Þjóðviljinn - 31.03.1988, Side 14

Þjóðviljinn - 31.03.1988, Side 14
KROSSGATA Nr. 611 1 2 3 W z— 7- T~~ 2 9 T 10 i) )2 )3 II íí y )5 *>' JC? W 2 ;? ¥ 2 f ;í>" £ 12 T~ )/ & >¥■ )sr ÍT )É w ÍT 2/ )S y 2? 22 É3 )¥- b 2'0 T~ )¥ 9 & V 2¥ -g— 9 y )) 5 $5 d 9 T~ 23 3 ;9 n TZ 12 !> )¥ W~ 12 26> W )i 22 JT ¥ ¥ f ) ¥ jr s )¥ 7T~ 2T“ <7 T W~ )8 T~ ¥ 'f- JT~ )¥ T~ )¥ 2? )S b ;9 TT~ 1 V y )2 2r ¥ IX *> V r? (p (? )S r~ )2 IZ ryl V ¥ W~ T )? )) V W~ )(r JT~ n )S io w~ W ái w )2 f )¥ 21 /9 1 T 12 ¥ )# )7 3/ 2^ )r AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá karlmannsnafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síöumúla 6, Reykjavík merkt: „Krossgáta nr. 611“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verð- launin verða send til vinningshafa. 2b n 9 \25 JS s )5 é (o Stafirnir mynda íslenskt orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lárétt eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi í hvern sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í stað á eða öfugt. Lausnarorð úr krossgátu 608 var Gesthúsavör. Dregið var úr réttum lausnum og verðlaunin, Kvæðasafn Guðmundar Böðvarssonar, komu í hlut Ásu Torfadóttur, Hringbraut 48, Reykjavík. Ceiðsögn um landið sf. © KMÆJAffKLAUSTUR ~ SKAFTAFELL Á HRINGVEGINUM 5 Verðlaunfyrirkrossgátu611 er hljóðsnælda með leiðarlýsingu um Skaftafellssýslur frá Kirkju- bæjarklaustri til Skaftafells.gefin út af Leiðsögn um landið sf. Rímur af Walti Háskólakórinn flytur DISNEYRIMUR eftir Þórarin Eldjárn Tónlist og stjórn: Árni Harðarson Leikstjórn: Kári Halldór Á þeim tíu árum sem liðin eru síðan Þórarinn Eldjárn gaf út Disneyrímur sínar munu þær hafa aflað sér allvaranlegra vin- sælda meðal bókelskra manna sem ennþá unna einmiðlunum (sem Þórarinn kallar svo til að- greiningar frá fjölmiðlunum). Það var líka skrambi skemmtileg hugmynd að tefla elstu samhang- andi bókmenntahefð íslendinga fram gegn lágkúru vitundariðn- aðarins. Rímnaformið reyndist prýðilega fært um að gera Disney og félaga hans í vitundariðnaðin- um dálítið hallærislega, líkasta búralegum, kænum en ögn vit- grönnum bændakurfum. Þórar- inn fer hinar hefðbundnu leiðir rímnaskálda, tekur sögu af fræg- um manni og færir hana í rímaðan búning, hefur hverja rímu á man- söng, skiptir um bragarhætti til að auka fjölbreytni, en brúkar nýtískulegt orðfæri sem fer all- kostulega saman við formið gamla. Úr þessu öllu verður skemmtileg blanda. Hér til forna hefði engum blandast hugur um hvernig flytja skyldi Disneyrímur í heyranda hljóði. Ekki hefði þurft annað til en eitt stykki kvæðamann. Nú finnast slíkir ekki lengur nema örfá sérvitur gamalmenni og þætti auk þess sennilega skelfi- lega grátbroslegt að heyra þessa gömlu list hafða í frammi. En nú hefur Árni Harðarson lagt út í það ævintýri að reyna að búa Disneyrímur til flutnings með nú- tímalegum hætti, láta kór sinn flytja rímurnar allar undir lögum Leiklist SVERRIR HÓLMARSSON sem minna á rímnalögin gömlu, setja þetta allt upp á svið með leikrænum tilburðum og sögu- manni og láta flytja undirleiks- laust. Þetta er býsna djarft leikið. En hvernig tekst svo til? Sem leikræn uppákoma er þetta ekki sérlega vel heppnað. Textinn er lítt dramatískur í eðli sínu, hér Iiðast hin epíska frásögn áfram í breiðum farvegi. Ágæt og verulega kraftmikil frammistaða Halldórs Björnssonar breytti engu um þessa staðreynd, né heldur fjölbreytilegar og út af fyrir sig skemmtilegar uppstill- ingar Kára Halldórs á kórnum. Hér var bara verið að reyna að skapa leiklist úr óleikrænum texta og það er ekki hægt. Það þýðir hins vegar ekki að þetta hafi verið með öllu mis- heppnað og leiðinlegt. Síður en svo. Einföld lög Árna létu vel í eyrum í hljómfögrum flutningi kórsins, Halldór Björnsson fór listavel með sinn texta og umfram allt komst allur textinn vel til skila og sannaði að hann stóð undir einni kvöldskemmtan. En ef Árni ætlar að halda áfram á þessari skemmtilegu braut sem hann byrjaði að ganga með ágæt- um Sóleyjarkvæðaflutningi verð- ur hann að gæta að því að Sól- eyjarkvæði er í eðli sínu drama- tískt kvæði á þann hátt sem Disneyrímur eru ekki. Sverrir Hólmarsson FJOLMIÐLAPISTILL Auglýsingar sem