Þjóðviljinn - 09.04.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.04.1988, Blaðsíða 6
Kennarar Þetta varðar alla opinbera starfsmenn Svanhildur Kaaber: Við hlítum dómsúrskurði Félagsdóms en sœttum okkur ekki við hann. Munum grípa til annarra aðgerða Svanhildur Kaaber. „Úrskurðurinn hiýtur náttúr- lega að vera áfall fyrir stéttarfélög opinberra starfsmanna því með honum kemur í Ijós að lögin cru ekki ótvíræð og hægt er að túlka þau á mismunandi vegu. Það í sjálfu sér er stórmál!,“ segir Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasambands Islands, vegna hins nýfallna dóms í Félags- dómi en hann úrskurðaði eins og kunnugt er verkfall KÍ, sem koma átti til framkvæmda ll.aprfl, ól- ögmætt. Þegar ljóst var að hægt var að efast um réttmæti verkfallsboð- unarinnar kom fulltrúaráð Kenn- arasambandsins saman á eins og hálfs sólarhrings maraþonfundi og ræddi sín í millum um úrskurð- inn. Niðurstaða þess fundar var sú að KÍ hlítir dómsúrskurðinum en telur samt sem áður að allra formsatriða hafi verið gætt við verkfallsboðunina. Verkfallinu var því aflýst og ekki tekin bein ákvörðun um næstu skref. Rík- isvaldið skal því, að mati fundar- ins, hafa frumkvæðið að boðun næsta samningafundar og hafa með sér nýtt tilboð, því ekki sé um það að ræða að gengið verði að þeim ramma sem samninga- nefnd fjármálaráðuneytisins býð- ur upp á. Þið hafið sagt að dómurFélags- dóms komi ykkur á óvart. Hvers- vegna? -Ég vil nú kannski ekki segja að dómurinn hafi komið okkur á óvart, sagði Svanhildur. - Það er náttúrlega þannig að þegar mál er sett í dóm þá gerir maður sér grein fyrir því að dómarar dæma væntanlega eftir sinni bestu sam- visku. Við bundum vissulega vonir við að dómurinn félli okkur í vil. Hann gerði það ekki og eins og fram hefur komið þá höfum við ákveðið að hlíta þessum dómi en við munum grípa til annarra aðgerða. Orðhengilsháttur og lagaflækjur „Óbilgirni, orðhengilsháttur og lagaflœkjur“ ríkisvaldsins segið þið um þennan dóm. Er það ekki fuU djúpt í árinni tekið? Nei, það finnst okkur ekki. Eins og fram hefur komið þá er tvennt í þessu. Annarsvegar er verkfallið sem við boðuðum 11. apríl dæmt ólögmætt. Það erum við vissulega mjög óánægð með, því við teljum svo sannarlega að farið hafi verið að lögum varð- andi allt sem við höfum gert í þessu sambandi. Lögin eru mjög opin og þau taka ekki af tvímæii! Þetta eru ný lög sem lítil sem eng- in reynsla er komin á, og það hef- ur sitt að segja í svona máli Iíka. Það sem við teljum hinsvegar ekki síður alvarlegt er þessi að- dróttun sem við höfum orðið fyrir, að kosningin hafi ekki verið leynileg. Það er í sjálfu sér stór- mál! Þetta varðar nefnilega fleiri en bara Kennarasamband ís- lands, þetta varðar náttúrlega alla opinbera starfsmenn í landinu sem búa við þessi samn- ingsréttarlög. Þessi aðferð við at- kvæðagreiðslu hefur verið notuð hjá félögum opinberra starfs- manna um áratugaskeið. Nú, það var mjög nákvæmlega eftir öllum reglum farið, en nú á semsagt að fara að hengja sig í að atkvæða- greiðslan hafi ekki verið leynileg! Já, en það var ekki það sem réð því að verkfallsboðunin var dcemd ólögleg, eða hvað? Nei, það er náttúrlega ekki það sem dómurinn tekur á, en þetta eru atriði sem koma fram í dóms- skjölunum. Þetta er hlutur sem verður að taka á. Þú segir að þetta sé reynslutími laganna. Erþaðþitt mat aðnú