Þjóðviljinn - 06.04.1988, Page 2
FRETTIR
Efnahagsmál
Verðbólgan á fullu
Ólafur Ragnar Grímsson: Verðbólga hér rúmlega 8sinnum meiri en íhelstu viðskiptalöndum. Ávísun
á keðjuverkandi gengisfellingu. Ekkiunntað kenna samningum launamanna um
að allt er farið úr böndunum
Samkvæmt endurskoðaðri
þjóðhagsspá er reiknað með
að verðbólga hér á landi verði
25% á yfirstandandi ári. Reiknað
er með að verðbólga í OECD-
löndunum, þeim löndum sem eiga
aðild að Efnahags- og framfara-
stofnun Evrópu, en þau eru okkar
helstu viðskiptalönd, verði á
sama tíma ekki nema um 3%. Eitt
af einkennum á efnahagsstjórn
núverandi og síðustu ríkisstjórn-
ar hefur verið sú staðreynd að
verðbólgan hér hefur verið mörg-
um sinni meiri en í viðskipta-
löndum okkar.
„Lykilatriði í yfirlýsingum um
efnahagsmál hjá núverandi ríkis-
Heilbrigðisnefndin telur að það
hafi komið fram raunhæf
áætlun um úrbætur á mjólkur-
stöðinni, svo að mjólkin fullnægi
ýtrustu kröfum, sagði Alfreð
Schiöth, heilbrigðisfulltrúi Norð-
urlands eystra í samtali við Þjóð-
viljann, en í blaðinu á skírdag var
grcint frá því að heilsugæslu-
læknirinn á Þórshöfn hefði farið
þess á leit við Hollustuvernd ríkis-
ins að mjólkurstöðinni yrði lok-
að, þar til aðkallandi lagfæringar
hefðu farið fram á stöðinni og
Þórshafnarbúar fengju boðlega
stjórn Þorsteins Pálssonar og
einnig hjá þeirri síðustu, ríkis-
stjórn Steingríms Hermanns-
sonar, var að verðbólgunni skyldi
náð niður á sambærilegt stig og í
helstu viðskiptalöndum okkar,“
sagði Ólafur Ragnar Grímsson
þegar Þjóðviljinn ræddi við hann
í gær um nýja verðlagsspá Þjóð-
hagsstofnunar. „Slík stefna er
skynsamlegt markmið og hún er
forsenda þess að takast megi að
halda gengi íslensku krónunnar
stöðugu. Isjálfu sér er það ekki
verðbólgustigið hér, sem eitt
ræður öllu í þessum efnum, held-
ur munurinn á verðbólgunni hér
og í viðskiptalöndum okkar. Ef
mjólk til drykkjar.
Alfreð sagði að 29. mars, degi
áður en ákveöið hafði verið að
loka stöðinni, hefði komið fram
áætlun til fjögurra mánaða um
úrbætur á mjólkurstöðinni.
Mjólkurfræðingur hefur þegar
verið ráðinn til að hafa eftirlit
með framleiðslunni og sýni verða
send á rannsóknarstofu þá daga
sem mjólk er tappað á fernur.
- Að svo komnu var nefndinni
ekki stætt á öðru en að veita
áframhaldandi leyfi að sinni, en
það er Hollustuverndarinnar að
verðbólga er þar lítil en mikil hér,
þá verður gengisfelling íslensku
krónunnar óhjákvæmileg af-
Ieiðing.“
„Samkvæmt upplýsingum, sem
ég hef aflað mér hjá Þjóðhags-
stofnun," sagði Ólafur Ragnar,
„er Ijóst að árið 1988 verður
hrikalegt ósamræmi milli stefnu-
miða stjórnarinnar annars vegar
og veruleikans hins vegar. Sam-
kvæmt spá Þjóðhagsstofnunar og
hagstofnana OECD verður verð-
bólga á íslandi rúmlega 8 sinnum
meiri en í helstu viðskiptalöndum
okkar.
Til samanburðar er fróðlegt að
skoða önnur tímabil. Árin 1973 -
1979 var munurinn á verðbólgu
hér og í öðrum OECD-ríkjum
einungis fjórfaldur, eða um
helmingi minni en nú er. Á tíma-
bilinu 1979-1985, sem löngum
hefur verið talið eitt mesta verð-
bólguskeiðið hér, þá var munur-
inn þó „ekki nema“ rúmlega sex-
faldur.
