Þjóðviljinn - 06.04.1988, Side 10
------1 DAG^f
Að byggja
i tjorn
Ég varstadduráHlemmi. Beið
eftirstrætisvagni. Rakst þará
gamlan kunningja. Hann var í
sömu erindum.
- Undanfarnarvikurhefur
öðru hvoru skotið upp í huga mín-
um minningu um löngu liðið atvik,
sagði hann. - Eins og þú veist er
ég alinn upp á sveitabæ norður á
landi. Landjarðarinnar eruþrjár
eyjar. Á þeirri minnstu stendur
íbúðarhúsið. Þarereinnigfjós
hesthús og heygeymslur. A
eyjunni eru þrjár ferginistjarnir,
en ferginið þykir kúnum hið
mesta lostæti. Á tjörnunum er
krökkt af sundfuglum, álftum,
öndum og óðinshönum.
Afi minn var lagtækur við smíð-
ar þótt aldrei hefði hann lært neitt
til fieirrar iðju. Einkum hafði hann
gaman af að f ást við járnsmíði.
Nú ákvað hann að byggja
skemmu, þarsem hann gæti
fengistvið smíðarsínar. Nokkrar
bollaleggingarvoru um það hvar
skemman skyldi rísa og komu
fleiri ein einn staður til álita. Tvö
megin sjónarmið réðu þó mestu
um staðarvalið. í fyrsta lagi skyldi
þess gætt að skemman færi vel
við þær byggingar, sem fyrir voru
þannig að hún ryfi í engu
heildarmyndina. í öðru lagi skyldi
staðurinn valinn með hliðsjón af
því, að byggingin yrði ekki óhóf-
lega og óþarfleg dýr. Þessi sjón-
armið byggðust á fjárhagslegri
hagsýni og fegurðarskyni. Svo
vel vildi til, aö auðfundinn var sá
staður þar sem þetta tvennt var
hægt að sameina. Og að sjálf-
sögðu varð hann fyrir valinu. Og
þó að afi hefði ekki þurft að kosta
þessa byggingu sjálfur en reist
hana fyrir annarra fé, þá hefði
það engu breytt um staðarvalið.
Hann hafði fjármuni annarra oft
undir höndum en taldi sérskylt
að gæta þeirra engu verr en eigin
eigna.
Ef einhver hefði stungið upp á
því við afa að byggja skemmu úti í
einhverri tjörninni þá held ég að
hann hefði hreint ekki talið þann
mann með fullu viti. Hann hefði
verið ófáanlegur til að samþykkja
slíkan mann sem hunda-
hreinsara hvað þá að fela honum
önnurtrúnaðarstörf og meiri.
Hann hefði sagt - Jú, ég veit að
þetta er hægt en hvað heldurðu
að það verði mikið dýrara? Og
hvernig heldurðu að skemman
tæki sig þar út með hliðsjón af
öðrum byggingum? Og heldurðu
ekki að það verði þægilegra fyrir
mig að komast að skemmunni
þar sem fyrirhugað er að hún rísi
en ef hún væri byggð úti í tjörn?
Auk þess vil ég hafa þessar tjarn-
ireins og þæreru, meðsínuferg-
ini og fuglum en ekki skemma
þær með einhverjum aðskotahlut
sem þar ætti engan veginn
heima og yrði eins og ferleg varta
á annars fallegu andliti. Svona
leit nú afi á tillöguna um það, að
byggja skemmu úti í tjörninni.
- mhg
ídag er
6. apríl, miðvikudagur í 24. viku
vetrar, 16. dggur Einmánaðar.
Sólin kemur upp í Reykjavík kl.
6,27 en sólsetur er kl. 20,35.
Þjóðviljinn
fyrir 50 árum:
Kínverski herinn í ákafri sókn á
fjölda vígstöðva. Japanski herinn
víða umkringdur. - Sjómenn á-
kveða að fara ekki út fyrr en
deilan við útgerðarmenn er að
fullu leyst. - Fækkað um 67 í at-
vinnubótavinnunni. 210 mönnum
fleiri atvinnulausir en á sama
tíma í fyrra. - Samstarf verka-
kvenna í Eyjum dafnar þrátt fyrir
allar klofningstilraunir. - Klofinn
klofningur. Ihaldið gerir tilraunir til
að brjótast undan klofningsfor-
ystu klofningsmannanna í
Dagsbrún.
