Þjóðviljinn - 25.03.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.03.1988, Blaðsíða 6
Einar P. Pálsson Hlakkar til femingarinnar Einar P. Pálsson, nemandi í 7. bekk L í Alftamýrarskóla verður fermdur nk. sunnudag 27. mars í Grensáskirkju, en í ár er það þjóðhátíðarárgangurinn frá 1974, sem fermist og staðfestir þar með barnaskírnina og játar kristna trú. Einar sagöist vera fullur til- hlökkunar vegna fermingarinnar og sagöi að það hefði aldrei verið spurning um að gera það ekki í sínum huga. Aðspurður hvort svo væri almennt meðal jafnaldra hans sagði hann svo vera. Hann sagði að eflaust yrðu gjafirnar vænlegar sem hann fengi en hvort þær verða dýrar og margar kæmi ekki í ljós fyrr en á sjálfan fermingardaginn. „Eflaust kostar svona ferming eitthvað fyrir foreldrana, en ég held að það verði ekki meira en gengur og gerist í mínu tilfelli. Fyrir mig er aðalatriðið með fermingunni að kynnast Guði betur en nú er, enda er ég trúað- ur. Tilstandið og allt sem fylgir fermingunni er ekki aðalatriðið þó það sé kærkomin tilbreyting frá hversdagsleikanum," sagði Einar P. Pálsson við Þjóðviljann. -grh Erla Magnúsdóttir „Auðvitað lætég ferma mig“ „Ég er fyrsta barnið í minni fjölskyldu sem fermist og vafa- laust mun því fylgja einhver kostnaður fyrir fjölskylduna. En ég hef alltaf verið hörð á því að láta ferma mig enda er ég trúuð og gekk í sunnudagsskóla hér áður fyrr,“ sagði Erla Magnús- dóttir, nemandi í 7. bekk M í Alftamýrarskóla við Þjóðviljann. Erla sagði að efst á óskalistan- um yfir fermingargjafir væru hljómflutningstæki með geisla- spilara, en hún væri búin að fá það staðfest að meðal fermingar- gjafanna væri nýtt rúm sem hún fengi frá fjölskyldunni. Aðspurð um hvort allir jafn- aldrar hennar láti ferma sig, sagði hún svo vera en þó vissi hún um einn sem ætlaði ekki að láta ferma sig en ástæðuna fyrir því vissi hún ekki. Fermingarundirbúninginn sagði hún hafa verið skemmti- Iegan en fátt í honum hefði komið sér á óvart. Hún sagðist hlakka mikið til fermingardagsins en vera jafnframt kvíðinn eins og jafnan þegar eitthvað mikilvægt væri framundan. -grh FERMINGARFÖT piloi HAFNARSTWETN6.101 R. sími 12180 TIL FERMINGARGJAFA 5 MANNA TJÖLD 3 MANNA TJÖLD Tjaldhimnar á flestar gerðir tjalda. Tjalddýnur, bakpokar og allt annað í útileguna. Þýskir svefnpokar, mjög góðir og vandaðir. PÓSTSENDUM SEGLAGERÐIN ÆGIR Eyjagötu 7 — Örf/rísey — Reykjavik Sími 621780

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.