Þjóðviljinn - 14.05.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.05.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Aukaþing VMSÍ í skugga gengisfellingar Þrískipt eftir atvinnu. Samningamál íhöndum viðkomandi deilda. Þungt hljóð íþingfulltrúm vegna boðaðrar gengisfellingar. Kemur ekki til mála að launþegar taki á sig kjaraskerðingu Lektorsstaða HI Birgir undir þrýstingi Nemendur afhenda ráðherra undirskriftir tilstuðnings Olafi. Ákvörðun eftir2-3 vikur emendur í félagsvísindadeild háskólans hafa gengist fyrir undirskriftum til stuðnings við Ólaf Þ. Harðarson í lektorsstöðu við deildina. Undirtektir nem- enda hafa verið góðar og voru menntamálaráðherra afhentar undirskriftirnar þann 9. maí sJ. Með undirskriftunum vilja nem- endur árétta stuðning sinn við Ólaf. Birgir ísleifur Gunnarsson er talinn vera undir miklum þrýst- ingi um að veita Hannesi Hólm- steini stöðuna, þrátt fyrir niður- stöðu dómnefndar og deildar- fundar. Slíkt myndi kalla fram mjög hörð viðbrögð. Ólafur nýt- ur mikils trausts bæði skólans og nemenda sem munu ekki láta það mótmælalaust ef hann verður sniðgenginn. Málið er komið til menntamálaráðherra sem skipar formlega í stöðuna. Að sögn Guðmundar Magnússonar, að- stoðarmanns menntamálaráð- herra, eru gögn um málið nýkom- in inn á borð ráðherrans. Vegna mikilla anna hefur hann ekki af- greitt málið ennþá. Guðmundur sagðist þó ekki reikna með að löng bið yrði á ákvörðun ráðherr- ans, varla meira en 2-3 vikur. Aðeins tveir umsækjenda af fimm voru hæfir til stöðunnar að mati sérstakrar dómnefndar, þeir Ólafur Þ Harðarson og Gunnar Helgi Kristinsson. Hannes Hólmsteinn var dæmdur hæfur að hiuta. í atkvæðagreiðslu á deildarfundi fékk Ólafur síðan 15 atkvæði af 17, Gunnar Helgi 1 atkvæði en Hannes ekkert. -hmp Aukaþing Verkamannasam- bands Islands sem hófst í gær á Hótel Sögu og lýkur í dag er haldið í skugga boðaðrar gengis- feliingar en á dagskrá þingsins eru skipulagsmál og laga- breytingar þar sem gengið verður frá stofnun þriggja deilda innan sambandsins eftir atvinnugrein- um. Þær eru fyrir fiskvinnslu- fólk, verkamenn við byggingar og mannvirkjagerð og verkamennn sem starfa hjá ríki og sveitarfé- lögum. Öruggt má telja að boðuð gengisfelling komi til umræðu á þinginu enda mátti heyra það á þingfulltrúum að mikill uggur og reiði er meðal verkafólks vegna komandi gengisfellingar. Sér- staklega vegna þess að kjara- samningar verkamanna í vetur voru einkar hógværir og ekki þeim að kenna hvernig komið er fyrir efnahagslífi þjóðarinnar. Björn Grétar Sveinsson, for- maður Jökuls á Höfn í Hornafirði sagði að það komi ekki til greina að launþegar taki á sig kjara- skerðingar í kjölfar gengisfelling- arinnar. Varaformaður Verka- mannasambandsins og þingmað- ur Alþýðuflokksins Karvel Pálmason sagði að gengisfell- ingin væri sem rýtingur í bak verkafólksins eftir þær fórnir sem það hefði lagt á sig í vetur. Páll Valdimarsson, trúnaðarmaður Dagsbrúnar hjá Reykjavíkur- borg sagði að boðaðar efna- hagsráðstafanir stjórnvalda legð- ust illa í fólk þar sem verðlag hefði verið að hækka í