Þjóðviljinn - 31.03.1988, Síða 2

Þjóðviljinn - 31.03.1988, Síða 2
Fjórtán komma fímm prósent raunávöxtun á Kjörbók Raunávöxtun Kjörbókar fyrstu 3 mánuöi þessa árs jafngildir hvorki meira né minna en 14,5% ársávöxtun. Auðvitað kemur frábær ávöxtun hvorki höfundum né reyndum Kjörbókarlesendum á óvart, þvíþeir vita að á Kjörbókinni erallt tekið með í reikninginn. Þeir eru líka ófáir Kjörbókareigendur sem horfa björtum augum til 1. maí, þvíþá verður 16 mánaða vaxtaþrepið reiknað út í fyrsta sinn. Hjá þeim verður þessi ávöxtun 15,9% og 24 mánaða þrepið gefur 16,5% ávöxtun. Grunnvextir á Kjörbók frá 1. apríl eru 26%, 27,4% afturvirkir vextir eftir 16 mánuði og 28% eftir 24 mánuði. Og verðtryggingarákvæðið tryggir hámarksávöxtun hvað svo sem verðbólgan gerir. Já það er engin tilviljun að Kjörbókareigendur eru margir. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Lífleg sýning hjá SOGU Leikklúbburinn SAGA á Akureyri. Grænjaxlareftir Pétur Gunnarsson. Leikstjóri: Arnheiður Ingimundardóttir. Lýsing: Skúli Gautason og Magnús Sigurólason. Sýningarstjóri: Rebekka Þráinsdóttir. Frumsýning: Fimmtudagur 17. mars 1988. Leikklúbburinn SAGA á Akur- eyri var stofnaður árið 1976 og hefur starfað af miklum krafti allar götur síðan. Klúbb- urinn hefur fært upp hátt í tut- tugu leikverk og er fyrir löngu orðinn fastur liður í menning- arstarfsemi bæjarins. Forráðafólk SÖGU, sem flest er æskufólk á framhaldsskóla- aldri, hefur verið duglegt og áhugasamt um samstarf við áhugaleikfélög á hinum Norður- löndunum og tekið þátt í samsýn- ingum þar og auk þess farið í leikför til Danmerkur og víðar. í kynningarpistli í leikskrá um starfsemi klúbbsins fær bæjar- stjórn Akureyrar heldur kaldar kveðjur þar sem skýrt er frá því að vegna niðurskurðar á framlagi bæjarins geti klúbburinn ekki tekið þátt í samnorrænu verkefni FENRIS ‘89. Er hörmulegt til þess að vita og vonandi að ráða- menn bæjarins finni einhverja leið til þess að styrkja klúbbinn í „þessu einstaka norræna sam- starfi og einhverju mesta menn- ingarframtaki íslenskrar æsku“ eins og segir í leikskrá. Sýning Leikklúbbsins SÖGU á Grænjöxlum eftir Pétur Gunn- arsson var bráðskemmtileg og lif- andi. Texti Péturs er hnyttinn og flettir miskunnarlaust ofan af skinhelgi fullorðna fólksins auk þess sem þjóðfélagsádeilan stendur í fullu gildi þótt rúmur áratugur sé síðan verkið var skrif- að. A frumsýningunni mátti reyndar vart á milli sjá hverjir skemmtu sér betur leikarar eða áhorfendur enda er leikgleðin og æskufjörið m.a. það sem gerir þessa sýningu svo heillandi. En leikgleðin ein er auðvitað ekki nóg - hana þarf að virkja og aga og það hefur leikstjóranum, Arn- heiði Ingimundardóttur, tekist með ágætum. Aðalhlutverkið, Kára, ung- linginn sem verkið snýst um, lék Friðþjófur Sigurðsson. Friðþjóf- ur skilar hlutverkinu með sóma, framsögnin er skýr og svipbrigðin bera þess augljósan vott að hér er enginn viðvaningur á ferð. Dóra, vin Kára, leikur Gunnar Gunn- steinsson.Gunnarfer á kostum og í meðförum hans verður Dóri ekki síður eftirminnilegur en Kári. Þau Rebekka Þráinsdóttir og Þráinn Brjánsson leika for- eldra Kára af festu og innlifun. Svipbrigði þeirra og Kára í ferm- ingarsenunni eru hreint óborgan leg. Stelpurnar Grétu og Láru leika þær Helga Hlín Hákonar- dóttir og Ásta Júlía Theódórs- dóttir og gera báðar hlutverkum sínum góð skil. Aðrir sem fram koma í sýningunni eru: Snorri Ásmundsson, Rósa Rut Þóris- dóttir, Hildigunnur Þráinsdóttir, Garðar Á. Árnason, Haraldur Davíðsson, Freyr Vilhjálmsson, Inga Vala Jónsdóttir og Erna Káradóttir. Tónlistin í sýningunni er eftir aðstandendur Spilverks þjóð- anna og er hér flutt af hljómsveit sem kallar sig Bláar framtcnnur. Hana skipa Inga Vala Jónsdóttir (söngur), Haraldur Davíðsson (gítar, söngur) og Freyr Vil- hjálmsson (bassi). Stóðu þau að sínum hluta sýnsingarinnar af smekkvísi og næmi. Leikklúbburinn SAGA mun sýna Grænjaxla í Dynheimum á Ákureyri um páskana og hvetur sá er þetta ritar alla þá sem tök hafa á að sjá sýninguna. Hún á fullt erindi við okkur öll - auk þess sem fróðlegt er að kynnast starfsemi Leikklúbbsins SÖGU sem vonandi á langa framtíð fyrir sér. Óttar Einarsson Myndlist Sigurður M. Sólmundsson sýnir í Hveragerði ( dag kl. 10.00 opnar Sigurður M. Sólmundsson myndlistarsýn- ingu í Félagsheimili Ölfusinga í Hveragerði. Þetta er áttunda einkasýning Sigurðar, sem að þessu sinni sýnir 35 myndir, allar unnar 1987- 1988. Eins og endranær vinnur Sigurður myndir sínar úr hreinu grjóti, mosa, timbri og járni. Einnig eru á sýningunni vel útbú- ið grillhús og gestabækur unnar úr tré. Sýningin stendur til 4. apríl og er opin daglega kl. 10.00-22.00. LG.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.