Þjóðviljinn - 06.04.1988, Page 5

Þjóðviljinn - 06.04.1988, Page 5
/ VIÐHORF_» Páskabréf til Jóns Baldvins Hannibalssonar Ég þakka svar þitt frá 29. mars og verð enn að grípa til tölvunnar og svara þér aftur. Þú gefur mér tilefni til þess, bæði með beinni spurningu og svo með grófum að- dróttunum um störf kennara sem sýna að verstu grunsemdir sem ég lét í ljós í mínu bréfi frá 23. mars voru á rökum reistar. Ég ætla ekki að elta ólar við þá hluta svarbréfs þíns sem eru augljós- lega komnir beint frá Indriða H. Þorlákssyni, meðallaunaútreikn- ingana góðu sem verða ekki hót- inu sanngjarnara málsskjal þótt þið félagar endurtakið þá við öll tækifæri. Ég ætla hins vegar að snúa mér að tveimur atriðum bréfs þíns sem grípa á efni sem ætti að varða allan almenning en eru ekki aðeins sérmál kennara og ykkar Indriða. Fyrra atriðið er spurning þín sem mér sýnist einkum eiga við framhaldsskólakennara: „Er það þitt mat að þeir séu verri eða verr menntaðir en áður var....?“ Hér er mér nokkur vandi á höndum því að ýmsar forsendur vantar tii að hægt sé að sanna neitt um þessi efni. T.d. er spurningin loðin. Hvað áttu við með áður? Og það er erfitt að bera saman fram- haldsskólakerfið nú og það sem var þegar við útskrifuðumst úr menntaskóla. Þá gátu menn að- eins orðið stúdentar í fjórum skólum á landinu en í Reykjavík einni veita nú sjö skólar þessi réttindi. „Menntasprengingin mikla" sem varð fyrir rúmum ára- tug breytir öllum viðmiðunum. En á grundvelli aukinnar menntunar íslendinga á síðustu áratugum treysti ég mér þó til að fullyrða að kennarar hafi dregist aftur úr öðrum stéttum. Þeir sem leggja á sig langskólanám koma nú síður til kennslu en „áður var“ því að yfirvöid skólamála hafa ekki viljað keppa við hinn al- menna vinnumarkað um krafta þeirra en undan því kvartaðir þú sárast í þingræðunni 1985. Það er öruggt að mun færri framhalds- skólakennarar hlutfallslega hafa nú kandídatspróf (5-6 ára há- frá Bjarna Ólafssyni skólanám) en þegar ég hóf kenns- lu um 1970. En sé nú sleppt öllum samanburði og aðeins hugsað um hve stórt hlutfall framhaldsskóla- kennara hafi yfirleitt réttindi til kennslu (og þau byggja á menntun eins og allir vita) sitja ekki allir landshlutar við sama borð fremur en fyrri daginn. í Reykjavík hafa þrir af hverjum fjórum full kennsluréttindi en á Hætt er við að þetta vinnuálag sé talið mismikið eftir því hver metur, t.d. kennarinn sjálfur eða sá sem stendur við færi- band í fiskverkunarhúsi 48 vikur á ári.“ Hér er svo margt athyglisvert að spurningarnar hrannast upp. Ertu með þessu að segja kennur- um að þeir eigi að ganga út úr skólunum kl. 14 á hverjum degi til þess að tryggja gæði kennslu. Svona mikil yfirvinna kennara er aldrei leyfð í nágrannalöndum okkar. I samningum við HÍK 1987 var meira að segja reynt að stemma stigu við hömlulausri yfirvinnu með því að ekki er greiddur fullur yfirvinnutaxti fyrir kennslu umfram 35 kennslu- stundir á viku. En Ragnhildur Helgadóttir fyrrverandi mennta- „Ertu með þessu að segja kennurum að þeir eigi að ganga út úr skólunum kl. 14 á hverjum degi eftir að hafa unnið alla sína dagvinnu ogyfirvinnu og þurfi ekki að gera annað en hlakka til að koma úthvíldir nœsta dag kl. 8 og taka til við þetta lítilfjörlega og létta starfað nýju?