allan vetur í kjölfar tollabreytinganna svo ekki sé minnst á matarskattinn illræmda og skattahækkana sem hafa orðið vegna staðgreiðsluk- erfisins. Við þingbyrjun í gær lá fyrir tillaga frá verkalýðsfélaginu Ár- vakri á Eskifirði þess efnis að fresta öllum umræðum um deildaskiptingu VMSÍ og í stað þess að beita sér fyrir skipulags- breytingum innan Alþýðusam- bands Islands í haust. Tillögunni var vísað frá. Ef tillagan hefði náð fram að ganga hefði umræð- um um deildaskiptinguna verið frestað. Frá sjónarmiði fiskvinnslu- fólks er með deildaskiptingu Verkamannasambandsins stigið hænuskref í framfaraátt, en eins og kunnugt er var það baráttumál þess sl. sumar að stofna landssamsamtök fiskvinnslufólk til þess að ná fram betri kjara- samningum en þegar samið er á vegum Verkamannasambands- ins. Enda var það að heyra frá sumum fulltrúum fiskvinnslu- fólks að réttast væri að stíga skrefið til fulls og segja sig úr VMSÍ og stofna langþráð lands- samtök. Verkefni deildanna verður að semja við atvinnurekendur, um aðbúnað og vinnuumhverfi, menntun og starfsþjálfun og önnur mál er snerta atvinnu- greinina hverju sinni. Á þinginu verður þessum deildum kosin stjórn og verða vafalaust margir til kallaðir en fáir útvaldir. Rétt til þingsetu eiga um 140 fulltrúar hinna 54 aðildarfélaga VMSÍ. -grh Pétur Sigurðsson, forseti ASÍ, og Björn Grétar Sveinsson, formaður Jökuls, bera saman bækur sínar á aukaþingi VMSI á Hótel Sögu í gær. Mynd - Sig. Álverið Álverið VSÍ með stríðsyfirlýsingu Hóta verkbanni. Ætla ekki að semja. Örn Friðriksson: Spurninghvort verkbann verði ekki tekið alvarlega strax Sambandsstjórn VSÍ samþyk- kti á fundi í gær að heimila framkvæmdarstjórn VSÍ að setja verkbann á starfsmenn álversins sem eru í verkfaili. Sambandss- tjórnin segir starfsmenn álversins fara fram á tvöfalda upphafs- hækkun á við aðra. Örn Friðriks: son, trúnaðarmaður, segir VSI alls ekki hafa boðið sambærilegar hækkanir og orðið hafa á vinn- Samtök Grænfriðunga í Bandaríkjunum mótmæltu hvalaveiðum íslendinga í 20 stór- borgum víðs vegar um landið í vikunni og 17. júní er ætlunin að mótmæla hvalveiðunum í 25 stór- borgum. Tilgangurinn með þess- um aðgerðum er að fá bandarísk fyrirtæki til að hætta að kaupa íslenskan fisk. Mótmælin beindust aðallega gegn veitingahúsakeðjunni Bur- ger‘s King sem kaupir sinn fisk að mestöllu leyti frá dótturfyrirtæki umarkaðnum. í samþykkt sambandsstjórnar- innar segir að við núverandi að- stæður sé ekki hægt að ganga til samninga við starfsmenn álvers- ins. VSÍ hafi boðið fyllilega sambærilegar hækkanir á við sem samist hafi við aðra. Þá segir í samþykktinni „að fari svo ógæfu- lega að reksturinn stöðvist frjósi ál í kerjum og að mánuðir muni Ameríkumarkaður Sambands íslenskra samvinnufé- laga, Iceland Seafood Corporati- oin. Sigurður Markússon, fram- kvæmdastjóri Sjávarafurða- deildar SIS og stjórnarmaður í Iceland Seafood sagði að full ástæða væri til að fylgjast með þessum mótmælum Grænfrið- unga frá degi til dags, en hingað til hefðu þau ekki haft nein áhrif á viðskiptavini Iceland Seafood vestra. Sigurður sagði ennfremur að Iíða áður en framleiðslan komist í samt lag.