Þjóðviljinn - 06.04.1988, Qupperneq 3
FRÉTTIR
Suðurnes
Herlögregla á
skálkaveiðum!
Danskir ferðalangar handsamaðir við
náttúruskoðun. Þorgeir Þorsteinsson,
lögreglustjóri á Keflavíkurflugvelli:
Óviljaverksem hefur verið beðist afsökunar á
að er ekki heiglum hent að
ferðast í námunda við her-
stöðina á Keflavíkurflugvelli. Ný-
lega voru tveir Danir, sem leið
áttu um þjóðveginn til Hafna,
handsamaðir af bandariskum
herlögreglumönnum og færðir á
lögreglustöðina á Keflavíkurflug-
velli, er þeir höfðu gert stuttan
stans á för sinni til að mynda
fjallahringinn. - Þetta voru mis-
tök sem beðist var afsökunar á.
Það var enginn meiddur og allir
Unglingar
Fólskuleg
líkamsárás
ígœsluvarðhald 12 tímum eftir
að hann slapp út
Piltur sá sem stakk vin sinn
hnífl í sjoppu í Vesturbænum í
byrjun mars, var aftur kominn í
gæsluvarðhald 12 tímum eftir að
honum var sleppt út daginn fyrir
páska. Hann hafði þá gerst sekur
um fólskulega líkamsárás á jafn-
aldra sinn ásamt tveimur öðrum
unglingum.
Pilturinn sem hér um ræðir er
16 ára gamall. Hann var úrskurð-
aður í gæsluvarðhald og til að
sæta geðrannsókn eftir hnífss-
tungumálið.
Með tilliti til aldurs piltsins var
ákveðið að tala duglega yfir
hausamótunum á honum og
sleppa honum við að bíða í gæslu-
varðhaldi eftir að dómur hefði
verið kveðinn upp yfir honum.
Hann hefur nú verið úrskurðaður
að nýju í mánaðargæsluvarðhald.
-FRI
skildu sáttir að endingu, sagði
Þorgeir Þorsteinsson, lögreglu-
stjóri á Keflavíkurflugvelli, í sam-
tali við Þjóðviljann.
Þorgeir sagði að fólkið hefði
ekkert gert af sér og hefði verið í
sínum fulla rétti á Hafnavegin-
um. - Vörðurinn brá einfaldlega
of skjótt við, sagði Porgeir.
Að sögn Víkurfrétta höfðu
Danirnir stöðvað bifreið sína í
námunda við sorpeyðingarstöð-
ina, þegar vopnaðir herlögreglu-
menn og landgönguliðar, sk.
marines, komu aðvífandi á fimm
bifreiðum og stöðvuðu Danina
við iðju sína og færðu þá á lög-
reglustöð flugvallarlögreglunnar
með liðsinni íslenskra kollega.
Er Þorgeir var inntur eftir sí-
endurteknum fréttum af af-
skiptum hermanna af þeim sem
leið ættu um næsta nágrenni her-
stöðvarinnar, hvort heldur á veg-
um eða utan vega, sagði hann að
af og til kæmu upp vandamál af
þessum toga, en það væri ekki
þar með sagt að þetta væri regla.
Aðspurður um heimild her-
manna til að bera alvæpni utan
„varnarsvæða" sagði Þorgeir að
slíkur vopnaburður væri óheimill
utan girðingar, nema að fengnu
leyfi íslenskra stjórnvalda.
Þorgeir sagðist ekki kannast
við að kvartanir hefðu borist frá
sveitarstjórnum á Suðurnesjum
vegna afskipta hermanna í tíma
og ótíma af vegfarendum í nám-
unda við herstöðina. - Slíkar
kvartanir hafa ekki borist til mín,
en ég skal ekki segja um hvort
þær hafa borist „varnarmála-
nefnd,“ sagði Þorgeir.
Ekki tókst að ná tali af blaða-
fulltrúa hersins, Friðþóri Eydal,
vegna afskipta herlögreglu og
hermanna utan herstöðvarinnar.
-rk
Hjallar sem þessi hafa flestir staðir auðir undanfarin ár, eða frá því skreiðarævintýrinu Nígeríu lauk.
Skreið
Sérstakar aðgerðir kostuðu
hundmð miljóna króna
Kröfur upp á 440 miljónir afskrifaðar. Mútufé skilaði ekki árangri.
Spilling til vandrœða. Skuldabréfakaup lausnin?
r
Iskýrslu skreiðarnefndar sem
forsætisráðuneytið hefur nú
gert opinbera kemur fram að úti-
standandi kröfur vegna Nígeríu-
viðskipta með skreið nemi nú
21,36 miljónum dollara og aðaf
þeim megi afskrifa rúman helm-
ing eða um 440 milljónir króna.
Þessi viðskipti hafa þar að auki
kostað þjóðarbúið hundruð milj-
óna króna á árunum 1984 til 1986
vegna sérstakra aðgerða stjórn-
valda til aðstoðar skreiðarfram-
leiðendum, svo sem eftirgjöf á
gengismun og eftirgjöf á vöxtum.
A verðlagi þessara ára nema
þessar aðgerðir samtals 252 milj-
ónum króna en framreiknað má
a.m.k. tvöfalda þá tölu og er hún
því hærri en afskrifaðar kröfur.
Við þetta má síðan bæta þvi
sem í skýrslunni er kallað sam-
eiginlegar aðgerðir, það er að-
gerðir sem skreiðarframleið-
endur tóku þátt í að greiða á ár-
unum 1981 og 1984 samtals 113.5
milljónir króna á verðlagi þeirra
ára og fer það þá að nálgast milj-
arðinn sem stjórnvöld hafa lagt í
þessa hít.