“ Vestfjörðum aðeins 40% kenna- ranna. Það ættir þú að þekkja af eigin raun. Er réttindamálum annarra embættismanna ríkisins þar vestra eins háttað: presta, lækna, sýslumanna? Þá er ég kominn að síðara atr- iði svarbréfs þíns sem ég ætla að gera að umtalsefni og það er klausa sem ég las þrisvar áður en ég trúði mínum eigin augum. Mörgum öðrum hefur farið eins og mér og hún var tilefni þess að stjórn Hins íslenska kennarafé- lags ályktaði á stjórnarfundi 29. mars sl. að skrif af þessu tagi séu „í raun bein tilmæli til kennara um að sinna ekki skyldustörfum sínum“ og verð ég að taka þessa klausu þína orðrétta hér upp: „Kennari með meðaltekjur og fulla kennsluskyldu nær þeim með því að kenna um 35 kennslustundir á viku í 26 vik- ur á ári og sjá um að prófa nemendur sína. Með bærilegu skipulagi er hægt að Ijúka skóladeginum með yfirvinn- unni um kl. 14 að jafnaði. eftir að hafa unnið alla sína dag- vinnu og yfirvinnu og þurfi ekki að gera annað en hlakka til að koma úthvíldir næsta dag kl. 8 og taka til við þetta lítilfjörlega og létta starf að nýju? Var það þetta sem þú meintir þegar þú varst að hóa í lætin og tókst málstað kenn- ara á alþingi 1985? Gerðirðu að- eins þessar kröfur til kennaraliðs þíns þegar þú varst skólameistari á ísafirði? Sinntirðu kennslu með þessu hugarfari árum saman í Hagaskóla? Og það er meira blóð í kúnni. Mér þykir gráglettin tilviljun að þú skulir benda á að til þess að ná „meðaltekjum“ þurfi að kenna 35 kennslustundir á viku. Ætlun þín er greinilega að lesendur trúi því að kennslustundir megi hér kalla vinnustundir. Það vill svo til að fyrir einum 10 árum setti menntamálaráðuneytið „þak “ á yfirvinnu kennara í framhalds- skólum og bannaði að þeir kenndu meira en 35 kennslust- undir á viku. Ég a.m.k. taldi að þetta væri viðleitni ráðuneytisins málaráðherra afnam yfirvinnu- þakið á sinni tíð og lét í veðri vaka að með því ætti að fara að prófa eitthvað nýtt! Síðan hefur yfir- vinna orðið eina leið kennara til að ná mannsæmandi launum og gamla þakið, 35 kennslustundir á viku, er meðaltal ykkar Indriða sem þú reynir að telja fólki trú um að sé lafhægt að ná!! Ef nú- verandi menntamálaráðherra hefur metnað fyrir hönd síns ráðuneytis og gerir ákveðnar kröfur um gæði þeirrar kennslu sem skólar í landinu veita, hlýtur hann að veita þér ofanígjöf fyrir svo ábyrgðarlaust tal sem miðar að því að rýra gildi menntunar. Nema hann yppi öxlum og segi: „Ja, hann Jón Baldvin segir nú svo margt!" í tilvitnuðu klausunni læturðu líka að því liggja að kennarar vinni aðeins hálft árið og „sjái svo um að prófa nemendur sína.“ Þáttur kennara í gerð námsefnis, undirbúningi, endurmenntun, stjórnun og skipulagsvinnu er hér ekki nefndur. Um svona mál- flutning þarf ekki mörg orð en þó má spyrja hverjum hann sé ætlað- ur. Atti þetta að vera eitthvert svar til mín sem spurði hvort þú hcfðir meint það sein þú sagðir fyrir þremur árum? Eða er þetta til upplýsingar handa kennurum um hvaða kröfur ríkisstjórnin geri til þeirra og menntunar á ís- landi? Kannski er þetta fræðsla til þeirra sem standa „við færiband í fiskverkunarhúsi Í48 vikurá ári." Þá er ástæða til að óska þeim til hamingju með stuðninginn og vona að hann reynist þeim hald- góður? Ég held að almenningur geti ekki láð mér það þótt mér finnist að með svari þínu hafirðu sýnt að samúð þín með málstað