Þjóðviljinn - 09.04.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.04.1988, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Bretlandsmarkaður Verslunarmenn Borgardómur Reykjavíkur kvað upp þann úrskurð í máli Sturlu Kristjánssonar í gær að brottvikning hans úr embætti fræðslustjóra hafi verið ólögleg. I dómnum segir að Sturla hafi aldrei fengið áminningu fyrir þær sakir sem honum voru ætlaðar og þess vegna hafði tafarlaus brott- vikning verið allt of harkaleg að- gerð og ólögleg. Sturlu voru dæmdar 900 þús- und krónur ásamt vöxtum vegna stöðumissis, álitshnekkis og þeirra óþæginda sem hann hafði af málinu. Þá var ráðuneytið dæmt til að borga Sturlu 180 þús- und krónur í málskostnað. Brottrekstur Sturlu var byggð- ur á tveimur ástæðum; að hann hefði sniðgengið fyrirmæli ráðu- neytisins varðandi fjármálalega umsýsiu og brotið trúnað við menntamálaráðuneytið. Dómur- inn felst efnislega í því að þessar sakargiftir séu réttar en þær séu ekki nægileg ástæða til þeirra harkalegu aðgerða sem ráðnu- neytið greip til. „í hvorugu tilviki þykja sakir hins vegar nægilega alvarlegar" eins og segir orðrétt í dómnum. í samtali við Þjóðviljann sagð- ist Sturla ekki vita hver framvind- an yrði. „Ég hef ekki ráðið ferð- inni í þessu máli, það hafa aðrir Lögmaður Sturlu undirritar dómsorðin í gær. (Mynd: Sig) gert,“ sagði Sturla og átti þá sennilega við menntamálaráðu- neytið. Hann vildi ekki tjá sig um það hvort málið yrði Iátið ganga áfram til Hæstaréttar. Sverrir Hermannsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, sagði í út- varpi í gær að hann deildi ekki við dómara, en taldi að í dómnum hefðu verið viðurkennd þau rök sem á sínum tíma lágu að baki brottvikningunni. Hjördís Hákonardóttir borgar- dómari kvað upp dóminn. Meðdómendur voru Jón L. Arn- alds borgardómari og Guðmund- ur Arnlaugsson frv. rektor. -hmp Háskólinn Sigmundur áfram Sigmundur Guðbjarnason var endurkjörinn háskólarektor í rektorskjöri f skólanum í gær og verða niðurstöður í kjörinu ekki túlkaðar öðruvísi en sem eindreg- inn stuðningur við Sigmund í embætti. Sigmundur fékk liðlega 303 at- kvæði af 369 greiddum, rúm 82 prósent, en næstir að atkvæðum fengu mest um 3 prósent. Enginn hafði lýst vilja til að keppa við Sigmund, en í rektorskjöri eru allir prófessorar skólans sjálf- krafa í kjöri. Miðað við aðstæður var kjörsókn mjög góð, tæpir tveir þriðju kennara og starfs- manna kusu, en færri af stúdent- um. Sigmundur var kjörinn rektor 1985 og er nú endurkjörinn til Alþingi Dómsmálin gegnum Sjálf- stæðisflokk Frumvarp frá dómsmálaráð- herra um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds hefur verið sam- þykkt af þingflokki Sjálfstæðis- flokksins sem stjórnarfrumvarp, en þó með því skilyrði að það verði ekki afgreitt á þessu þingi. Frumvarp ráðherrans mætir harðri andstöðu í samstarfsflokk- unum, en framsóknarmenn taka ekki endanlega afstöðu fyrren á þingflokksfundi á mánudag, sama dag og frestur rennur út til að leggja stjórnarfrumvörp fyrir þingið. Sturlumálið Brottvikning ólögleg Sturlu dœmdar 900þúsundir ímiskabœtur. Aðgerðir menntamálaráðuneytis ofharkalegar Verðhnm Útflutningsleyfi á fœribandi án tillits til markaðsaðstœðna Verulegt verðfall hefur orðið á fiski á Bretlandsmarkaði og ástæðan er fyrst og fremst of- framboð héðan, ýmist úr gámum eða með sölu skipa. Um 2 þúsund tonn af gámafiski voru seld á Bretlandsmarkaði í vikunni, aðallega þorskur, ýsa og koli. Mest varð verðfailið á kol- anum, sem seldist að meðaltali á 26,70 krónur kílóið, en á fyrstu þrem mánuðum ársins hafa feng- ist um 73 krónur fyrir kílóið. Þorskurinn hrapaði úr 64 krónum í 48,50 og ýsan úr 80 í 47 krónur. Þá seldu tvö skip í vikunni í Bretland og fékk Otto Wathne 51 krónu fyrir þorskinn, en Kamba- röstin 52,80 krónur. í næstu viku selur Sólbergið ytra og er þá búist við að fiskverðið hafí eitthvað hækkað. Vigri seldi nýlega 343 tonn af karfa í Þýskalandi fyrir tæpar 19 miljónir króna og var meðalverð- ið 54,88 krónur - um 15 krónum hærra