Þjóðviljinn - 31.03.1988, Side 12
Sníkjudýrin drógu hann
niður í hafcjó smjaðursins
Stefna Khrúsjovs í etna-
hagsmálum var einn veikasti
hlekkurinn í stjórnsýslu hans.
Hann skildi dæmið þannig fyrst
og fremst, að það þyrfti að breyta
um stjórnunaraðferðir í kerfinu -
í Ríkisáætluninni og ráðuneytun-
um. En hann skildi ekki þýðingu
djúptækra kerfisbreytinga sem
gætu breytt starfsaðstæðum og
lífi framleiðenda sjálfra - verka-
manna, bænda, tæknimanna.
Bróðlœti og
hœpnar tölur
Þetta kom vel fram þégar unn-
ið var að nýrri stefnuskrá Komm-
únistaflokksins árið 1961. Menn
deildu um það, hvort í henni ættu
að vera tölur um efnahagsþróun
landsins og stöðu þess í samkepp-
ni við aðra á alþjóðavettvangi.
Formaður Efnahagsráðsins,
Zasjadko, kom með tillögur þar
að lútandi á fund starfsnefndar.
Nefndarmönnum fannst, að tölur
þær sem hann þuldi um þróunar-
hraða sovésks framleiðslukerfis
og hins bandaríska væru úr lausu
lofti gripnar, þær tækju óskhyg-
gju fram yfir veruleikann.
En Zasjadko sjálfur batt fljót-
lega endi á þessa umræðu með
því að benda á ákvörðun sem
Khrúsjov hafði sjálfur skrifað á
handrit hans: Þetta á að fara í
stefnuskrána. Með þessum hætti
komust inn í stefnuskrá flokksins
tölur sem áttu að sýna að á ní-
unda áratugnum mundum við ná
Bandaríkjunum og fara fram úr
þeim, sem náttúrlega tókst ekki.
En gleymum heldur ekki and-
rúmslofti tímans. Þótt að fáir
tryðu á tölur Zasjadko vantaði
hvorki áhuga né bjartsýni. Menn
voru sannfærðir um að Stefnu-
skráin nýja greiddi leið meirihátt-
ar umbótum og framförum. Og
menn hættu ekki við allt saman
þótt Khrúsjov færi frá völdum. í
september 1965 var þrátt fyrir
það kallaður saman aðalfundur
miðstjórnar um umbætur í efna-
hagsmálum. En neikvæð afstaða
Brézhnevs til umbótanna gerði
svo viðleitni næstu ára á undan að
engu.
Undarlegt
bandalag
gegn Khrúsjov
Ekki tók betra við þegar Khrú-
sjov vildi breyta til í ríkiskerfi og
stjórn flokksins. Hver skyldi hafa
„laumað að“ Khrúsjov þeirri
hugmynd að hollt væri að skipta
héraðsnefndum flokksins í iðnað-
arnefndir og landbúnaðarnefnd-
ir? Mér segir svo hugur, að það
hafi verið af illu ráði gert - til þess
að grafa endanlega undan trausti
Khrúsjovs meðal ábyrgðar-
manna í flokknum. Þær yfir-
sjónir sem hér voru nefndar voru
fundar Khrújsov til foráttu á að-
alfundi miðstjórnar Kommún-
istaflokksins í október 1964. Þar
varð til undarlegt sambýli pólit-
ískra afla - allt frá þeim sem vildu
fylgja eftir umbótum í anda 20sta
flokksþingsins (þegar fyrst var
hróflað við Stalín) og til íhalds-
manna og stalínista í felum. Allir
tóku þeir höndum saman gegn
leiðtoga sem hafði komið flestum
þeirra til metorða. Seinni atburð-
ir leiddu það í ljós að Khrúsjov
var ekki fyrst og fremst bolað frá
vegna „geðþóttastjórnarhátta"
heldur vegna óstýriláts umbóta-
þorsta hans. Vígorð „stöðug-
leikans", sem nýir valdhafar tóku
upp, lögðu tii langs tíma hömlur á
þær umbætur sem brýnar voru.
Sjálft orðið „umbætur" og tilvís-
anir til 20sta flokksþingsins urðu
hættulegar og bundu endi á pólit-
ískan frama margra stuðnings-
manna slíkrar stefnu.
Enginn er
spámaður...
Það hefur farið eins fyrir Khrú-
sjov og mörgum umbótamönnum
öðrum - hann hefur ekki notið
sannmælis í vitund fjöldans. Þjóð
sem eitt sinn setti ívan grimma á
stall og fordæmdi Borís Godún-
ov, gat ekki að Stalín gengnum
fallist á leiðtoga sem sviptur var
dularljóma, jarðbundinn mann
og bersyndugan, sem lét sér
verða á augljósar skyssur. Á tím-
um „hlákunnar" var þetta hér
haft eftir Sholokhov (rithöfundi)
um Stalín: „Vitanlega var um
dýrkun að ræða, en það var þó
um persónu að ræða líka“. Með
öðrum orðum - hér var sneitt að
Khrúsjov sem manni sem miklu
smærri var í sniðum en Stalín.
