Þjóðviljinn - 06.04.1988, Síða 15
raunvísindum við Háskólann.
Tillögur nefndarinnar urðu
grundvöllur að stofnun Raunvís-
indastofnunar og Þorbjörn var
skipaður formaður bygginga-
nefndar hinnar nýju stofnunar.
Pegar Raunvísindastofnun var
risin fluttust verkefni Eðlisfræði-
stofnunar til Raunvísindastofn-
unar og Porbjörn varð forstöðu-
maður Eðlisfræðistofu.
Þessi þróun frá nærri tækja-
lausu þröngu húsnæði 1958 til
nýrrar reisulegrar byggingar
Raunvísindastofnunar 1966, sem
fylltist á næstu árum af nýtísku-
legum rannsóknatækjum, gekk
svo hratt og þó undra átakalaust
að við, sem unnum að
rannsóknunum, skynjuðum vart
þá miklu byltingu, sem gekk
þarna yfir. Hins vegar duldist það
okkur ekki hve mikinn þátt Þor-
björn átti í þessu brautryðjenda-
starfi, enda þótt hann segði ávallt
sjálfur, að hann hefði aðeins ver-
ið svo heppinn að lenda í frjóu
samstarfi við ýmsa innan og utan
skólans, sem vildu efla þar rann-
sóknir í raunvísindum. Hlut Þor-
björns sáum við daglega, sem
unnum undir stjórn hans. Hann
var ávallt vakandi fyrir nýjum
möguleikum, studdi og örvaði
alla þá, sem með honum unnu, og
sjálfurvann hann tvöfalt verk, oft
við hin erfiðustu skilyrði. Hinn
góði árangur náðist m.a. af því
hve fundvís hann var á einfaldar
lausnir, og vegna þolinmæði
hans, þrautseigju og ósérhlífni.
Aldrei heyrðist hann kvarta
undan aðstöðuleysi heldur snéri
hann sér ótrauður að því að leysa
hvern vanda, en með lausninni
lagði hann jafnframt grundvöll
að bættri aðstöðu.
Þorbjörn lagði grundvöll að
rannsóknum í eðlisfræði og jarð-
eðlisfræði við Háskólann, en
þessar rannsóknir urðu síðan
hvatning til að efla fleiri greinar
raunvísinda við Háskólann. Sá
hópur er orðinn stór, sem nú nýt-
ur þessa brautryðjandastarfs Þor-
björns beint og óbeint. Af þess-
um hópi á ég trúlega Þorbirni
mest að þakka. Nærri fjórir ára-
tugir eru liðnir frá því ég heim-
sótti Þorbjörn og Þórdfsi í lítið
hús þeirra í Sogamýrinni. Ég
hafði þá nýlokið fyrrihlutaprófi í
verkfræði, en síðasta námsárið
hafði hugur minn hneigst æ meira
að eðlisfræði og nú vildi ég leita
ráða hjá Þorbirni. Eftir heim-
sóknina var ég ekki í vafa. Átta
árum síðar réðist ég til nýstofn-
aðrar rannsóknastofu undir
stjórn Þorbjörns. Það var
ómetanleg reynsla að starfa þar.
Þorbjörn hafði sívakandi áhuga
fyrir hverju verkefni og lausn
fékkst á mörgum vandamálum
við að ræða þau við hann. Þá eru
mér minnisstæð árleg ferðalög
starfsmanna stofnunarinnar þar
sem Þorbjörn, Þórdís og drengir
þeirra áttu mikinn þátt í að gera
férðalögin svo skemmtileg að
ávallt var hlakkað til þeirra.
Ég kveð Þorbjörn með djúpum
söknuði og þakklæti fyrir langt
samstarf og votta Þórdísi konu
hans, sonum hans, móður og öðr-
um aðstandendum samúð mína
og hluttekningu.
Páll Theodórsson
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
Gugge Hedrenius á Hótel íslandi
Um síðustu mánaðamót hélt
stórsveit sænska píanistans, tón-
skáldsins og hljómsveitarstjórans
vestur um haf í mikla tónleikaför
um þver og endilöng Bandaríkin.
Með aðstoð Gunnars Reynis
Sveinssonar tónskálds og góðvin-
ar Gugga tókst að fá hljóm-
sveitina til að fljúga vestur með
Flugleiðum í stað SAS og gera
stuttan stans á íslandi og leika á
Hótel íslandi fimmtudaginn 7.
apríl.
