Noto gjafimar ennþá
Bíðum nú við, jú það eru sex-
tán ár síðan, sagði Magnús S.
Kristinsson, starfsmaður hjá Ra-
dióbæ í Ármúlanum, er við for-
vitnuðumst um hve langt væri um
liðið frá fermingunni.
Ég fékk heilmikið af gjöfum,
sagði Magnús; og sumt af þeim
nota ég enn, til dæmis skrifborð,
skrifborðsstól og úr. Pá fékk ég
þrettán þúsund krónur í pening-
um, en upphæðina man ég enn
vegna þess að ég byFjaði á sjón-
um stuttu seinna, og þá var þetta
hálf trygging hjá háseta.
Athöfnin sjálf segir Magnús að
sé sér minnisstæð, en hann
fermdist í Fríkirkjunni í Hafnar-
firði. Fermingarsystkinin voru
milli fimmtán og tuttugu talsins,
en veislugestirnir helmingi fleiri
og vel það, eða milli fjörutíu og
fimmtíu manns, mest fjölskyldan
eins og gengur.
Á hinn bóginn treysti Magnús
sér ekki til að fullyrða hvað hefði
verið borið á borð í fermingar-
veislunni. Minnti þó að það hefði
verið kaffi og bakkelsi, en sagði
að það væri vænlegra til árangurs
að spyrja foreldra sína um þá
hluti.
Magnús S. Kristinsson: Pening-
agjafirnar jafngiltu hálfri trygg-
ingu háseta. Mynd: Sig.
Þóra Runólfsdóttir:
Ekkertað
„mjúku“
pökkunum
- Það var dansað í fermingar-
veislunni minni og spilað undir á
píanó og harmóniku, en ekkert
áfengi var veitt; hér áður var
brennivínsdrykkja alvanaleg í
fermingar- og brúðkaupsveisl-
um, en þegar ég var að fermast í
stríðslokin var þessi ósiður mikið
að leggjast af sem betur fer, sagði
Þóra Runólfsdóttir, verslunar-
maður í Síðumúlanum.
- Ég var fermd í Dómkirkj-
unni hjá séra Bjarna, sagði Þóra.
sem samanstendur af;
Kransaköku, rjómatertu, Sachertertu,
Allt fyrir konuna", Mokkatertu, brauðtertu,
skúffuköku og snittum
Losnið við áhyggjurog fyrirhöfn
^s\ Heimsendingarþjónusta
erðhugmyndir
20 manna veisla
13.500.-
30 manna veisla
18.900.-
40 manna veisla
24.400.-
Þóra Runólfsdóttir: Einhveija
peninga fékk ég í fermingargjöf.
Þeir voru lagðir á bankabók þar
sem þeir urðu að engu.
Mynd: Sig.
Þetta var ósköp venjuleg ferm-
ingarathöfn og ekkert sérstakt
um hana að segja. Þó vildi svo
einkennilega til að pabbi gat ekki
verið í kirkjunni vegna þess að
hann fór að taka á móti systur
minni sem var að koma frá Dan-
mörku. Þennan dag hitti ég þessa
systur mína í fyrsta sinn, og því
má segja að fermingarveislan mín
hafi jafnframt verið fagnaðar-
veisla fyrir hana, sagði Þóra.
- Gjafirnar voru mest skart-
gripir og fatnaður, en á þessum
árum þótti ekki margt að þvt að fá
„mjúka“ pakka, það var nefni-
lega erfitt að fá fatnað, sérstak-
lega skófatnað. Ég man ég fékk
hvít rússastígvél sem svo voru
kölluð. Þetta voru upphá leður-
stígvél, eins og, kósakkastígvél,
og keypt hjá Hvannbergs-
bræðrum sem þá voru með búð
niðri í Hafnarstræti. Kommóðu
fékk ég líka, en þá var til siðs að
gefa slíkt.
- Einhverja peninga fékk ég í
fermingargjöf eins og gengur.
Þeir voru lagðir í banka þar sem
þeir urðu að engu, sagði Þóra.
HS
Buxur...........
Skyrtur.........
Rúskinnsjakkar
Leðurjakkar.....
Kr. 7.500.||
Kr. 2.890.fn fe
Kr. 1.780.-
Kr. 8.900.-
Kr. 13.900.-
FYRIR ALLA
SNORRABRAUT
Kjörbók Landsbankans-Góð bók
fyrir bjarta framtíð L