Þjóðviljinn - 26.04.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 26.04.1988, Blaðsíða 15
FRETTIR Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins: Harðlínumennimir í minnihluta I Ályktunfundarins mun vœgari en búist var við. Annar fundur um miðjanjúní? Ráðherrum gefið svigrúm til viðrœðna. Tímatakmörk hefðu sett þá í klemhiu Hin endanlega ályktun mið- stjórnarfundar Framsóknar- flokksins er mun vægari en búist var við fyrirfram og Ijóst að harð- línumennirnir innan flokksins, sem vildu ganga af stjórnarsam- starfmu dauðu, lentu í miklum minnihluta á fundinum. Þótt á- lyktunin hafi verið mildari en við var búist voru umræðurnar á fundinum það síður en svo og vönduðu margir þeir sem tóku til máls stjórninni ekki kveðjurnar. Háværasta gagnrýnin á stjórn- arsamstarfið kom frá þingmönn- unum Páli Péturssyni, Olafi f>. Þórðarsyni og Guðmundi G. Þór- arinssyni. Ólafur sagði þannig að núverandi stjórn væri lengsta starfsþjálfunartímabil forsætis- ráðherra sem við hefðum kynnst og hann bað þá menn í salnum sem styddu þessa stjórn að rétta upp hönd. Enginn gerði slíkt. Páll Pétursson og Guðmundur G. Þórarinsson ræddu um forystu- leysi Þorsteins Pálssonar og sagði Páll m.a. að Þorsteinn væri í fýlu vegna utanríkismálastefnu Stein- gríms Hermannssonar. Samkomulagið á lokaða fundinum Miðstjórnarfundurinn var op- inn fjölmiðlum að hluta til sem er fáheyrt en hluti hans, þegar rætt var um hið endanlega form á á- lyktuninni var lokaður. Eftir að fundinum var lokað og tekið til við að ræða ályktunina vildu harðlínumennirnir að hún yrði mun harðorðari en síðan varð og var ein höfuðkrafa þeirra að tímasettur yrði annar mið- stjórnarfundur þar sem rætt yrði um þann árangur er orðið hefði af þeim viðræðum sem nú fara í hönd meðal ráðherra stjórnar- innar. Þessi tillaga náði ekki fram að ganga enda töldu hinir hóf- samari á fundinum ekki rétt að setja slíkt sverð yfir hálsa ráð- herra sinna, slíkt myndi ekki liðka um fyrir þessum viðræðum og einungis setja þá í klemmu vegna þess þrýstings sem þeir yrðu undir. Málamiðlunartillagan varð svo sú að fundurinn fól framkvæmda- stjórn flokksins að fylgjast með framvindu mála og boða mið- stjórnina til fundar að nýju svo fljótt sem ástæða þætti tii. Var rætt um að hinn nýi fundur yrði boðaður í kringum miðjan júní. Harðlínumennirnir vildu einn- ig að einhverskonar úrslitakosti væri að finna í ályktuninni en þeir urðu einnig undir á fundinum með það sjónarmið. Einn þeirra segir í samtali við Þjóðviljann að að íhuguðu máli hefði verið talið rétt að reyna fyrst allar leiðir til að lappa upp á það ástand sem nú er í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar og ef menn lesi á- lyktun fundarins grannt sé hún síður en svo eins mild og menn telja. Þorsteinn og Jón Baldvin ánœgðir Það er ekki hægt að segja ann- að en að þeir Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra séu ánægðir með málalokin á miðstjórnarfundinum. Þorsteinn segir að í þeim tillögum sem fram komu í ályktuninni sé ekkert sem sjálfstæðismenn geti ekki sætt sig við og Jón Baldvin segir að raun- ar sé þar ekkert nýtt að finna sem ekki hafi verið til umræðu áður. Er Þjóðviljinn spurði einn af forystumönnum Sjálfstæðis- flokksins hvort menn þar á bæ hefðu ekki varpað öndinni léttar er niðurstöður fundarins lágu fyrir, sagði hann svo ekki vera því aldrei hefði verið ástæða til að taka andköf. Minnti hann á að fyrir fundinn hefði hann sagt að hann teldi hann vart fréttaefni, mjög eðlilegt væri að framsókn- armenn færu að hugsa sinn gang í efnahagsmálum. Tillögurnar í ályktuninni Tillögur þær sem felast í álykt- un miðstjórnarfundarins og miða að því að draga úr þenslu eru að: Aflað verði heimilda til að leggja tímabundið gjald á öll ný Þingmannaþríeykið sem varð undir á miðstjórnarfundinum. mannvirki önnur en íbúðabygg- ingar og dregið úr erlendum lán- tökum til fjárfestinga. Dregið verði úr niðurgreiðslu vaxta af húsnæðislánum, en hús- byggjendum veitt aðstoð gegnum skattakerfið. Lög verði sett án tafar sem tryggi að fjármagnsmarkaðurinn allur lúti samræmdri stjórn og reglum. Lánskjaravísitalan á nýjum fjárskuldbindingum verði afnum- in en stuðlað að hóflegum raun- vöxtum með hliðsjón af