Þjóðviljinn - 26.04.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.04.1988, Blaðsíða 10
Ráðsíefnan á Selfossi Um síðustu helgi efndi Alþýðu- bandalagið til opinnar ráðstefnu um landbúnaðarmál á Hótel Selfossi. Ráðstefnan var sett kl. 10 f.h. á laug- ardag af Helga Seljan fyrrverandi al- þingismanni en slitið síðla sunnu- dags af Arnóri Karlssyni bónda í Arn- arholti. Arnór, sem sæti átti í undir- búningsnefnd ráðstefnunnar, gerði í upphafi grein fyrir tilgangi hennar og verkefnum en síðan tók við hvert framsöguerindið af öðru, með um- ræðuminnámilli. Eftirgreindir menn fluttu framsögu- erindi: Guðmundur Þorsteinsson, bóndi á Skálpastöðum: Landbúnaður á Islandi hvers vegna? Jón Viðar Jónmundsson, ráðunautur: Fram- leiðslustjórnun og áhrif á byggðaþró- un. Birkir Friðbertsson, bóndi Birki- hlfð: Hvers vegna framleiðslustjórn- un í landbúnaði? Þorgrímur Starri Björgvinsson, bóndi í Garði: Stjórnun landbúnaðarframleiðslu og fram- leiðsluréttur. Magnús Ágústsson líf- fræðingurog garðyrkjubóndi í Hver- agerði: Staöa og framtíð íslenskrar garðyrkju. Elín Oddgeirsdóttir, bóndi í Sandlækjarkoti:Kjúklingabúskapur. össurSkarphéðinsson, fiskeldis- fræðingur: Nýjar leiðir í fiskeldi. Stef- án H. Sigfússon, landgræðslufulltrúi: Landbúnaður til landbóta. Jón Gunn- ar Ottósson, líffræðingur: Skógrækt á íslandi-nýviðhorf. Ríkharð Brynj- ólfsson, kennari á Hvanneyri: Rann- sóknir, leiðbeiningar, menntun- hvers vegna? Jóhannes Gunnars- son, formaður Neytendasamtak- anna: Eiga neytendurog bændur samleið? Baldur Óskarsson við- skiptafræðinemi og fulltrúi neytenda í verðlagsnefnd búvöru: Verðlagning landbúnaðarvara. Gísli Gunnarsson, sagfræðingur: Erfrjáls verslun hættuleg landbúnaði? Til stóð að Álf- hildur Ólafsdóttir ráðunautur ræddi um möguleika loðdýraræktar en samgönguerfiðleikar ollu því, að hún gat ekki mætt. Síðan skiptu menn sér í starfshópa, sem skiluðu álitum sín- um upp úr hádegi á sunnudag og fóru þá fram um þau ýtarlegar umræður. Eins og sjá má af þessari upptaln- ingu var ráðstefnan með nokkuð ný- stárlegum hætti. Hingað til hefur það nokkuð viljað við brenna, að einstakir hagsmunahópar, ef pannig má að orði komast, hafa rætt málin hver í sínu horni. Hér voru talsmenn hinna ýmsu sjónarmiða leiddir saman. Gagnkvæmur og nauðsynlegur skiln- ingur skapast ekki með skætings- skrifum í blöðum, heldur með hrein- skilnum, einlægum og hleypidóma- lausum umræðum eins og þarnafóru fram. Ráðstefnan lét engar fullmótaðar ályktanir frá sér fara. Hinsvegar var hópi manna falið að vinna úr álitum starfshópanna og þeim erindum, sem þarna voru flutt. Þær niðurstöður verða síðan lagðar fyrir þingflokk Al- þýðubandalagsins, framkvæmda- stjórn og miðstjórn. ídag er 26. apríl, þriðjudagur í fyrstu viku sumars, 6. dagur Hörpu. Sólin kemur upp í Reykjavík kl. 5.16 en sólsetur er kl. 21.37. Þjóðhátíðardagur T anzan- íu. Atburðir: Björgvin Guðmundsson, tónskáld, f. 1891. Guernica á Spáni jöfnuð við jörðu af þýskum sprengiflugvélum 1937. Þjóðviljinn fyriröOárum: Dagsbrún agar málalið Haralds og Stefáns Jóh. Fulltrúar félagsins í full- trúaráði og á Alþýðusambandsþingi verða að hlýða samþykktum og stefnu félagsins. - Farmannaverkfall yfirvofandi. - Eining ensku vinstri flokkanna gegn Spánarpólitík íhalds- ins. - Klofningurinn í Alþýðuflokkn- um. Röðinkominað Seyðisfirði.