Þjóðviljinn - 14.05.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 14.05.1988, Blaðsíða 14
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Fundur kjördæmisráðs Stjórn Kjördæmisráðs Ab. boðar til fundar í Lárusarhúsi sunnudaginn 15. maíkl. 13-18. Á dagskrá fundarins verða m.a.: 1. a) Útgáfumál, b) Starfið framundan, c) Onnur mál. 2. Byggðamál. Allir félagsmenn velkomnir. Formenn og stjórnir Alþýðubandalagsfélag- anna, sveitarstjórnarfulltrúar og annað áhugafólk um byggðamál, er sér- staklega hvatt til að mæta. Stjórn kjördæmisráðs. Seyðfirðingar Opinn fundur Hjörleifur Guttormsson alþingismaður ræðir þjóðmálin við lok Alþingis, sunnudaginn 15. maí kl. 16 í Herðubreið. Fyrirspurnir og umræður á eftir. Allir velkomnir. - Alþýðubandalagið. Austurland Björn Grétar Ólafur Ragnar ísland á tímamótum Ólafur Ragnar Grímsson og Björn Grétar Sveinsson á opnum stjórnmála- fundum á Austurlandi sem hér segir: Egllsstaðlr: Sunnudaginn 15. maí kl. 14 í Samkvæmispáfanum. Eskifjörður: Sunnudaginn 15. maí kl. 20.30 í Valhöll. Neskaupstaður: Mánudaginn 16. maí kl. 20.00 í Egilsbúð. Fáskrúðsfjörður: Þriðjudaginn 17. mí kl. 20.30 í Verkalýðsfélagshúsinu. Alþýðubandalagið í Reykjavík Félagsfundur fimmtudaginn 19. maí kl. 20.30. Steini Svavar Þeir skammta okkur frelsi, þeir skammta okkur brauð. Steini Þorvaldsson formaður Verslunarmannafélags Árnessýslu og Svavar Gestsson alþingismaður fjalla um nýliðin og yfirstandandi stéttaátök. Félagar! Fjölmennum og ræðum hvað við sem sósíalistar getum lært af atburðum undanfarinna vikna og hvernig við eigum að bregðast við. Stjórn ABR Alþýðubandalagið Siglufirði Félagsfundur Félagsfundurmánudaginn 16. maí kl. 20.30. Ragnar Arnalds kemur og ræðir stjórnmálaástandið. Stjórnin Alþýðubandalagið Reykjavík Spilakvöld ABR Síðasta spilakvöldið í þessari lotu verður haldið þriðjudaginn 17. maí kl. 20.30 aö Hverfisgötu 105. Vegleg lokaverðlaun. Kaffi og meðlæti. Allir velkomnir. ________________________________________________ABR Sumardvöl á Laugarvatni Hinar sívinsælu sumarbúðir Alþýðubandalagsins á Laugar- vatni verður í sumar vikuna 18. - 24. júlí. Umsjón verða í höndum Margrétar Frímannsdóttur og Sigríðar Karlsdóttur. Allar nán^fi upplýsingar í síma 17500. Alþýðubandalagið P*J| Hofsstaðaskóli - V vorskóli Vorskóli fyrir börn fædd 1981 hefst í Hofsstaöa- skóla mánudaginn 16. maí kl 10.00. Vorskólinn stendur yfir frá 16.-20. maí. Skólastjóri. ÍÞRÓTTIR 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. maí 1988 Dæmigerð mynd af fótboltanum í fyrra. Hörð barátta í leik KR og Þórs. Fótbolti-SL deild Jafnara en áður íslandsmótið hefst í dag. Alltstefnir íjafnt og skemmtilegt mót. Utlendingar á heimleið íslandsmótið í knattspyrnu hefst á morgun. Sem kunnugt er þá kallast 1. deiidin nú SL-deild vegna stuðnings Samvinnu- ferða-Landsýnar við mótið. Það er nánast sama hvert litið er, allir virðast sammála um að mótið verði jafnara en áður og erfiðara að flokka liðin niður eftir styrk- leika. Astæðan fyrir þessari breyt- ingu er einfaldlega sú að öll liðin eru vís til að hirða stig frá hvaða liði sem er, og einnig að í deildinni í ár geta bestu liðin ekki leyft sér að vera örugg með neinn leik. Gott dæmi um þetta er að nú er Fram spáð meistaratitli af fé- lögunum sjálfum, enda þótt þeir hafi þegar tapað tveimur titlum. Þá vekur athygli að íslands- meistararnir, Valur, hefur misst fjölda manna í önnur lið og munu þeir eflaust eiga erfitt uppdráttar með að verja titilinn. Annað Reykjavíkurlið, Víkingur, er nánast andstæða Valsmanna. Þeir koma upp úr 2. deild, en ný- liðum hefur ekki vegnað sem best undanfarin ár, en hafa hins vegar fengið fjölda leikmanna til sín þannig að þeir eru til alls líklegir í sumar. Menn hafa jafnan gaman af að spá í stöðu liða fyrir íslandsmót og er sjaldan mikil alvara í slíkum spádómum. Því væri gaman að líta sem snöggvast á liðin sem leika í SL-deildinni með tilliti til möguleika hvers liðs. Fram Eins og áður sagði er Frömur- um spáð sigri á mótinu í ár. Fáir eru hissa á þessari útkomu þar sem í liðinu eru landsliðsmenn