hafi reynslan sýnt að ómögulegt sé að starfa eftir þeim? Nei, ég vil alls ekki halda því fram að ómögulegt sé að starfa eftir þessum lögum, en þessi reynsla sýnir hinsvegar að það er hægt að leggja fleiri en einn skiln- ing í það sem kemur fram í lögun- um. Vitanlega er það mikið vandamál þegar slíkt kemur upp. Snúum okkur nú að samninga- viðrœðunum. Hefur ríkisvaldið ekki komið til móts við neinar af þeim kröfum sem þið hafið sett fram í þeim samningaviðrœðum sem á undan eru gengnar? Ríkið er mjög fjarri því að koma til móts við okkar kröfur. Alveg frá því að kröfugerð KÍ var sett fram, milli jóla og nýárs, og á þessum vikum sem síðan eru liðn- ar hefur mjög lítið þokast í átt að samkomulagi. Og hefur ríkið haldið fast við sitt fyrsta tilboð? Já. Það má gjarnan koma fram að í síðustu viku fyrir páska varð samkomulag um drög að viðræðugrundvelli í 10 veiga- mestu atriðunum. Þegar farið var að vinna eftir honum og ræða þessi 10 atriði kom í Ijós, síðasta virkan dag fyrir páska, þegar síð- asti fundur var haldinn, að mjög mikið bar í milli. Það sem helst skiptir máli í því sambandi er að það sem okkur í KÍ er boðið er annarsvegar engin upphafshækk- un við undirskrift samnings og hinsvegar áfangahækkanir sem bæði eru smáar og dreifast yfir mjög langan tíma, þannig að við sjáum það fyrir að þessi rammi, ef yrði gengið að samningum innan hans, mundi leiða til kjara- skerðingar fyrir okkar félags- menn. Það sættum við okkur ein- faldlega ekki við! Hve mikið ber í milli? Það er þó nokkuð og án þess að nefna nokkrar tölur finnst mér óhætt að segja að það ber mjög mikið í milli. Bæði hvað varðar launaliði og líka í sambandi við önnur atriði sem koma fram í kröfugerð okkar. Eins og við höf- um margsagt þá varðar kröfu- gerðin ekki einungis launakjör kennara heldur er þar líka um að ræða atriði sem varða skólastarf- ið í landinu og það hvernig hægt væri að bæta skólastarfið, eins og margsinnis hefur komið fram í okkar málflutningi að mikilvægt er að gera. Það er því miður mjög takmarkað sem komið er til móts við okkur. KJÖRIN Ábyrgð ríkisvaldsins Tillögur starfskjaranefndar eru sá grunnur sem þið hafið lagt í ykkar kröfugerð. Er ríkisvaldið, með því að ganga ekki að ykkar kröfugerð, að afneita „afkvœmi“ sínu? Það er nú svo merkilegt að bæði fjármála- og menntamála- ráðuneytið áttu sína fulltrúa í þessari starfskjaranefnd og vita- skuld eiga ráðuneytin þar af Ieiðandi að taka fulla ábyrgð á því starfi sem þar fór fram. Tillögur nefndarinnar og skýrsla hennar eru hlutir sem samþykktir voru samhljóða, þannig að kennarar bundu mjög miklar vonir við að tillögurnar og skýrslan hefðu áhrif til bættra kjara og betri skóla. Þess ber að minnast að fyrsta tillaga nefndarinnar varðar bætt laun kennara! Önnur til- lagan fjallar um mikilvægi þess að minnka kennsluskyldu! Það er ekkert komið til móts við þetta. Hér er orðrétt tilvitnun í tillög- urnar: „Nefndin telur að til þess að gera kennarastarfið eftirsóknar- vert þurfi kjör kennara að batna og föst laun þeirra að hækka frá því sem nú er.