Þjóðviljinn - 14.05.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 14.05.1988, Blaðsíða 15
vann Tennis Kjartan jm, $ Um síðustu helgi var haldið í Digranesi vormót Í.K. í tennis. Keppt var kvenna- og karlaflokki og voru 10 keppendur í hverjum flokki. Urslit Karlaflokkur 1. Kjartan Óskarsson 2. Atli Þorbjörnsson 3. -4. Reynir Óskarsson og Einar Thor- oddsen. Kvennaflokkur 1. Margrét Svavarsdóttir 2. Dröfn Guðmundsdóttir 3. -4. Guðný Eiríksdóttir og Ingveldur Bragadóttir. -ste Upplýsingar óskast Guðmundur Haraldsson dóm- ari virtist ekki hafa næg tök á vell- inum þegar leið á leikinn enda hljóp mikil harka í leikinn þegar vítið var dæmt í fyrsta markinu. Jón Gunnar á greinilega eftir að styrkja Valsliðið mikið í sumar. Hann var Fram hættu- legur þegar hann tók sig til í sókn- inni og sakir hæðar sinnar má ekki líta af honum þegar boltinn berst fyrir í skallahæð. Jón Sveinsson hefur heldur betur tekið sig á. Hann var mun öruggari nú en í leiknum gegn KR og sleppti fáu framhjá sér. Framliðið stóð sig nokkuð vel í leiknum, lét boltann ganga og sóknirnar voru langar og margar. -ste Um helgina 13.-16. maí Handbolti Laugardaginn kl.17.00 hefst í Seljaskóla úrslitaleikurinn í bæjar- keppninni. Það verða Reykjavík og Hafnarfjörður sem leiða saman klára sína. Hlaup Á laugardag hefst um land allt Landsbankahlaupið. í Reykjavík hefst hlaupið í Laugardal kl. 14.00 en getur orðið á öðrum tímum úti á landi. Fyrirhugað er að hlaupið verði við öll útibú Landsbankans á landinu nema í Reykjavík þar sem eitt hlaup verður fyrir Stór-Reykjavíkursvæðið. Fótbolti Sunnudagur Keflavík kl.17.00 l.d.ka. ÍBK- Völsungur Gervigras kl.17.00 l.d.ka. KR- Víkingur R. Akureyri kl.17.00 l.d.ka. KA-Þór A. Ólafsfjörður kl. 17.00 l.d.ka. Leiftur- ÍA Manudagur Laugardalur kl.20.00 l.d.ka. Fram- Valur ari Sighvatssyni var vikið af leikvelli með rautt spjald. Pað er leikið um titilinn Meistari meist- aranna á hverju ári en það eru íslandsmeistarar árið áður og bikarmeistarar sama ár sem eigast við. Leikurinn byrjaði mjög hratt og gekk leikmönnum illa að ráða við hraðann. Valsmenn voru meira í sókn en tókst ekki að skapa sér nein umtalsverð færi. Á 20. mínútu fór hraðinn að minnka og boltinn fór að ganga betur manna á milli þegar Fram náði að komast meira inní leikinn. Valur átti fyrsta færið á 22. mínútu eftir mikla þvögu í teig Fram sem tókst að hreinsa frá í horn en fyrsta færi Fram kom á 31. mínútu þegar Pétur Orms- lev átti hörkuskot að marki Vals, boltinn hrökk af Guðmundi Baldurssyni í markinu og Pétur skaut aftur en Guðmundur varði enn. Fyrsta mark leiksins gerði svo Jón Gunnar Bergs með skalla þegar boltinn barst fyrir Vals- markið eftir aukaspyrnu. Birkir reyndi að slá boltann en tókst klaufalega til svo að inn fór bolt- inn, 1-0. En aðeins mínútu síðar náði Fram að jafna. Guðmundur Steinsson komst inn fyrir vörn eftir laglega sókn Frammara en Ingvar Guðmundsson brá á það ráð að bregða honum svo að úr varð vítaspyrna sem Pétur Orms- lev skoraði úr af öryggi, 1-1. Á 40. mínútu komst Guðmundur Steinsson aftur inn fyrir en skaut framhjá og Ormarr Örlygsson átti einnig skot mínútu síðar, en Guðmundur Baldursson varði. í síðari hálfleik