Þjóðviljinn - 14.05.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.05.1988, Blaðsíða 1
Laugardagur 14. maí 1988 108. tölublað 53. órgangur Ríkisstjórnin „Fastgengið" fallið Gengisfellingíkringum 12-15%. Ovissa um hliðarráðstafanir. At'ókístjórnarbúðum. Þorsteinnfrestar fundinum með Reagan. Alþýðusambandið: Kjaraskerðing launafólks verður ekkiþoluð Hornsteinn ríkisstjórnarstefnu Þorsteins Pálssonar, „fast- gengið", er nú hruninn. Þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir hafi enn ekki komið sér saman um stærð gengisfellingarinnar er bú- ist við að hún verði í kringum 12- 15%. Langir og strangir fundir voru meðal ráðherranna í gær og gærkvöld og verða áfram um helgina þar sem rætt er um hlið- arráðstafanir þær sem gera á sam- hliða gengisfellingunni. Meðal annars er rætt um að taka „rauðu strikin" í nýgerðum kjarasamn- ingum úr sambandi. Harðar deilur eru innan stjórn- arinnar og Þorsteinn Pálsson hef- ur frestað fyrirhuguðum fundi sínum með Ronald Reagan Bandaríkjaforseta sem átti að verða á mánudag. Forystumenn Alþýðusamb- andsins færðu forsætisráðherra harðorða yfirlýsingu í gær; þar segir m.a. að kjaraskerðing í kjölfar gengisfellingarinnar verði ekki þoluð. Áður en gjaldeyrisdeildum bankanna var lokað í gærmorgun hafði fjórðungur gjaldeyrisforða Seðlabankans verið tekinn út í vikunni, alls um 2,5 miljarðar króna. Bæði fyrirtæki og einstak- lingar voru þannig búin að sýna vantraust sitt á efnahagsstjórn- inni í verki, áður en Seðlabank- inn greip til þess ráðs að stöðva frekari gjaldeyrissölu. Langar biðraðir voru víða í gjaldeyrisdeildum bankanna í gær, þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi fryst frekari Sjá blS. 2 útsteymi gjaldeyris. Afgreiddar voru pantanir sem lágu fyrir og ferðamenn fengu keyptan gjaldeyri með _________ 25% álagi. Mynd-Sig. Alverið Knattspyrna Hetja Valsmanna Jón Gunnar skoraði3 af4 mörkum Vals þegarþeir unnu Fram á uppstigningardag Það rigndi mörkum þegar leikið var um titilinn Meistari meistaranna á fimmtudaginn. Sá leikur er árlega á milli þáverandi íslandsmeistara og Bikar- meistara en Valur og Fram halda þessum titlum nú. Jafnt var að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti framlengingu til að knýja frám úrslit en mörkin urðu 7 þegar yfir lauk. Jón Gunnar Bergsson átti stór- an þátt í sigrinum því hann skoraði 3 af 4 mörkum Vals en Pétur Ormslev sá um öll 3 mörk Fram. Talsverð harka var í leiknum enda voru gefin 4 gul spjöld og eitt rautt en það fékk Hilmar Sighvatsson Valsmaður á 65. mínútu þannig að Valur spil- aði með 10 leikmenn í 55 mínút- ur. -ste Sjá síðu 15 Sambandsstjórn VSÍ gaf í gær framkvæmdarstjórn sinni heim- ild til boðunar verkbanns á þá starfsmenn álversins sem eru í verkfalli. í samþykkt sambands- stjórnar segir að starfsmenn ál- versins fari fram á tvöfalda upp- hafshækkun miðað við það sem yerið hefur á vinnumarkaðnum. Örn Friðriksson, trúnaðarmað- ur, segir þetta rangt. í samþykktinni segir einnig, að ef reksturinn stöðvist muni ál „frjósa" í kerjum og marga mán- uði taki að koma framleiðslunni í samt lag. Örn segir ÍSAL sjálft hafa valið „niðurkeyrsluleiðina"; önnur leið sé til sem hafi ekki í för með sér storknun áls í kerjum. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans hefur Alusuisse staðið í skeytasendingum til ÍSAL og lýst yfir áhyggjum á gangi mála. Sjá bls 3 Verðhœkkanir Verðið hækkað að vild Timbursalar hœkka nú verðið á timbri vegna gengisfellingarinnar í gær hækkuðu Húsasmiðjan og Byggingasala Sambandsins verð á timbri um 14% og BYKO um 13%. Að sögn forráðamanna þessara fyrirtækja er um að ræða hækkun vegna fyrirhugaðrar gengisfellingar. Verðlagsstofnun er nú að kanna lögmæti þessarar hækkun- ar því reiðir neytendur hafa verið að hringja inn til Verðlagsstofn- unar til að kanna réttarstöðu sína því mörgum finnst þeir vera varn- arlausir gagnvart verðlagsfrels- inu margrómaða. Sjá bls. 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.