kennara 1985 hafi ekki rist djúpt. Hjartnæmar sögur um frábæra kennara sem einkamarkaðurinn var að kaupa út úr skólunum voru sagðar til þess eins að þingmaður- inn Jón Baldvin fengi tækifæri til að baða sig í fjölmiðlabirtunni og áskoranir til ríkisvaldsins að þekkja nú sinn vitjunartíma voru látnar flakka í trausti þess að þær þyrftu aldrei að kosta neitt. Þing- pallar voru fullir af áhorfendum og sjónvarpsvélarnar suðuðu. Nú siturðu handan við borðið og nýt- ir þér útrcikninga um yfirvinnu sem að dómi yfirvalda mennta- mála fyrir áratug var svo mikil að lagt var blátt bann við henni. Þótt kennarar hrckist úr kennslu kall- arðu það mcð orðalagi frjáls- hyggjumanna aðcins „hreyfan- leika á vinnuafli og ekki óeðli- legt.“ Almenn orð þín um að auðvitaö verði „menn að komast að sanngjarnri niðurstöðu" verða varla tekin mjög hátíðlega því að af grein þinni verður ekki annað skilið cn að þú sért að semja við amlóða, landeyöur og frekju- hunda í áróöursstríði. Eina „sanngjarna" niðurstaðan sem slíkt fólk má búast við er að verða knésett. Bjarni Ólafson er framhaldskóla- kennari og félagi í Hinu íslenska kennarafélagi Eru gyðingar að endurvekja nasismann? Þær hryllilegustu myndir og fréttir, sem fjölmiðlar flytja okk- ur íslendingum þessa dagana, eru frá meðferð gyðinga á Palestínu- aröbum í heimalandi hinna síðar- nefndu. Saklaust fólk, konur og börn, eru skotin af vopnuðum hermönnum, barið í hel og lim- lest fyrir þá „sök“ að það vill fá að lifa í eigin landi. Lítur helst út fyrir að gyðingar ætli sér að má þá út með öllu. Sú var tíðin að gyðingar hróp- uðu á hjálp á ofsóknartímum naz- ista og það ekki að ástæðulausu og áttu þá samúð flestra þjóða. En svo er að sjá að þeir hafi lært ansi mikið af þessum kvölurum sínum, svo að nú á jafnvel brenni- mark að koma í stað gyðingast- jörnunnar illræmdu. Já, gyðingar hafa tileinkað sér skuggalega mikið af aðferðum nasista og beita þeim skefjalaust á fórn- ardýr sín og það í landi hinna síðarnefndu. Þetta er blettur á hinum siðmenntaða heimi og þá ekki síst á „guðs útvöldu þjóð“. Furðar mig á að nokkurt stór- veldi skuli styðja slíkar aðfarir og hefur þó það stórveldi ekki hikað við að styðja hvers konar ofbeldi og öfgastefnur fjárhags- og hern- aðarlega svo að greinilega má trúa því til illra verka undir merki friðar og frelsis. Og ég harma það að nokkur íslendingur skuli mæla þessu bót. í því sambandi minni ég á orð „forsætisráðherra" okk- ar í fjölmiðlum, þótt þau ættu ekki að koma neinum á óvart úr þeirri átt. Hann telur að við eigum ekki að blanda okkur í slík mál, líklega „smámál", meðan við höfum við stórmál að glíma hér heima. Þessi líka stórmálin, líklega bjórmálið og fleiri slík. Forsætisráðherrann taldi um daginn Palestínu-araba óalandi og óferjandi þar eð meðal PLO- manna myndu vera hryðjuverka- menn og enginn efast um að svo sé. En einhvern tíma var nú sagt að sá, sem réði gerðum gyðinga í Palestínu, væri gamall hryðju- verkamaður, m.a.s. foringi þeirra. Hins vegar dáist ég að afstöðu utanríkisráðherrans í þessu efni og vona að hann standi við hana þrátt fyrir brosin og stóru orðin úr forsætinu. Hafi Steingrímur Hermanns- son virðingu og þökk fyrir. Borgarfirði eystra, 22.3.1988 Séra Sverrir Haraldsson Miðvikudagur 6. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.