Þjóðviljinn - 14.05.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.05.1988, Blaðsíða 2
Gengisfelling Rauðu strikin út? Mikill ágreiningur um stœrð gengisfellingarinnar. Hliðarráðstafanir rœddar um helgina. Porsteinn frestar vesturför Gengisfellingin Viðskipti glæðast Eftir að öruggt var að gengið yrði fellt hafa margir hlaupið til með veskið á lofti. í einu bíla- umboðanna hafði jafn mikið selst af bílum fyrir hádegi í gær og alla síðustu viku. Heimilistæki og tölvur seljast betur en áður og sumar verslanir anna ekki eftir- spurn Guöbjörg Sandholt sölumaður hjá ferðaskrifstofunni Útsýn sagði „allt búið að vera vitlaust undanfarna daga og allt frá í síð- ustu viku þegar orðrómur um gengisfellingu komst á kreik“. Að sögn Guðbjargar ber ekki á því að fólk afpanti ferðir. Bílaborg sem er með Mazda umboðið hafði selt jafnmarga bíla fyrir hádegi í gær og alla síð- ustu viku. Guðmundur Þor- steinsson hjá Heimilistækjum hf. sagði þá geta selt miklu meira en þeir gerðu. -hmp Afundi ríkisstjórnarinar í gær- kvöldi átti að taka ákvörðun um stærð gengisfellingarinnar sem framundan er en nota síðan helgina til þess að ræða þær hlið- arráðstafanir sem nauðsynlegar eru. Mikill ágrciningur er meðal stjórnarflokkanna um hve mikið eigi að fella gengið, Framsókn vill 20-25% gengisfellingu en Alþýðu- flokksmenn vilja ekki að hún fari yfir 10%. Sjálfstæðisflokkurinn siglir síðan þarna mitt á milli og almennt er búist við að gengisfell- ingin verði í kringum 12-15%. Meðal þeirra hliðarráðstafana sem rætt er um samhliða gengis- fellingunni eru bráðabirgðalög sem fella úr gildi hin svokölluðu rauðu strik en hið fyrsta þeirra er nú 1. júní. Á móti koma hækkun almannatrygginga. Ljóst er að þetta muni mæta mikilli andstöðu verkalýðshreyfingarinnnar. Aðr- ar hliðarráðstafanir liggja ekki á hreinu. Hið gífurlega útstreymi af gjaldeyri úr bönkunum í þessari viku varð þess valdandi að gjald- eyrisdeildum þeirra var lokað í gærmorgun en þá hafði fjórðung- ur gjaldeyrisforða okkar verið tekinn út í vikunni eða um 2,5 milljarðar króna. Samkvæmt upplýsingum frá bönkunum var hér um allskonar fyrirtæki að ræða og einstaklinga en ferða- skrifstofur munu hafa bent við- skiptavinum sínum á yfirvofandi gengisfellingu með þeim afleið- ingum að tvö til þrefalt fleiri um- sóknir voru um ferðamanna- gjaldeyri en eðlilegt er. Efnahagsráðstafnir þær sem grípa á til nú hafa svo þær afleið- íngar að Þorsteinn Pálsson for- sætisráðherra hefur frestað fyrir- hugaðri heimsókn sinni til Ron- ald Reagan Bandaríkjaforseta. Afleiðingar þeirrar gengisfell- ingar sem hér er um rætt, 12-15% eru að verðlag hækkar um 6-7% og verðbólgan á árinu fer úr 16% og í 22-25%. Ljóst er að gengis- felling sem er yfir 10% mun sprengja rauða strikið 1. júní og það eru einkum framsóknar- menn sem gera þá kröfu að rauðu strikin verði tekin út. -FRI Laddi var helst til óheppinn í gær er hann keypti sér timbur í Húsasmiðjunni því þá hækkaði það um 14%. Mynd Sig. Verðhœkkanir Timbursalarfljótir til Timburhœkkar