Þjóðviljinn - 14.05.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 14.05.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRETTIR Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Eða hvað? Nú verða þessir afgönsku hermenn að spjara sig af eigin rammleik. Afganistan Sovétmenn á heimleið Fyrstu sovésku dátarnir halda heimleiðis á morgun. Ymsir fréttaskýrenda fullyrða að Bandaríkjastjórn muniekki unnasér hvíldarfyrr en Najibullah hrökklistfrá völdum Danmörk „Allt nema Glistmp“ Höfuðmarkmið jafnaðarmanna að útiloka „Framfaraflokkinn “frá áhrifum og völdum Danskir stjórnmálaforingjar ræða ekki lengur um Nató, kjarn- orkuvopn um borð í herskipum eða vonbrigði og harm fyrir- manna í Washington og Lundún- um. Nú er það mál málanna að klastra einhverju saman sem með allríkum velvilja mætti ncfna rík- isstjórn Danmerkur. Formaður Jafnaðarmanna- flokksins, Svend Auken, sagði í gær að það væri höfuðmarkmið sitt og flokkssystkina sinna að tryggja að „Framfaraflokkur'1 Mogens Glístrúps yrði utan stjórnar og áhrifalaus með öllu í danskri pólitík. Glístrúpar unnu sem kunnugt er 7 nýja þingmenn í kosningunum í vikunni, fengu 16 en höfðu 9 áður. Pað kom Paul Schlúter ber- sýnilega á óvart að Margrét drottning skyldi fela forseta þing- sins, jafnaðarmanninum Svend Jakobsen, að annast milligöngu í stjórnarmyndunarmakki flokk- anna. Hafði hann vitaskuld reiknað með því að fá umboð drottningar strax eftir að hann sagði af sé forsætisráðherraemb- ætti „til bráðabirgða". Vitaskuld hefur Glístrúp ráð fjórflokkastjórnar Schluters í hendi sér. íhaldsmenn og jafnað- armenn þykjast ekki vilja vinna saman þannig að gamli lýðskrum- arinn virðist standa með pálmann íhöndunum. Hann vill sem kunn- ugt er afnema félagslega þjón- ustu og svæla útlendinga, einkum þeldökkt fólk, úr landi. Pað sem helst fer þó í taugar Schlúters er sú litla virðing sem Glístrúp hefur ávallt sýnt Nató. Reuter/-ks. Sovéskir hermenn í Kabúl búa sig nú af kappi undir lokaferð sína um berangurslegar og hrjóst- ugar víðáttur Afganistans; heimferðina. Eftir níu ára hern- að, engum til ávinnings en miljón- um manna til ómældra þjáninga, eru sovéskir dátar farnir að hugsa sér til hreyfings. Hinir fyrstu úr áætluðu 115 þúsund manna liði Rauða hersins í þessu hálenda As- íuríki munu halda heimleiðis á morgun einsog kveðið er á um í samningi Afgana og Pakistana, Sovétmanna og Bandaríkja- manna, sem undirritaður var í Genf fyrir nokkru. Najibullah forseti kvað vera fullviss um að flokkur hans, Lýðræðislegi alþýðuflokkurinn, muni standast allar atlögur upp- reisnarmanna þótt sovéskum lið- styrk verði ekki lengur til að dreifa í landinu. En fréttaskýr- endur eru á öðru máli og sumir þeirra staðhæfa að Bandaríkja- stjórn hyggist bola honum frá völdum með einum eða öðrum hætti þrátt fyrir heitstrengingarn- ar í Genf um afskiptaleysi. „Bandaríkjamönnum er mikið í mun að sannfæra heiminn um að Sovétmenn hafi farið algera sneypuför til Afganistans. Þess vegna kosta þeir kapps um að velta Najibullah úr sessi.“ Þessi orð hafði fréttamaður Reuters eftir „vestrænum“ sendimanni í Kabúl sem ekki vildi láta nafns síns getið. Sovéskir herforingjar í höfuð- borginni vildu ekki greina frétta- mönnum frá því hvaða herflokk- ar yrðu kvaddir heim fyrst en ó- staðfestar fregnir herma að allir sovétdátar hafi verið fluttir á brott frá borgunum Jalalabad í austri og Kandahar í suðri en um þær liggja tvær helstu þjóð- brautirnar að landamærum Paki- stans. Afganskir stjórnarher- menn kváðu hafa leyst þá af hólmi. Allt var með kyrrum kjörum í Kabúl í gær. Hvarvetna voru glaðlegir sovéskir hermenn á vappi, léttklæddir í steikjandi sól- arhita, augljóslega nreð hugann á heimaslóðum. Verðir við hern- aðarmannvirki voru ákveðnir og röggsamir að vanda en ekki jafn tortryggnir og fyrrum. Á úti- mörkuðum var ys og þys sem endranær. Ríkisstjórnin í Kabúl hefur boðið fréttamönnum hvaðanæva að úr heiminum að fylgjast með brotthvarfi fyrstu sovétdátanna úr landi. Fastlega er búist við því að Najibullah efni til frétta- mannafundar í dag eða á morgun og bjóði fjendum sínum sættir og þátttöku í „þjóðstjórn". Fæstir, síst hann sjálfur, búast við því að skæruliöar gíni við