misstu maiks í blöðunum hefur mátt líta að undanförnu flennistórar auglýs- ingar frá Stöð 2 þar sem lesendur eru beðnir að kynna sér og bera saman páskadagskrá stöðvar Jóns Óttars annars vegar og stöðvarinnar okkar allra hins vegar. Skilja má á auglýsingunni að forráðamenn Stöðvar 2 séu handvissir um að allir muni sannfærast um gæði þess efnis sem stöðin býður upp á og að sá helmingur fjölskyldna á svæði stöðvarinnar sem enn á eftir að kaupa sér afruglara rjúki til og bæti úr vanrækslunni. Sjálfur á ég ekki afruglara og þrátt fyrir stífa kröfugerð og harðar samningaviðræður hefur mér ekki tekist að fá forráða- menn Þjóðviljans til að kaupa þetta nauðsynlega atvinnutæki handa fjölmiðlagagnrýnanda sín- um. Samt lagði ég það á mig að rýna í dagskrár beggja sjónvarps- stöðvanna og bera saman. Og ég verð að hryggja þá Jón Óttar og félaga með því að auglýsingarnar þeirra höfðu ekki tilætluð áhrif á þennan tiltekna lesanda. Ég mun því á næsta samningafundi draga kröfu mína um afruglara til baka og knýja heldur á um einhver önnur réttlætismál. Eftir að hafa kynnt mér dag- skrá Stöðvar 2 var ég orðinn hjartanlega sammála Markúsi Erni að lestri loknum. Hann sagði eitthvað á þá leið að Stöð 2 væri vissulega vel útfærð og há- þróuð vídeóleiga með heimsend- ingarþjónustu. Og það er hún svo sannarlega ef marka má páska- dagskrána. Yfir helgidagana fimm, þe. frá skírdegi fram á 2. í páskum, sýnir Stöð 2 í 89 klukkustundir og 10 mínútur, þe. tæplega 18 stundir á sólarhring. Af þessum 89 klukk- ustundum fara 48 - tveir sólar- hringar - í að sýna okkur (þe. þeim sem eiga afruglara) 26 bandarískar bíómyndir (þjóðerni myndanna var ekki tilgreint í þeirri dagskrá sem ég hafði undir höndum, svo vera má að ein- hverjar breskar eða ástralskar fljóti með). Þetta er ríflega helm- ingur. Ef lagt er saman barnaefn- ið á morgnana, bíómyndirnar, framhaldsþættirnir og poppið þá eru þessir fjórir efnisflokkar um 80% af páskaefni stöðvarinnar. Fræðsluefni er sýnt í rúmar þrjár stundir og klassísk tónlist í tæpar þrjár. Sýningartími Sjónvarpsins er innan við helmingur þess tíma sem Stöð 2 er í gangi. Stöðin okk- ar sýnir aðeins í rúmar 40 stundir eða 8 tíma á dag þessa fimm helgidaga. Þar af fara 9 klukku- stundir í að sýna okkur kvik- myndir, tæpir 8 tímar fara í tónli- stina, svo til eingöngu klassík, og tæpir 7 tímar í ýmisskonar fróð- leik. En tölurnar segja harla lítið um gæði dagskrárinnar. Það er því ekki úr vegi að líta örlítið nánar á það sem er á boðstólum. Ef við byrjum á Stöð 2 þá eru vissulega nokkrar ágætar kvikmyndir á dagskrá, nýlegar myndir á borð við Jörð í Áfríku, Zelig eftir Wo- ody Allen og Birdy sem sýnd var í Stjörnubíó fyrir ekki mjög löngu. En allar þessar myndir má fá á myndbandaleigunum. Þrjár er- lendar fræðslumyndir eru sýndar, ein um helga menn, önnur um myndlist og sú þriðja um hönnun. Tveir viðtalsþættir eru við bisk- upinn og forsetann og loks er mynd sem stöðin hefur látið gera um ferðamannastaði fslendinga í útlöndum. Þetta er öll innlenda framleiðslan ef frá er talið 19:19 og einhver hluti barnaefnisins. Sjónvarpið sýnir ekki síður merkar myndir: Playtime eftir Tati, Sölku Völku hina sænsk/ íslensku og Skytturnar hans Friðriks Þórs og eru þær allar ó- fáanlegar á leigunum. Einnig er sýnd bresk leikhúsuppfærsla á Sem yður þóknast eftir Shake- speare. Tvær óperur eru sýndar: Töfraflautan eftir Mozart í upp- færslu Ingmar Bergmans og Na- bucco eftir Verdi frá Scala. Innlenda framleiðslan er mikil og fjölbreytt: ballett, myndir um Krísuvík og björgunarafrek við Látrabjarg fyrir 40 árum og óp- erusöngur svo eitthvað sé nefnt. Mestum tíðindum sætir þó tvennt: flutningur Hallgrímspass- íu Atla Heimis og heimildarmynd í tveimur hlutum um þánn mann sem haft hefur meiri áhrif á um- hverfi okkar en nokkur annar, Guðjón Samúelsson húsa- meistara. Þá er ég semsé búinn að fara að ráðum Jóns Óttars og félaga og niðurstaðan er sú að afruglarinn bíður um sinn, í það minnsta fram yfir páska. Ég vil hafa andlega fóðrið fjölbreyttara en það sem þeir skaffa. SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Páskablað

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.