Þjóðviljinn - 26.04.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.04.1988, Blaðsíða 7
Líkur eru á að margir nothaefir bílar lendi á haugunum, þegar enginn vill kaupa þá. Keypt í flýti án nægilegrar skoðunar Margir vafasamir tjónabílar í umferð. Lagtframfrumvarp um bílasölur, sem auka á öryggi í bílaviðskiptum Á vegum Félags íslenskra bif- reiðaeigenda er boðið upp á lög- fræðiráðgjöf tvisvar í viku. Þar situr Andri Amason fyrir svörum og feng- uni við hann til að ræða um hvaða vandamál kæmu helst upp í við- skiptum með notaða bQa. Einnig var komið inn á helstu nýmæli í lagafr- umvarpi um bílasölur, sem FÍB fékk til umsagnar. Yfír 1000 bifreiðaeigendur leita árlega til félagsins, með fyrirspumir um lagalegan rétt sinn. Að sögn Andra kemur stærsti hópurinn vegna tryggLngamála, fólk sem ekki er sátt við sakarskiptingu í árek- strum. Naæt á eftir koma mál sem snúa að viðskiptum með notaða bfla og eru flestir að velta fyrir sér bótum vegna galla sem koma í ljós eftir kaupin. - Við reynum að vera hlut- lausir ráðgjafar bæði fyrir kaupend- ur og seljendur og höfum stundum milligöngu um sættir í slfloim mál- um. Skortir á úttekt fyrir kaup - Helstu vandræði sem koma upp vegna viðskipta með notaða bfla stafa af því að menn skoða ekki nægilega vel það sem þeir eru að kaupa. Fólk gefur sér oft góðan tíma til að velja heimilistæki, en fer síðan með 10 sinnum meiri pening á bfla- sölu og kaupir á korteri notaðan bfl án þess að skoða hann. Þegar heim er komið og farið að h'ta betur á bflinn getur hitt og þetta verið að. Oft er mikið annríki á bflasölum um helgar, því menn vilja nýta frítí- mann til að festa sér bfl. Andri taldi skynsamlegra að nota helgamar tíl að leita að rétta bflnum, en fá sér síðan frí í vinnunni á virkum degi til nákvæmrar skoðunar. Ef gallar koma í ljós þá á að semja um lægra verð og fallast seljendur yfirleitt á það. - Fólk getur verið að setja alla lausa peninga og allt ráðstöfunarfé næstu 6 mánaða í bflakaupin. Það má ekki við því að þurfa að setja bflinn strax á verkstæði. Andri sagði það meginreglu að kaupandi ætti ekki rétt á bótum, ef gallar kæmu í ljós eftir að gengið hefur verið frá viðskiptunum. Þetta á við um alla venjulega slitgalla en þegar fram koma leyndir gallar í ný- legum bflum getur kaupandi sett fram bótakröfu. Dæmi um slíka galla geta verið að gírkassi eða vél gefí sig skömmu efdr kaupin. Má vara sig á tjónabílum Það getur verið margt að varast þegar keyptir eru notaði bflar, t.d. þegar um er að ræða tjónabfl. - Hér eru yfir 1000 tjónabflar á götunum og margir illa viðgerðir. Þó að allt sýnist slétt og fellt á yfirborðinu koma gallar í ljós þegar farið er að keyra þá úti á vegum. Oft eru þessir bflar skriðskakkir og ekki hægt að hjólastilla þá. Varkár kaupandi at- hugar því hjá Bifreiðaeftirlitinu hverjir hafa verið fyrri eigendur. Ef • tryggingafélag er þar á meðal er hér á ferðinni tjónabfll. Á næstu árum má líka búast við að rekast á svokallaða flóðabfla á bflasölum. Félagsmenn í FÍB sem vilja forðast þá geta fengið lista á skrifetofu félagsins, með upplýsing- um um verksmiðjunúmer og annað sem þekkja má flóðabflana á. Á síðasta ári var mikið flutt inn af notuðum bflum, einkum frá Banda- ríkjunum og Þýskalandi. Að sögn Andra þótti það áður kostur á not- uðum bfl ef hann var innfluttur og þar með laus við slítandi keyrslu á íslenskum malarvegum. Nú er dæm- ið að snúast við, jafnvel auglýst að bfllinn hafi upphaflega verið fluttur inn af umboðinu. Þessu veldur orðrómur um að kfl- ómetramælum hafi verið breytt í sumum notuðum innfluttum bflum. - Það er kominn tugur tilfella af einni bflategund, þar sem mælamir virðast hafa verið kerfiðsbundið skrúfaðir niður. Getur munað allt upp í 100 þúsund km á raunveru- legum akstri og mælisstöðu. Er- lendis er algengt að bflar séu keyrðir 60-100 þúsund kflómetra á 1 ári, en þeir eru alltaf á malbiki og líta út eins og nýjir. Við keyrslu og nánari skoðun kemur hins vegar í ljós að sht er meira en eðlilegt getur tahst mið- að við uppgefinn akstur. Andri sagði að lítið væri hægt að gera í slíkum tilfellum. Oft væri bfl- linn fluttur inn beint á nafni kaupanda og milliliðurinn því stikkf- rír. Menn færu varla að standa í því að elta uppi seljendur í öðrum löndum. - Ef kaupendur koma í röðum og kaupa bflana án athuga- semda þá viðgengst þetta. Muna eftir veðbókarvottorði Eitt af því sem ekki má gleyma þegar kaupa á bfl, er að kanna hvort á honum hvfli skuld. Best er að fyrir hggi veðbókarvottorð en einnig er hægt að fá staðfestingu