agninu enda hefur „uxinn“ ekki í hyggju að deila völdunt með Gulbuddin Hekmatyar og hans nótum. Rcuter/-ks. Frakkland Rýfur forsetinn þingið? Michel Rocard, nýskipaður forsœtisráðherra Frakklands, villþingrof og kosningar Michel Rocard, nýskipaður forsætisráðherra Frakk- lands, sagðist í gær vera áfram um að Francois Mitterrand for- seti ryfi þing án tafar og efndi til kosninga. Forseti væri hinsvegar enn að íhuga málið. „Við þurfum að draga skýrar línur í frönskum stjórnmálum,“ sagði Rocard á fyrsta fundi sínum með fréttamönnum frá því hann var skipaður í hið háa embætti. Hann sagði ekki til setunnar boð- ið því nýir herrar þyrftu að snúa sér sem fyrst að þeim fjölmörgu málum er biðu úrlausnar, einkum á alþjóðavettvangi, svo sem af- vopnun og undirbúningi undir efnahagssamruna Evrópuríkja. „Slíkt er ekki á færi ríkisstjórnar sem á stöðugt yfir höfði sér að þingheimur samþykki á hana vantraust.“ Rocard skýrði frá því að þeir forsetinn hefðu gert miðju- mönnum ákveðið tilboð um sam- starf en því hefði verið hafnað. Nokkrir nýskipaðra samráð- herra Rocards gáfu sterklega í skyn í gær að stjórnin yrði ekki lengi við völd og yrðu Frakkar hugsanlega að kjósa nýtt þing von bráðar. Að kosningunum af- stöðnum yrði síðan mynduð stjórn með þátttöku vinstri- og miðjumanna. í nýju stjórninni eru sósíalistar í miklum meiri- hluta og virðast því tilraunir Roc- ards og Mitterrands til að fá ein- hverja málsmetandi forystumenn miðfylkingarinnar til samstarfs hafa farið út um þúfur. Áður en ríkisstjórnarfundur hófst í gær ræddu ýmsir ráðherra við fréttamenn. Sumir gerðu því skóna að „pólitískri uppstokkun“ væri ólokið og að miðjumenn yrðu teknir í stjórn áður en langt um liði. Innanríkisráðherrann Pierre Joxe mælti: „Margir miðjumanna gera sér fyllilega grein fyrir því að ef frönsk stjórnmál eiga ekki að hjakka ætíð í sama farinu verður að opna einhverjar gáttir. Það mun gerast, vertu viss! Það tekur máski nokkrar vikur eða mánuði. Ræddu við mig eftir þrjá mán- uði.“ Það er alkunna að ekki eru lið- in nema tvö ár frá því Frakkar urðu sér úti um þinglið. Hægri og miðjumenn, undir forystu Jacqu- es Chiracs, hrepptu þá nauman meirihluta sæta á löggjafarsam- kundunni. Kjörtímabilið rennur ekki út fyrr en í mars árið 1991 en að sjálfsögðu er forseta í lófa lagið að rjúfa þing og boða til kosninga. Reuter/-ks. Sovétríkin Glæsileg útför Kim Philby var lagður til hinstu hvílu í gær. Var honum sýndur sá sómi sem honum bar að sovéskri venju enda var hann orðinn hers- höfðingi í KGB, sovésku leyni- þjónustunni, þegar kallið kom. Philby lést þann 11. þessa mánað- ar á sjúkrahúsi í Moskvuborg en þar hafði hann legið rúmfastur undanfarnar þrjár vikur. Að sögn sjónarvotta voru fjöl- margir kollega „félaga Kims“ viðstaddir útförina. Lúðrasveit lék sorgarlög og ungir foringjar úr KGB stóðu heiðursvörð er kistan var borinn að gröfinni. Um 200 syrgjendur fylgdu „fé- laga Kim“ til grafar. Þar á meðal voru hin rússneska ekkja hans, Rufa, og sonur hans John sem býr á Bretlandi. Philby var 76 ára gamall er hann lést og hafði þjón- að Sovétríkjunum af stakri samviskusemi frá unga aldri. Reuter/-ks. Ráðningarskrifstofa Reykjavíkurborgar Vinnumiðlun fyrir fatlaða Nokkur pláss eru laus viö garöyrkjustörf á Mikla- túni í júní og júlí, aðallega fyrir hádegi. Vinna þessi er ætluö fötluðum ungmennum sem þurfa mikinn stuðning í starfi. Takmarkaöur fjöldi. Umsóknir berist fyrir 21. maí nk. Nánari upplýs- ingar gefa Elísabet Guttormsdóttir og Þórgunnur Þórarinsdóttir í síma 623037, Borgartúni 3. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför eiginmanns míns, sonar okkar, föður, tengda- föður og afa Ragnars Á. Sigurðssonar sparisjóðsstjóra Neskaupstað Kristín Lundberg Kristrún Helgadóttir Sigurður Hinriksson Sigurður Ragnarsson Ragnheiður Hall Sigurborg Ragnarsdóttir Hólmgrímur Heiðreksson Kristrún Ragnarsdóttir Snorri Styrkársson Jóhanna Kr. Ragnarsdóttir Hjálmar Kristinsson og barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Gunnars M. Magnúss rlthöfundar Magnús Gunnarsson Málfriður Óskarsdóttir Gunnsteinn Gunnarsson Agnes Engilbertsdóttir Oddný Sigurðardóttir tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.