Hljómsveit Gugga er ein af
helstu stórsveitum Evrópu og
hefur starfað síðan 1971. Meðal
þeirra er leikið hafa í hljómsveit
Gugga má nefna Janne Schaffer,
Pétur Östlund, Hank Crawford
og Mel Lewis og svo liðið sem
skipar hana í þessari miklu ferð:
WillieCook, RolfEricson, Bosse
Broberg og Thomas Driving,
trompeta; Ulf Johansen, Dicken
Hedrenius og Lennart Löggren,
básúnur. Brent Rosengren, John
Högman, Wage Finer og Haaka-
an Levin, saxafóna. Gugge He-
drenius píanó, Lasse Lundström
bassa, Mans Ekman trommur og
Claes Janson söngur.
Willie Cook er í hópi þekktari
djasstrompetleikara. Hann lék
m.a. með hljómsveitum Jay
McShann, Earl Hines og Dizzy
Gillespie áður en hann réðist til
Duke Ellingtons en með honum
hljóðritaði hann marga þekkta
einleikskafla.
Rolf Ericson er einn af þekkt-
ustu djassleikurum Svía. Hann
bjó lengi í Bandaríkjunum og lék
þar með Stan Kenton, Woody
Herman, Buddy Rich, Quincy
Jones, Gerry Mulligan og Char-
les Mingus áður en hann réðist til
Duke Ellington, en með honum
lék hann af og til frá 1963. Hin
síðari ár hefur hann verið búsett-
ur í Vestur-Berlín.
Brent Rosengren hefur m.a.
leikið með George Russel og
Palle Mikkelborg og hljóðritað
þekktar hljómplötur með Horace
Parlan og Doug Raney. Hann er í
hópi fremstu tenórsaxófón-
leikara Evrópu.
Hljómsveit Gugga leikur sving
af bestu sort. Auk ópusa Gugga
eru verk Ellingtons og Basie ofar-
lega á efnisskránni og Claes Jans-
son syngur á stundum Aleksand-
ers Ragtime Band.
Það er ekkert að því að láta
sveifluna heilla sig í eina kvöld-
stund með Gugga og vera í anda í
Savoydanshöllinni í Harlem á ár-
unum milli stríða.
Fjölmiðlanámskeið að hefjast
Fjölmiðlanámskeið Tóm-
stundaskólans verður haldið í
annað sinn á þessu vori og hefjast
fimmtudaginn 7. apríl. Námið
skiptist í tvo hluta, kjarna þar
sem kennd verða undirstöðuatr-
iði og síðari hluta þar sem þátt-
takendur skiptast í hópa eftir
áhugasviðum, þ.e. útvarp, sjón-
varp og blöð og tímarit.
Áhersla er lögð á verklega
kennslu undir stjórn fjölmiðla-
fólks með mikla reynslu og fá
nemendur tækifæri til að vinna
verkefni hver á sínu sviði í síðari
hlutanum. Námskeiðið er ætlað
þeim, sem hafa hug á að vinna við
eða fyrir fjölmiðla eða eru nýlið-
ar og þurfa þátttakendur að hafa
gott vald á íslensku. Til að ne-
mendur hafi sem mest gagn af
námskeiðinu er fjöldi takmark-
aður við 27 eða 9 í hverjum hópi.
Kennt verður þrisvar í viku, tvö
kvöld og laugardaga, til 28. maí,
alls 104 kennslustundir.
Kennarar á námskeiðinu verða
í sjónvarpshópi Sigrún Stefáns-
dóttir og Sveinn Sveinsson, í út-
varpshópi Stefán Jökulsson og í
blaðahópi Vilborg Harðardóttir,
sem jafnframt stjórnar nám-
skeiðinu. Auk þeirra verður
fengið starfandi fjölmiðlafólk til
kennslu í einstökum atriðum hjá
hópunum og nemendur fá tæki-
færi til að kynnast starfsemi
helstu fjölmiðla.
Fjölmiðlanámskeið Tóm-
stundaskólans var haldið í fyrsta
sinn 1987 og komust þá færri að
en vildu. í ljósi reynslunnar af því
hafa verið gerðar smábreytingar,
kjarninn styttur, hópkennsian
lengd og meiri áhersla lögð á
vinnslu verkefna.