þeirri stefnu í gengismálum sem á er tyggb Vextir verði ákveðnir af Seðla- banka íslands. Hvers konar vísitöluviðmiðun og sjálfvirk tengsl við verðlag eða gengi verði afnumin sem fyrst. Sköttum fyrirtækja verði breytt í tekjutengda skatta og tekjuskattur lagður á fjármögn- unarfyrirtæki. Raforkuverð verði lækkað með lengingu erlendra lána Landsvirkjunar. Byggðastofnun verði stórefld og hraðað úttekt hennar og til- lögum til að stöðva byggðarösk- Málmfríður Sigurðardóttir: „Niðurstaðan var ódýr“ „Eftir að búið var að hafa mörg stór orð um tilefni fundarins og vægi málefna sem þar átti að ræða og jafnvel gefa í skyn brott- för úr stjórinni fannst mér niður- staða hans ódýr,“ segir Málm- fríður Sigurðardóttir þingkona Kvennalistans um miðstjórnar- fund Framsóknarflokksins. „í mínum huga var þessi fund- ur máttlaus viðvörun til sam- starfsflokka Framsóknar í ríkis- stjórninni og hafði einkum þann tilgang að friða órólegu deildina í flokknum." Hvað einstakar tillögur í álykt- un fundarins varðar segir Málm- fríður að sumar þeirra séu já- kvæðar og þess eðlis að Kvenna- listinn geti vel tekið undir með þeim...„Hinsvegar finnst mér margar þeirra lítt útfærðar og Júlíus Sólnes: „Agndofa yfir þessum skrípaleik‘ „Ég tel mig vera agndofa yfir þessum skrípaleik Framsóknar- flokksins. Eftir miklar væntingar um harðorðar ályktanir þar sem ströng skilyrði yrðu sett við á- framhaldandi stjórnarsamstarfl hefur þetta koðnað niður í ómerkilega ályktun sem segir ekki neitt,“ segir Júlíus Sólnes þingmaður Borgaraflokksins um niðurstöður miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins um helg- ina. „Ég minnist þess ekki að hafa séð annað eins „antíklímax" og þarna varð og átti síst von á þessu eftir hinar digurbarkalegu yfirlýs- ingar ýmissa framsóknarmanna undanfarnar vikur.“ Júlíus segir einnig að viðbrögð forystumanna hinna tveggja stjórnarflokkanna hafi verið á Jöfnuriarsjóður sveitarfélaga verði í auknum mæli nýttur til að jafna aðstöðumun og aðstöðu- munur m.a. jafnaður með verð- lagningu Ijí opinberri þjónustu. Framtíðin Þótt ályktun miðstjórnarfund- arins sé mun mildari en menn áttu von á, ípinkum þar sem enga úrslitakosti er að finna í henni, og bæði Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson hafí séð ástæðu til áð brosa má ekki gleyma að innan Framsóknar- flokksins sýður á mörgum mönnum vegna ríkisstjórnarsam- starfsins og á það einkujm um landsbyggðarþingmennina. Hin- ir óánægðustu urðu undir á þess- um miðstjórnarfundi en ef ekki tekst að semja um þau atriði sem brenna heitast á þeim á viðun- andi tíma, segjum tveimur mán- uðum mun þeim örugglega aukast fylgi og næsti miðstjórnar- fundur gæti orðið mun sögulegri en þessi. Segja má að þessi fund- ur hafi verið fremur máttlaus við- vörun til samstarfsflokka Fram- sóknar í ríkisstjórn, en viðvörun engu að síður þótt fljótt á litið hafi honum einkum verið ætlað það hlutverk að „órólega deildin“ innan flokksins. fái tæki- færi til að blása svoldið út. _FR1 óskiljanlegar. Sem dæmi má taka tillöguna um tímabundið gjald á öll mannvirki önnur en íbúða- byggingar. Er þar átt við fjós og fjárhús? Eða skóla? Aðrar til- lögur finnst mér hlægilegar eins og sú að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga verði nýttur til að jafna aðstöðumun. Eg veit ekki betur en slíkt sé í lögum.“ -FRl þann veg að þeir væru fegnir þessari niðurstöðu og helst hefði mátt skilja á þeim eftir á að þeir gerðu góðlátlegt grín að henni. „Þessi stjórn hefur verið með þeim eindæmum frá upphafi að stöðugt hefur hún virst vera kom- in að því að springa en þessi niðurstaða sýnir að ráðherrar hennar lafa á stólum sínum í að minnsta kosti hálft ár i viðbót.“ -FRI Vinningstölurnar Heildarvinningsupphæð: Kr. 5.292.929,- 1. vinningur var kr. 2.650.788,- og skiptist hanrt á milli 4ra vinningshafa, kr. 662.697.- á mann. 2. vinningur var kr. 794.144,- og skiptist hann á 208 vinningshafa, kr. 3.8Í8,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.847.997,- og skiptist á 6.099 vinningshafa, sem fá 303 krónur hver. Ath. Vinningar verða ekki greiddir út fyrr en að loknu verkfalli V.R. Upplýsingasími: 685111. Þriðjudagur 26. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.