Þjóðviljinn - 26.04.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.04.1988, Blaðsíða 3
Alþingi Vantraust á stjómina - Það er allt sem mælir með því að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Efnahagsmálin eru í kreppu en sú kreppa er að stórum hluta heimatilbúin. Þar til viðbótar nýtur stjórnin ekki meirihlutastuðnings þjóðarinn- ar, segir Steingrímur J. Sigfús- son. Vantrauststillaga stjórnarand- stöðunnar verður lögð fram á Al- þingi í dag og mun hún að öllum líkindum verða tekin til umræðu í sameinuðu þingi á fimmtudag. Útvarpað verður frá þeim um- ræðum. Gaukur á Stöng Borgarafundur um launamisráttið Hvert er launamisréttið að leiða íslendinga? Þeirri spurn- ingu verður reynt að svara á Gauki á Stöng í dag á opnum borgarafundi sem hefst klukkan flmm. Frummælendur verða Martha Friðiksdóttir afgreiðslumaður í VR, Málhildur Sigurbjörnsdóttir fiskverkakona í Granda og Ólafur Ólafsson landlæknir, og segja fundarboðendur, Málfund- afélag félagshyggjufólks, að ætl- unin sé að ræða launamisréttið frá sjónarhóli einstaklingsins og fjölskyldunnar í stað þess að ein- blína á rekstrargrundvöll, við- skiptahalla og vísitölur. Sex alþingismönnum hefur verið boðið til fundarins, þeim Albert Guðmundssyni, Árna Gunnarssyni, Guðrúnu Helga- dóttur, Guðmundi H. Garð- arssyni, Kristínu Halldórsdóttur og Páli Péturssyni, en fundar- stjórar verða Ásta R. Jóhannes- dóttir útvarpsmaður og Sveinn Magnússon læknir. Utanríkismálanefnd Burt með plútón Á fundi utanríkismálanefndar í dag vakti Hjörleifur Guttormsson máls á fyrirhuguðum flutningum á geislavirku plútóníum frá Frakklandi til Japans yfir Norður-Atlantshaf. Utanríkismálanefnd sam- þykkti að beina þeim tilmælum til ríkisstjórnarinnar að hún taki strax á þessu máli til að koma í veg fyrir þessa flutninga yfir norðlæg hafsvæði og leiti um mál- ið samstarfs við grannþjóðir okk- ar. FRETTIR Framsóknarfundurinn Gáfust upp á einni helgi Ólafur Ragnar Grímsson: Framsókn lyppaðistniður. Engar skýrar tillögur né skilyrði. Eldhafið heldur áfram Ibyrjun janúar líkti Steingrímur Hermannsson ástandinu í efna- hagsmálum þjóðarinnar við bruna Rómaborgar. Á þeim mán- uðum sem liðnir eru hefur brun- inn breiðst í eldhaf, segir Ólafur Ragnar Grímsson formaður Al- þýðuflokksins í framhaldi af nið- urstöðum miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins. „Verðbólgan er áttfalt meiri á íslandi en í helstu viðskipta- löndum okkar, erlendar skuldir nálgast 100 milljarða króna og viðskiptahallinn verður meiri en samanlagður útflutningur okkar til Bandaríkjanna. Fjölmörg at- vinnufyrirtæki sem verið hafa burðarásar í verðmætasköpun margra byggðarlaga eru komin á ystu brún og launafólk heyir harða baráttu fyrir lágmarks- kaupi sem þó er of lítið til að duga fyrir nauðsynlegustu framfærslu. Það var því full þörf á og rétt af Framsóknarflokknum að kalla saman æðstu stofnun sína til fundar um til hvaða aðgerða bæri að grípa og hvaða tillögur flokk- urinn ætti sð setja fram til lausnar á vandanum og láta á það reyna í fullri alvöru hvort hinir