verð en fyrir þorsk í Bret- landi! Þrír togarar selja í Þýska- landi í næstu viku. Að sögn Vilhjálms Vilhjálms- sonar hjá LÍÚ er verðfallið í Bretlandi með því versta sem um getur á seinni tímum og blóðugt að það skuli vera af okkar eigin völdum. LÍÚ reyndi eftir föngum að stýra sölu skipa á markaðinn en erfiðara væri að ráða við gám- ana. Til þess að flytja út í gámum þyrfti ekki annað en útflutnings- leyfi frá utanríkisráðuneytinu. Það fengju menn eftir pöntun og án tillits til þess hvað markaður- inn þyldi. Afleiðingarnar lægju nú á borðinu. -grh Knúðu fram laugardagsfrí Formaður VR: Ánœgður með laugardagslokunina, og vonar að samningurinn verði samþykktur. Forstjóri Hagkaupa: Pokkalega ánœgður, en sumarlokunin óeðlilega löng Samningar tókust á milli Versl- unarmannafélags Reykjavík- ur og viðsemjenda þeirra á fimmta tímanum í fyrrinótt, eftir að ríkissáttasemjari hafði lagt fram miðlunartillögu þar sem komið var til móts við verslunar- menn um að þeir fái laugardag- sfrí í þrjá mánuði yflr sumarið, sem var þeirra aðalkrafa. Að sögn Magnúsar L. Sveins- sonar, formanns VR, er aðal- ávinningur þessa samnings sá að verslunarmenn fengu því fram- gengt að afgreiðslufólk fær frí á laugardögum í júní, júlí og ágúst í sumar. Þá fær afgreiðslufólk í verslunum, sem nýta sér lengri opnunartíma í desember, 10% desemberuppbót en getur einnig valið á milli hennar og tveggja frídaga í janúar, en heldur að sjálfsögðu umsaminni desember- uppbót sem var í fyrri samningi. Starfsaldurshækkanir eru lítils- háttar eða um 0,5% og gerðar voru smá lagfæringar á auka- vöktum lyfjatækna, auk þess sem gert er ráð fyrir endurmenntun þeirra. Að öðru leyti eru prósent- uhækkanir í upphafi gildistíma samningsins og aðrar áfanga- hækkanir út samningstímann, sem er til 10. apríl 1989, þær sömu og gerðar hafa verið á vinn- umarkaðnum til þessa. Magnús sagði að hann væri ekkert í skýjunum yfir samningn- um, en vonaðist þó að til hann yrði samþykktur í allsherjarat- kvæðagreiðslu sem fram fer mán- udag, þriðjudag og miðvikudag í næstu viku. Samningurinn verður kynntur félagsmönnum VR á fundi á Hótel Sögu á morgun kl. 14. Jón Ásbergsson, forstjóri Hag- kaupa, sagði að hann væri þokka- lega ánægður með árangurinn fyrir sitt leyti en leyndi því ekki að hann vildi hafa opið á laugar- dögum í júní og seinni hluta ág- ústmánaðar og taldi að sumarlok- unin væri óeðlilega löng. -grh Ráðhúsið Graftarleyfið kært íbúar við Tjarnargötu kæra tilfélagsmálaráðherra. Graftarleyfi hvergi nefnt í byggingarlögum né reglugerð. Telja að það sé dulbúið byggingarleyfi Ibúar við Tjarnargötu hafa kært til félagsmálaráðherra svonefnt graítarleyfi sem byg- ginganefnd borgarinnar hafði samþykkt og staðfest var á fundi borgarstjórnar í fyrrakvöld með atkvæðum sjálfstæðismanna gegn atkvæðum fulltrúa minni- hlutans. Fara þeir fram á það við ráðherra að hann ógildi leyfið nú. þegar þar sem það sé í raun dul- búið byggingarleyfi áður en lög- boðnum skilyrðum þar að lútandi hafi verið fullnægt. í bréfi sínu til ráðherra segja íbúarnir að í byggingarlögum og reglugerð sé hvergi minnst á graftarleyfi, heldur aðeins talað um eina tegund byggingarleyfis. Samkvæmt þeim er skýrt kveðið á um skilyrði fyrir slíku leyfi og felur það ma. í sér að áætlaðar framkvæmdir skuli vera í sam- ræmi við staðfest aðalskipulag og samþykkt deiliskipulag en áætluð ráðhússbygging fullnægi ekki þessum skilyrðum. Byggingin sé hvorki í samræmi við ákvæði staðfests aðalskipulags né stað- fest deiliskipulag Kvosarinnar. Því til áréttingar segja íbúarnir í bréfí sínu tii ráðherra, að fyrir- huguð ráðhússbygging hafi bæði stækkað og hækkað frá því deili- skipulag Kvosarinnar var stað- fest. Þá hafi aðaluppdrættir að byggingunni ekki verið samþyk- ktir af bygginganefnd né áritaðir af byggingafulltrúa. Framkvæmdir við ráðhúsið eiga að hefjast í næstu viku og er búist við að verktaki fari að koma sér fyrir við norðurendann nú um helgina. -grh 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.