- Japanski herinn víða einangraður í stórborgunum. - Abessínuumenn vinna stór landsvæði af itölum. Lána- sjóðurinn Útvarp Rót, þriðjudag ki. 18.00. Lánasjóði íslenskra náms- manna og úthlutunarreglum hans hefur oft skotið upp í umræðum bæði nú og áður. Hann er nú á dagskrá hjá Rótinni. Fjallað verður annarsvegar um opið bréf frá alþjóðlegum samtökum nem- enda til allra framhaldsskóla- nemenda í veröldinni og svo nýj- ar reglur fyrir Lánasjóðinn. í opna bréfinu er víða komið við. Rætt er um ástand heimsmálanna almennt og framtíðarhorfur mannkynsins, en mörgum þykir sem þar sjái nú lítt til sólar. - Verið er nú að fjalla um nýjar úthlutunarreglur Lánasjóðsins. Verða þær teknar til umræðu og bent á þær tillögur, sem nemend- ur hafa sjálfir gert og lúta m.a. að framfærsiumörkum og hækkun á sumartekjumörkum náms- manna. - Bandalag íslenskra sér- skólanema sér um þáttinn. Útvarp, rás 1, kl. 13,35 Ástæða er til að minna á að í dag hefst lestur nýrrar útvarps- sögu. Er það sagan af Winnie Mandela eftir Nancy Harrison. Þýðandi og lesari er Gylfi Páls- son. - Jafnréttisbarátta blökku- manna í Suður-Afríku þekkja all- ir. Hvíti minnihlutinn hefur svar- að henni með blóðugu ofbeldi og hverskonar kúgunaraðgerðum. Eiginmaður Winnie hefur nú í fangelsi í rúma tvo áratugi fyrir það eitt að krefjast jafnréttis fyrir kynstofn sinn í hans eigin landi. Winnie hefur haldið baráttunni áfram með þeim hætti, að hún hefur orðið einskonar einingar- tákn Suður-Afrískra blökku- manna. Sagan, sem er 13 lestrar, greinir frá lífi og starfi þessarar aðdáunarverðu kvenhetju. Winnie Mandela Winnie Mandela UM ÚTVARP & SJONVARP Braskið í algleymingi myndarinnar verður svo umræð- uþátur í beinni útsendingu, sem Ingimar Ingimarsson stjórnar. Það verður m.a. spurt sem svo: Hversu áreiðanlegar upplýsingar eru til um alþjóðlega peninga- markaðinn á hverjum tíma? Taka íslenskir bankar og peningastofn- anir áhættu á þessum mörkuð- um? Hvað um áhættuviðskipti á íslandi? - Áhorfendum er frjálst að hringja og bera fram spurning- ar. Hitt er svo annað mál hvort á svörunum verður nokkuð að græða. Við skulum samt vona það í lengstu lög. Sjónvarp, þriðjudag, kl. 20,35 í þættinum Skuggsjá verður fjallað um hugtök, sem nefnd hafa verið áhætta og ábyrgð. Fyrst verður sýnd bresk sjón- varpsmynd. Starfsmaður verð- bréfadeildar í banka gómar leyni- skjöl frá breska utanríkisráðu- neytinu. Þar er gefið í skyn að vænta megi stóratburða, sem muni hafa mikil áhrif á pening- amarkaðinn í heiminum. Starfs- maðurinn laumar þessum upplýs- ingum til „réttra“ aðila, sem nú leggja sig alla fram við gjaldeyris- braskið. Könnumst við nokkuð við svipinn? - Eftir sýningu John Vine og Caroline Bliss í hlutverkum sínum. GARPURINN KALLI OG KOBBI FOLDA 14 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN 1 Þrlðjudagur 26. aprfl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.