Þjóðviljinn - 19.05.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.05.1988, Blaðsíða 2
Homo Saab-iens Segir Ragnar afsér? Stjórnarfundur í Granda ídag. Kostar fyrirtœkið 94þúsund! Stjórn Granda kemur saman í dag, og verður þar meðal annars fjallað um bflamál Ragnars Júl- íussonar stjórnarformanns. Á stjórnarfundinum verður væntanlega tekin fyrir bón Ragn- ars um að kaupa hina frægu bif- reið, Saab Turbo 9000, og vænt- anlega rætt um eftirmála hinnar sérkennílegu bflaleigu, en um hana stangast frásagnir stjórnar- manna á. Hugsanlegt er að Ragnar segi af sér á fundinum, en samkvæmt heimildum hefur verið þrýst á hann í þá átt, bæði af stjórnar- mönnum og innanúr Sjálfstæðis- flokknum, en þar þykir ýmsum nóg um ágirnd flokksfélaga síns. Samkvæmt upplýsingum í borgarráði um stjórnarlaun í Granda kostar fundurinn í dag fyrirtækið 95.004 krónur, en þar- af fær Ragnar 31.668. -m FRETTIR Sambandsfrystihúsin Á hnjánum úr góðærinu Frystiiðnaðurinn rekinn með 6,6% hallaþráttfyrirgengisfellingu. Útflutningur frystra sjávarafurða ífyrsta sinn meiri til Evrópu en til Bandaríkjanna 1987. Framleiðslan jókst um 10,5% Aaðalfundi Félags Sambands- fiskframleiðenda sem lauk í vikunni sagði Sigurður Markús- son framkvæmdastjóri Sjávaraf- urðadeildar Sambandsins að vegna 20-25% verðbólgu hér- lendis á síðasta ári hefðu íslensk fískvinnslufyrirtæki komið á hnjánum út úr góðæri ársins á sama tíma og kanadísk fisk- vinnslufyrirtæki hefðu blóm- strað, enda verðbólga þar aðeins verið 4,2% á sama tíma. Fram kom á fundinum að rösk- lega 5% tap varð á frystihúsum innan SAFF á sl. ári, miðað við þau uppgjör sem fyrir liggja, og er þá tekið tillit til sameiginlegs kostnaðar sem fellur á frystihús- in. Talið er að þrátt fyrir gengis- fellingu í byrjun vikunnar sé frystiiðnaðurinn rekinn með 6,6% halla og að hallareksturinn væri um 15% ef ekki hefði komið til gengisfelling krónunnar. Sjávarafurðadeild Sambands- ins flutti út 1987 sjávarafurðir fyrir 7,4 miljarða króna, sem er 6,5% meira en árið áður. Útflutt magn nam alls rösklega 66.400 lestum, sem var 3,8% minna en 1986. Alls voru fluttar út tæplega 52.800 lestir af frystum sjávaraf- urðum á vegum deildarinnar 1987, að verðmæti rösklega 6,5 miljarðar króna, sem er 4,1% aukning í krónutölu frá 1986. Sjónvarpið ÍUK Flokkurinn fékk Bog Guðni rektor hljóp undir bagga með Sjálfstæðisflokknum. Markús tilkynnti valsitt og Flokksins ígær M arkús Örn Antonsson til- kynnti í gær að hann hefði valið Boga Agústsson í starf fréttastjóra Sjónvarps, og mun hann hefja störf eins fljótt og kost- Tilkynning útvarpsstjóra kom ekki á óvart eftir atkvæðagreiðslu í útvarpsráði á þriðjudaginn þar- sem endanlega kom í Ijós að sjálfstæðisflokksmenn höfðu gef- ið uppá bátinn stuðning við Sig- rúnu Stefánsdóttur og munstrað með sér fulltrúa Alþýðuflokks- ins, Guðna Guðmundsson MR- rektor. Framsóknarforystan fékk sína menn til að styðja Helga H. Jónsson, - og kom nokkuð á óvart að Ásta R. Jóhannesdóttir, fyrrum útvarpsmaður, skyldi beygja sig undir flokksagann - og fengu því þeir tveir umsækjendur sem fagmenn töldu hæfasta, Ög- mundur Jónasson