“ Þetta er gjörsam- lega ótvírætt! Þú sérð að þetta er náttúrlega stórmál! Það er búið að fjalla svo mikið um þetta, sjáðu, það hafa verið haldnar ráðstefnur og fundir, skipaðar nefndir og búnar til til- lögur og allsstaðar þar sem fj allað hefur verið um þessa hluti á opin- berum vettvangi berja menn sér á brjóst og tala um mikilvægi þess að bæta aðstöðu skólanna og bæta kjör kennaranna. Að í æsku landsins og skólastarfinu sé fólgin framtíð þjóðarinnar og allt það! En þegar að því kemur að bregð- ast við og framkvæma þessa hluti, þá er það ekki hægt! Af hverju er ekkert gert? Eg held að ekkert sé að gert vegna þess að allt kostar þetta fjármagn, mikið fjármagn, og spurningin er í rauninni bara sú: Hvað má skólinn kosta? Hvað vill þjóðfélagið leggja af mörkum til að halda uppi góðum skóla, og hafa í störfum góða kennara? Hvaða áhrif hafa nýliðnir at- burðir á framhaldið? Þessir atburðir hafa þau áhrif á framhaldið að það kemur ekki til þessa verkfalls sem boðað var 11. aprfl. Að fenginni þeirri niður- stöðu hefði kannski legið beint við að boða til atkvæðagreiðslu og boða til verkfalls á nýjan leik, en eftir mjög miklar og ýtarlegar umræður á fundi fulltrúaráðsins, sem er líka samninganefnd, var fallið frá því. Við höfum lagt kapp á að reyna að ná samning- um. f augnablikinu stendur allt fast og það þykir okkur mjög slæmt. Það hefur ekki verið boð- aður nýr fundur og við höfum af því mjög miklar áhyggjur hvernig þessu máli lyktar ef ekki tekst að ná samningum á næstunni. Það er deginum ljósara að verði það ekki, er stefnt í enn meiri hættu með skólastarf næsta vetrar en nokkru sinni áður. Ætlið þið ekki að stíga fyrsta skrefið núna til að losa um þessa sjálfheldu? Að svo komnu máii munum við ekki óska eftir fundi. Við munum skoða þessa hluti mjög vel. Það er ýmislegt í undirbún- ingi innan KÍ eins og gefur að skilja. Hér er margt í gerjun. Samúð almennings Hvað heldur þú, eruð þið kenn- arar búnir að glata samúð umbjóð- endaykkar; nemendanna og kann- ski heimilanna í landinu? Það vona ég sannarlega ekki, því eins og ég var búin að taka fram áður, þá er hér ekki ein- göngu um að ræða launakröfur heldur erum við að tala um skóla- starfið og erum að gera þetta til að bæta skólastarfið í landinu. Ég hef ekki nokkra trú á öðru en að það hljóti að vera hjartans mál foreldra og nemenda, ekki síður en kennara. En, Svanhildur, nú hafa heyrst raddir sem vilja að þið farið íykkar verkföll að hausti en ekki að vori ef þið endilega þurfið að fara í verk- föll. Hvað finnst þér um það? Sjáðu, maður verður náttúr- lega að hugsa til þess að verkföll og þessi réttur stéttarfélaga til að boða til verkfalla er eina löglega tækið sem stéttarfélögin hafa til þess að beita þegar allt virðist siglt f strand í samningavið- ræðum. Verkfallsrétturinn er náttúrlega ákveðin ógnun líka. Ef stéttarfélag hefur ekki þennan möguleika þá fara allir samningar fram á forsendum atvinnurek- andans. Þetta var spurningin um tíma- setninguna... Það sem ég legg áherslu á er að til svona aðgerða er ekki gripið nema í algerri neyð. Þetta er neyðaraðgerð, nauðvörn stétt- arfélagsins að þurfa að grípa til svo róttækra aðgerða. Varðandi tímasetninguna í tengslum við skólastarfið, þá hafa menn nátt- úrlega mismunandi skoðanir á því og ég vek athygli á að þetta tengist að sjálfsögðu því ferli sem farið er í gegnum í samningaviðr- æðunum. Hefurðu trú á að kennarar sam- þykki nýtt verkfall í haust? Ég er alveg handviss um það, ef ekki verður þá búið að ganga frá samningi! -tt 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJiNN Laugardagur 9. april 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.