Þjóðviljinn - 25.03.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.03.1988, Blaðsíða 7
Jón Brynjar Birgisson Vill vera krist- inn Jón Brynjar er fyrsta ferming- arbarnið í sinni fjölskyldu og það hefur aldrei vafist fyrir honum að gera það ekki. Hann sagðist hlakka mikið til að komast í krist- inna manna tölu enda væri það vilji hans að vera kristinn. Hann sagði við Þjóðviljann að hann væri þó nokkuð spenntur fyrir fermingardeginum enda stór stund fyrir hann og fjölskylduna. Fermingarveislan verður haldin út í bæ í litlum sal sem leigður er fyrir veisluna. Með því sparist mikil fyrirhöfn sem henni fylgdi með því að halda hana í heima. Hann sagði undirbúninginn hafa verið í lagi að mörgu leyti en þó hefði hann verið í styttra lagi að sínum dómi og helst farið of hratt yfir sögu, en þetta væru þó smáatriði í samanburði við sjálfa ferminguna. Jón sem er nemandi í 7. bekk M í Álftamýrarskóla, sagðist bara vita um einn nemanda sem ekki lætur ferma sig í ár, en að öðru leyti væri mikil samstaða meðal krakkanna að láta ferma sig, enda fylgir því ákveðin til- hlökkun og skemmtan sem ekki væri hægt að fórna á altari ein- hverrar sérvisku. -grh ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Kraftmiklir 1000 watta hárblás- arar, nýtísku litir. Verð kr. 790. Krullujárn með hárblásara, þurrkar líka. Verð frá kr. 990. Verslið í hlýlegu umhverfi. Börn eru velkomin til okkar. Einar Farestveit&Co.hf. BOROARTÚN 28, SÍMAR: (91) 16999 OO 622900 - NAEO BÍLASTMÐI SL-3047 Glæsileg samstæða með digital tuner, 2 kassettutæki, tónjafnari, plötuspilari, 2 stórir hátalarar (Dantax). Verð kr. 25.900 stgr. Hagstæð greiðslukjör. RT-6036 Fjörmikið stereó ferðatæki, 4 hátalarar, 14 wött 4 bylgjur, snertihnappar. Lipurt kassettutæki. Verð kr. 6.270 stgr. ■elecbric hársnyrtitæki fyrir bæði kynin. Jónas Pór Jónasson Svolítið spenntur Jónas Þór Jónasson, nemandi í 7. bekk M í Álftamýrarskóla sagðist vera svolítið spenntur vegna fermingarinnar sem fram fer í Grensáskirkju nk. sunnu- dag, 27. mars. Hann er síðastur í röðinni af fimm í sinni fjölskyldu sem fermist, en hann sagðist ekki eiga von á því að hann fengi eitthvað meira af gjöfum út á það. Heima fyrir væri allt á fullu við undirbúning fyrir komandi ferm- ingu; allt þrifið og snurfussað eftir kúnstarinnar reglum enda ekki nema von þar sem fermingin væri stór stund í sinni fjölskyldu nú sem endranær. Aðspurður um hvort hann væri búinn að fá einhver vilyrði fyrir væntanlegum gjöfum, sagði hann svo vera og meðal þeirra væri ut- anlandsferð. annað hvort til Am- eríku eða Italíu. Hann sagðist ekki vera búinn að gera það upp við sig hvert hann vildi fara, en það yrði ekkert vandamál þegar að því kæmi. Hann vildi þó ekki gera mikið úr tilvonandi gjöfum að öðru leyti þar sem sjálf fermingin væri aðalatriðið og undirbúningurinn fyrir hana hefði verið mjög skemmtilegur tími sem hann hefði ekki viljað missa af. -grh FULL BÚÐ AF ÚRVALS j^GJÖFUM TOSHIBA Hljómtækjasamstæður -hagstætt verð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.