Innritun á námskeiðið fer fram
hjá Tómstundaskólanum, Skóla-
vörðustíg 28, þar sem einnig eru
gefnar nánari upplýsingar.
Opnar verðbréfamarkað
Útvegsbanki íslands hf. hefur
opnað verðbréfamarkað sem
verður rekinn sem sjálfstæð ein-
ing. Verðbréfamarkaður Útvegs-
bankans er til húsa í Síðumúla 23.
Á Verðbréfamarkaði Útvegs-
bankans verða á boðstólum allar
gerðir verðbréfa auk hinna vin-
sælu Veðdeildarbréfa Útvegs-
bankans.
Bréf þessi eru seld með afföll-
um þannig að vextir eru greiddir
fyrirfram, en bréfin eru gefin út á
nafnverði sem verður greitt á
gjalddaga auk vísitöluhækkunar.
Einnig mun Verðbréfamark-
aðurinn hafa á boðstólum svo-
kallaðan Fjárfestingareikning
sem er fjárvörslureikningur með
margvíslegri þjónustu. Sem dæmi
má nefna fjárfestingastjórnun,
þ.e. kaup og sölu á verðbréfum í
umboði viðskiptavinar, inn-
heimtuþjónusta á verðbréfum og
kaupsamningum auk ráðstöfun
innborgana jafnóðum og þær
berast.
Einnig verður eigendum Fjárf-
estingareikninga boðin greiðslu-
þjónusta þar sem greiddir verða
reikningar þeirra og svokölluð
sparnaðarþjónusta sem veitir
viðskiptavinum aðstoð við söfn-
un fjármuna með reglubundnum
sparnaði.
Hjá Verðbréfamarkaði Út-
vegsbankans verður bráðlega
stofnaður Verðbréfasjóður.
Verðbréfasjóðurinn mun gera
sparifjáreigendum kleift að festa
fé sitt í mörgum gerðum verð-
bréfa í einu, auk þess sem ávöx-
tun er mun hærri en með hefð-
bundnum verðbréfum.
Forstöðumaður markaðarins
er Friðrik St. Halldórsson.
Sjúkraþjálfari
í Grindavík búa um 2000 manns sem núna eru án
sjúkraþjálfara.
Sjálfstæður
atvinnurekstur
Höfum mjög góöa aðstöðu með fullkomnum nýj-
um tækjum sem leigjast út til þeirra sem hefja
vilja sjálfstæðan atvinnurekstur, gegn sann-
gjörnu gjaldi.
Góðir tekjumöguleikar
Það tekur 40 mínútur að aka frá miðbæ Reykja-
víkur til Grindavíkur.
Vinna eins og hver vill
Upplýsingar eru gefnar á Heilsugæslustöðinni,
sími 92-68021 og hjá heilsugæslulækni, sími 92-
68766.
Grindavíkurbær
Verkamannafélagið
Dagsbrun
Aðalfundur
Aðalfundur Dagsbrúnar verður haldinn miðviku-
daginn 13. apríl kl. 20.30 í Átthagasal Hótels
Sögu.
Endurskoðaðir reikningar liggja frammi á skrif-
stofu félagsins.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Kaffiveitingar
Félagar fjölmennið
Stjórn Dagsbrúnar
Allir eiga að vera í beltum
hvar sem þeir sitja
í bílnum!
yUMFERÐAR
RÁO
Framkvæmdastjóri
heilbrigðiseftirlits
á Austurlandi
Auglýst er til umsóknar staða framkvæmdastjóra
heilbrigðiseftirlits á Austurlandi. Jafnframt skal
framkvæmdastjórinn gegna hlutverki heilbrigðis-
fulltrúa á Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði,
Fljótsdalshéraði og Borgarfirði eystra. Aðsetur-
staður Reyðarfjörður.
Umsóknarfrestur er til 1. maí 1988.
Frekari upplýsingar gefur formaður svæðis-
nefndar Stefán Þórarinsson í síma 97-11400.
Útför Gunnars M. Magnúss
rithöfundar
fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 7. apríl kl. 15.00.
Blóm og kransar afþökkuð, en þeir sem vilja minnast hans láti Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi, njóta
þess. Fyrir hönd ættingja
Magnús Gunnarsson Málfríður Óskarsdóttir
Gunnsteinn Gunnarsson Agnes Engilbertsdóttir
Oddný Sigurðardóttir