Þjóðviljinn - 25.03.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 25.03.1988, Blaðsíða 15
ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Hafði ég nú gert einhverjar skammir af mér? Það hlaut að vera úr því að presturinn hafði svo mikið við að kalla mig afsíðis. Ég fékk bara ómögulega áttað mig á því í hverju afbrot mitt gæti verið fólgið. Ég mundi ekki betur en mér hefði tekist að svara öllum spurningunum rétt, og þótt mér hefði orðið það á að renna augun- um einstöku sinnum yfir í stelpnabekkinn, - þær sátu nefni- lega allar í sama bekknum -, þá gæti það nú varla talist ámæli- svert athæfi og ekki minntist ég þess að slíkt væri nokkurs staðar beinlínis bannað í biblíusögunum eða kverinu. - Nú ert þú að þessu sinni eina fermingarbarnið í Rípursókn, sagði sr. Guðbrandur. - Ef þú vilt síður fermast einn þá er velkomið að ég fermi þig með hinum ferm- ingarbörnunum, annað hvort á Hofsstöðum, hér í Viðvík eða heima á Hólum, það er að segja hafi foreldrar þínir ekkert á móti því. Ég skildi að það var nær- gætnislegt af st. Guðbrandi að minnast á þetta en sjálfur hafði ég ekkert um það hugsað. Hafði bara talið það sjálfsagt að ég yrði fermdur á Ríp. Ég sá í hendi minni að það mundi leiða af sér aukið umstang fyrir fólkið heima, sem ætlaði að vera við ferminguna, að þurfa að fara þetta langt, því auðvitað yrðu allir að fara ríðandi, ekki var um bíla að ræða m.a. vegna veg- leysis. Út í Ríp var hins vegar auðvelt að ganga fyrir þá sem það vildu. Ogsvohafði églíka,satt að segja, ekkert á móti því að ferm- ast einn. Ég var nokkurn veginn viss um að gata ekki í trúarjátn- ingunni né á öðrum þeim spurn- ingum sem fyrir mig kynnu að verða lagðar. Og loks var svo augljóst að það tæki enn styttri tíma að ferma mig einan en stór- an hóp. Svo ég þakkaði sr. Guð- brandi bara fyrir hans vinsamlega tilboð en kvaðst þess albúinn að fermast einn. / krístinna manna tölu Svo rann fermingardagurinn upp með sunnangolu og sólskini. Ég labbaði út á Jörundarhöfða, en það er klettahöfði nyrst á tún- inu, lagðist þar niður í ilmandi grasbrekku og hlýddi sjálfum mér yfir svörin við því sem ég taldi líklegt að sr. Guðbrandur myndi spyrja mig um. Svo var haldið til kirkjunnar og ég auðvit- að á Sleipni mínum. Kirkjan var troðfull svo að ég, sem allt snerist þó um, komst varla fyrir. Mér tókst að svara öllum spurningum prestsins og reyndi að tala svo hátt og skýrt, að heyrast mætti um alla kirkjuna svo viðstöddum yrði það ljóst hvílíkan guðfræði- garp þarna væri verið að taka í kristinna manna tölu. En eitt fór úrskeiðis. Þegar taka átti til náðarmeðalanna fyrirfundust þau hvergi. Sókn- arnefndin hafi einfaldlega gleymt því að kaupa messuvínið og obláturnar. Ekki var því um ann- að að gera en að slá altarisgöng- unni á frest. Ég harmaði það nú ekki svo mjög, þótt skömm sé frá að segja. En mér var uppálagt að koma til kirkjunnar þegar mess- að yrði næst og þá skyldi gengið frá fermingunni til fulls. Hnakkurínn góði Fermingargjafir? Jú, eitthvað var um þær þótt lítilfjörlegar kynnu að þykja nú til dags. Samt þótti mér vænt um þær og eina þó miklu mest. Það var nýr hnakkur sem kostaði heilar 100 kr., stórfé í þá daga. Ég átti hest og beisli en engan hnakk og betri gjöf var ekki hægt að fá. Þegar fermingarveislunni var lokið sótti ég Sleipni minn, lagði á hann nýja hnakkinn, reið fram á Borgareyju og kom ekki heim fyrr en seint um kvöldið. Kannski finnst einhverjum að það hafi ekki verið vel viðeigandi af mér að rjúka svona burt á sjálfan fermingardaginn, en ég held að allir heima hafi skilið mig. En hvað svo með altaris- gönguna? Já, það fór nú heldur en ekki úrskeiðis. Þegar næst var messað á Ríp var sauðburðurinn byrjaður. Pabbi sinnti honum alltaf sjálfur og reið til ánna á Borgareyjunni tvisvar á dag. Hann var að vísu organisti við Rípurkirkju en þegar á þurfti að halda hljóp Jón í Ási í skarðið. Og svo var í þetta skipti. Ég hafði, frá því ég var 11 ára gam- all, ávallt aðstoðað pabba við lambféð. Nú vissi ég að yngri bræður mínir færu að taka við því embætti. Þetta gat orðið seinasta vorið mitt við þessi skemmtilegu störf og því vildi ég engum degi sleppa. Það sagði ég pabba. - Jæja, sagði hann, - ég skal tala við sr. Guðbrand. Það vissi ég að hann gerði en hvað þeim hefur farið á milli veit ég ekki. Seinna þetta sama sumar fór ég tvisvar sinnum til kirkjunnar. I bæði skiptin gaf sr. Guðbrandur sér tíma til þess að tala við mig stundarkorn en aldrei minntist hann á altarisgönguna. Mér þykir þannig líklegt að ég hafi aldrei verið fermdur nema að hálfu leyti. - mhg VERSLUNIN LEÐUR Snorrabraut 27 - Sími 13833 Brúnn, síðurkvenjakki Verð kr. 16900,- Brúnn herrajakki Verð kr. 14500,- Höfum úrval leðurjakkaá fermingarbörn. Svarturherrajakki Verðkr. 10500,- Brúnn kvenjakki Verðkr. 12500,- r AFMÆLISDAGBOK Sígild fermingargjöf Jóhannes úr Kötlum tók saman Verð kr. 1.875.- Litir rautt eða blátt ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.