Sneitt að manni sem talinn var
hafa gripið upp kórónuna sem lá
fyrir hunda og manna fótum - líkt
og Kládíus í leikriti Shakespear-
es.
En um leið var Khrúsjov á
Vesturlöndum settur á sama þrep
og John F. Kennedy og Jóhannes
páfi 23ji og menn röktu versnandi
andrúmsloft í alþjóðamálum á
seinni hluta sjöunda áratugarins
til þess að þessir forystumenn
höfðu horfið af sviðinu, hver með
sínum hætti. Út voru gefnar
margar bækur um „krúshjovism-
ann“ sem nýjan straum í sósíal-
ismanum.
Nú mætti segja: Enginn er spá-
maður í sínu föðurlandi - en mál-
ið er flóknara en svo. Má vera að
Ernst Néízvestnyj, sem Khrúsjov
reifst við á frægri myndlistarsýn-
ingu, hafi komist næst því að lýsa
honum. Minnisvarði hans á gröf
Khrúsjovs - bronshöfuð og á bak
við hvítur og svartur marmari -
lýsir með skýrum táknrænum
hætti þverstæðum „hlákunnar"
og aðalhetju þess tíma.
Pað sem gott
hann gjörði
Nú, aldarfjörðungi síðar, þeg-
ar við berum saman tímann fyrir
1964 (þegar Khrúsjov var steypt
af stóli) og eftir, þá sjáum við
betur fyrir okkur styrk Khrúsjovs
og veikleika hans. Hans mesta
afrek var að brjóta niður Stalíns-
dýrkunina. Það reyndist óaftur-
kræft, þrátt fyrir allar huglausar
tilraunir til að reisa við stallinn.
Það tókst ekki. Það var semsagt
búið að plægja nægilega djúpt.
Karlmannleg ákvörðun um að
veita uppreisn æru fjölmörgum,
kommúnistum jafnt sem flokks-
leysingjum, sem höfðu sætt of-
sóknum og verið teknir af lífi,
endurreisti réttlætið, sann-
leikann og heiðurinn í lífi flokks-
ins og þjóðarinnar. Mikið högg -
ekki alltaf markvisst að vísu - var
greitt ofstýringu, skrifræði og
embættishroka.
Á stjórnarárum Krúsjovs var
byrjað á endurbótum í landbún-
aði - hækkað var innkaupaverð á
afurðum, skattar á bændur stór-
lækkaðir, tekin var upp ný tækni.
Þrátt fyrir marga ágalla varð ný-
ræktin í Kazakstan til þess að
bæta framboð á matvælum.
Khrúsjov reyndi að láta sveitirn-
ar læra af erlendri reynslu í bú-
skap. Jafnvel áhugi hans á maís-
rækt var af hinu góða, þótt hon-
um fylgdi barnalegar öfgar. Þá
spillti og trúin á stærðina miklu
en hún leiddi til þess að takmark-
aður var verulega einkabú-
skapur.
Út í geiminn
Ég minni og á það að við nafn
Khrúsjovs tengjast meirháttar
afrek í tækni og vísindum, sem
gerðu það mögulegt að ná til
jafns við Bandaríkin í hernaðar-
mætti. Enn stendur okkur öllum
lifandi fyrir hugskotssjónum
mynd af þeim saman Khrúsjov og
fyrsta geimfaranum, Júrí Gagar-
ín. Friðsamleg sambúð, sem boð-
uð var á 20sta flokksþinginu,
varð, eftir átökin á Karíbahafi
(Kúbudeilan) æ traustari grund-
völlur fyrir samninga og mála-
miðlanir við Vesturveldin.
Á þeim tíma hófst flokkurinn
handa um lausn á mörgum félags-
legum vandamálum. Lífskjör
tóku að batna í borg og sveit. En
þær félagslegar og efnahagslegar
endurbætur sem fitjað var upp á
fjöruðu síðan út. Harmsögulegir
atburðir í Ungverjalandi 1956
greiddu vonum umbótasinna
Saga
Níkítu
Khrúsjovs
Fjórði hluti
í lok greinar sinnar um stjórnartíð Níkítu Khrúsjovs
greinir Fjodor Búrlatskí frá því, hvað það var sem að
hans dómi varð Khrúsjof að falli. Hann telur að Khrú-
sjof hafi spillt fyrir sér með fljótfærnislegum stefnu-
breytingum, ekki tryggt sér bakhjarl hvorki í flokknum
né heldur meðal almennings og hann segir það af-
drifaríkt að þessi baráttumaður gegn „persónudýrk-
un“ á Stalín stóðst ekki þá freistingu að láta lofsyngja
sig fyrir sönn afrek og vafasöm.
Khrúsjof í ræðustóli: Hann sem barðist gegn persónudýrkun féll í sömu gryfju sjálfur.
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Páskablað