Árið 1986 var verðbólga hér
um 9 sinnum meiri en í öðrum
OECD-löndum en þá var verð-
ákveða hvort þetta eftirlit dugi til
bráðabirgða og veita stöðinni
frekari undanþágu, sagði Alfreð.
- Það má til sanns vegar færa
að ástand mjólkurstöðvarinnar á
Þórshöfn hafi verið hvað verst.
Þessi stöð er nokkuð langt frá því
að uppfylla þær kröfur sem gerð-
ar eru til framleiðslu mjólkur og
mjólkurafurða, sagði Halldór
Runólfsson, deildardýralæknir
hjá Hollustuvernd ríkisins, en
hann gerði úttekt árið 1986 á ásig-
komulagi allra mjólkurstöðva á
landinu.
bólga þar einstaklega lág. Á ný-
liðnu ári var munurinn sexfaldur,
enda framkallaði hann óhjá-
kvæmilega gengisbreytingar.
Enn meiri munur á okkur og við-
skiptalöndum okkar hlýtur að
skapa enn meiri óstöðugleika
gagnvart genginu.
Þessar tölur sýna að efnahags-
stjórnin hefur algjörlega farið úr
böndunum. fsland og Tyrkland
eru í sérflokki í hópi verstrænna
ríkja hvað snertir lélegan árangur
í baráttunni við verðbólguna.
Þessi mistök verða ekki, eins og
menn vildu gera hér áður fyrr,
skrifuð á óhóflegar kauphækkan-
ir. í kjarasamningunum í des-
ember 1986 og eins nú að undan-
förnu eru kauphækkunartölur
langt undir eðlilegum mörkum,
enda er það kallað svo af atvinnu-
rekendum og ríkisvaldinu að nú
hafi verið gerðir „skynsamlegir"
kjarasamningar.
Það er ljóst að óhóflegar er-
lendar lántökur, ríkisfjármálin
og skortur á fjárfestingarstjórn
eru meginorsakir þessarar miklu
og nýju verðbólguþróunar."
Halldór sagði að það væri ó-
gerningur að alhæfa um ástand í
mjólkurstöðvum í dag, þar sem
nokkuð væri um liðið síðan út-
tektin var gerð. — Það eru
reyndar til stöðvar sem eru litlu
betur settar en stöðin á Þórshöfn.
Víðast hvar eru þessi mál þó í
góðu lagi, sagði Halldór, en benti
á að vissum erfiðleikum væri
bundið fyrir smæstu stöðvarnar
að uppfylla hin ströngu skilyrði
sem gerð væru til mjólkurfram-
leiðslu.
-rk
Kennarar
Verkfallið
ólögmætt
Félagsdómur ógildir
verkfallsboðun KÍ
Boðað verkfall Kennarasam-
bands íslands, sem taka átti gildi
n.k. mánudag, var í gær dæmt
ólöglegt í Félagsdómi.
Dómurinn úrskurðaði að verk-
fallið væri ólöglega boðað þar
sem í allsherjaratkvæðagreiðslu
kennara hefði verið kosið um hei-
mild til verkfallsboðunar en ekki
verkfallsboðunina sjálfa.
Fulltrúaráð KÍ hefur verið
boðað til fundar í dag þar sem
ákveðið verður um framhald
málsins en enn hefur ekki verið
boðaður nýr sáttafundur með
samninganefnd ríkisins.
Svínapest
Ekki útilokað
á fleiri búum
Stórt bú á Kjalarnesi
í einangrun
Svínapest hefur gert vart við
sig á stóru svínabúi á Kjalarnesi
og hafa nokkur svín þegar drcp-
ist. Búið er nú í einangrun. Páll
A. Pálsson yfirdýralæknir á Keld-
um segir að ekki sé hægt að úti-
loka að pestin hafi stungið sér
niður á flciri búum en því sem sett
hefur verið í einangrun en öruggt
er að ekkert sýkt kjöt hefur kom-
ist á markað.
Veikinnar varð vart rétt fyrir
páska og segir Páll að þótt ekki sé
endanlega búið að staðfesta að
um svínapest sé að ræða bendi
allt til að svo sé. Mönnum stafar
engin hætta af sjúkdómnum en
hann leggst þungt á svín.