stjórnar- flokkarnir væru tilbúnir til þeirra aðgerða. Niðurstaðan er hinsvegar sú að af einhverjum óskiljanlegum ástæðum lippast Framsóknarf- lokkurinn niður og gefst upp á einni helgi. Hann hvorki kemur fram með neinar mikilvægar og skýrar tillögur né setur sámstarfs- flokkum sínum skilyrði. Það er því eðlilegt að þeir Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hanni- balsson séu glaðhlakkalegir í fjöl- miðlum og því miður verður að segja eins og er að sá dómur Þor- steins Pálssonar að Framsóknarf- lokkurinn hafi ekki sett fram neinar tillögur um mikilvæg vandamál atvinnuveganna er réttur. Það blasir því við að á alvarleg- asta tímabili í íslenskum efna- hagsmálum um árabil eru engar tillögur til úrbóta að finna innan stjórnarinnar og sá bruni sem Steingrímur benti réttilega á í janúar og orðinn er að eldhafi heldur áfram að æða um lendur íslensks atvinnulífs og efnahags- kerfis.“ -FRI Skák Össur Skarphéðinsson á landbúnaðarráðstefnu Alþýðubandalagsins á Hótei Selfossi: Fátt arðvænlegra en að ala sjóbleikju í kanann. (Mynd: Sig.) Byggðir Fátt betra en bleikjan Össur Skarphéðinsson: Nýr markaður fyrir sjóbleikju í Bandaríkjun- um, - eldið hentar bændum velsem aukabúgrein. Náttúrlegar aðstœð- ur betri hér en annarstaðar Pað virðist fátt arðvænlegra en bleikjueldi, sagði Óssur Skarphéðinsson flskeldisfræðing- ur í erindi á landbúnaðarráð- stefnu Alþýðubandalagsins á Sel- fossi nú um helgina, þarsem hann benti á nokkra möguleika bænda á fiskeldi sem aukabúgrein. Össur sagði nýjan markað vera að opnast fyrir bleikju í Banda- ríkjunum og væri verð fyrir bleikjuna hærra en fyrir laxinn. Bleikjan vex þrefalt hraðar en laxinn, og er hægt að ná henni í sölustærð á ári með um 6 gráðu heitu vatni, - en hérlendis má víða fá slíkt vatn allt árið þarsem bæði rennur heitt vatn og kalt. Að auki mælir það með bleikju- eldi hér frekar en til dæmis í Nor- Borgarráð Lágmaritslaunin samþykkt? Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi: Kœmi verulega á óvart ef tillagan um 42 þús. kr. lágmarkslaun verður ekki samþykkt í dag Eg tel allar líkur á því að tillaga okkar í minnihluta borgar- stjórnar um 42 þús. króna Iág- markslaun til borgarstarfsmanna verði samþykkt á fundi borgar- ráðs í dag. I ráðinu eiga sæti tveir af flutningsmönnum og til við- bótar hefur Magnús L. Sveinsson forseti borgarstjórnar lýst stuðn- ingi sínum við tillöguna, segir Sig- urjón Pétursson. Á fundi borgarráðs í sl. viku lögðu fulltrúar minnihlutans fram tillögu um að borgarstarfs- mönnum yrðu ekki greidd lægri lágmarkslaun en 42 þúsund krón- ur á mánuði. Að ósk Sjálfstæðis- manna var afgreiðslu tiilögunnar frestað. Þú óttast ekki að borgarstjóri og Sjálfstæðismenn reyni að koma í veg fyrir samþykkt þessar- ar tillögu? - Mér þykir ótrúlegt að Magn- ús L. Sveinsson samþykki að fresta afgreiðslu tillögunnar. Hann hefur það reyndar nú í hendi sér að skapa það fordæmi í launamálum sem myndi styrkja verulega stöðu verslunarfólks í kjarabaráttu sinni. En er víst að Magnús hafi tíma til að mæta á borgarráðsfund vegna samningaviðræðna