“ Örn Friðriksson segir þessa samþykkt taka af öll tvímæli um það að ekki sé samið við ísal heldur VSÍ. VSÍ hafi ekki boðið sambærilegar hækkanir og orðið - hafa á almennum vinnumarkaði. Hins vegar hljóti fullyrðing VSÍ um að krafa starfsmanna álvers- ins sé tvöföld miðað við aðra, að því væri ekki að neita að banda- rískir fiskkaupendur væru mjög viðkvæmir fyrir þessum mótmæ- lumg og þau kynnu að geta valdið einhverjum skaða. Aðspurður sagði Sigurður að ekki hefði verið mörkuð nein sérstök stefna hvernig bregðast eigi við þessum aðgerðum af hálfu Iceland Sea- food, en ljóst væri að vel yrði fylgst með framvindu málsins og hvort mótmælin hefðu einhver áhrif. -grh byggjast á þeirra eigin útreikn- ingum og sýnir að við höfum dregist aftur úr öðrum Örn sagði að sem betur fer væri ekki það hitastig hér um þessar mundir að álið „frysi“ í kerjun- um, það gæti hins vegar storkn- að. „Niðurkeyrsluleiðin er leið sem þeir völdu sjálfir ef til ver- kfalls eða verkbanns kæmi í verksmiðjunni.“ Að sögn Arnar er önnur leið að taka ker smátt og smátt úr sambandi, þá storknar ekki í þeim. „VSI lýsir því yfir í samþykkt- inni að þeir ætli ekki að semja við okkur og hóta verkbanni. Ég skal ekkert segja um lagalega hlið þess en hún verður könnuð af okkar lögfræðingum. Það er aftur á móti spurning hvort við tökum ekki þetta verkbann alvarlega fyrr en þeir ætla.“ Örn taldi þessa hótun VSÍ ekki hræða menn né heldur hefði hún áhrif á þá góðu samstöðu sem ríkt hefði. Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila á sinn fund kl 14 í dag. Örn sagðist ekki bjartsýnn á ár- angur þegar atvinnurekendur hafi lýst því yfir að þeir ætli sér ekki að sernja og því sé varla til- efni til fundarhalda. En finnst honum þessi viðbrögð VSÍ ekki hörð? „Það hefur sýnt sig í sam- skiptum VSf við önnur félög að undanförnu að það er við öllu að búast úr þeirri áttinni." -hmp Kippt í strengi eriendis Alusuisse vill að s ISAL semji strax. Skyndilegur kippur í viðrœður avæntur kippur hlj.óp í við- ræður yfirmanna Alversins í Straumsvík og starfsmanna fyrir- tækisins og áttu forystumenn samninganefndanna með sér stuttan fund í gær þar sem ákveð- ið var að samninganefndir yrðu boðaðar á fund hjá ríkissátta- semjara í dag. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans er ástæðan fyrir þessum fundarhölduin sú, að yfirmenn Alusuisse í Sviss vilja ekki að verksmiðjunni verði lokað eins og Ragnar Halldórsson forstjóri ÍSAL hefur hótað, heldur verði gengið til samninga við starfs- menn. Hafa skeyti verið send á milli aðila og Ragnar Halldórs- son hélt utan til fundar við yfir- menn Alusuisse fyrr í vikunni. Ákvörðun yfirmanna Alusu- isse kom flatt upp á forráðmenn Vinnuveitendasambandsins sem samþykktu á skyndifundi í há- deginu í gær að hóta verkbanni. -hmp Hartsóttað f iskkaupendum Grœnfriðungar mótmœltu hvalveiðum Islendinga Í20 stórborgum í vikunni. Sjávarafurðadeild SÍS: Full ástæða til að vera á varðbergi Laugardagur 14. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.