Málefni
fanga
Útvarp, rás 1, kl. 13.05
í þáttaröðinni „í dagsins önn“
verður að þessu sinni fjallað um
málefni fanga. Spurningum verð-
ur velt upp og leitað svara. Hver
er skoðun almennings á afbrota-
mönnum? Er það hin svart-hvíta
mynd kvikmyndanna, góður-
vondur, sekur-saklaus, sem
mótar viðhorfin? Hvað gerir
menn að síbrotamönnum?
Hvernig er hinum týndu sauðum
tekið að afplánun lokinni? - Um-
sjón þessara þátta annast Sverrir
Guðjónsson. - mhg
Héraðsbúar
teknir tali
Sjónvarp kl. 20.35
Austuriandskjördæmi skipar
töluvert rúm á dagskrá rfkisfjöl-
miðlanna í kvöld, og er vel að því
komið. Hjá Rás 2 er Reyðarf-
jörður á dagskrá, eins og annars-
staðar er getið um hér í þessum
pistlum, og síðan fjallar Sjón-
varpið um mannlífið á Héraði.
Þar verða þau Gísli Sigurgeirsson
og Inga Rósa Þórðardóttir að
verki. Hversu vítt þau fara um
Fljótsdalshérað og hversu marga
þau hitta að máli veit ég ógjörla
en þau munu spjalla við ábúend-
urna á því gamla prestsetri Vall-
anesi, (þar er nú víst enginn
prestur lengur) og heimsækja
Húsmæðraskólann á Hallorms-
stað. Þá munu þeir Hákon Aðal-
steinsson og Einar Rafn Haralds-
son segja mannlífssögur af Hér-
aði. Héraðsbúar segja frá reynslu
sinni af þorrablótum vetrarins,
sem varla getur nú verið nema
góð. • - mhg
Hvað segja Reyðfirðingar títt?
Útvarp, Rás 2, kl. 23.00
Fyrstu vitneskju um að
Reyðarfjörður væri yfirleitt til
fékk ég í landafræði Steingríms
Arasonar. Síðar heyrði ég
Reyðarfjörð einkum nefndan í
sambandi við Þorstein Jónsson,
kaupfélagsstjóra þar. Sýndist
mér reyndar og heyrðist stundum
að Reyðarfjörður og Þorsteinn
kaupfélagsstjóri væri eitt og sama
fyrirbærið. Og loks var svo
Reyðarfjörður mjög á dagskrá
vegna kísiimálmverksmiðjunnar,
Reyðarfjöröur
sem þar var rætt um að reisa. En
þó að gamla landafræðin mín
eftir hann Steingrím Arason þyki
nú ekki lengur brúkleg bók, Þor-
steinn kaupfélagsstjóri sé allur og
kísilmálmurinn kominn út í hafs-
auga þá er Reyðarfjörður enn á
sínum stað. Og í kvöld verða Út-
varpsmenn þar á rölti. Þar verður
fólk tekið tali, rifjuð upp saga
staðarins, rabbað um framtíðar-
horfur og svo leikið eitthvað af
þeim lögum, sem bæjarbúar hafa
helst áhuga á að heyra. - mhg
Haukur Morthens, „glaður á góðri stund".
Islenskir
tónar
Stjarnan kl. 18.00
Mörgum finnst að „gömlu,
góðu“ íslensku dægurlögin og
söngvararnir, sem fluttu þau,
mættu oftar heyrast í ljósvaka-
fjölmiðlunum en gerist nú til
dags. Þar á fólk við söngvara eins
og Hauk Morthens, Alfreð
Clausen, Ragnar Bjarnason, Elly
Vilhjálms, Erlu Þorsteinsdóttur
og ýmsa fleiri dægurlagasöngvara
frá þessum árum. Þessir söngvar-
ar jafnast að vísu ekki á við nú-
tíma söngvarana í loftfimleikum
ýmiss konar, sem raunar njóta sín
nú ekki nema í sjónvarpi, en
raddirnar voru góðar og geð-
þekkar. - Þorgeir Ástvaldsson
gefur hlustendum Stjörnunnar
kost á að rifja upp gömul kynni
við þessa söngvara og lögin, sem
þeir fluttu, á hverjum virkum
degi kl. 18.00. - Klukkutíma
seinna hefst svo Stjörnutíminn að
venju en þá eru leikin lög frá 6. og
7. áratugnum.
- mhg
GARPURINN
KALLI OG KOBBI
Hver var að biðja hana að taka
þessa móðgun svona persónulega!
FOLDA
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 6. april 1988