nánast í hverri stöðu. Hins vegar hefði liðið með sömu röksemda- færslu átt að verða meistari í fyrra þannig að Framarar eiga titilinn alls ekki vísan í ár. Af breytingum í liðinu ber fyrst að nefna markmannaskiptin, Birkir í stað Friðriks. Þá missa Framarar Keflvíkingana Ragnar Margeirsson og Einar Ásbjörn Ólafsson, en þeir fundu sig aldrei verulega í Safamýrinni. Hins veg- ar kemur Ómar Torfason heim frá Sviss og mun hann áreiðan- lega styrkja liðið mikið. Framar- ar verða því á svipuðu styrk- leikastigi og í fyrra og verða í fyrsta eða öðru sæti. Valur Valsmönnum er ekki spáð mikilli velgengni í sumar. Þeir hafa misst marga menn og þá er Ian Ross farinn frá félaginu, en hann hafði náð mjög góðum ár- angri með liðið. Mestu munar um Sævar Jónsson sem yfirgefur hina sterku Valsvörn. Þá getur Guðni Bergsson ekki leikið með liðinu í bráð þannig að vörnin verður varla eins sterk og í fyrra. Hins vegar kemur Atli Eðvaldsson til liðsins og verður hann vafalaust liðinu mikill styrkur. Einnig hafa þeir fengið Jón Gunnar Bergs og Tryggva Gunnarsson og gætu þeir orðið öðrum liðum skeinu- hættir. Valsmenn eiga áreiðan- lega eftir að verða góðir þegar líður á sumarið og enda í 2.-4. sæti. KR Gamla knattspyrnustórveldið byrjar sumarið vel. Liðið vann sinn fyrsta titil í tíu ár á dögunum undir öflugri stjórn Ian Ross. KR-ingar hafa nú svipaðan mannskap og í fyrra, en hafa þó misst Andra Marteinsson af miðjunni. Liðið hefur verið í uppsveiflu síðustu misserin en herslumuninn vantað og er ekki ólíklegt að hann komi nú undir agaðri stjórn Ross. KR-ingar verða í 1.-3. sæti í ár. Akranes Akurnesingar verða eflaust sterkir í sumar þó að erfitt sé að reikna með þeim á toppnum. Þeir hafa misst Birki til Fram og þá eru Sveinbjörn Hákonarson og Valgeir Barðason farnir. Á móti fá þeir Ólaf Gottskálksson, Mark Duffield og þá er Karl Þórðarson byrjaður að leika með liðinu að nýju. Skagamenn verða í 3.-5. sæti í sumar. Víkingur Víkingar eru nýliðar í deildinni en verða engu að síður mjög sterkir. Þeir hafa endurheimt Andra frá KR ásamt mörgum öðrum góðum leikmönnum og Júrí Sedov virðist vita vel hvað hann er að gera. Þá kemur Lárus Guðmundsson heim f sumar og varla versnar liðið við það. Vík- ingar enda í 4.-6. sæti. Keflavík Mikill Iiðsauki hefur borist til Keflavíkurliðsins. Ragnar og Einar Ásbjörn sneru heim frá Fram og Grétar, Daníel og Kjart- an Einarssynir koma frá Víði. Frank Upton ætti því að hafa úr ágætum mannskap að ráða en þó erfitt að staðsetja liðið í deildinni. Keflvíkingar verða um miðja deild en gætu þó farið ofar. Segjum 5.-7. sæti. Þór Þórsarar eru með nánast sama lið og í fyrra. Þó hafa þeir misst Árna Stefánsson en fengið þess í stað Birgi Skúlason úr Völsungi. Jóhannes Atlason þjálfar liðið en Þórsarar hafa verið mjög ánægðir með hans störf hjá félaginu. Þós- arar koma áreiðanlega til með að hirða stig af hvaða liði sem er en varla er hægt að spá þeim ofar en 5.-7. sæti. Ekki má gleyma að lið- ið lenti í 3. sæti árið 1984 eftir miklar hrakspár í upphafi sumars. KA Hitt Akureyrarliðið, KA, verða óútreiknanlegir í sumar. Litlar breytingar hafa átt sér stað í liðinu en þjálfari þeirra er Guðj- ón Þórðarson. Þeir hafa frekar ungu liði á að skipa og getá lent svo að segja hvar sem er í deildinni. Eg ætla því að leyfa mér rnikil óvissumörk á KA liðið og setja þá í 6.-9. sæti. Völsungur Húsvíkingar munu eiga erfitt uppdráttar í sumar. Þeir eru að mestu með svipað lið og í fyrra en þá var þeim einmitt spáð falli. Þeir létu slíkar hrakspár sem vind um eyru þjóta og kannski verður það sama uppi á teningnum í ár. Þeir muna örugglega hanga lengi á góðum heimavelli en setjum þá í 8.-10. sæti. Leiftur Ólafsfirðingar eru algjört spurningarmerki í ár. Þeir komu á óvart er þeir komust upp í 1. deild í fyrra og gætu allt eins tekið upp á því að halda sér uppi. Þeir hafa mjög sterkan heimavöll sem verður væntanlega martröð ann- arra liða. Ég leyfi mér þó að spá þeim stuttri veru í deildinni og set þá í 9.-10. sæti. -þóm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.