og Sigrún Stef- ánsdóttir, aðeins eitt atkvæði hvort. Ekkert varð af samblæstri gegn valdi Sjálfstæðisflokksins í út- varpsráði einsog síðast þegar greidd voru atkvæði um frétta- stjóra. Þá fékk Ingvi Hrafn Jóns- son þrjú atkvæði Sjálfstæðis- manna, en hinir fulltrúarnir fjórir sameinuðust um Helga E. Helga- son, og mun Eiður Guðnason hafa verið helstur hvatamaður þess. Nú reri Eiður hinsvegar að því öllum árum að eftirmaður hans, Guðni, styddi umsækjanda Sj álfstæðisflokksins. Það mun hafa skipt máli við atkvæðagreiðsluna að Magnús Erlendsson frá Sjálfstæðisflokki sagðist fram á síðustu stund ætla að styðja Helga H. Jónsson og varð það meðal annars til þess að Framsóknarfuiltrúarnir héldu fast við sitt í stað þess að fara yfir á Ögmund eða Sigrúnu. Nokkur kurr mun kominn upp á fréttastofu Sjónvarps vegna þessa máls alls, en þar studdu flestir Ögmund til starfans. Ekki er þó við neinum stórtíðindum að búast þaðan, enda vilja menn reyna Boga, en líklegt er að skærur vegna sjálfstæðis frétta- stofunnar og kjaramála muni harðna í kjölfar ráðningarinnar. Talið er að Sigrún stæði vel að vígi ef hún kærði ráðninguna til jafnréttisráðs, þar sem hún hefur meiri menntun og starfsreynslu en Bogi, og hefur hún verið hvött af konum til að athuga þá leið, en ekki er lfklegt áð hún hefji slík eftirmál. Hinsvegar er alls óljóst hvort hún heldur áfram að stjórna fræðsluvarpinu nýja þeg- ar hún kemur úr sumarfríi. Bogi Ágústsson er fæddur 1952, stúdent úr MR, nam sagn- fræði við HÍ og sat fyrir Vöku í stúdentaráði háskólans. Hann varð fréttamaður á Sjónvarpi árið 1977, þar á meðal á Norður- löndum árin 1984-86. Eftir stutt skeið sem aðstoðarframkvæmda- stjóri á Útvarpinu gerðist hann síðastliðinn vetur blaðafulltrúi Flugleiða. Síðustu verk hans í því starfi voru að skýra fyrir almenn- ingi brýna þörf Flugleiða á að refsa verslunarmönnum með lög- sókn fyrir nýlegar verkfallsað- gerðir. -m Magnminnkun 2,8% milli ára. varð sem nam Á fundinum kom fram að ef miðað er við hlutfallsskiptingu útflutnings eftir myntum megi ætla, að framleiðendur í SAFF hafi 1987 tapað um 240 miljónum króna á falli dollarans, en fengið það tap borið upp að hálfu með hækkun á sterlingspundi og þýsku marki. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður á síðasta ári, ma. vegna stóraukins útflutnings á ófrystum fiski, tókst framleiðendum f SAFF að auka framleiðslu frystra afurða um 10,5% eða úr 49.500 tonnum í 54.700 tonn. Þá varð veruleg breyting á útflutningi SAFF- frystihúsanna eftir mörkuðum og í fyrsta skipti í fyrra varð útflutn- ingur á frystum sjávarafurðum til Evrópu meiri en til Bandaríkj- anna, eða um 20.300 tonn á móti 18.600 tonnum. Þá hefur orðið veruleg aukning á útflutningi til A-Asfulanda, einkum til Japans. Árið 1987 var hlutdeild Sjávar- afurðadeildar Sambandsins 13% af heildarvöruútflutningi lands- manna, en 16,7% af heildarút- flutningi sjávarafurða. Hlutur deildarinnar í útfluttum freðfiski var tæplega 33% á síðasta ári. -grh Níundu bekkingar stóðu sig almennt vel í íslenskuprófinu f ár. Samræmdu prófin Góð utkoma í íslensku Meðaltalseinkunn