Aðspurður um með hvaða
hætti þessi sjúkdómur gæti hafa
borist í búið, sagði Páll að um
nokkrar leiðir væri að ræða en
ekki hefði átt sér stað flutningur á
sýktum dýrum í búið. Fólk getur
borið sjúkdóminn með sér og
einnig getur hann borist með ma-
tvælum.
Hægt er að bólusetja gegn út-
breiðslu sjúkdómsins og nú er
verið að kanna hve útbreiddur
hann er á fyrrgreindu búi.
- Það er ljóst að þetta er mikið
áfall fyrir eigendur búsins, sagði
Páll A. Pálsson.
Svínapestar varð síðast vart
hér á landi uppúr 1950 en hingað
barst hún með bandaríska hern-
um á stríðsárunum.
-FRI
Páskahelgi
Tvö
banaslys
Tvö banaslys urðu á hálendinu
um páskahclgina og margra var
leitað víða á landinu. Níu ára
drengur úr Kópavogi, Vilhjálmur
Birgisson, fórst er jeppi sem hann
var farþegi í féll ofan í gilskorning
f Fitjahnjúkum í Snæfelli norð-
austur af Vatnajökli. Faðir
drengsins og annar maður sem
voru f jeppanum slösuðust mikið
og liggja nú þungt haldnir á Borg-
arspítalanum.
A föstudaginn langa varð
banaslys upp af Grjótadal í
Skagafirði er 22 ára gamall mað-
ur ók snjósleða sínum fram af
þverhnípi með þeim afleiðingum
að hann lést samstundis. Maður-
inn hét Ásgeir Bentsson, búsett-
ur á Sauðárkrók.
-FRI
Munurinn á verðbólgu á íslandi og í helstu viðskiptalöndum
(OECD-löndum): , ..
Island/
ísland OECD OECD
1973-1979:.................40,5% 10,0% 4,0
1979-1985:.................50,6% 7,6% 6,7
1986:......................23,0% 2,5% 9,2
1987:......................18,5% 3,3% 5,6
1988 (spá);................25,0% 3,0% 8,3
Bifreiðatryggingagjöld
Þungbært fyrir
öryrkja
Theodór Jónsson Sjálfsbjörg: Erfitt fyrir marga.
Bifreiðar ómissandifarartæki
Sjálfsbjörg, landssamband
fatlaðra, ætlar að fara fram á það
við heilbrigðisráðhcrra að upp-
bót á elli- og örorkustyrk vegna
reksturs bifreiða vcrði hækkuð til
að mæta stórhækkun á trygginga-
iðgjöldum bifreiða, sem hafa
komið mjög illa við marga ör-
yrkja.
- Þessi mál eru mikið rædd hjá
okkar fólki því þessi hækkun hef-
ur komið mjög illa við marga sem
treysta á að hafa bíl og komast
þannig ferða sinna, sagði Theo-
dór Jónsson, formaður Sjálfs-
bjargar, í samtali við Þjóðvilj-
ann.
Örorkubætur, full tekjutryg-
ging og heimilisuppbót fyrir ein-
stakling gera tæpar 30 þús. krón-
ur í framfærslueyri á mánuði. Al-
mennar tryggingagreiðslur fyrir
bifreiðar eru hins vegar um 50-60
þús. krónur með kaskóábyrð, svo
tvenn heil mánaðarlaun öryrkja
fara í bílatryggingarnar einar.
- Það er erfitt að kljúfa þessar
greiðslur, því við þurfum líka að
lifa, en bíllinn er mér algjör nauð-
syn og því er ég búinn að gera upp
mínar tryggingar, sagði Gunnar
Sigurjónsson öryrki sem býr í Há-
túninu, í samtali við Þjóðviljann í
gær. - Bíllinn er mér allt, svo það
þýðir lítið annað en að borga.
-Ig-
Verð að borga, bíllinn er mér allt, segir Gunnar Sigurjónsson. Mynd.
E.ÓI.
Mjólkurstöðin Pórshöfn
Fjögurra mánaða gálgafrestur
Halldór Runólfsson, Hollustuvernd ríkisins: Stöðin langt frá þvíað
uppfylla settskilyrði. Alfreð Schiöth heilbrigðisfulltrúi: Mest um vert
að gallarnir verði lagfœrðir. Ekki markmið ísjálfu sér að stöðinni verði lokað
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 6. apríl 1988