Þjóðviljinn - 06.04.1988, Page 7

Þjóðviljinn - 06.04.1988, Page 7
Borðtennis Tómas tapaði 17 ára piltur stjarna íslandsmótsins íslandsmótið í borðtennis 1988 var haldið nú um páskana og vakti mesta athygli að Tómas Guðjónsson varð ekki sigurveg- ari í meistaraflokki karla eins og búist hafði verið við. Tómas, sem hefur orðið íslandsmeistari alls 9 sinnum, tapaði í úrslitaleik gegn 17 ára pilti, Kjartani Briem, en þeir eru báðir úr KR. Kjartan lét sér ekki nægja að vinna sigur í einliðaleik heldur vann hann einnig í tvíliðaleik ásamt Valdimar Hannessyni KR, og varð að auki annar í tvenndar- keppni með Lilju Benónýsdóttur UMSB. KR-ingar urðu sigursælastir á mótinu en úrslit urðu annars þessi: Meistaraflokkur karla: 1. Kjartan Briem KR 2. Tómas Guðjónsson KR 3. -4. Kristján Jónasson Víkingi Jóhannes Hauksson KR Meistaraflokkur kvenna: 1. Ragnhildur Sigurðardóttir UMSB 2. Elín Eva Grímsdóttir KR 3. Fjóla María Lárusdóttir UMSB 1. flokkur karla: 1. Halldór Björnsson Víkingi 2. Haraldur Kristinsson Erninum 3. -4. Ragnar Ragnarss. Erninum Davíð Pálsson Erninum íslendingar unnu annan landsleik við Japani í gærkveldi með 29 mörkum gegn 25. Hér sjáum við landsliðsfyrirliðann Þorgils Óttar Mathiesen, sem var besti maður íslenska liðsins, í kröppum dansi. Allt um leikinn á bls. 8 1. flokkur kvenna: 1. Hjördís Þorkelsdóttir Víkingi 2. Lilja Benónýsdóttir UMSB 3. -4. Auður Þorláksdóttir KR Hrefna Halldórsdóttir Víkingi 2. flokkur karla: 1. Hrafn Árnason KR 2. Páll Kristinsson KR 3. -4. Pétur Kristj. Stjörnunni Benedikt Halld. Stjörnunni Tvfliðaleikur karla: 1. Kjartan Briem KR Valdimar Hannesson KR 2. Jóhannes Hauksson KR Örn Fransson KR 3. -4. Kristján Jónasson Víkingi Bjarni Bjarnason Víkingi Ragnar Ragnarsson Erninum Ólafur Ólafsson Erninum Tvíliðaleikur kvenna: 1. Elísabet Ólafsdóttir KR Elín Eva Grímsdóttir KR 2. Auður Þorláksdóttir KR Berglind Sigurjósdóttir KR 3. Fjóla María Lárusd. UMSB Ragnhildur Sigurðard. UMSB Tvenndarkeppni: 1. Ragnhildur Sigurðard. UMSB Jóhannes Hauksson KR 2. Lilja Benónýsdóttir UMSB Kjartan Briem KR 3. -4. Fjóla María Lárusd. UMSB Bjarni Bjarnason Víkingi Anna Þórðardóttir KR Kristinn Már Emilsson KR -þóm Handbolti Auðvelt í Eyjum Fyrsti landsleikur af þremur milli íslendinga og Japana í hand- bolta fór fram í Vestmannaeyjum annan í páskum. Leikurinn ein- kenndist aðallega af glötuðum tækifærum framan af. Islendingar fóru þó með sigur af hólmi 25-21 eftir að staðan í hálfleik var 11-8 íslendingum í vil. Mörk íslendinga: Júlíus Jónasson 5/4, Sigurður Gunnarsson 4, Atli Hilmarsson 4, Karl Þráinsson 3, Stefán Kristjánsson 2, Guð- rnundur Guðmundsson 2, Þorgils Óttar Mathiesen 2, Geir Sveins- son 1, Bjarki Sigurðsson Markahæstir Japana: Tamam- ura 6, Shinichi 4, Miyasita 4. Fótbolti Meistaraheppni á „mothinni“ Fyrsti stórleikurinn í Reykja- víkurmótinu í knattspyrnu fór fram á “mottunni“ á mánudags- kvöld. Þá leiddu saman hesta sína Reykjavíkurmeistararnir Valur og Víkingar og áttu þeir síðar- nefndu alla möguleika á að ná for- ystu í fyrri hálfleik en allt kom fyrir ekki. Þvert á móti náðu Valsmenn forystu í fyrri hálfleik með marki Bergþórs Magnússonar. Það reyndist svo eina mark leiksins og sigruðu því Valsmenn 1-0. Umsjón: Þorfinnur Ómarsson og Stefán Stefánsson Miðvikudagur 6. aprtl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.