var Fram meira með boltann, létu liann ganga á milli sín og spiluðu lengri sóknir. Þeir náðu góðum sóknum á 55. og 58. mínútu en skot Guðmund- ar og Pétur Arnþórssonar fóru yfir markið. Annað vítið í leiknum kom á 61. mínútu þegar Valur náði skyndisókn og Helgi í tilefni 80 ára afmæli Knatt- spyrnufélagsins Fram er Víðir Sigurðsson blaðamaður að skrá- setja sögu félagsins, sem er vænt- anleg í haust. Vitað er, að ýmsir hafa í fórum sínum gamlar frásagnir, blaðaúr- klippur eða myndir og eru þeir vinsamlega beðnir að veita fé- laginu afnot af þessum gögnum, bæði til að forða þeim frá glötun svo og til að fylla upp í eyður í söguskránni. Framkvæmdastjóri Fram Jó- hann Kristinsson er við í Fram- heimilinu Safamýri alla virka daga kl. 13.00-14.00 og eftir kl. 17.00ísíma680342. Einnigmá hafa samband við eftirtalda rit- nefndarmenn: Alfreð Þorsteins- son, Harald Steinþórsson, Hilm- ar Guðlaugsson og Svein Ragn- arsson. Þorgrímur Þráinson fyrirliði Vals smellir rembingskossi á Sigurðarbik- arinn sem keppt var um. Framlengt Valsmenn mættu ákveðnir til framlengingarinnar en Fram átti samt fyrsta færið þegar Steinn átti gott skot á Valsmarkið en Guð- mundur varði vel. Á 101. mínútu var Jón Gunnar enn á ferð, fékk stungubolta innfyrir og skaut á markið en Birkir varði, hélt ekki boltanum svo að Jón Gunnar fékk annað tækifæri og hitti þá í markið, 4-3. í síðari hluta framlengingar- innar var Fram mun meira í sókn. Þeir áttu hverja sóknina á fætur annarri en tókst ekki að nýta fær- in þannig að sigurinn var í höfn 4-3. JónGunnarBergsskorarsíðastamarkiðíleiknum. Hannog PéturOrmslevskoruðusinnhvor3mörkinfyrir lið sín í þessum 7 marka leik. Fótbolti Markaregn hjá meisturunum Valur varð Meistari meistaranna þegarþeir unnu Fram á uppstigningardag í markaleik 4-3 ogþurfti framlengingu til að knýja fram úrslit Það var góður fótbolti lengstaf en mikil harka þegar liðin tókust á á gervigrasinu í Laugardal. Valsmenn léku með 10 leikmenn síðustu 55 mínúturnar því Hilm- Björgvinsson brá Steinari Adolfssyni inní vítateig. Hilmar Sighvatsson skoraði örugglega úr vítapyrnunni, 2-1. Frammarar voru ekki sáttir við þennan dóm og fengu Steinn og Pétur Orms- lev gult spjald fyrir mótmæli. Talsverð harka færðist í leikinn og fékk Valur Valsson gult spjald skömmu síðar en bætti fyrir það þegar hann komst inní sendingu, rauk upp völlinn, en Birkir varði vel. Þá hafði Hilmari Valsara og Pétri Ormslev lenti saman sem endaði með því að Hilmar fékk rautt spjald og var vikið af velli. Fram jafnaði á 74. mínútu þegar þeir fengu dæmda vítaspyrnu eftir að Guðmundi Steinssyni var haldið inní vítateig Vals. Pétur Ormslev endurtók fyrra vítið og skaut í sama hornið, 2-2. Fram átti næstu færi, Arnljótur komst innfyrir Valsvörnina en lék sér of lengi, Ormarr átti lúmskt skot utan af velli og á 96. mínútu sendi Þorsteinn boltann laglega inná Pétur Ormslev sem átti ekki í vandræðum með að skora 2-3. Flestir nema Valsarar voru með það á hreinu að sigurinn væri í höfn og þegar innan við mínúta var til leiksloka fékk Jón Gunnar sendingu fram og tókst að jafna 3-3. Laugardagur 14. maí 1988 ÞJÖÐVILJiNN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.