við vinnuveitendur? - Það kæmi mér sannarlega á óvart ef Magnús getur ekki séð af 5 mínútum til að afgreiða þá til- lögu sem hann hefur lýst stuðn- ingi við og er sjálfur að berjast fyrir með sínum starfsfélögum. Ég tel því alveg víst að þessi til- laga verði samþykkt á borgar- ráðsfundinum, sagði Sigurjón Pétursson. -Jg- egi að best er að ala bleikjuna í ísöltu vatni, en saltur sjór er hins- vegar ekki æskilegur. Þarsem landkostir leyfa bleikjueldi virðist það geta orðið verulega hagkvæmt. Össur sýndi á ráðstefnunni dæmi um eldisstöð sem tveir ynnu við þar væru tveir þúsund rúmmetra tankar, keypt 50 þúsund seiði, og fengist með hóflegum reikningi hálf önnur milljón árlega í hreinan hagnað en miklum mun meira ef aðstæð- ur væru allar á besta veg. Bleikju- eldi gæti því orðið arðvænlegur smárekstur í sveitum, sérstaklega ef bændur sameinuðust um seiðastöðvar, söluátak og ráð- gjafarkostnað. Á ráðstefnunni sagði Jón Hjartarson skólastjóri frá bleikjurannsóknum við fiskeldis- deild Kirkjubæjarskóla en í tengslum við þær er í ráði að stofna í sumar félag áhugamanna um bleikjueldi. Landbúnaðarráðstefna Al- þýðubandalagsins á Hótel Sel- fossi þótti vel heppnuð. Þar voru flutt erindi um flesta þætti land- búnaðarmála frá sjónarmiði framleiðenda, neytenda og sér- fræðinga, og að lokum valdir þrír menn í nefnd sem á að vinna úr erindum og umræðum helgarinn- ar til frekari nota í flokknum. -m Jóhann og Anatólí glíma í Seattleborg „Hefðifremur kosið að tefla við Karpov á Akureyri“ Þær fréttir bárust í gær frá Lucerne í Sviss að fyrirmenn AI- þjóða Skáksambandsins, FIDE, hefðu ákveðið að einvígi þeirra Jóhanns Hjartarsonar og Anató- lís Karpovs, fyrrum heimsmeist- ara, færi fram í Seattleborg á norðvesturströnd Bandaríkj- anna. Það hæflst að öllum líkind- um um mánaðamótin janúar/ febrúar á næsta ári. Það er kunnara en frá þurfi að segja að Akureyrarkaupstaður hafði sóst eftir því að fá að hafa veg og vanda af viðureign þessara tveggja snjöllu skákmanna. Hinsvegar var Karpov tregur í taumi enda í sjálfu sér ekki óeðli- legt að einvígið fari fram fjarri ættjörðum beggja. Við slógum á þráðinn til Jó- hanns í gær og inntum hann eftir viðhorfi sínu til ákvörðunar FIDE. „Ég hefði fremur kosið að tefla við Karpov á Akureyri en í Bandaríkjunum. Hinsvegar hef- ur mér verið tjáð að Seattle sé athyglisverð borg og að þar búi fjölmargir íslendingar." Jóhann kvaðst kunna íbúum Akureyrar bestu þakkir fyrir þann áhuga sem þeir sýndu einvíginu. Og svo mikið er víst að þeir félagar, Jóhann og Karpov, geta þakkað Norðlendingunum hve há verðlaun verða í boði f Seattle. Akureyringar buðust til að greiða keppendum 80 þúsund dollara í verðlaun og verða bandarísku einvígishaldararnir að reiða þá upphæð af hendi. Samkvæmt reglum FIDE verða áhugamenn um einvígis- hald af þessu tagi að greiða kepp- endum 50 þúsund svissneska franka í verðlaun hið minnsta. Slík „sultarlaun" verða þeir Short og Speelman, Timman og Port- isch og Júsupov og Spraggett að gera sér að góðu. -ks.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.