á skuldleysi símleiðis á skrifstofutíma. - Ef keypt er um helgar þegar ekki næst í upp- lýsingar er tekin mikil áhætta. Það eru til fjölmörg dæmi um að fólk hafi tapað mörg hundruð þúsund krón- um á slíkri vanrækslu. Málaferh duga htið ef fyrrverandi eigandi er gjaldþrota. Andri sagði það vera spumingu hvort bflasalar gætu borið ábyrð í svona tilfellum. Hann vissi til þess að fallið hefði dómur, þar sem bflasala var dæmd meðábyrg fyrir að hafa ekki haft veðbókarupplýsingar á hreinu. Eitthvað er um að bflasölur eða einstakir starfsmenn þeirra kaupi sjálfir bfla til endursölu og reyni að hagnast á þeim viðskiptum. Að sögn Andra er ekkert út á það að setja að bflasölur kaupi bfla og í sumum löndum fara viðskipti með notaða bfla aðahega þannig fram. - En því miður hafa komið upp hér dæmi þar sem fólk hefur verið féflett. Oftast er það fuhorðið fólk, sem ekki er vel að sér um gangverð bfla. Óprúttnir sölumenn geta sagt því að í hæsta lagi fáist t.d. 300.000 á borðið fyrir bflinn. Nokkru síðar er hann svo seldur á mun hærra verði. Ef mun- urinn er verulegur er hægt að tala um fjársvik en stundum er rætt um þetta sem löglegt en siðlaust. Skuldabréf eru mikið notuð í bfla- viðskiptum og taldi Andri að núorð- ið væri ekki mikið um vandamál vegna notkunar þeirra. - Menn eru búnir að læra inn á þau og láta ekki plata sig. Fyrir um 4 árum gekk yfir skuldabréfaasði og þá komu upp mörg sorgleg dæmi, þar sem fjöl- skyldur flosnuðu upp í kjölfar bflak- aupa. Fólk áttaði sig ekki á því að í raun var það að staðgreiða bílana, án þess að fá neinn afelátt, þegar afföhum af sölu skuldabréfanna va{ bætt ofan á bflverðið. Síðan óx upphæðin á bréf- unum í verðbólgunni á sama tíma og bflhnn lækkaði í verði. Þeir sem byrjuðu að lenda í vanskilum gátu endað slyppir og snauðir eftir þessi viðskipú. Lagafrumvarp um bílasölur Nú í vetur var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um sölu notaðra bifreiða og annarra skráningar- skyldra ökutækja. í greinargerð með frumvarpinu er talað um að löggjöf um þessi mál ætti að verða „bæði bifreiðasölum og viðskipta- mönnum þeirra til hagsbóta og geti dregið úr ágreiningi og deilum og létt af bflasölum óréttmætri gagnrýni vegna starfa þeirra." Andri sagði að FÍB hefði fengið frumvarpið til umsagnar og í því væru nokkur athyghsverð nýmæh. Ein greinin fjallar um þóknun til bflasala. - Það hefur verið uppi deila um hvort borga eigi sölulaun af bfl sem tekinn er uppí annan. Við höf- um verið á móti því að bflasalar taki 2% af þeim bflum án þess að hafa selt þá. í frumvarpinu er farinn milli- vegur og gert ráð fyrir að þóknun nemi 1% þegar bfll er tekinn uppí. Kveðið er á um að geta eigj þess í afeali ef verið er að selja bfl í eigu bílasala, maka hans eða náinna skyldmenna. Andri taldi þetta ákvæði bæta sönnunaraðstöðu kaupenda ef upp kæmi ágreiningur Andri Ámason er félagsmönnum FÍB innan handar um lögfræðileg málefni. Mynd Sig. vegna viðskiptanna og tengslum bflasala við seljanda hefði verið leynt. Til að auka öryggi í bflavið- skiptum á að hggja fyrir veðbókar- vottorð yfir ökutækið og ótvíræð sönnun fyrir því að seljandi sé skráður eigandi. Bflasölum er einnig gert skilt að vara seljanda við ef vafi leikur á greiðslugetu kaupanda. - Það eru rnörg dæmi um að bflasalar hafa vitað eða mátt vita að kaupandi gæti ekki staðið í skilum, t.d. ef hann hefur áður keypt bfl hjá þeim og ekki getað borgað hann. Þegar upp koma mál þar sem selj- andi er sakaður um að hafa gefið rangar upplýsingar um ástand bif- reiðarinnar getur reynst erfitt að sanna hvað sagt var. Til að bæta úr því er bflasala uppálagt að skrá og geyma í 1 ár allar upplýsingar sem seljandi veitir um bflinn. Reyndar segjr að bflasah eigi að afla þeirra upplýsinga sem kaupanda séu nauðsynlegar og heyrst hefur að bfl- asalar telji að verið sé að koma á þá skoðunarskyldu. f skýringu á greininni er talað um að ekki sé ver- ið að slaka á rannsóknarskyldu kaupanda, en hins vegar eigi að „skerpa skyldu bifreiðasala til að miðla þeim upplýsingum sem haxm veit um eða hefur aflað í starfi sínu.“ Ekki hefur allt verið tíundað sem stendur í frumvarpinu og óvíst er hvort það verður samþykkt í þessari mynd. Margir eru eflaust sammála flutningsmönnum um að ákveðnari reglur um kaup og sölu notaðra bfla komi flestum til góða. Viðskiptin gangj snurðulausar fyrir sig og bflas- ölumar fái á sig betra orð en loðað hefur við þær. MANNLIF Umsjón: Magnfríður Júlíusdóttir 7 Þriðjudagur 26. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.