í skýrslunni er rakið ágrip af
sögu skreiðarviðskipta við Níger-
íu, greint frá skreiðarsölunni
þangað á árunum 1981 til 1987,
gerð grein fyrir útistandandi
kröfum og aðgerðum stjórnvalda
til aðstoðar framleiðendum og
síðan er greint frá hugmynd að
lausn á vanda skreiðarframleið-
enda.
í ágripi af sögu viðskiptanna
segir m.a. að mikil spilling hafi
skemmt fyrir og að mútur og
undirmál hafi einkennt við-
skiptin. Raunar er á öðrum stað í
skýrslunni, þar semrætterum nú-
verandi skuldir framleiðenda í
bankakerfinu sem nema rúmum
500 miljónum króna getið um
skuldir vegna mútugreiðslna.
Þessar mútur virðast þó ekki hafa
komið að gagni ef mið er tekið af
stöðunni í dag.
Þegar fjallað er um ástæður
þessara erfiðleika í skreiðarsölu
til Nígeríu kemur fram að nefnd-
in telur þær margar samverkandi.
Ber þar fyrst að nefna hinn
stjórnmálalega óróa sem verið
hefur í landinu frá lokum borgar-
astyrjaldarinnar á sjöunda árat-
ugnum. Síðan má nefna verðhrun
á olíu sem er ein helsta tekjulind
landsins en einnig er bent á það
að eftir góðærin 1978-1981 hafi
skreiðarframleiðendur verið
seinir að átta sig á breyttum að-
stæðum og hafi haldið áfram
framleiðslu þótt ljóst væri að nær
vonlaust væri að selja þá fram-
leiðslu.
Þá er greint frá hugmynd að
lausn á þessum vanda en hún er í
stuttu máli sú að Seðlabankinn
leggi fram 4 miljónir dollara til
kaupa á skuldabréfum sem Ní-
geríustjórn hefur gefið út.
Skuldabréf þessi má nú fá fyrir
20% af nafnverði, sem sýnir
kannski hvers virði þessir pappír-
ar þykja en hugmyndin er sú að
fyrir þessar 4 milljónir verði
keypt bréf að nafnvirði 20 miljón-
ir dollara sem þýði 16 miljónir
dollara fyrir þjóðarbúið, eins og
það er orðað í skýrslunni. Mis-
munurinn myndi renna til skreið-
arframleiðenda en þessi bréf eru
til 22ja ára með 5,2% ársvöxtum
og misserislegum greiðslum.
- FRI
Ráðhússbyggingin
Kært aftur til ráðheira?
Bygginganefnd gefur graftarleyfi. Guðrún Pétursdóttir, Tjörninlifi:
Vísum málinu beint tilfélagsmálaráðherra efborgarstjórn staðfestir
graftarleyfið. Einhver verður að grípa ítaumana
Allt bendir nú til þess að ráð-
hússmálið verði komið inn á
borð hjá Jóhönnu Sigurðardóttur
félagsmálaráðherra fyrir viku-
lok. Bygginganefnd Reykjavíkur
samþykkti sl. miðvikudag
graftarleyfi í Tjörninni vegna
ráðhússbyggingarinnar og verði
heimildin staðfest í borgarstjórn
á morgun, verður það kært til fé-
lagsmálaráðherra.
- Það er hægt að vísa málinu til
ráðherra ef við teljum á okkur
brotið. Ef borgarstjórn samþykk-
ir, verður það umsvifalaust kært
til félagsmálaráðherra. Nú reynir
á það enn einu sinni hvort borgar-
yfirvöld ætla að afgreiða mál á
þann hátt sem þeim er ekki sæm-
andi, sagði Guðrún Pétursdóttir
hjá samtökunum Tjörnin lifi, í
samtali við Þjóðviljann í gær.
{ bréfi sem samtökin hafa sent
borgaryfirvöldum kemur m.a.
fram að ráðhússbyggingin hafi
enn engan veginn fengið eðlilega
málsmeðferð og afgreiðslu og
það heyri til algerra undantekn-
inga að framkvæmdir séu heimil-
aðar áður en formlegri afgreiðslu
ýmissa forþátta sé lokið. Skipu-
lagsnefnd sé enn ekki búin að
fjalla um nýgerðar athugasemdir
borgarbúa, kæra íbúa við Tjarn-
argötu vegna stækkunar bygging-
arreits sé óafgreidd hjá ráðherra
og einnig erindi sem samtökin
hafi sjálf sent Náttúruvendarráði
um varrúðarráðstafanir vegna
hættu á að lífríki Tjarnarinnar
verði fyrir skaða vegna lækkunar
vatnsborðs.
Á fundi bygginganefndar
lögðu fulltrúar Alþýðubandalags
og Alþýðuflokks fram hörð mót-
mæli gegn graftarleyfi og vísuðu
m.a. til aðsendra athugasemda
frá borgarbúum. Meirihluti
sjálfstæðismanna taldi hins vegar
ekkert athugavert við að heimila
þegar framkvæmdir á bygginga-
lóðinni. Málið verður afgreitt á
fundi borgarstjórnar á morgun,
fimmtudag.
- Við treystum á að ráðherra
grípi í taumana. Ráðhúsið hefur
tekið slíkum breytingum frá því
að hún staðfesti deiliskipulag
Kvosarinnar að það má teljast
líklegt að ráðherrann þurfi að
taka málið allt upp að nýju, sagði
Guðrún Pétursdóttir.
-lg
Miðvikudagur 6. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3