áður en gengið erfellt. Áœtluðgengisfellingar- prósenta. Óeðlilegar hœkkanir ASÍ Kjaraskerðing verður ekki þoluð Samþykkt formannafundar ASÍ send forsœtisráðherra Timburverð hækkaði um 13- 14% í þremur af stærstu bygg: ingarvöruverslununum í gær. I Húsasmiðjunni og Byggingavöru- sölu Sambandsins um 14%, en í BYKO um 13%. Af þessum sökum voru síma- línurnar hjá Verðlagsstofnun rauðglóandi í gær og neytendum mikið niðri fyrir að fá vitneskju um hvort um ólöglegt samráð væri að ræða eða eðlilega hækkun í krafti frjáls verðlags. Starfsfólk stofnunarinnar mun vinna að því á næstunni að kanna lögmæti þessarar hækkunar. Jón Snorrason forstjóri Húsa- smiðjunnar sagði í gær að þeir hefðu átt um það að velja að loka hreinlega eða gefa sér einhverja ímyndaða gengisfellingarpró- sentu. Erlend vörukaupalán hefðu hækkað upp úr öllu valdi meðan gengið væri óskráð. Þeir hefðu hækkað járnvörur, timbur og fleira vegna fyrirhugaðrar gengisfellingar. - Gengið er ósköp einfaldlega fallið, sagði Jón Helgi Guð- mundsson aðalframkvæmda- stjóri BYKO í gær. Hann bar fyrir sig sömu röksemdir og Jón Snorrason, en BYKO hækkaði eins og áður sagði verðið hjá sér um 13% í gær. Guðmundur Ingi Guðmunds- son hjá Byggingasölu Sambands- ins sagði það vera rétt að þeir hefðu þurft að hækka sín verð en það hafi verið vegna hækkunar á innkaupsverði á timbri frá Rúss- landi. Eftir að þeir hefðu gert sína samninga í mars hefði verðið á timbrinu hækkað stórum. í JL-Völundi er hinsvegar öllu á annan veg farið og er Þjóðvilj- inn innti Þorstein Gunnarsson framkvæmdastjóra eftir fyrirhug- uðum verðbreytingum í kjölfar gengisfellingarinnar sagði hann að JL-Völundur hefði ekki í hyggju að hækka verðið fyrr en ljóst verður hve mikil gengisfel- lingin verður. Hann sagðist líta svo á að allar hækkanir á verði meðan gengið væri ótryggt væru óeðlilegar og að þeir vildu vera vissir um að starfa löglega. Ekki kæmi til greina að hækka verðið fyrr en nýjar birgðir yrðu keyptar. Eftirfarandi ályktun sendi for- mannafundur ASI sem hald- inn var í gær forsætisráðherra en forráðamenn Alþýðusambands- ins áttu fund með ráðherranum þar sem þeir kröfðust svara varð- andi væntanlegar efnahagsráð- stafanir en fengu engin bréf. „Á fundi formanna landssamb- anda innan ASÍ í dag var eftirfar- andi samþykkt gerð samhljóða: Frá því samningar voru gerðir í desember 1986 hefur alvarlegt misgengi orðið í efnahagskerf- inu. Ástæðurnar má rekja til að- gerða og þó frekar aðgerðaleysis stjórnvalda. Það er óhjákvæmi- legt að benda á fjárlagahalalann, miklar erlendar lántökur, stór- felldar óarðbærar fjárfestingar, okurvexti og skipulagsleysi í flestum greinum. Þjónustugrein- ar á höfuðborgarsvæðinu hafa notið þenslunnar á meðan þrengt hefur að útflutningsgreinunum. Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að fella gengið. Það er ljóst að gengisfelling leysir enganveginn essi atburðarás hún sannar réttmæti þeirra viðvarana sem ég flutti á miðstjórnarfundi Alþýðubandalagsins um sl. helgi, þegar ég lýsti þeirri hagstjórnar- kreppu sem ríkisstjórnin hefur skapað. Þegar nærri þrír milj- arðar streyma út úr gjaldeyris- sjóðunum á einum degi, þá er ver- ið að flytja í verki vantraust á þá ríkisstjórn sem sagði að fastgengisstefnan væri horn- steinninn í ríkisstjórnarsamstarf- inu, sagði Olafur Ragnar Gríms- son í samtali við Þjóðviljann. - í greinargerð ntinni til mið- stjórnarinnar benti ég rækilega á að þessi hagstjórnarkreppa yrði ekki leyst með gamaldags gengis- þann vanda sem við er að stríða. Gengisfelling veltir bara öllu enn einn hring. Til að leysa vandann þarf að taka á orsökum misgeng- isins. Það er auðsætt að þau vanda- mál sem nú steðja að verða ekki rakin til nýgerðra kjarasamn- inga. Nú þegar gengisfelling hef- ur verið ákveðin skiptir því öllu að þeir samningar verði virtir að fullu. Reynslan frá 1983 er nær- tækasta dæmið um það hverjir það eru sem mundu bera byrð- arnar ef stöðva ætti kauphækkan- ir með lagaboði. Þeir sem búa við samnings- bundna taxta verða þá látnir bera byrðarnar. Þeir sem aðstöðu hafa til þess að taka á sínum málum til hliðar við kjarasamninga munu áfram ná fram launaskriði. Lág- launafólkið hlyti að axla byrðarn- ar en hálaunahóparnir flestir halda sínum hlut og jafnvel enn sækja á. Verkalýðshreyfingin getur ekki liðið að óréttlætið magnist enn með þeim hætti. Slíkt ástand verður ekki þolað.“ fellingu og kjaraskerðingu og rakti fjölmargar aðgerðir í ríkis- fjármálum, peningamálum og fjárfestingarstjórnun sem gætu komið í staðinn. - Ef ríkisstjórnin ætlar nú að skerða nýgerða kjarasamninga, þar sem ekki náðust einu sinni eðlileg lágmarkslaun, þá verður uppreisn meðal launafólks í landinu. Það er röng stjórnar- stefna sem hefur skapað þennan vanda, ekki launin. Ef setja á bráðabirgðalög um kjaraskerð- ingu ætti tafarlaust að efna til alls- herj arvinnustöðvunar um allt land til að sýna mótmæli launa- fólks, sagði Ólafur Ragnar Grímsson. Ig- Fréttastjórastaða Umsóknir fyrir útvarpsráð Fimm umsœkjendur. r Afundi útvarpsráðs í gær voru lagðar fram umsóknir fimm aðila um stöðu fréttastjóra sjón- varps. Þau sem sækja um eru Ög- mundur Jónasson, Sigrún Stef- ánsdóttir, Hallur Hallsson og Helgi H Jónsson. Einn umsækj- andi óskar nafnleyndar en það mun vera Bogi Ágústsson blaða- fulltrúi Flugleiða. Útvarpsráðsliðar hafa nú um- sóknirnar til umhugsunar en gengið verður til atkvæða um um- Afstaða tekin eftir helgi sækjendur á fundi útvarpsráðs nk. þriðjudag. Talið er að útvarpsstjóri ætli að láta vilja útvarpsráðs ráða frétta- stjóravalinu í þetta skipti. En þann háttinn hafði hann ekki á þegar Ingvi Hrafn Jónsson var ráðinn. Utvarpsstjóri ætlar ss. ekki að brenna sig á sama hlutn- um tvisvar eða „brennt barn sæk- ir í brunninn“ eins og meistari Megas orðaði það af sinni ein- stöku snilld. -hmp Gengisfelllingin Vantraust í verki Ólafur Ragnar Grímsson: Fastgengisstefnan fokin. Launafólk mótmæli bráðabirgða- lögum um kjaraskerðingu með allsherjar- vinnustöðvun 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.