ííslenskuúr4,8í5,8. Danskaní5,2. Samkvæmt úrtaki 600prófúrlausna - Þessa dagana er unnið á fullu í menntamálaráðuneytinu við heildarúttekt á árangri rúmlega fjögur þúsund grunnskólanema í 9. bekk sem gengust undir sam- ræmdu prófin í vor. í 600 nem- enda úrtaki kom fram að árangur í íslenskuprófínu var að meðaltali 5,8 en var 4,8 í fyrra og hefur því hækkað um einn heilan sem þykir allgott. Að sögn Ingunnar Tryggva- dóttur í menntamálaráðuneytinu var einnig gerð sams konar úttekt á árangri nemenda í dönsku og reyndist meðaltalseinkunn vera 5,2. Ingunn sagði þessar tölur um meðaltalseinkunn vera dálítið grófar því úrtakið hefði að ósekju mátt vera mun stærra. Aðspurð um skýringar á þessari hækkun á íslenskuprófinu sagði hún þær ekki liggja á lausu þar sem engin próf væru eins frá ári til árs þó reynt væri eftir megni að hafa þau svipuð að þyngd. Hins vegar væri það gleðiefni fyrir alla ef ís- lenskukunnátta unglinganna færi batnandi því það væri náttúrlega markmiðið með kennslunni. Stefnt er að framkvæmd svip- aðs úrtaks í ensku og stærðfærði til að fá vitneskju um meðal- árangurinn þar líka. Ingunn sagði að þrátt fyrir að skólaslit margra grunnskóla landsins stæðu yfír á næstu dögum væri einsýnt að allir 9. bekkingar á landinu fengju ekki niðurstöður samræmdu pró- fanna fyrr en seinna, því seinlegt væri að vinna úr niðurstöðum prófanna vegna mannfæðar , í ráðuneytinu. Hún sagði að mikið álag og mikil vinna fylgdi því að taka saman heildarniðurstöður prófanna en hvenær því yrði lok- ið sagðist Ingunn ekki geta sagt til um. -grh Flensan Mannskæður faraldur Flensan skeinuhætt eldrafólki. Mikil aukning dauðsfalla Að undanförnu hefur dánar- tilkynningum fjölgað ört og greftrunarstofnanir hafa vart undan að sinna sínum umbjóð- endum sem í mðrgum tilvikum hafa látist af vðldum infl úensu nn- ar sem geisað hefur um landið að undanförnu. Skúli Johnsen borgarlæknir sagði, er Þjóðviljinn innti hann eftir skýringum á hinum ört vax- andi fjölda dauðsfalla, að sér þætti það einsýnt að það væri in- flúensan sem riði baggamuninn hjá eldra fólkinu. í svona faröldr- um væri alltaf um að ræða aukningu á dauðsföllum eldra fólks og meira að segja væri það svo algildur og viðurkenndur mælikvarði að ef til dæmis dán- artíðni eldra fólks inni á stofnun- um yxi þá væri hægt að draga af því þá ályktun að hafinn væri in- flúensufaraldur. - Inflúensa er alvarlegt mál og ekki til þess fallin að hafa í flimt- ingum, sagði Skúli og kvaðst vilja brýna fyrir fólki að uppræta þann leiða misskilning að inflúensa væri það sama og hver önnur pestarveirusýking. Það væri viss hætta fylgjandi inflúensum og því full ástæða til að láta bólusetja sig í tíma, en bólusetning gegn þeirri sem nú geisar kemur því miður ekki að neinum notum nema maður hafi haft varann á því mót- efni myndast ekki fyrr en að minnsta kosti tíu dögum eftir ból- usetníngu. - Það er alveg nauðsynlegt að bólusetja gamla fólkið, það eru næg tækifæri til þess, það er það mikið inni á stofnunum hins opin- bera, sagði Skúli. _tt 2 SÍÐA - ÞJÓDVILJINN Fimmtudagur 19. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.